Morgunblaðið - 18.04.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 18.04.2008, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Svona, hættu þessari fýlu, Dabbi, þú hlýtur nú að geta staðið að baki vini þínum í Lands- bankanum. Viðbrögð Ingimundar Sigurpáls-sonar, forstjóra Íslandspósts, hér í Morgunblaðinu í gær, við sjálf- sögðum og eðlilegum fréttaflutningi Morgunblaðsins af því að grunur léki á að kreditkort og pin-númer hefðu horfið úr pósti, eru með öllu óskiljanleg.     Sagði Ingimundur m.a. illa vegiðað þeim starfsmanni, sem ber út á um- ræddu svæði, og afleysingamanni hans.     Þegar svo al-varlegir at- burðir eiga sér stað ætti forstjór- inn að taka slík- um upplýsingum fegins hendi og einhenda sér í að breyta verklags- reglum á þann veg, að slíkt geti ekki gerst á ný, í stað þess að ráðast á boðbera hinna slæmu tíðinda. Það hefur aldrei verið líklegt til árang- urs.     Finnandi annars póstburðarpoka íreiðileysi á Seltjarnarnesi lýsti því svo í samtali við Morgunblaðið í gær, að honum hefði mætt tómlæti í þjónustuveri Íslandspósts þegar hann tilkynnti um póstburðarpok- ann. Er þetta boðlegt?     Varðandi fréttir af því að enn finn-ist póstburðarpokar á víðavangi sagði Ingimundur að annaðhvort væri um mistök að ræða eða vísvit- andi brotnar reglur. Auðvitað, Ingi- mundur! Þetta liggur í augum uppi!     ES. Staksteinar fullyrtu meira enþeim var stætt á á þessum vett- vangi í gær, þegar sagt var að fimm manna sendinefnd á vegum Reykja- víkurborgar hefði farið á kaup- stefnu í Hollywood. Vissulega var sendinefndin fimm manna, en ein- ungis tveir nefndarmanna voru á vegum borgarinnar. Þetta leiðrétt- ist hér með. STAKSTEINAR Ingimundur Sigurpálsson Er Ingimundur úti að aka?                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                                    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (            !          "           :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? #   # #  #  # #    #     #                           *$BC                     !  *! $$ B *! $ %  &  %    "  !  '! <2 <! <2 <! <2 $ " &  (  ) *+,!-    $                  6 2      "            $      /     B             $             %         !  &  '   (             ./ !00 ! 1 ! ,!(  ) VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Anna Ólafsdóttir Björnsson | 17. apríl Þarf Vodafone ekki að ættleiða Dr. Spock? Þá er það ljóst að Euro- vision er í raun barátta á milli stóru símafyr- irtækjanna. Mercedes Clube myndbandið var sumsvifalaust að síma- auglýsingu (og sést mik- ið og vel) og nú ætlar Nova að taka Eurobandið að sér. Þar sem ég kaupi hluta af minni símaþjónustu af Voda- fone fer ég fram á að þar á bæ íhugi fólk að ættleiða Dr. Spock, enda kúlið mikið á þeim bænum. … Meira: annabjo.blog.is Baldur Kristjánsson | 17. apríl Misheppnuð Reykjavík! Bæjarstæði Oslóar er frábært eins og flestir Íslendingar þekkja. Ég er að hugsa um að gera hana að höfuðborg minni. Kaupmannahöfn kemur annars til greina líka. Reykjavík verður misheppnaðri sem borg með hverju árinu sem líður. Fyrst og síðast flugvallarsvæði sem hefur byggst upp einhvern veginn. Miðborgin hvorki gömul eða ný og ein- hvern veginn án stefnu og tilgangs. ... Meira: baldurkr.blog.is Ómar Ragnarsson | 17. apríl Þekkt fyrirbæri Sú ályktun að Svína- flóaklúðrið hafi verið lyfjaneyslu Kennedys að kenna er athyglis- verð en þó vafasöm. Ráðamenn heims hafa ekki þurft slíkt til að taka rangar ákvarðanir. Kennedy var nýtekinn við afar krefjandi starfi og reiddi sig á upplýsingar hers og leyni- þjónustu. Vafasamt er að niðurstaða Kennedys um að gefa grænt ljós á hana hefði orðið önnur þótt hann hefði verið heill heilsu. Mér finnst uppljóstrunin um ástand Nixons þegar Yom Kippur stríðið brast á mun skelfilegri. Nixon var blindfullur og menn neyddust til að taka ákvarð- anir fyrir hans hönd á þann hátt að í raun var hann sviptur völdum á með- an á þessu ástandi hans stóð. Þar var um að ræða forseta með hönd á kjarnorkuhnappnum. Vitað er að Winston Churchill skol- aði niður að minnsta kosti viskíflösku á hverjum degi og tók ýmsar rangar ákvarðanir. Ein þeirra varð ein af ástæðum þess að hann tapaði í kosn- ingunum 1945, en það var þegar ... Meira: omarragnarsson.blog.is Svavar Alfreð Jónsson | 17. apríl Glímt við drauga Forfeður mínir vestur á fjörðum voru alvörukarl- ar. Lífsbaráttan var hörð og ekki létti hana að draugar léku lausum hala á svæðinu. Víluðu menn ekki fyrir sér að ráðast gegn slíku skaðræði með ber- um hnefunum. Í Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar er sagt frá því víkings- lynda karlmenni og tryggðatrölli Jak- obi Tómassyni (d. 1908). Þar er meðal annars þessi saga af glímu Jakobs við drauga: „Haust eitt, meðan Jakob bjó á Nesi í Grunnavík, kom hann kvöld eitt, er tekið var að skyggja, út á hlað. Hann var örlítið hýrgaður af víni. Á hlaðinu voru þeir fyrir, Bjarni, sonur hans, og mágur, er Ólafur hét. Niðri á túninu stóðu móhrip tvö (rimlakassar undir mó, innsk.), er notuð höfðu ver- ið til þess að reiða í á völl. Þegar Jakob kemur út á hlaðið, starir hann um stund niður á túnið, en snýr sér svo að syni sínum og mági og segir, að helzt til mikið sé gert úr vaskleika þeirra, þar eð þeir láti af- skiptalaust, að draugar og forynjur umkringi bæinn. Spurði þá Bjarni, sonur hans, hvar hann sæi nú drauga. Jakob sagði, að minna mætti nú sjá en þá djöfla tvo, er niðri á túninu stæðu, og mundi hann ekki una því, að þeir fengju óhindrað að leika sér umhverfis bæinn, og skyldi hann nú gera þeim yngri og vaskari skömm til handa. Bjarni glotti við, en svaraði engu, þótt vel sæi hann, hverjir draugar þeir væru, er hann talaði um. Hljóp nú Jakob niður á túnið, tók móhripin og kastaði þeim hátt í loft upp, greip þau aftur og mölvaði, og var jafnan mörg brot að sjá á lofti. Sjálfur stökk Jakob hátt í loft upp, er hann lék sér með spelabrotin (rimla- brotin, innsk.), og hætti ekki við, fyrr en bæði hripin voru mélmölvuð. Kom hann þá heim hélaður af svita og sagði að vart mundu djöflar þeir, er hann hefði átt í höggi við, gera meiri óskunda. Daginn eftir var Jakob allsgáður. Tíndi þá Bjarni saman stærstu spela- brotin og færði föður sínum með þeim ummælum, að hér væru nú leifarnar af draugum þeim, er hann hefði barizt við kvöldið áður. Jakob horfði á brotin, glotti við og sagði: „Einhver ráð munu verða til þess að bæta um þetta, Bési minn.““ Þessi saga er ekki bragðminni fyrir þá sök að Bési, Bjarni Jakobsson, var fyrri maður langömmu minnar, Pálínu Guðrúnar Pétursdóttur. Þau eign- uðust tvær dætur, Rebekku og Krist- ínu. Bjarni dó ungur. Langafi minn og seinni maður Pál- ínu var Guðjón Kristjánsson, bóndi á Langavelli á Hesteyri. Þeirra börn voru tvíburarnir Jón Stefán og Bjarney Pál- ína, amma mín. … Meira: svavaralfred.blog.is BLOG.IS S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s • til grenningar • orkubætandi • við gigt • róandi • o.fl. hvernig er þín heilsa? Svarið fæst með Kínverskri púlsmælingu. á heilsumeðferð og heilsutei TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.