Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 25
ÞANN 19. apríl kl.
13.00 stendur Átak, fé-
lags fólks með þroska-
hömlun, að uppákomu
við Alþingishúsið.
Hugmyndin er að
fólk taki höndum sam-
an og myndi þannig
mannlegan hring í
kringum húsið. Alþing-
ishúsið er valið sem
tákn lýðræðis og sameiningar.
Með þessum atburði vill félagið að
fólk sýni samstöðu og undirstriki
mikilvægi jafnræðis allra í samfélag-
inu.
Allir Íslendingar sem vilja leggja
þessum málstað lið eru hvattir til að
mæta við Alþingishúsið og taka
höndum saman með Átaki.
Atburður þessi er hluti af menn-
ingarhátíðinni List án landamæra.
Þá hátíð mé rekja til Evrópuárs fatl-
aðra 2003.
Á því ári hófst sam-
starf nokkurra aðila sem
með einum og öðrum
hætti komu nálægt list-
sköpun fatlaðs fólks, í
upphafi sérstaklega
fólks með þroskahöml-
un.
Hugmyndafræði há-
tíðanna er m.a. að stofna
til samvinnu milli fatl-
aðra og ófatlaðra lista-
manna og auka þannig
við reynslu og sýn
beggja aðila. Þannig hafa þjóðþekkt-
ir hljómlistar-, leiklistar- og mynd-
listarmenn tekið þátt í verkefnum
með fötluðum listamönnum.
Áhersla hefur alltaf verið lögð á
þátttöku fatlaðra á jafnréttisgrund-
velli og m.a. hefur ávallt verið kapp-
kostað að listviðburðir hátíðarinnar
væru við bestu aðstæður og umgjörð
öll væri metnaðarfull. Jafnframt að
hátíðin hefði í för með sér gleði og
væri til þess fallin að brjóta landa-
mæri manna á milli.
Fyrir utan beina listviðburði hef-
ur List án landamæra líka stuðlað að
umræðu m.a. í samvinnu við Háskóla
Íslands um ímynd fatlaðra í listum,
list fatlaðra o.fl.
Hátíðin í ár stendur frá 18. apríl
til 10. maí og teygir anga sína um allt
land; sjá nánar dagskrá á vefsíðunni
www.listanlandamaera.blog.is.
Góða skemmtun og við sjáumst á
laugardaginn 18. apríl.
Tökum höndum saman með Átaki
Friðrik Sigurðsson
segir frá uppákomu
Átaks á morgun
» Átak, félag fólks með
þroskahömlun,
stendur að uppákomu
við Alþingishúsið, þar
taki fólk höndum saman
og myndi hring kringum
húsið.
Friðrik Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssamtakanna Þroskahjálpar og
situr í stjórn Listar án landamæra
Í APRÍL-mánuði undanfarin
þrettán ár hefur alþjóðasamfélagið
minnst þjóðarmorðsins í Rúanda
með samblandi af skömm, iðrun og
heitstrengingum um að svo viðbjóðs-
legir glæpir skuli ekki endurtaka sig.
Slíkar heitstrengingar munu ef-
laust heyrast nú þegar 60 ára afmæli
sáttmálans um að hindra og refsa
fyrir þjóðarmorð nálgast. Afmælið er
9. desember í ár, degi á undan öðru
merkilegu sextugsafmæli, afmæli
Mannréttindayfirlýsingar Samein-
uðu þjóðanna. En við þurfum að
grípa til skilvirkra aðgerða til að upp-
fylla skuldbindingar okkar um að
hindra þjóðarmorð og refsa þeim
sem gerast sekir um slíka glæpi. Þær
skuldbindingar voru innleiddar í al-
þjóðalög í kjölfar Helfararinnar. Með
því heiðrum við einnig minningu
fórnarlamba bæði hamslausra og
vandlega skipulagðra hatursofsókna.
Hingað til hefur framkvæmd þess
kafla sáttmálans sem fjallar um að
refsa fyrir þjóðarmorð tekist betur
en aðgerðir til að koma í veg fyrir
þau. Raunar hefur alþjóðlegt rétt-
arkerfi tekið af sívaxandi alvöru á
glæpum sem flokkast undir þjóð-
armorð. Fundist hafa farvegir fyrir
lagalega skyldu ríkja til að draga
fremjendur þjóðarmorðs til ábyrgð-
ar. Hér má nefna sérstaka dómstóla
á vegum Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, hinn sáttmálabundna Al-
þjóðaglæpadómstól og alheims-
lögsögu dómstóla einstakra ríkja.
Hrinda verður þeim kafla sem
fjallar um að hindra þjóðarmorð í
framkvæmd af sömu festu. Í þessu
skyni hefur framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna skipað sérstakan
háttsettan ráðgjafa sem ætlað er að
safna upplýsingum um umfangsmikil
og alvarleg mannréttindabrot sem
gætu leitt til þjóðarmorðs. Hann á
einnig að vinna að því að efla hæfni
Sameinuðu þjóðanna til að greina og
nota upplýsingar sem tengjast slík-
um glæpum.
Sérstaka ráðgjafanum er einnig
ætlað að samræma aðgerðir annarra
aðila innan Sameinuðu þjóðanna til
að grípa til fyrirbyggjandi ráðstaf-
ana. Framkvæmdastjórinn skipaði
árið 2006 sjö sérfræðinga til að styðja
sérstaka ráðgjafann og efla viðleitni
Sameinuðu þjóðanna til að hindra
þjóðarmorð.
Þetta eru mikilvæg skref í rétta
átt. En ég tel bæði rétt og nauðsyn-
legt að ganga lengra til að tryggja að
stofnanir okkar séu í stakk búnar til
að fyrirbyggja þjóðarmorð með því
að finna þeim stað í sáttmálanum um
þjóðarmorð.
Ólíkt mörgum öðrum mannrétt-
indasáttmálum er ekki
gert ráð fyrir eftirlits-
ferli í sáttmálanum um
þjóðarmorð til að fylgj-
ast með því hvort
ákvæði sáttmálans séu
virt og til að vera ríkjum
ráðgefandi um fyrir-
byggjandi aðgerðir. Í
fyrsta uppkasti að þjóð-
armorðs-sáttmálanum –
fyrsta alþjóðlega mann-
réttindasáttmálanum –
var gert ráð fyrir slíku
eftirlitskerfi en sú hug-
mynd skilaði sér ekki
inn í lokatextann.
Frá þeim tíma er
komin mikil og góð
reynsla á þann jákvæða
árangur sem slíkt eft-
irlitskerfi getur borið á
mannréttindasviðinu. Af
þeim sökum hafa for-
ysta Sameinuðu þjóð-
anna, fórnarlömb, bar-
áttumenn og
lögspekingar tekið höndum saman
við fimmtíu ríki sem komu saman í
Stokkhólmi árið 2004 til að berjast
fyrir þessu sjónarmiði. Önnur ríki
eru þessu hins vegar andsnúin og
hafa bent á að þetta geti skarast á við
störf sérstaka ráðgjafans og umboð
Alþjóðlega glæpadómstólsins sem
fjallar um sakamál, þar á meðal þjóð-
armorð, glæpi gegn mannkyninu og
stríðsglæpi.
Ef vel tekst til gæti slíkt eftirlits-
kerfi greint hættumerki um að upp
úr kunni að sjóða með þjóðarmorði.
Nánast ævinlega má greina fyrir-
boða um að slík voðaverk séu yfir-
vofandi þegar kerf-
isbundin eða
umfangsmikil mann-
réttindabrot fara stig-
vaxandi.
Það þarf hvorki að
vera flókið né tíma-
frekt að koma upp
slíku kerfi ef pólitískur
vilji er fyrir hendi.
Þannig gæti Allsherj-
arþingið samþykkt
ályktun strax í sept-
ember. Slík aðgerð
gæti átt sér fyrirmynd
í öðru sambærilegu
frumkvæði af hálfu
millliríkjastofnana, þar
á meðal Efnahags- og
félagsmálanefndar
Sameinuðu þjóðanna
sem kom á fót nefnd til
að fylgjast með efna-
hags-, félags- og
menningarlegum rétt-
indum. Aðrar leiðir eru
tímafrekari en þó
framkvæmanlegar. Þar má nefna
breytingar á sáttmálanum auk við-
bótar valkvæðs ákvæðis um stofnun
slíks eftirlitskerfis.
Hvaða leið sem er valin, verður
hún að miða að því lokamarki að
koma á fót vettvangi sem hefur vald
til þess að meta hvort ríki sinni
skyldum sínum um að hindra þjóð-
armorð; skrásetja viðleitni þeirra til
að refsa fyrir slíka glæpi og gera það
opinbert ef þau sinna ekki þessari
skilyrðislausu skuldbindingu.
Að hrinda sáttmálanum um að
hindra þjóðarmorð í framkvæmd
Louise Arbour minnist
fórnarlamba þjóðarmorðsins
í Rúanda
Louise Arbour
»Ef vel tekst
til gæti slíkt
eftirlitskerfi
greint hættu-
merki um að
upp úr kunni að
sjóða með þjóð-
armorði.
Höfundur er mannréttindafulltrúi
Sameinuðu þjóðanna.
ÉG ÞURFTI að dvelja nokkra
daga á geðdeild 32C Landspít-
alans, en er nú búinn að ná mér
upp á grasið aftur, með góðri fag-
mennsku læknis og starfsfólks
sem þar er og er til fyrirmyndar.
En aðbúnaður þessa starfsfólks,
bæði lækna, hjúkrunarfólks og
annarra sem þar starfa, er hreint
ekki til fyrirmyndar. Þá finnst
mér einnig að aðbúnaður sjúk-
linga sé algjörlega óviðunandi og
kannski helst á þann veg að að-
greining á mjög alvarlega veiku
fólki og þeim sem ekki eru jafn
illa haldnir er ekki nægileg. Þetta
tel ég að bitni óhjákvæmilega á
sjúklingunum sem næðu eflaust
fyrr bata ef allur aðbúnaður, bæði
sjúklinga og starfsfólksins, væri
betri.
Ég vil skora á heilbrigð-
isráðherra og aðra þá sem hafa
með þessi mál að gera að kynna
sér þetta nánar.
Ástandið er ekki gott. Ýmislegt
er örugglega hægt að lagfæra og
þá er ég sannfærður um að marg-
ir sjúklingar næðu fyrr bata.
Þunglyndi, geðhvörf og aðrir
geðsjúkdómar eru nefnilega mjög
slæmir og erfiðir sjúkdómar, sem
vissulega er hægt að lækna eða í
það minnsta að halda í skefjum
með góðri læknisaðstoð en þá
skipta aðstæður allra sem að þeim
málum koma mjög miklu.
Með virðingu.
Árni Tryggvason
Örfá orð um stórmál
Höfundur er leikari.
!
"# $
% &
'
'
'
(
) *
'
'
'
%
%
%
+
'
( ,
%
'(
#
%
)
% %
%
(
-'+
. #
/
'
'
01$23*4-$0*)546 789 :;<< 01
$2=*4-$0>?@<*A1-"4>(4*
B
'
,C*.=$$D0-"4--
@<
@9 @@
- kemur þér við
Sérblað fyrir húsbyggj-
endur fylgir blaðinu
Reykvískir rónar
ganga fyrir
64 skyndipróf
í menntó
Kartöflur gegn
hungri í heiminum
Fyrsti alíslenski
bjórinn
Cezary Fijalkowsky
veiðir bara á kvöldin
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?