Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 39
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl 8.30,
vinnustofa kl. 9-16.30, baðþjónusta
kl. 10-16.30, bingó kl. 14, söngstund
við píanóið kl. 15.30-16.30. Leik-
húsferð í Þjóðleikhúsið á Engisprett-
ur kl. 20, farið frá Grandavegi og
Aflagranda kl. 19.30.
Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16.
Opin smíðastofa kl. 9-16.30. Ath.
bingó fellur niður 25. apríl. Handa-
vinnusýning verður kl. 13-16.30 dag-
ana 24., 25. og 26. apríl. Smíða- og
handavinnumunir og málverk eftir
eldri borga. Kaffisala alla dagana frá
kl. 14.
Bólstaðarhlíð 43 | Félagsvist kl.
13.30. Helgistund með sr. Hans Mark-
úsi kl. 10. Slökunarnudd (pantanir í s.
535-2760), hárgreiðsla, böðun, al-
menn handavinna, morgunkaffi/
dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður,
kertaskreyting, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofan í
handmennt opin kl. 9-16, engin leið-
beinandi í dag. Guðrún hárgreiðsluk. í
síma 553-3884 og 893-3384.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Gleðigjafarnir í Gullsmára syngja kl.
14, stjórnandi er Guðmundur Magn-
ússon. Kaffiveitingar fáanlegar að
söng loknum. Opið hús í félagsheim-
ilinu Gullsmára laugard. 19. apríl kl.
14. Jón B. Halldórsson fer með gam-
anmál, Hjördís Geirsdóttir söngkona
syngur nokkur lög og Kristmundur
Halldórsson kynnir Böðvar Guð-
laugsson skáld. Kaffiveitingar í boði
félagsins.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccia og
Norðurbrún 1 | Smíðastofa og vinnu-
stofa í handmennt opnar kl. 9-16,
myndlistarnámskeið, leiðb/ Hafdís kl.
9-12, leikfimi, leiðb/Janick kl. 13.
Fyrsta föstudag í hverjum mánuði kl.
14 er guðsþjónusta með Sr. Sigurði
Jónssyni og kirkjukaffi á eftir.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir kl. 9.15-14.30, handavinna
kl. 10.15, spænska, byrjendur kl. 11.45,
hádegisverður, sungið v/flygilinn kl.
14, kaffiveitingar, dansað í aðalsal.
Jenný Ólafsdóttir kynnir vorferðir
Úrvalsfólks frá Úrval Útsýn kl. 15.
Kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
leirmótun, morgunstund, leikfimi,
hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofan
opnar, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma
411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl.
13, kaffiveitingar.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Íslenska Kristskirkjan | Námskeið
14, kl. 10-15 á morgun, 19. apríl. Joh-
an Nerentoft frá Arken í Svíþjóð
kennir um innri lækningu og þjónar til
fólks í bæn. Námskeiðið er ókeypis
og öllum opið en tekin verður kær-
leiksfórn. Kennsla Johans er túlkuð á
íslensku.
Neskirkja | Kyrrðardagur verður
laugardaginn 19. apríl kl. 10-16, trapp-
istamunkurinn William Meninger flyt-
ur hugvekjur og kynnir íhugunar- og
hugleiðsluaðferðina Centering Pra-
yer. Skráning í sími 511-1560 eða á
runar@neskirkja.is
málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl.
10.50, alfanámskeið kl. 12 og fé-
lagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10,
leikfimi kl. 10.30, hádegisverður,
gleðigjafarnir syngja kl. 14, kaffiveit-
ingar.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ
| Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist kl. 13.
Rúta fer frá Hleinum kl. 13 og Garða-
bergi 13.15.
Furugerði 1, félagsstarf | Messa kl.
14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson,
Furugerðiskórinn syngur undir stjórn
Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffiveit-
ingar eftir messu.
Hraunbær 105 | Baðþjónusta og
handavinna kl. 9, hádegismatur.
Bókabíllinn kl. 14.45-15.30, bingó kl.
14, kaffi.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi
kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur
að opinni vinnustofu kl. 9-12, postu-
línsmálning. Jóga kl. 9-11, Björg F.
Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan; út-
skurður, bútasaumur, glerlist, postu-
lín, frjáls verkefni. Ókeypis tölvu-
kennsla á miðvikud. og fimmtud.
Línudans, Bör Börsson, söngur, þeg-
ar amma var ung og afi líka, brids,
skapandi skrif, félagsvist, hlát-
urklúbbur, framsögn. Uppl. 568-3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi, blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi
kl. 11, opið hús kl. 13, vist og brids,
kaffiveitingar. Hárgreiðslustofa sími
552-2488 og fótaaðgerðastofa sími
552-7522.
dagbók
Í dag er föstudagur 18. apríl, 109. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15)
Leikskólasvið Reykjavík-urborgar og RannUng –rannsóknastofa KHÍ ímenntunarfræðum ungra
barna, efna til ráðstefnunnar Rödd
barnsins í Borgarleikhúsinu í dag.
„Ráðstefnan fjallar um þá stefnu í
menntun og uppeldi barna þar sem
þess er gætt að sjónarmið þeirra og
rödd fái að heyrast. Fjallað verður
um að börn geta verið þátttakendur
og gerendur sem hafa ákvörð-
unarvald í eigin lífi,“ segir Kristín en
nokkur vakning hefur verið um gildi
slíkra aðferða síðustu áratugi.
Sú aðferð hefur verið algeng að
börnunum sé mikið til stýrt í nær
öllu skólastarfinu: „Í slíku umhverfi
fara börnin á mis við það að fá að
reyna sig áfram, hugsa, og færa rök
fyrir skoðunum sínum,“ segir Krist-
ín. „Barn sem er stýrt lærir illa að
móta sér skoðun, það lærir ekki að
ígrunda og vera gagnrýnið og sú
hætta er til staðar að barnið fari út í
samfélagið með minna frumkvæði og
litlar sköpunargáfur í farteskinu.
Líklegt er að í skólastarfi þar sem
rödd barnanna heyrist læri þau um
gildi gagnkvæmrar virðingar og til-
litssemi.“
Hópur vandaðra fyrirlesara flytur
erindi á ráðstefnunni: „Fyrst mun
Hildur Skarphéðinsdóttir hjá Leik-
skólasviði Reykjavíkurborgar setja
ráðstefnuna og Sue Dockett frá
Chalres Stuart-háskólanum í Ástr-
alíu flytur erindið Listening to
Children’s Voices: Children and
Research,“ segir Kristín. „Jóhanna
Einarsdóttir, prófessor við KHÍ,
flytur erindið Bragð er að þá barnið
finnur og Anna Magnea Hreinsdóttir
leikskólafulltrúi erindið Út af því að
fjögurra ára stelpur eru í leikskóla.“
Eftir hádegishlé mun Anne Trine
Kjörholt, prófessor við Háskólann í
Þrándheimi, flytja erindið Beyond
Listening: Children’s Participation
Rights in Ealry Childhood Educa-
tion and Care og Kristín mun sjálf
flytja erindið Hvert barn er sinn eig-
in kór.
Í lok ráðstefnunnar mun Dagur B.
Eggertsson flytja fyrirlesturinn
Hvað hann ég í leikskólanum?
Nánari upplýsingar um dagskrá
ráðstefnunnar má finna á www.con-
gress.is/roddbarnsins.
Uppeldi | Ráðstefna haldin í Borgarleikhúsinu í dag frá 8.15 til 18
Rödd barnsins heyrist
Kristín Dýr-
fjörð fæddist í
Hafnarfirði 1961.
Hún lauk stúd-
entsprófi frá
Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
1982, lauk fóstru-
námi 1986 og
gráðu í stjórnun
leikskóla 1992 frá Fóstruskólanum,
og meistaraprófi í mati á skóla-
starfi 2003. Hún leggur nú stund á
doktorsnám við Institute of Educa-
tion í Bretlandi. Kristín var leik-
skólakennari og -stjóri í Reykjavík í
rúm 10 ár, en hefur frá 1997 verið
lektor við Háskólann á Akureyri.
Hún er gift Friðriki Þór Guðmunds-
syni blaðamanni.
Tónlist
Breiðholtskirkja | Húnakórinn heldur vortónleika laugard. 19. apríl
kl. 17. Stjórnandi Jón Bjarnason, einsöngur Jóhanna Ósk Valsdóttir,
undirleikari Bjartur Logi Guðnason. Fjölbreytt dagskrá.
Laugarneskirkja | Karlakór Akureyrar, Geysir, Grundartangakórinn
og Tindatríóið ásamt einsöngvurunum Ara Jóhanni Sigurðssyni,
Bjarna Atlasyni, Guðlaugi Atlasyni og Smára Vífilssyni flytja fjöl-
breytta efnisskrá kl. 20. Stjórnendur Atli Guðlaugsson og Valmar
Valjaots.
RKÍ Hafnarfjarðardeild | Skátakórinn býður til afmælistónleika 19.
apríl kl. 15 í tilefni af tíu ára starfsafmæli sínu í húsi Rauða Krossins,
Strandgötu 24. Efnisskráin spannar tíu ára sögu kórsins; skátalög,
þjóðlög, popptónlist og söngleikjalög. Stjórnendur eru Kirstín Erna
Blöndal og Örn Arnarsson.
Söngfélag Skaftfellinga | Tónleikar í Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði
laugardaginn 19. apríl kl. 15.
Myndlist
Hlíðarsmári 19 | Hafsteinn J. Reykjalín opnar sína sjöttu mál-
verkasýningu.
Skemmtanir
Breiðfirðingabúð | Átthagafélag Strandamanna heldur vorball í
Breiðfirðingabúð, laugard. 19. apríl kl. 22-02. Hljómsveitin Klassík
leikur fyrir dansi.
Uppákomur
Gamla Kexverksmiðjan Frón | Tískusýning útskriftarnemenda í
fatahönnun í Listháskóla Íslands verður haldin föstudaginn 18. apríl
kl. 20 í gömlu kexverksmiðjunni Frón, Skúlagötu 28.
List án landamæra | Opnunarhátíð Listar án landamæra hefst í dag
kl. 17 með opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. M.a.: Freyja Haralds-
dóttir og Alma Guðmundsdóttir lesa upp úr Postulíni, Valgeir Guð-
jónsson og kór Fjölmenntar, Beggi blindi með uppistand og Páll Ósk-
ar Hjálmtýsson og Dansklúbbur Hins Hússins og myndlistarsýning.
Átak stendur fyrir gjörningi við Alþingishúsið kl. 13 á laugard., Geð-
veikt kaffihús Hugarafls í Kaffi rót í Hafnarstræti. Á Akureyri verða
tvær sýningar opnaðar í Safnasafninu á Svalbarðseyri kl. 14 á laug-
ard. og í Borgarnesi verður opnuð sýning í Landnámssetrinu kl. 14 á
sunnud. Nánar á listanlandamaera.blog.is.
Fyrirlestrar og fundir
Átthagafélag Múlahrepps | Fundur verður laugardaginn 19. mars kl.
13.30 í Konnakoti, Hverfisgötu 105.
Keflavíkurkirkja | Málþing um varðveislu og breytingar á kirkjum
verður laugard. 19. apríl kl. 10-13. Ýmsar hliðar kirkjubreytinga verða
skoðaðar, s.s. listrænar áherslur, stefna í friðunarmálum, þarfir safn-
aðarins, staða kirkjunnar í samfélaginu og fjárhagsleg sjónarmið.
Nafnfræðifélagið | Sigurður R. Helgason, fyrrv. framkvæmdastjóri,
flytur fyrirlestur laugard. 26. apríl kl. 13.30 á Neshaga 16, 3. hæð.
Fyrirlesturinn nefnir hann: Goðaborgir og hof – örnefnatengsl á
Austfjörðum? Í erindinu verður örnefnið Goðaborg skoðað í sam-
hengi við örnefni í nágrenni þess.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Júlían M. D’arcy, prófessor í
enskum bókmenntum við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur um am-
erískar fótboltabókmenntir og þróun þeirra síðustu 100 ár. Fyrirlest-
urinn fer fram kl. 12.15 í Aðalbyggingu, stofu 207, og verður fluttur á
ensku. Nánari á www.vigdis.hi.is.
Fréttir og tilkynningar
Vogaskóli | Nemendur í 10. bekk í Vogaskóla verða með náms-
maraþon í skólanum sem hefst kl. 20 og lýkur laugardaginn 19. apríl
kl. 12. Markmiðið með námsmaraþoninu er undirbúningur fyrir sam-
ræmdu prófin. Safnað verður áheitum vegna vorferðar til Vest-
mannaeyja.
FRÉTTIR
MENNINGAR- og sögutengd
ganga í boði Grindavíkurbæjar og
Saltfiskssetursins verður laug-
ardaginn 19. apríl og hefst kl. 11.
Gangan hefst ofan við kirkjugarð
Grindvíkinga með vígslu á fjórða
söguskiltinu sem sett er upp í
Grindavík og nú í Staðarhverfi sem
eitt sinn var talið vera fjölmennast
af hverfunum í Grindavík.
Gengið verður að Stað, um Sand-
skörð, að Hvirflum og með strönd-
inni yfir að Stóragerði, Kvíadal og
Krukku. Kirkja var á Stað frá 13.
öld. Í Staðarhverfi var konungs-
verslun á 18. öld. Mannfólk í Stað-
arhverfi hefur verið um aldir mik-
illa sæva. Í dag er enginn íbúi
skráður í Staðarhverfi en þar má
sjá tóftir tveggja lögbýla og 26 hjá-
leiga frá mismunandi tímum. Ým-
islegt verður skoðað sem fyrir augu
ber á leiðinni. Leiðsögumenn sjá
um fræðsluna. Reynt verður að
gera gönguna bæði skemmtilega og
fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í
lok göngu verður heitt á könnunni
og börn geta skoðað kindurnar á
Stað. Gangan tekur rúman klukku-
tíma með fræðslustoppum. Gengið
er í grasi að mestu og því er gott að
vera í góðum skóm, segir í frétta-
tilkynningu.
Minnisvarði Séra Oddur Gíslason.
Menningar-
og sögu-
tengd ganga
í Grindavík
SÍÐASTA námskeið vetrarins í
fullorðinsfræðslu Hafnarfjarð-
arkirkju fjallar að þessu sinni um
Opinberunarbók Jóhannesar og
spádóma hennar. Á námskeiðinu
verður farið í gegnum frásögn
bókarinnar, sem varð sú síðasta
til að hljóta formlega viðurkenn-
ingu kirkjunnar.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er
sr. Þórhallur Heimisson. Skrán-
ing fer fram eftir guðsþjónustu í
Hafnarfjarðarkirkju, sem hefst
kl. 11, sunnudaginn 20. apríl
næstkomandi. Aðgangur er
ókeypis.
Heimsendir
í nánd?
NEMENDUR í 10. bekk í Voga-
skóla hafa ákveðið að vera með
námsmaraþon í skólanum dagana
17. og 18. apríl.
Námsmaraþonið hefst föstudag-
inn 18. apríl kl. 20 og því lýkur
laugardaginn 19. apríl kl. 12. Það
mun því standa yfir í tæpan sólar-
hring eða samtals í 18 tíma.
Markmiðið með námsmaraþon-
inu er fyrst og fremst undirbún-
ingur fyrir samræmdu prófin.
Nemendur ætla að þreyta sam-
ræmd próf á þessum tíma og fara
sjálfir yfir sínar úrlausnir. Á milli
þess sem nemendur læra er í boði
afþreying, s.s. bóklestur og sund-
ferð. Einnig verða hvíldarstofur
þar sem nemendur geta lagt sig.
Í tengslum við námsmaraþonið
ætla nemendur að safna áheitum.
Hver nemandi safnar áheitum hjá
vinum, ættingjum eða fyr-
irtækjum.
Námsmara-
þon í
Vogaskóla
RÁÐSTEFNA á vegum sjávar-
útvegs- og landbúnaðarnefndar
Samfylkingarinnar um stjórn fisk-
veiða og álit mannréttindanefndar
SÞ frá 24. október 2007 verður
haldin laugardaginn 19. apríl kl.
13-15.30 á Grandhóteli.
Erindi flytja Karl V. Matthíasson
alþingismaður, Lúðvík Kaaber hér-
aðsdómslögmaður, Aðalheiður
Ámundadóttir, laganemi í Háskól-
anum á Akureyri, Jóhann Ársæls-
son, fyrrv. alþingismaður, og Þor-
valdur Gylfason, prófessor við
Háskóla Íslands.
Frummælendur, ásamt fulltrúum
frá LÍÚ og Framtíð – samtökum
sjálfstæðra í sjávarútvegi, taka að
lokum þátt í pallborðsumræðum.
Allir eru velkomnir.
Ráðstefna um
kvótakerfið
!!" #$ %$ &
"
" "
$
$
! " #
$ %! $&
$ $ '
(
$