Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 20% FÓLKS á aldrinum 40 til 60 ára eru heyrnarskert á einn eða ann- an hátt. Ótrúlega margir í þessum hópi vita ekki af heyrnarskerðingunni eða halda að sá vandi, sem þeir verða varir við, stafi af einhverju öðru. Hafir þú ekki heyrt fuglana syngja undanfarið getur það stafað af heyrn- arskerðingu. Þú getur að sjálfsögðu tekið þá afstöðu að af því þurfi ekki að hafa áhyggjur. Óháð því hversu mikil heyrnarskerðingin er mun koma í ljós að lífsgæði þín batna verulega ef þú gerir eitthvað strax við því. Heyrnarskerðing hefur margs kon- ar vanda í för með sér: Þú heyrir ekki í dyrabjöllunni, missir af mikilvægum upplýsingum á fundum, tapar þræði í samræðum o.fl. Það getur þýtt að mörg hljóð hafa horfið – þytur í laufi, fuglasöngur, barnshjal – hljóð sem gefa lífinu gildi. En hjálpin er ekki langt undan. Á örfáum árum hafa heyrnartæki þróast og batnað mjög mikið. Nú- tímaheyrnartæki búa yfir fjölmörgum eiginleikum sem gera þér kleift að greina betur talmál. Helen Adams Keller (1880-1968), bandarískur rithöfundur og fyrirles- ari, var bæði heyrn- arlaus og blind frá því hún var eins árs göm- ul. Þrátt fyrir það lærði hún bæði að tala og skrifa. Hún sagði: „Við að missa sjónina tapast samband við hluti en við að missa heyrnina missir maður samband við fólk.“ Hvernig finnurðu hvort þú eigir við heyrnarskerðingu að etja? Svör þín við eftirfar- andi spurningum geta gefið vísbendingu: 1. Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra svo sem fuglasöng? 2. Hváirðu oft? 3. Hækkarðu oft það mikið í sjón- varpi eða útvarpi að öðrum finnist það óþægilegt? 4. Finnst þér aðrir muldra? 5. Hefurðu són í eyrunum? 6. Biðurðu aðra stundum að segja þér hvað sagt var á fundum sem þú varst á? 7. Áttu erfitt með að skilja þegar þú talar í síma? 8. Ef kliður er áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt? 9. Hefurðu verið að staðaldri í miklum há- vaða og þá sérstaklega í vinnunni? 10. Heyrirðu varla þegar dyrabjallan eða síminn hringja? 11. Finnst þér auðveld- ara að skilja raddir karla en kvenna? Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið er mælt með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni. Hvers vegna hrakar heyrninni? Heyrnarskerðing er af nokkrum gerðum en henni er oftast skipt í tvo flokka: leiðni- og skynheyrnarskerð- ingu (leiðslutap og skyntaugatap). Þegar um er að ræða leiðniskerðingu þá ná hljóðbylgjur ekki að berast inn í innra eyrað. Vandinn stafar af meini í hlust eða miðeyra þar sem þrjú smá- bein leiða hljóðið inn í innra eyrað. Tappi af eyrnamerg, gat á hljóð- himnu, bólga í miðeyra, brotin beina- keðja í miðeyra eða galli í gerð beina miðeyrans geta valdið leiðniheyrn- arskerðingu. Oftast má ráða má bót á leiðniheyrnarskerðingu með lyfjum eða skurðaðgerð. Í 90% tilvika er um skynheyrn- arskerðingu að ræða. Orsakir hennar eru oftast þær að hin örfínu skynhár í innra eyranu hafa annaðhvort brotnað eða skaddast. Skynhárin nema hljóð- bylgjur og breyta þeim í rafboð sem berast til heilans um heyrnartaugina en heilinn túlkar rafboðin sem hljóð. Skynheyrnarskerðing er oftast tengd öldrun en getur einnig stafað af há- vaðaálagi, höfuðáverkum, sýkingum, aukaverkun lyfja eða verið arfgeng. Hvorki er unnt að lækna skynheyrn- arskerðingu með lyfjum né læknis- aðgerðum. Sumir geta verið bæði skyn- og leiðniheyrnarskertir en slík flokkast sem blönduð heyrnarskerðing. Menn geta heyrt þrátt fyrir skyn- heyrnarskerðingu en þeir heyra ekki allt hljóðrófið. Oft dofna eða hverfa veikir hátíðnitónar svo sem fugla- söngur. Skerðing á hátíðnihljóðum talmáls svo sem /s/ rýrir talskilning. Ekki bætir það úr skák að hávær hljóð, t.d. frá viðmælanda sem hrópar, hljóma jafnhávær í eyrum þess heyrn- arskerta og þess sem hefur fulla heyrn. Sem betur fer geta heyrnartæki í flestum tilvikum hjálpað heyrnar- skertum og gert þeim kleift að heyra hljóð sem annars væru þeim glötuð. Það leiðir einnig til þess að sú þrúg- andi einangrun, sem oft er afleiðing heyrnarskerðingar, hverfur. Rannsóknir sýna að fullorðnir, sem nota heyrnartæki, njóta lífsins á margan hátt betur, sjálfsmat þeirra vex og þeir eiga auðveldara með að umgangast annað fólk. Hvað er til ráða? Mikil framför hefur orðið í gerð heyrnartækja, allt önnur hljóðvinnsla en fyrir nokkrum árum. Nútímaheyrnartæki, sem eru afar fullkomin, geta verið smágerð og lítið áberandi. Þökk sé stafrænni tækni en með henni má sníða virkni þeirra full- komlega að þörfum notandans. Sum heyrnartæki eru meira að segja það fyrirferðarlítil að þau hverfa á bak við eyra eða inn í hlust. Bætt lífsgæði geta verið á næstu grösum. Og með því að leita hjálpar gefurðu þér, fjölskyldu þinni og starfsfélögum veglega gjöf þegar þeim finnst ekki lengur erfitt að tala við þig. Heyrirðu ekki lengur fuglana syngja? Ellisif Björnsdóttir skrifar um heyrn »Hvernig finn- urðu hvort þú eigir við heyrnarskerð- ingu að etja? Ellisif Björnsdóttir Höfundur er heyrnarfræðingur hjá Heyrn. ÁHRIF vaktavinnu hafa töluvert verið skoðuð og benda nið- urstöður rannsókna til að henni fylgi ýmis lík- amleg, félagsleg og andleg vandamál. Hærra hlutfall veik- indadaga er hjá vakta- vinnufólki en þeim sem ekki stunda vaktavinnu. Þegar verið er að kanna áhrif vaktavinnu á líkamlega heilsu hjúkr- unarfræðinga (sem og annarra sem vinna vaktavinnu) skiptir máli að vita hvers konar vaktir viðkomandi vinn- ur, þ.e. hvort unnar séu svokallaðar þrískiptar vaktir þ.e. morgun-, kvöld- og næturvaktir og hvernig þær rað- ast niður. Mestu neikvæðu áhrifin eru ef allar þessar vaktir eru unnar til skiptis og ef unnið er á nóttinni. Skýringin á því er fyrst og fremst sú að slíkt vinnufyrirkomulag gengur að hluta til gegn lífeðlisfræðilegum takti líkamans, líkamsklukkunni. Manninum hentar best að sofa á nóttunni og vaka á daginn. Tilviljun ein ræður ekki þessari skiptingu heldur grundvallast hún á dæg- ursveiflum ýmissa líffræðilegra ferla, til að mynda dægursveiflu í önd- unartíðni, meltingu og svefni. Svefn- inn skiptist í nokkur stig og hefur nánast sömu uppbyggingu og form hjá þeim sem sofa eðlilega. Þegar fólk vinnur á næturnar truflast þessi svefnstig og er vaktavinnufólk í tals- vert meiri hættu en aðrir á að þjást af svefntruflunum. Þannig hefur verið sýnt fram á að hjúkrunarfræðingar sem sofa á daginn fá að meðaltali 1-4 klukkustunda styttri svefn en þeir sem sofa á nóttunni, auk þess sem gæði svefnsins eru minni. Þreyta er vel þekkt sem afleiðing vaktavinnu þar sem fólk fær ekki nægan svefn eða hvíld og eykur það hættu á mis- tökum. Nýlegar rannsóknir benda til að hætta á hjarta- og æðasjúkdómum sé marktækt meiri hjá vaktavinnufólki en dagvinnufólki. Orsakaþættir eru taldir vera truflun á dægursveiflu, streita, lélegt mataræði, kaffi- drykkja, reykingar og skortur á hreyfingu. Tengsl krabbameins og vakta- vinnu hafa einnig verið rannsökuð og hafa niðurstöður leitt í ljós að hjúkr- unarfræðingar sem vinna á næturn- ar, og hafa gert það í nokkur ár, séu í meiri hættu að fá brjóstakrabbamein (hjá körlum er aukin tíðni blöðru- hálskirtilskrabbameins) og rist- ilkrabbamein. Það er talið vera vegna breytinga á dægursveiflu og áhrifa hennar á framleiðslu melótóníns. Þá þjást hjúkrunarfræðingar sem vinna næturvaktir frekar af brjóst- sviða, meltingartruflunum og óþæg- indum frá maga. Ástæða þess er talin vera sú að líkaminn gerir ekki ráð fyrir því að fólk borði á nóttunni. Framleiðsla meltingarensíma er í lágmarki og þá á líkaminn erfiðara með að melta matinn. Jafnframt get- ur vaktavinna aukið streitu, kvíða og þunglyndi. Hjúkrunarfræðingar sem vinna þrískiptar breytilegar vaktir greina frá meiri streitu en hjúkr- unarfræðingar sem vinna fastar vaktir. Hjúkrunarfræðingar sem vinna á sjúkrahúsum finna að auki fyrir meiri streitu en hjúkrunarfræð- ingar sem vinna utan sjúkrahúsa. Er álag á vinnustað og fyrirkomulag vaktavinnunnar talið vera meg- inorsökin. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að vaktavinna, þá sérstaklega næt- urvinna, hafi slæm áhrif á konur á barnsburðaraldri. Niðurstöður þess- ara rannsókna leiða í ljós að hjúkr- unarfræðingar sem vinna næt- urvaktir hafa óreglu á tíðarhring sem getur haft áhrif á frjósemi þeirra. Konur sem vinna vaktavinnu eru einnig í meiri hættu en aðrar gagnvart fyrirburafæðingum og fósturláti. Aukið álag í erfiðu starfi Fyrir 20-30 árum þótti hjúkr- unarfræðingum yfirleitt kostur að vera í vaktavinnu þar sem þeir gátu eytt tíma með börnum sínum yfir daginn og þar með sparað útgjöld til barnagæslu. Á undanförnum árum virðist þetta viðhorf hjúkrunarfræð- inga hafa breyst þar sem meiri krafa er nú en áður um jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í dag þykir hjúkrunarfræðingum vaktavinna ekki fjölskylduvæn og sækja frekar í störf sem einungis eru unnin á dag- inn, meðal annars til að geta verið heima hjá fjölskyldunni á kvöldin, næturnar og á hátíðisdögum. Þrátt fyrir ókosti vaktavinnu fylgja henni einnig ákveðnir kostir. Vegna lágra dagvinnulauna hafa ungir hjúkrunarfræðingar talið kosti vaktavinnu vera efnislega, þ.e. í formi hærra launa vegna álags- greiðslna á kvöldin og um helgar, og sé það ástæða þess að þeir kjósi vaktavinnu frekar en dagvinnu. Hjúkrunarfræðingar benda þó jafn- framt á að álagsgreiðslur fyrir vaktavinnu þurfi að hækka. Sumir telja það líka kost að eiga frí á virk- um dögum og einnig að gott sé að vinna á þeim tímum sem erill er minni. Fyrir nátthrafna eru kvöld- og næturvaktir kjörinn vinnutími og þeir eiga auk þess auðveldara með að aðlagast vaktavinnu en morg- unhanar. Vaktavinna er og verður órjúf- anlegur þáttur af hjúkrunarstarfinu. Meta þarf það álag og þau vandamál sem vaktavinna hefur í för með sér til launa. Sú krafa hjúkrunarfræð- inga til margra ára að 80% vakta- vinna verði metin sem 100% vinna, þarf að ná eyrum stjórnvalda og verða viðurkennd. Hjúkrunarstjórn- endur verða líka að axla þá ábyrgð að gera vaktavinnu að heillandi starfsumhverfi til að fá komandi kynslóðir hjúkrunarfræðinga til starfa við vaktavinnu. Vaktavinna hjúkrunarfræðinga Árdís Rut Ámunda- dóttir og Birna G. Flygenring skrifar um áhrif vakta- vinnu á starfsfólk » Víða innan heilbrigð- isþjónustunnar er krafa um að sjúklingum sé sinnt allan sólar- hringinn. Því er vakta- vinna stór hluti af starfi hjúkrunarfræðinga. Árdís Rut Ámundadóttir Árdís er hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðadeild. Birna er framkvæmdastjóri hjúkrunar á St. Jósefsspítala, Sólvangi, og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ. Birna G. Flygenring LISTAHÁTÍÐIN List án landamæra verður nú haldin í fimmta sinn og hefst föstudaginn 18. apríl með dagskrá og mynd- listarsýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sam- starfsaðilar í stjórn há- tíðarinnar eru Fjöl- mennt, fullorðins- fræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroska- hömlun, Hitt húsið, Ör- yrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp. List án landamæra er vettvangur þar sem stór hópur fólks, fatlað- ir og ófatlaðir, sýnir listsköpun sína, mynd- list, leiklist, tónlist og handverk. Sýni- leiki ólíkra einstaklinga í samfélaginu er mikilvægur og þátttakendur í hátíð- inni gefa góða mynd af því fjölbreytta og kröftuga listalífi sem hér þrífst. Tengslum og samstarfi er komið á milli ólíkra hópa, sem hefur síðan leitt til aukins skilnings manna á milli með ávinningi fyrir samfélagið í heild. Hátíðin var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra 2003. Nú er hátíðin orðin að árlegum viðburði og sífellt fleiri bæt- ast í hóp þátttakenda og njótenda. Há- tíðin í ár er sérstaklega stór á lands- byggðinni og erlendir gestir koma og sýna í Norræna húsinu. Fyrir utan beina listviðburði hefur List án landa- mæra líka stuðlað að umræðu um ímynd fatlaðra í listum og list fatlaðra. Í undanfara hátíðarinnar eða þann 11. apríl stóð Rannsóknarsetur í fötl- unarfræðum við Háskóla Íslands fyrir málþingi og umræðum í tengslum við hátíðina um menningu, listir og fötlun. En eins og áður sagði hefst dag- skráin þann 18. apríl með dagskrá og myndlistarsýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur og lýkur þann 10. maí í Vest- mannaeyjum. Í ráðhúsinu kemur fram fjöldi listamanna, meðal annarra, Dansklúbbur Hins Hússins ásamt Páli Óskari, Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir lesa úr bók sinni Postulín og Kór Fjölmenntar á Sel- fossi treður upp ásamt Valgeiri Guð- jónssyni. Í kjölfarið verður opnuð myndlistarsýning í Austursalnum þar sem fjölbreyttur hópur listafólks sýn- ir. Daginn eftir, þann 19. apríl, verður gjörningur á vegum Átaks við Alþingishúsið á Austurvelli. Þar á að „taka höndum saman“ í kringum húsið og mynda þar hringsamstöðu. Þangað eru allir hvattir til að mæta kl. 13 og skella sér svo á Geðveikt kaffihús, handverks- markað og ljós- myndasýningu í Kaffi Rót í Hafnarstrætinu. Sama dag verða þrjár sýningar opnaðar á Safnasafninu á Sval- barðseyri og sunnudag- inn 20. apríl verður opn- uð sýning í Landnáms- setrinu í Borgarnesi hjá hópi sem kallar sig Outsider art hópinn. Meðal annarra við- burða á dagskránni á höfuðborgarsvæðinu er sýning listamanna frá Finnlandi í Norræna húsinu 1. maí en jafnframt sýnir þar hópur frá Fjölmennt á Akureyri og Reykjavík. Tónleikar verða á Organ í samstarfi við tímaritið Monitor og leiklistarveisla verður í Borgarleik- húsinu. Guðrún Bergsdóttir verður með einkasýningu á kaffihúsinu Mokka og opið hús verður í fjölda starfsstöðva, meðal annars í Ásgarði og á Sléttuveginum. Atburðir teygja sig víða í stór og lítil, almenn og meira prívat rými sem gerir það að verkum að fleiri hafa tækifæri á þátttöku. Atburðir á hátíðinni eru flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er dagskrá á Egilsstöðum, Akureyri, í Borgarnesi og Vestmannaeyjum. Há- tíðin er í sókn um allt land og verður t.a.m stærri hátíð bæði á Akureyri og á Egilsstöðum en nokkru sinni fyrr. Á Akureyri verða tvær sýningar í Safnasafninu á Svalbarðseyri, sýning Rósu K. Júlíusdóttur og Karls Guð- mundssonar í Ketilhúsinu, sýning Fjölmenntar í Amtsbókasafninu og sýning VMA í DaLí gallery ásamt fleiru. Á Egils- stöðum verða meðal annars myndlist- arsýningar, prjónakaffihús og nám- skeið í myndlist og ljósmyndun. Af nógu er að taka og ætti hver og einn að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég hvet fólk til þess að kynna sér dagskrána betur á bloggsíðu há- tíðarinnar á slóðinni: www.listan- landamaera.blog.is og koma, sjá, hlusta og njóta. List án landamæra Margrét M. Norð- dahl segir frá hátíðinni List án landamæra Margrét M. Norðdahl » List án landamæra er vettvangur þar sem stór hópur fólks, fatlaðir og ófatl- aðir, sýnir list- sköpun sína Höfundur er framkvæmdastýra Listar án landamæra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.