Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „FUNDURINN var mjög gagn- legur. Ásamt því að ræða tvíhliða- mál fórum við einnig yfir ýmis al- þjóðleg málefni,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir fund sinn með Stephen Harper, forsætis- ráðherra Kanada, í Ottawa í gær. Auk fundarins við Harper ræddi ráðherrann við kanadíska fjölmiðla og hitti stuttlega Íslendinga búsetta í Ottawa. Eitt helsta viðfangsefni fundar forsætisráðherranna var varn- armálin. „Við höfum lagt áherslu á að ljúka við gerð samkomulags við Kanadamenn um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála,“ sagði Geir sem býst við að hægt verði skrifa undir samkomulagið á allra næstu mánuðum. Samkomulagið er efnislega sambærilegt við það sem gert hefur verið við Dani og Norð- menn um sama efni og er liður í áframhaldandi viðleitni stjórnvalda til að efla öryggissamstarf á frið- artímum við grannríki innan Atl- antshafsbandalagsins (NATÓ). Einnig var til umræðu á fund- inum framkvæmd fríversl- unarsamnings EFTA við Kanada. „Sá samningur er reyndar kominn lengra í þinginu hjá okkur en þeim. En [Harper] gerir ekki ráð fyrir að langt um líði þar til samningurinn verði staðfestur, þó svo að einhver andstaða sé um hann á kanadíska þinginu.“ Eftir fundinn ræddi ráðherrann við fjölmiðla, m.a. viðskiptasjón- varpsstöðina BNN. Sagði Geir spurningar fjölmiðla aðallega hafa snúist um efnahagsmálin þó að einnig hefði verið vikið að sam- skiptum landanna. Rætt um öryggis- og varnarmál Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞESSI úrskurður gengur mun lengra en ég hefði átt von á. Fyrir fram höfðum við gert ráð fyrir að sá hlutur sem við áttum fyrir í HS og keyptur var fyrir ári mundi standa,“ segir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR), en Samkeppniseftirlitið komst í gær að þeirri niðurstöðu að OR væri óheimilt að eiga meira en 3% eignarhlut í Hitaveitu Suð- urnesja (HS) og skal OR gera breytingar á eignarhaldi sínu í HS fyrir 1. október nk. Að sögn Hjörleifs hafa forsvars- menn OR ekki ákveðið hvernig bregðast skuli við ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins. Tekur hann fram að búið hafi verið að skipu- leggja stjórnarfund OR í dag og segist gera ráð fyrir að málið verði rætt þar. Bendir hann á að hlutaðeigandi aðilar hafi heimildir til að bera ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins undir áfrýjunarnefnd samkeppnismála auk þess sem dómstólaleiðin sé fær kjósi menn hana. Aðspurður segir hann engan kaupanda að eignarhlut OR í HS í spilunum eins og sé. Spurður hvort einhver takmörk séu sett á það hverjum OR megi selja hlut sinn svarar Hjörleifur því neit- andi. Í ljósi ákvörðunar Samkeppnis- eftirlitsins er sala Hafnarfjarðar- bæjar á ríflega 15% hlut sínum í HS til OR í uppnámi, en samn- ingsaðilar eru ósammála um hvort OR beri að kaupa hlut Hafnar- fjarðar í HS og síðan selja hann aftur eða hvort ekkert verði af sölu hlutarins í ljósi ákvörðunar eftirlitsins. Að mati Hjörleifs má ljóst vera að ekki getur orðið af kaupunum og bendir hann máli sínu til stuðn- ings á að í hluthafasamkomulagi frá 11. júlí 2007 hafi verið tiltekið að kæmu fram takmarkanir af hálfu samkeppnisyfirvalda myndu aðilar samkomulagsins leita leiða varðandi eignarhald á HS, s.s. að fá nýja eignaraðila að félaginu. Greiði OR ekki fyrir hlutinn gæti málið endað fyrir dómi Þessu er Stefán Geir Þórisson, hrl. og lögmaður Hafnarfjarðar- bæjar í málefnum HS, ósammála. „OR þarf að greiða fyrir hlutinn í HS sem um var samið. Síðan er það bara þeirra vandamál að losa sig við þennan hlut,“ segir Stefán. Bendir hann á að hluturinn, sem nemur rúmum 7,6 milljörðum króna, hafi gjaldfallið 10. mars sl. og hafi því þegar safnað um 200 milljónum króna í dráttarvöxtum. Að sögn Stefáns var í samningi samningsaðila frá 2. júlí 2007, þess efnis að Hafnarfjarðarbær gæti tekið ákvörðun um að selja hlut sinn í HS til OR innan sex mánaða, ekki neinn fyrirvari af hálfu OR um samþykki samkeppn- isyfirvalda. Spurður hvað gerist sitji OR fast við sinn keip segist Stefán munu ráðleggja Hafn- arfjarðarbæ að stefna OR til greiðslu þessarar fjárhæðar. Forstjóri OR undrast ákvörðun Samkeppniseftirlits vegna HS Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lögmaður Hafn- arfjarðar segir OR þurfa að greiða fyrir hlutinn í HS               !  "  #       $  $    ! „EINA niðurstaða fundarsins var sú að menn voru sammála um að stefna að skammtímasamningi,“ sagði Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), eftir samningafund með Icelandair hjá ríkissáttarsemjara. Þrátt fyrir stíf fundahöld að undanförnu, m.a. frá morgni til kvölds í gær, ber enn mikið á milli, að sögn Örnólfs. „Og í sjálfu sér er ekki tilefni til ann- ars fundar í bili en sáttasemjari hefur boðað til fundar 5. maí nk.“ Á fundi Félags íslenskra at- vinnuflugmanna, sem haldinn var fyrir rúmri viku, var lagt til að hafinn yrði undirbúningur að boð- un verkfalls. Formaður félagsins taldi að verkfallið gæti þá í fyrsta lagi skollið á um næstu mánaða- mót. Örnólfur segir hins vegar að samþykkt hafi verið að fresta verkfallsboðun um óákveðinn tíma eða þar til útséð er um hvort hægt er að ná fram stuttum samningi. „Það felst hins vegar engin yfirlýs- ing í því og við útlokum alls ekki verkfall.“ Spurður hvaða ákvæði helst sé karpað um segir Örnólfur þau öll snúa að kjarabótum til handa flugmönnum, þar skilji samningsaðila helst að. Stefnt verð- ur að stutt- um samningi Næsti fundur FÍA og Icelandair 5. maí nk. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞETTA er nákvæmlega það sem við vildum alls ekki,“ segir Erla Björk Birgisdóttir, trún- aðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga á Land- spítalanum í Fossvogi, um þau tíðindi að yf- irmenn á svæfinga-, gjörgæslu og skurðstofusviði LSH hafi boðað hjúkrunar- fræðingana 98, sem sagt hafa upp störfum frá 1. maí, í einstaklingsviðtöl frá og með morg- undeginum. „En það sem okkur þykir verst er að þau ótrúlegu skilaboð hafa borist að trún- aðarmönnum er neitað um að vera viðstaddir viðtölin. Þetta finnst okkur mjög lágkúrulegt. Okkur finnst þetta líkjast einhverjum rúss- neskum stjórnunarháttum. Með öllu þessu ferli er svo svívirðilega að okkur og okkar starfi vegið að við erum hreinlega krossbit yf- ir því að yfirmenn okkar skuli hafa þetta í sér.“ Hrófla við fyrirkomulagi sem hefur gengið mjög vel Skýringarnar sem trúnaðarmennirnir hafa fengið eru að sögn Erlu „tengsl okkar við Fé- lag íslenskra hjúkrunarfræðinga“. Erla segir þau rök duga skammt, félagið hafi ekkert komið að málum enda snúist deilan um breytt vinnufyrirkomulag en ekki kjarabaráttu. „Það er verið að hrófla við fyrirkomulagi sem hefur gengið mjög vel, breytingin felst í því að það á að borga okkur minna fyrir að vinna meira. Þetta er svo einfalt.“ Munum hlusta á tilboð yfirmanna með opnum huga Spurð hvort hjúkrunarfræðingar muni mæta til viðtalanna segir Erla þá verða að mæta þar sem þau séu boðuð á vinnutíma. „En hjúkrunarfræðingar hér í Fossvogi hafa rætt málin og ætla ekki að skrifa undir neitt í þessum viðtölum. Þetta kom af stað nokkurri óróabylgju í okkar hópi en við erum harðákveðnar í því að koma fram sem hópur þó að við höfum sagt upp sem einstaklingar. Við munum hlusta á tilboð yfirmanna með opnum huga en það verður ekki samið við einn og einn og það verður engin launaleynd. Það er nákvæmlega sú leið sem myndi sundra hópnum. Okkar sterkasta vopn er samstaðan og við ætlum að halda henni áfram.“ „Líkist rússneskum stjórnunarháttum“ FJÖLMENNI var á stofnfundi hags- munasamtaka atvinnubílstjóra sem haldinn var á Höfðakaffi í gær- kvöldi. Talið er að um áttatíu manns hafi komið að og tekið þátt í umræðum um kröfur og aðgerðir bílstjóra á næstunni. Á fundinum var m.a. rætt um að fundur bílstjóra með fulltrúum fjár- málaráðherra í vikunni hefði lítið gert til að lægja öldur innan stétt- arinnar og þolinmæðin væri því á þrotum. Fjölmenni á stofnfundi ♦♦♦ ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í vélarrúmi togarans Rex, sem liggur við bryggju í Hafnarfirði, á tólfta tímanum í gærkvöldi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins voru þrír menn um borð í skipinu þeg- ar eldurinn kom upp og tilkynnt var um hann, en þeim tókst að komast klakklaust frá borði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var í ljósavél í vélarrúmi. Í framhaldi var vélarrýmið reyk- ræst. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Eldur í vélarrúmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.