Morgunblaðið - 18.04.2008, Page 20

Morgunblaðið - 18.04.2008, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Þessa dagana er gert uppskátt um hverjir hljóta banda- rísku Pulitzer-verðlaunin, 21 verð- laun sem veitt verða fyrir árið 2007 í blaðamennsku af ýmsu tagi, bók- menntum, tónlist og leiklist. Íslend- ingur er nú að því er best er vitað í fyrsta sinn í hópi þeirra sem til- nefndir eru til verðlaunanna, en þau verða afhent í maí á næsta ári. Það er mezzósópransöngkonan Hulda Björg Víðisdóttir frá Egilsstöðum, sem syngur eigin ljóð við tónlist bandaríska tónskáldsins Franks Williams Brazinskis. Hann er til- nefndur til Pulitzer-verðlaunanna fyrir verk sitt og Huldu Bjargar; Three Icelandic Lyrics. Raunar er hann nú tilnefndur í þriðja sinn, en verðlaunin eru aðeins veitt inn- fæddum Bandaríkjamönnum og hafa verið við lýði síðan 1917. Hulda Björg er því heiðurs aðnjótandi vegna tilnefningarinnar og að sögn fróðra vel hugsanlega verðlaunanna. Frumflutningur á morgun Á morgun fer fram í Bandaríkj- unum frumflutningur verks Braz- inskis og Huldu Bjargar. Verður það flutt á hinni árlegu og virtu North America Saxophone Alliance- ráðstefnu í Háskólanum í Suður- Karólínu. Verkið er fyrir rödd, alt- saxófón og píanó, er í þremur þátt- um og auk Huldu Bjargar og píanó- leikarans Denvers Oldhams verður á sviðinu Tristan Willems á saxófón. Hann er búsettur á Egilsstöðum og fjölhæfur tónlistarmaður með blást- urshljóðfæri sem sérsvið. Hann og Brazinski hafa í mörg ár rekið tónlistarútgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum, undir nafninu Braz- inmusikanta Publications og gefið út yfir þúsund titla af alls kyns tónlist og ekki síst samtímatónlist. „Ég var beðinn um að frumflytja nýtt saxófónverk á ráðstefnunni, því ég hef getið mér orð fyrir nýjar tón- smíðar fyrir saxófón,“ segir Willems, sem flytur nú verk á þessum vett- vangi í þriðja sinn. „Þar sem á efnis- skránni verða aðeins örfá atriði og einungis eitt með saxófón, söng og píanó datt mér í hug að biðja Huldu Björgu að taka þátt í þessu með mér. Augljóst val á tónskáldi var Frank Brazinski, sem ég er mjög vel kunn- ugur og hef fylgst náið með frá árinu 1994 þegar ég frumflutti hans fyrsta verk á saxófón. Síðan hefur hann samið yfir 20 verk fyrir mig og ég hef flutt og hljóðritað mörg þeirra.“ Brazinski hefur á 55 ára ferli sínum samið yfir 250 verk sem hafa mörg hver hlotið viðurkenningu og þykja bera höfundi sínum sterkt vitni um leið og þau eiga sterkar rætur í am- erískri tónlistarhefð 20. aldarinnar. Hulda Björg leggur til texta við tónlist Brazinskis og eru það þrjú ljóð sem hún samdi til barna sinna ungra. „Ég hef gjarnan sungið þekkt íslensk einsöngslög á tónleikum, og vildi breyta til. Ég fann seint í vetur í gömlum pappírum ljóð sem ég orti fyrir mörgum árum til barnanna minna fimm, Víðis, Hákonar Jarls, Viktors Péturs, Heiðrósar Tinnu og Hans Hektors. Einhver hending réð því að mér þótti áhugavert að nota þau við tónlist Franks. Mig hefur enda langað til þess frá því ég samdi ljóðin að geta sungið þau. Það er ein- stök tilfinning að flytja þau nú,“ seg- ir Hulda Björg. Samhljómur tónlistarmanna Þau Hulda Björg og Willems eru bæði sjóuð í tónlistinni og hafa unnið talsvert saman. Hún hóf söngnám 1996 og lauk einsöngsprófi og söng- kennslu frá Söngskólanum í Reykja- vík árið 2004. Hún er kennari í söng og tónlistarfræði og aðstoð- arskólastjóri Tónlistarskóla Fljóts- dalshéraðs, en faðir hennar var einn af þremur stofnendum hans. Und- anfarin ár hefur Willems, ásamt því að kenna tónlist á Austurlandi, stjórnað tónlistarhljóðritunum Slo- vak Radio Orchestra og State Phil- harmonic Kosice. Þá hefur hann unnið að hljóðritun hjá Naxos- útgáfunni á lítt þekktri og óútgefinni fagotttónlist frá 18. og 19. öld. Syngur á sviði óð til barnanna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Músík Hulda Björg Víðisdóttir mezzosópran og Tristan Willems á saxófón. Íslensk söngkona tilnefnd til Pulitzer- verðlaunanna Seyðisfjörður | Skipulagsstofnunríkisins hefur sent Seyðisfjarðar- kaupstað og Íslenskri orkuvirkjun ehf., sem byggir Fjarðarárvirkjun, bréf þar sem spurst er fyrir um breytingar og viðbætur við virkj- unina frá því hún var fyrst kynnt stofnuninni fyrir um þremur árum síðan. Segir í bréfinu, sem dagsett er 31. mars sl., að kanna þurfi hvort slíkar breytingar og viðbæt- ur séu háðar mati á umhverfis- áhrifum. Er vísað til a-liðar 13. gr. 2. viðauka við lög um mat á um- hverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulagsstofnun bíður nú svara Íslenskrar orkuvirkjunar og Seyð- isfjarðarkaupstaðar og mun vænt- anlega að þeim fengnum ákvarða hvort setja beri virkjunina í mat á umhverfisáhrifum og/eða binda framkvæmdir við hana sérstökum skilyrðum. Til stóð að taka Fjarð- arárvirkjun í notkun fyrir lok síð- asta árs, en enn er mörgu ólokið. Spurt um breytingar á virkjun Reyðarfjörður | Í dag kl. 16 ætla nemendur í 7. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar að vekja athygli á skaðsemi reykinga með viðburði í Molanum á Reyðarfirði. Munu nem- endurnir meðal annars flytja tvö lög sem samin eru af þeim sjálfum. Guðlaug Árnadóttir umsjónarkenn- ari segir að af sextán nemendum bekkjarins spili tólf á hljóðfæri, svo undirleikurinn verði í höndum sér- lega kröftugrar hljómsveitar. Reyðfirðingar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta. Krakkar á móti tóbaksnotkun ♦♦♦ AUSTURLAND Morgunblaðið/Golli Krókaleið Þó að útivistarstígar hafi verið lagðir víða um höfuðborgar- svæðið henta þeir iðulega ekki til daglegra samgangna á hjóli. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ERFITT er að nota reiðhjól til daglegra sam- gangna á höfuð- borgarsvæðinu, og þegar hjólað er milli bæjar- félaga þurfa hjólreiðamenn oft að taka á sig mikla króka eða hætta sér út á umferðaræðar þar sem hraðinn er mikill til að komast milli staða. Þetta segir Magnús Bergsson, áhugamaður um hjólreiðar. „Það er eins og menn geti ekki mæst með skipulag hjólreiðasam- gangna og útkoman er illa frá- gengin svæði á mikilvægum stöð- um á mörkum sveitarfélaganna,“ segir Magnús. Magnús, sem fer hjólandi allra sinna ferða, nefnir sem dæmi að honum hafi staðið til boða starf í Hafnarfirði: „Ég hætti við að þiggja starfið þegar ég sá fram á að geta ekki með góðu móti hjólað til vinnu án þess að hætta mér út í umferðina á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Hentar ekki daglegri notkun „Sveitarfélögin hafa mörg staðið sig ágætlega í lagningu útivistar- stíga, en þeir henta oft ekki til samgangna. Þetta eru fallegar og skemmtilegar leiðir, en það dugar ekki þeim sem nota hjólið til dags- daglegra ferða að þurfa þá að taka á sig stóran sveig til að komast í og úr vinnu eða skóla,“ segir Magnús og bendir um leið á að ekki sé æskilegt að hjólreiðamenn séu látnir deila stígum með gang- andi vegfarendum. „Á göngustíg- unum eru oft blindhorn sem koma ekki að sök fyrir gangandi vegfar- endur. Það getur hins vegar skap- að mikla hættu fyrir hjólreiða- mann á 20-40 km hraða þegar t.d. innkeyrsla er í hvarfi bak við gróð- ur,“ segir hann. Þarf aðkomu ráðuneytisins Magnús vill því sjá fleiri stíga sem gagngert eru lagðir fyrir hjól- reiðamenn og auðvelda daglegar samgöngur á reiðhjóli. Hann vill einnig að samgönguráðuneytið komi að skipulagningu hjólasam- gangna á landinu öllu: „Það þarf að koma hjólabrautum í vegalög, og þannig byggja upp heildar- skipulag sem gerir kleift að sam- þætta hjólreiðar við aðrar sam- göngur.“ Hjólaleiðir ýmist of erfiðar eða hættulegar Í HNOTSKURN »Hjólastígar liggja eftirkrókaleiðum og henta ekki til daglegra samgangna. »Góðar tengingar skortir fyrirhjólandi umferð milli sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. »Vandaðir stígar gætu enst íáratugi án mikils viðhalds. Snúið að fara milli bæjarfélaga á hjóli Magnús Bergsson Úlfarsfell | Burðarvirki nýrrar 22.000 m2 byggingavöruverslunar Bauhaus við Vesturlandsveg er tek- ið að rísa eins og vegfarendur hafa tekið eftir. Ístak byggir húsið og sagði Gísli H. Guðmundsson stað- arstjóri að búið væri að reisa um 10% burðarvirkisins. Hann sagði að verkefnið væri nálægt því að vera á áætlun en byggingin á að vera tilbúin í árslok. Húsið er stálgrindahús og verður klætt samlokueiningum. Efniviður- inn í húsið kemur víða að. Sökk- ulinn, gólfplatan og steinullin eru íslensk framleiðsla, stálvirkið kem- ur frá Kína og veggjaklæðningar og þakefni koma frá Póllandi og víðar að. Morgunblaðið/Golli Verslunar- hús Bau- haus að rísa FJÁRHAGS- og launanefnd Sel- tjarnarness samþykkti á dögunum tillögu bæjarstjóra um sérstaka launauppbót til starfsfólks bæjarins. Öllu starfsfólki, að bæjarstjóra und- anskildum, verður greidd 120.000 króna eingreiðsla. Greiðslan tekur mið af starfshlutfalli og verður greidd út 1. maí næstkomandi. Að sögn Jónmundar Guðmarsson- ar bæjarstjóra miðar aðgerð þessi að því að tryggja stöðugleika í starfs- mannahaldi bæjarins á óróleikatím- um á vinnumarkaði. Bærinn vilji með þessu umbuna starfsfólki sínu fyrir að viðhalda framúrskarandi þjónustu á stofnunum bæjarins við krefjandi aðstæður. Á sama tíma og mannekla og álag á mörgum stofn- unum nágrannasveitarfélaganna hafi komið niður á þjónustunni, eink- anlega í leikskólum og grunnskólum, hafi starfsmenn sveitarfélagsins staðið saman um að leysa málin frá degi til dags og án þess að ástandið hafi komið niður á bæjarbúum. Eingreiðsla í desember Síðastliðið haust var samþykkt að nýta heimild í kjarasamningi leik- skólakennara um tímabundin viðbót- arlaun vegna markaðsaðstæðna. Heimildin var nýtt til að bregðast við markaðsaðstæðum og vanda við mönnun leikskóla. Á sama tíma var leik- og grunnskólastjórum heimilað að greiða ófaglærðu starfsfólki yfir- vinnu vegna tímabundinna aukinna verkefna og álags sem skapaðist í skólum vegna starfsmannaeklu. Í desember samþykkti bæjarstjórn einnig að greiða öllu starfsfólki bæj- arins eingreiðslu að fjárhæð kr. 30.000 til að bregðast við aðstæðum á vinnumarkaði. Launaupp- bót greidd á Nesinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.