Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is HÓPUR íslenzkra fjárfesta hefur fest kaup á meirihluta hlutafjár pólska sjávarréttaframleiðandans Proryb. Fjárfestingahópurinn sam- anstendur af Guðjóni Davíðssyni, Guðmundi Stefánssyni, Jóni Rúnari Halldórssyni og Sigurði Péturssyni en þeir eiga allir að baki mikla reynslu í sjávariðnaðinum. Proryb er eitt elzta einkafyrirtæk- ið í framleiðslu sjávarfangs í Póllandi og var stofnað af Zygmunt Dyzm- anski og fjölskyldu hans árið 1972. Eiginkona hans, Bozena Maria Dyzmanska, mun áfram eiga hlut í félaginu og starfa áfram í fram- kvæmdastjórn þess auk Guðmundar Stefánssonar sem mun gegna stöðu framkvæmdastjóra og Sigurðar Pét- urssonar meðstjórnanda. Fyrirtækið er staðsett nálægt Gdansk og er með um átta þúsund fermetra vinnsluhúsnæði sem vottað er hinum virtu stöðlum ISO 9000, BRC (British Retail Consortium) og IFS (International Food Standard). Proryb er með tæplega 300 starfs- menn og hefur mjög breiða vörulínu kældra sjávarafurða, þar með talið; reyktar, marineraðar og saltaðar vörur, salöt, smurrétti og ýmsa til- búna rétti. Vörumerkið, Proryb, er þekkt gæðamerki á pólska markaðin- um en vörurnar er að finna í öllum stærstu stórmarkaðskeðjum í Pól- landi. „Þetta hefur legið í loftinu svolít- inn tíma. Okkur finnst þetta spenn- andi svæði og þegar þetta tækifæri bauðst ákváðum við að slá til. Við teljum að það verði vöxtur í mark- aðnum þarna á næstu árum og því sé það góður kostur að fjárfesta í pólskri fiskvinnslu,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, einn fjárfestanna. „Það er verið að vinna úr um 8.000 tonnum af hráefni þarna og er það mest síld, makríll og brislingur. Síld- in og makríllinn eru keypt frá Noregi og Íslandi, en brislingurinn kemur að mestu úr Eystrasaltinu. Árleg velta fyrirtækisins er 12 til 13 milljónir evra. Afurðirnar fara að langstærstum hluta á innanlandsmarkað. Þarna eru fjórar stærstu evrópsku keðjurnar að hasla sér völl og við erum inni hjá þeim flestum.“ Jón Rúnar vill ekki segja hve mik- ið fyrirtækið hafi kostað, en það sé alltaf sama lögmálið. „Það er allt dýrt sem maður kaupir og ódýrt sem mað- ur selur.“ Þróunin hefur verið á hinn veginn undanfarin ár. Hingað hafa komið Pólverjar til að vinna í fiski, en nú farið þið út til Póllands til að vinna fisk. „Já, við höldum að þróunin verði í þessa átt. Efnahagsástandið í Pól- landi er að batna mikið og fólkið byrj- að að flytja heim aftur eins og héðan frá Íslandi. Það má kannski segja að við séum að synda á móti straumn- um, það erum við alltaf að gera sem erum í sjávarútveginum. Það er eins með okkur og fiskinn. Það styrkir okkur að synda á móti straumnum,“ segir Jón Rúnar Halldórsson. Kaupa pólska fiskvinnslu Proryb Fyrirtækið er nálægt Gdansk og er með um 8 þúsund fermetra vinnsluhúsnæði. Afurðirnar eru að langmestu leyti seldar innanlands. STYRKUR norsku krónunnar gerir nú fiskverkendum í Noregi lífið leitt. Um 25 fiskvinnslufyrirtæki hafa nú hætt að taka á móti fiski vegna þessa og miklir erfiðleikar eru á mörk- uðunum í Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Fyrir ári kostaði brezka pundið 12 norskar krónur. Nú kostar það inn- an við 10 krónur. Þá þarf nú að greiða fimm norskar krónur í stað sex áður fyrir dollarinn. Fyrir vikið skila sér nú færri norskar krónur fyrir hvert kíló af fiski, sem fluttur er utan. Það eru bæði stór og smá fyr- irtæki, sem eiga í erfiðleikum vegna hins háa gengis norsku krónunnar. Mörg þeirra hafa horfið frá útflutn- ingi á ferskum fiski og farið yfir í saltfiskinn, sem gefur betur af sér. Það er svo til að veikja stöðu Norðmanna enn meira, að íslenzka krónan hefur fallið verulega að und- anförnu. Fyrir vikið skila fleiri ís- lenzkar krónur sér til útflytjenda, meðan þróunin er þveröfug í Nor- egi. Norska fréttastofann NTB segir til dæmis að fyrir vikið verði fiskur frá Íslandi ódýrari en sá norski á brezku mörkuðunum og ýti þar með norska fiskinum út. Norska krón- an of sterk ÚR VERINU EKKI er hægt að búa við óbreytt ástand í landbúnaðarmálum þar sem matvælalöggjöfin í Evrópu hefur tekið miklum breytingum. Þetta kom fram í máli Einars K. Guðfinnssonar landbúnaðarráð- herra á Alþingi í gær en Guðni Ágústsson, þingmaður Fram- sóknar, hafði áhyggjur af nýjum viðauka við EES-samninginn um matvæli og fóður. „Nú fullyrða hagsmunaaðilar landbúnaðarins, bæði mjólkur- og kjötiðnaðarins, að þessi matvælalög Evrópusam- bandsins muni dauðrota og eyði- leggja íslenska kjötvinnslu,“ sagði Guðni og bætti við að þetta gæti þýtt 6-7 þúsund tonna aukn- ingu á innfluttu kjöti. Það varð- aði störf þúsunda manna á Ís- landi auk þess sem dýraöryggi gæti verið ógnað. Þess vegna ætti Alþingi ekki að samþykkja við- aukann fyrr en búið væri að skoða þetta ýtarlega og gefa ís- lenskum landbúnaði tækifæri til að bregðast við. Hefur verið farið varlega Einar sagði hins vegar að farið hafi verið varlega í þessu máli og að m.a. hefði áhættumat sýnt fram á litla hættu á búfjársjúk- dómum. „Auðvitað geta menn aldrei fullyrt að engin áhætta fel- ist í einhverjum viðskiptum með vörur,“ sagði Einar en bætti við að reynt væri að halda áhættunni í lágmarki. Það lægi á að sam- þykkja lögin til að hægt væri að sækja viðbótartryggingar sem samningurinn byði upp á. Óbreytt ástand ekki í boði Morgunblaðið/Golli Rot Matvælalögin geta dauðrotað íslenska kjötvinnslu, segir Guðni. ÓHOLLUSTUAUGLÝSINGAR sem beinast að börnum verða ekki bannaðar með lögum heldur verður fjöl- miðlum látið eftir að taka af skarið og móta reglur hvað það varðar. Þetta kom fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við fyr- irspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar, á þingi í gær. Þorgerður sagði þó öðru máli gegna um Rík- isútvarpið og að hún myndi taka málið upp við útvarps- stjóra þegar þau færu yfir þjónustusamninginn milli RÚV og menntamálaráðuneytisins. „Engu að síður er endapunkturinn alltaf sá að við eigum að treysta for- eldrunum, fjölskyldunum í landinu, til þess að meta hvað er best fyrir börnin þeirra,“ sagði Þorgerður. Mega auglýsa barnaborgara Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hamborgari og kók á spottprís Í fjölmiðlafrumvarpi sem menntamálaráðherra ætlar að leggja fyrir Alþingi í haust verður ekki gert ráð fyrir banni á auglýsingum óhollrar matvöru á þeim tíma sem börn horfa helst á sjónvarp. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is MEÐ því að mæta ekki á opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna væru íslenskir ráðamenn ekki einungis að mótmæla stjórnarháttum í Kína heldur einnig því að Ólympíuleikar væru nýttir til að réttlæta ósann- gjarna meðferð á fólki. Þetta sagði Erla Ósk Ásgeirsdótt- ir, sem nú situr á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokk, á Alþingi í gær og vísaði til þess að Ólympíuleikarnir séu not- aðir til að réttlæta varðhaldsvist án réttarhalda í Peking. „Það sem skiptir máli er að íslensk stjórnvöld gefi ekkert eftir hvort sem ráða- menn okkar eru í boði íþróttahreyf- ingarinnar eða kínverskra stjórn- valda. Í mínum huga snýst málið ekki um hver býður,“ sagði Erla og vildi svör frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra um hvort hún væri tilbúin að endurskoða þá ákvörðun sína að vera við opnunarhátíðina. Ráðamenn gætu vel mætt á pallana og hvatt íþróttafólkið til dáða. Þorgerður Katrín áréttaði að ís- lensk stjórnvöld stæðu alltaf með mannréttindum og á móti mannrétt- indabrotum. Ekki væri gefinn neinn afsláttur af því. „Ég tel mikilvægt að við sýnum fyrst og fremst okkar ís- lensku íþróttamönnum samstöðu og það er þess vegna sem ég er að fara,“ sagði Þorgerður en svaraði því einn- ig til að hún teldi koma til greina að ræða stöðu mannréttindamála við kínverska ráðamenn meðan á dvöl hennar í Kína stæði. Skiptir ekki máli hver býður á Ólympíuleikana Ráðherra til í að ræða mannréttindi við kínversk stjórnvöld Gulllaus morgunstund Óhætt er að segja að þingfundur gærdagsins hafi verið heldur rugl- ingslegur. Mörg mál voru á dagskrá enda nefndadagar í næstu viku og ráðherrum í mun að koma málum inn til nefnda svo þau hljóti af- greiðslu á þessu þingi. Strax í gærmorgun gerðu stjórn- arandstöðuþingmenn athugasemd við að ræða ætti viðamikil mál sam- gönguráðherra á sama tíma og sam- gönguráð stóð fyrir fundi um stefnu- mótun í samgöngum og að frumvörp menntamálaráðherra væru á dag- skrá á svipuðum tíma og aðalfundur Ríkisútvarpsins ohf., sem fram fór í gær og þingmönnum býðst að sitja. Bullandi óregla og svartamyrkur Þegar aðalfundur RÚV nálgaðist var hins vegar brugðið á það ráð að fresta umræðum um frumvarp menntamálaráðherra um opinbera háskóla og þess í stað voru mál samgönguráðherra tekin á dagskrá. Stjórnarandstæðingar voru ekki hrifnir af þessu og sögðu fleiri þurfa að skipuleggja tíma sinn en ráð- herrar. Ekki var það til að lægja óánægjuöld- ur þegar líka þurfti að fresta umræðu um viðbætur við samgönguáætlun þar sem samgönguráðherra hafði öðrum erindum að sinna. Þrjú mál fé- lagsmálaráðherra voru þá tekin á dagskrá. Bullandi óregla, sagði Jón Magnússon, Frjálslyndum, og Álf- heiður Ingadóttir, VG, vildi meina að tími félagsmálaráðherra væri ein- faldlega ekki kominn, þ.e. miðað við dagskrá. Í ofanálag var ljósabúnaður á bæði karla- og kvennasalerninu bilaður með þeim afleiðingum að þar var svartamyrkur. Færri í HÍ, fleiri í HA Fulltrúum í háskólaráði Háskóla Ís- lands (HÍ) fækkar úr tíu í sjö ef frum- varp sem Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær verður að lögum. Hins vegar mun fjölga í há- skólaráði Háskólans á Akureyri (HA) en í því eiga nú sæti fimm manns. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðin verði skipuð sjö einstaklingum á hvorum stað fyrir sig, þ.e. rektor, einum fulltrúa nemenda, einum full- trúa háskólasamfélagsins og tveim- ur utanaðkomandi aðilum sem menntamálaráðherra skipar. Ráðið sækir sér síðan tvo fulltrúa utan við- komandi háskóla. ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.