Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VERKFALL?
Bæði flugmenn og flugfreyjurhafa haft við orð að efna tilverkfalls í nálægri framtíð.
Ætli þessir starfshópar geri sér enga
grein fyrir því að allt okkar efnahags-
lega umhverfi er gjörbreytt og að
margvíslegar ógnir steðja að fjár-
hagslegu öryggi þjóðarbúsins?
Flugfélög um allan heim standa
frammi fyrir vaxandi rekstrarvanda.
Ekki sízt vegna mikilla hækkana á
eldsneyti sem félögunum gengur mis-
jafnlega vel að velta yfir á viðskipta-
vini sína.
Icelandair var fyrir nokkrum árum
fjárhagslega traust félag sem hafði
safnað umtalsverðum sjóðum. Allir
þekkja þá sögu. Félaginu var breytt í
fjárfestingarfélag, sjóðirnir nýttir í
þágu þess og flugreksturinn að lokum
seldur út úr því. Nýir eigendur
keyptu flugreksturinn á háu verði
með umtalsverðri skuldsetningu. Í
raun gerðist það, sem þekkzt hefur
víða um lönd, að fjármálamenn komu
höndum yfir sjóðina sem safnað hafði
verið og flugreksturinn sjálfur stóð
veikari eftir.
Þetta er veruleikinn og eftir stend-
ur félag sem gegnir lykilhlutverki í
samgöngum okkar en er fjárhagslega
mun veikara en áður.
Á sama tíma róa bankarnir lífróður
vegna gjörbreyttra aðstæðna á al-
þjóðlegum fjármálamörkuðum og
ekki sér fyrir endann á vandamálum
þeirra.
Þótt undirstöður þjóðarbúsins séu
traustar er ljóst að hin alþjóðlega
fjármálakreppa veldur okkur nú þeg-
ar miklum erfiðleikum og á eftir að
verða okkur þung í skauti.
Starfshópar, sem telja að þetta sé
rétti tíminn til verkfalla, að ekki sé
talað um að lama að verulegu leyti
samgöngur á milli landa og koma allri
ferðaþjónustu í uppnám í byrjun
sumars, eru ekki í miklum tengslum
við þann veruleika sem hér er lýst.
Staðreyndin er auðvitað sú að það
er ekkert vit í áformuðum verkfalls-
aðgerðum flugmanna og flugfreyja.
Þessir starfshópar eru að kippa fót-
unum undan sjálfum sér og skaða
langtímahagsmuni sína verulega.
Það getur vel verið að samninga-
menn flugmanna og flugfreyja séu
þeirrar skoðunar að þetta sé rétti
tíminn til að láta sverfa til stáls við
Icelandair en slíkt mat lýsir ótrúleg-
um dómgreindarskorti.
Raunar er það svo að allir starfs-
hópar sem eru með lausa samninga
verða að gera sér grein fyrir þeim
gjörbreyttu aðstæðum sem við blasa.
Og það er hægt að færa sterk rök fyr-
ir því að Samtök atvinnulífsins hafi
gert alltof dýra samninga í vetur.
Samninga sem kannski var hægt að
rökstyðja í upphafi samningaferlisins
en tæpast í lok þess.
Samningamenn flugmanna og flug-
freyja gerðu rétt í því að endurskoða
verkfallsáformin. Þeir geta ekki knú-
ið fram einhverjar umtalsverðar
kjarabætur með slíkum hótunum.
Samningsaðilinn hefur ekki bolmagn
til þess.
ER VINNUFRAMLAG KARLA 76 ÞÚS-
UNDUM MEIRA VIRÐI EN KVENNA?
Laun kvenna hækkuðu meira enkarla“ var fyrirsögn fréttar um
launaþróun í Morgunblaðinu í gær.
Því miður var þó engin ástæða til að
fagna sérstaklega því þegar nánar er
rýnt í fréttina kemur í ljós að konur
eiga langt í land með að ná karlmönn-
um í launakjörum. Þar fyrir utan
bendir sú staðreynd að karlar vinna
lengri vinnuviku en konur til þess að
þær beri ennþá meiri ábyrgð á rekstri
heimilanna en þeir, sem auðvitað er
ekki síður alvarlegt mál. Regluleg
heildarmánaðarlaun karla voru á síð-
asta ári 402 þúsund kr., en kvenna 296
þúsund. Ef lengri vinnuvika karla er
tekin út úr dæminu og einungis er litið
til launa án yfirvinnu, eru karlar með
332 þúsund á mánuði í kaup en konur
með 256 þúsund.
Þessar 76 þúsundir sem meðalkarl-
inn hefur í laun umfram meðalkonuna
eru óþægilegur vitnisburður um stöðu
kvenna á vinnumarkaði eftir áratuga-
langa jafnréttisbaráttu. Það er marg-
reynt og sannað að vinnuframlag
kvenna er ekki minna virði en karla –
gæði vinnu eru ekki kynbundin. Hins
vegar líða konur fyrir alltof hægfara
breytingar á samfélagshefðum sem
oft á tíðum eru ekki í neinu samhengi
við viðhorf fólks sem einstaklinga.
Gamaldags hefðir þegar kemur að
völdum, vinnulagi og samábyrgð virð-
ast vera djúpstæðari vandi í barátt-
unni fyrir jafnrétti heldur en ætla
mætti ef einungis er litið til samstöðu
um jafnréttishugsjónina í samfélag-
inu.
Þær konur sem á sjöunda og átt-
unda áratugnum gengu hvað harðast
fram fyrir skjöldu til að krefjast jafn-
aðar sjálfum sér og dætrum sínum til
handa mættu víða miklum fordómum
og fengu litlar þakkir á þeim tíma.
Viðhorf til baráttu kvenna hafa sem
betur fer breyst eftir því sem skiln-
ingur hefur aukist á mikilvægi þess að
útrýma kynbundnu misrétti. En þótt
undirtektir í samfélaginu við jafnrétt-
iskröfu kvenna séu nánast undantekn-
ingarlaust góðar í dag breytir það
ekki þeirri staðreynd að konur sitja
samt sem áður ekki við sama borð og
karlar. Framganga þeirra í atvinnulíf-
inu er ekki jafngreið og karla, þær fá
færri og smærri tækifæri til að axla
ábyrgð og njóta hæfileika sinna. Það
er sorgleg staðreynd að vegna þess
hve hægt hefur miðað eru allar líkur á
því að fyrrgreindar konur – framverð-
ir jafnréttisbaráttu seinni hluta síð-
ustu aldar – hverfi frá án þess að hafa
náð sínu fram. Dætur þeirra hafa
heldur ekki náð því marki sem mæður
þeirra einsettu sér og ekki lítur út fyr-
ir að dóttur- og sonardætur þeirra
muni heldur njóta þess sem ömmur
þeirra börðust fyrir nema eitthvað
mikið komi til.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
Er hugsanlega þannig komið fyrirefnahag okkar Íslendinga, aðvið þurfum að hugsa öll okkarfjármál, fjárfestingastefnu og á
hvað við eigum að leggja áherslu upp á
nýtt? Í kjölfar einkavæðingar ríkisbank-
anna varð til ný kynslóð fjársýslumanna,
ungra, velmenntaðra
manna, sem voru sókn-
djarfir á flestum svið-
um. Þeir sóttu grimmt
út um allan heim og
öfluðu geysilega vel.
Fljótlega var farið að
ræða um íslensku út-
rásarvíkingana, gull-
drengina, einkaþotu-
strákana, sem undu
glaðir við sitt, enda draup ódýrt lánsfé af
hverju strái og það var lánað áfram til
neysluglaðra Íslendinga, á viðunandi kjör-
um, og til útrásarstráka, sem vildu leggja
heiminn að fótum sér. En nú er tíðin önn-
ur, ekki satt?
Þegar svo er komið, að tekjur fjölskyldu
standa engan veginn undir áætluðum út-
gjöldum og í það stefnir að slíkt verði við-
varandi ástand, er aðeins eitt úrræði fyrir
hendi: Að skera niður útgjöld, svo að út-
gjöldin verði ekki meiri en tekjurnar. Að-
eins þannig getur fjölskyldan haldið áfram
að þrífast, þótt hún verði tímabundið, eða
jafnvel í langan tíma, að skera niður
kostnað og neita sér um ákveðin þægindi,
jafnvel lúxus, sem hún á tímum góðæris
hefur vanist að líta á sem sjálfsagðan hlut.
Gildir ekki það sama um fyrirtæki,
banka, allan rekstur? Er það ekki lykilat-
riði, að færast ekki of mikið í fang, eða að
vera á varðbergi og átta sig á því, þegar
reistur hefur verið hurðarás um öxl?
Er svo komið að íslensku viðskipta-
bankarnir, með sinn gríðarlega útþanda
efnahagsreikning og á bilinu 60 til 80% af
tekjum sínum í útlöndum, hafa í dag lítið
að segja um eigin framtíð? Er framtíð
þeirra í núverandi mynd undir því komin,
hvað erlendir lánardrottnar þeirra segja
um áform þeirra, hvort sem um samein-
ingu, sölu eigna eða breytt rekstrarfyr-
irkomulag er að ræða?
Tilbúið fjölskyldudæmi
Til þess að skýra svolítið þá hugsun,
sem er að baki ofangreindum spurning-
um, ætlar greinarhöfundur að leggja út af
litlu, tilbúnu rekstrardæmi af íslenskri
fjögurra manna fjölskyldu og velta um leið
upp þeirri spurningu hvort ekki má líta á
rekstur íslenskrar kjarnafjölskyldu, sem
eins konar „míkrómynd“ af t.d. banka-
rekstri. Allar tölur eru tilbúningur grein-
arhöfundar.
Er það ekki einhvern veginn svona sem
heimilin bera sig að, þegar þau hafa reist
sér hurðarás um öxl og tekjur þeirra
standa ekki undir þeim fjárhagslegu
skuldbindingum sem þau hafa ákveðið eða
ráðist í?
Gefum okkur að fjölskylda eigi íbúð,
sem á hvílir 25 milljóna króna húsnæð-
islán, sem þýðir greiðslubyrði upp á um
130 til 150 þúsund krónur á mánuði. Svo á
fjölskyldan þriggja milljóna króna bíl, en
er með einnar milljónar króna lán áhvíl-
andi á honum og borgar 40 þúsund krónur
af því láni á mánuði, í þrjú ár. Fjölskyldan,
sem er fjögurra manna, greiðir um 120
þúsund krónur á mánuði í mat og aðrar
heimilisvörur, í fatnað 25 þúsund krónur,
hita og rafmagn 10 þúsund krónur, hús-
gjöld 10 þúsund
und krónur, s
skemmtanir (bí
stundir) 40 þúsu
þúsund krónur
krónur, bensín
islegt 25 þúsund
Samtals eru
unnar því á bilin
ur.
Karlinn hefu
skatta í laun á
300.000 krónur
mánaðartekur f
555.000 krónur
bilinu 37.000 til
þegar útgjöldin
þá skynsamlegu
lega fyrir 50.00
safna inn á v
bundinn reiknin
Að þremur á
að borga upp bí
100.000 krónur
fjórða árið á fj
Að færast of m
Gilda ekki sömu lögmál um hagfræði heimilanna og ba
og útgjöld aukast breyta heimilin um kúrs, draga sam
nái saman. Þurfa bankarnir ekki bara að gera það sam
"
()*+,
-
(.+,
/
!+
0+
! #
+ + +%
%++
,+
# 12
%,%
-
3+
/14
5# 67+
7
.89'.*97999
:97999
.)97999
)*7999
.97999
.97999
.:7999
)97999
:97999
.;7999
))7999
):7999
)*7999
:<;'*.;7999
6
6
/14
1%
1%
%2#
5#%2
/+
=
)*+, -
&., -,
» Fljótlega var farið að ræða um íslensk
ingana, gulldrengina, einkaþotustrák
glaðir við sitt, enda draup ódýrt lánsfé af
það var lánað áfram til neysluglaðra Ísle
unandi kjörum, og til útrásarstráka, sem
heiminn að fótum sér. En nú er tíðin önn
Agnes Bragadóttir
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Það var biðlisti hjá okkur í marsog við erum búin að bóka í við-töl út apríl,“ segir Ásta S.Helgadóttir, forstöðumaður hjá
Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Það sem af er árinu hafa 294 fjölskyldur
og einstaklingar bókað viðtal hjá Ráð-
gjafarstofunni. Í fyrra voru slík viðtöl
612 talsins, en þetta kom fram á fundi á
Grand hóteli í gær þar sem ársskýrsla
Ráðgjafarstofunnar var kynnt. Heild-
arskuldir þeirra sem leita til Ráðgjaf-
arstofu hafa aukist um tæp 15% milli ára.
Þá hafa vanskil hækkað um 35,5%.
Ásta segir að það hljóti að gefa
ákveðnar vísbendingar um ástand efna-
hagsmála að fleiri leiti til Ráðgjafarstof-
unnar, þótt þeir sem þangað komi séu
vissulega það fólk sem verst er statt. Þau
mál sem Ráðgjafarstofan fáist við um
þessar mundir séu mjög erfið. „Ég myndi
því álykta að róðurinn sé að þyngjast hjá
fólki sem er mjög skuldsett,“ segir Ásta.
Í ársskýrslunni kemur fram að í fyrra
voru aldurshóparnir 21-30 ára og 31-40
ára nánast jafnstórir eða rúmlega 60%
umsækjenda. Ásta segir það sérstakt
áhyggjuefni hversu skuldsett fólk á þrí-
tugsaldri, sem rétt að hefja lífið, sé.
Í ársskýrslunni segir að meirihluti
þeirra sem sæki aðstoð Ráðgjafarstofu
sé í atvinnu, þ.e. 57% þeirra sem þangað
sneru sér í fyrra. Stærsti hópurinn er
einstæðar mæður, sem voru 34% við-
skiptavina Ráðgjafarstofu í fyrra. Næst-
stærsti hópurinn er einhleypir karlar.
Skuldir þeirra sem leita til Ráðgjafar-
stofu eru af ýmsum toga. Fram kemur í
ársskýrslunni að vanskil hafa aukist mest
á lánum með raðgreiðslusamningi, um
144,2% milli ára, um 129,5% á fasteigna-
veðlánum og 72,2% vegna bílalána.
Sú ástæða sem flestir sem leituðu til
Ráðgjafarstofu nefndu fyrir greiðsluerf-
iðleikum sínum eru veikindi, en þá
ástæðu nefndu 26% viðskiptavina. Næst-
flestir, 16%, nefndu vankunnáttu í fjár-
málum.
Blikur á lofti
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra flutti erindi á fundinum í gær. Hún
sagði blikur á lofti í samfélaginu. „Hætt
er við að samdráttur í þjóðfélaginu á
næstunni geti valdið erfiðleikum.“
Hún gagnrýndi líka spá Seðlabankans
um 30% lækkun fasteignaverðs. „Í þeirri
stöðu sem fjármálamarkaðirnir og um
leið efnahagslífið eru í tel ég að það sé
ekki vænlegt til árangurs að gera tilraun
til að ná niður fasteignaverði með óraun-
„Erum búin að bók
Skýrsla Ásta S
TÖLUR sem Fj
stofnunum í lok
sem er lítillega
0,5%. Í árslok 2
Vanskilahlut
2000. Vanskila
ársfjórðunga á
Minnst