Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 42
… einstaklingur í ein- um fínasta háskóla í heimi þarfnast peninga til að geta gengið í allra fínasta háskóla í heimi … 45 » reykjavíkreykjavík MYNDBAND við lagið „This is My Life“, framlag Ís- lendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var frumsýnt á vef símafyrirtækisins Nova í gær og er vægt til orða tekið að mikill fjöldi Íslendinga hafi horft á það í tölvum sínum. Samkvæmt grófri talningu Nova voru heimsóknir á vefinn, þ.e. umfram það sem telst venjulegt á fimmtudegi, um 28.000. Sú talning fékkst frá Nova- mönnum um tíuleytið í gærkvöldi. Myndbandið er í óvenjulegri kantinum miðað við önn- ur íslensk Eurovision-myndbönd, hefst á því að Euro- vision-aðdáandi mikill stillir upp myndavél og kynnir áhorfendum að nú hefjist besta Eurovision-myndband allra tíma. Sá sem leikur hinn æsta aðdáanda er flug- þjónninn Draupnir Rúnar Draupnisson, vinur Friðriks Ómars, annars flytjenda lagsins. Má með sanni segja að Draupnir sýni stórleik og afar líflega og skemmtilega sviðsframkomu í myndbandinu. Bloggarar jákvæðir Fréttin af því að myndbandið væri hægt að sjá á vef Nova rauk nokkuð hratt upp í fyrsta sæti yfir mest lesnu fréttirnar á mbl.is og stóð ekki á bloggurum að tjá sig um myndbandið. Töldu sumir að stjarna væri fædd, þ.e. Draupnir, aðrir sögðu myndbandið fáránlegt og nið- urdrepandi en þó voru flestir jákvæðir af þeim sem blogguðu, aldrei þessu vant. Draupnir virðist hafa stolið senunni af þeim Friðriki Ómari og Regínu Ósk en þau munu hins vegar eiga sen- una í Belgrad í maí, þegar forkeppni Eurovision fer fram. 28.000 áhorfendur Þetta er lífið! Draupnir fer hamförum í myndbandi Eurobandsins.  Kvikmynda- gerðarmaðurinn Óskar Jónasson mun að öllum lík- indum gera kvik- mynd eftir Stormi, sögu Ein- ars Kárasonar. Þeir Óskar og Einar skrifuðu handrit að mynd- inni fyrir um það bil tveimur árum en síðan þá hefur Óskar haft nóg að gera, er um þess- ar mundir að ljúka við gerð kvik- myndarinnar Reykjavík-Rotter- dam. Nú er hins vegar stefnt að því að setja allt í gang, og ef allt geng- ur að óskum munu tökur hefjast í haust. Auk Reykjavík-Rotterdam á Ósk- ar tvær kvikmyndir að baki, Perlur og svín og hina ógleymanlegu Só- dómu Reykjavík. Óskar kvikmyndar Storm Einars Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er besta djasshljómsveit sem ég hef verið í og mig langar eiginlega að segja að þetta sé besta hljómsveit sem ég hef verið í,“ segir Óskar Guðjónsson saxófónleikari um hljómsveitina ADHD 800 sem hann hefur stofnað ásamt þeim Magnúsi Trygvasyni Elí- assen trommuleikara, Davíð Þór Jónssyni hljómborðs- og bassaleikara og bróður sínum, Ómari Guðjónssyni gítarleikara. Kvartettinn, sem er aðeins þriggja mánaða gamall, heldur sína fyrstu tónleika í Fríkirkjunni í kvöld. „Upphaflega var það blúshátíðin á Höfn í Hornafirði sem hafði samband við mig og vildi fá eitthvað nýtt. Ég lagði höfuðið í bleyti, en ég var búinn að velta því lengi fyrir mér að setja saman svona hóp og mig langaði að flytja frumsamda músík með þessum mönn- um,“ segir Óskar um fæðingu sveitarinnar. „Þegar maður setur saman hljómsveit í mín- um huga getur maður ekki leyft sér að velja saman hljóðfæri heldur verður maður að velja einstaklinga sem virka saman, og vera sveigj- anlegur varðandi hvaða hljóðfæri þú endar með,“ útskýrir Óskar fyrir blaðamanni. En verða ekki að vera bassi, gítar og trommur í öllum hljómsveitum? „Nei, nei, aldrei gítar og aldrei bassi, og ekkert alltaf trommur,“ segir Óskar og hlær. Mikil virkni Nafn sveitarinnar vekur óneitanlega at- hygli, en eins og margir eflaust vita er ADHD læknisfræðileg skammstöfun fyrir það sem á íslensku kallast athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. „Það er oft ferlega fyndið að vera að leita að nöfnum á svona hljómsveit,“ segir Óskar. „Það er ansi mikil virkni hjá okkur Davíð og hann stakk upp á þessu nafni. Ég held að tónlistin hafi hjálpað okkur öllum og líklega fleirum. Það er voðalega þægilegt að geta bara tekið upp hljóðfæri og fengið útrás á því, án þess að nokkur maður þurfi að skilja þig eða hlusta á þig yfirleitt. Tónlist hefur svo mikinn mátt og það býr mikið í henni. Margir nota hana til dæmis á hverjum degi til þess að keyra sig í gang, róa sig niður og allt þar á milli.“ Aðspurður segir Óskar að langsótt kenning blaðamanns sé röng, að nafnið sé vísun í nafn upptökumannins góðkunna Adda 800. Hvað tónlistina sjálfa varðar segir Óskar hana koma víða að. „Við erum þrír sem semjum, ég, Ómar og Davíð, og ætli tónlistin sé ekki eins fjölbreytt og við. Þannig að fólk fær sitt lítið af hverju. Þetta er músík sem inniheldur spuna en við höfum auðvitað fengið eitthvað að láni héðan og þaðan, meðal annars úr poppi, rokki, fönki, frídjassi og fleiru. Þarna er sem sagt eitt og annað sem er afgreitt ofan í eitt pilluglas,“ segir hann og bætir því við að töluverðar lík- ur séu á plötu frá sveitinni áður en langt um líður. „Við erum komnir með nóg efni á plötu, en ég myndi reyndar vilja hafa tvöfalt eða þrefalt í viðbót áður en við ráðumst í það verkefni.“ Tónlist og peningar Tónleikarnir í Fríkirkjunni í kvöld hefjast kl. 22 og miðaverð er 1.500 krónur, en 750 fyrir námsmenn. Nokkur umræðu hefur skap- ast um það undanfarið hvort ókeypis eigi að vera á tónleika, og sem dæmi má nefna reglur sem settar hafa verið í Kaffi Hljómalind þar sem aðeins má rukka aðganseyri í sérstökum undantekningartilfellum. „Stundum spilar maður frítt og stundum ekki. Það má alveg ala fólk upp í því að tónlist er ekki alltaf ókeypis. Það kostar þúsundkall í bíó, þrjú þúsund að fá sér pizzu, en svo á að vera frítt á alla tónleika!“ segir Óskar ákveð- inn. „Ég vil frekar fá færri á tónleika, og þá fólk sem að borga sig inn og vill hlusta. Þá er það líka tilbúið til að hlusta á meðan maður er að spila,“segir Óskar og bætir því við að menn verði seint ríkir af tónleikahaldi sem þessu. „Ég held til dæmis að Björk væri ekki á þeim stað sem hún er nema af því að hún get- ur leyft sér að gera það sem hún vill. Hún get- ur leyft sér að safna saman áhugaverðustu tónlistarmönnum heims, haft þá í hljóðveri í mánuð og leikið sér. Þannig að peningar geta leitt margt gott af sér og maður má ekkert vera hræddur við þá - þeir eru ekkert slæm- ir.“ Rítalín-rokk og ról Súpergrúppan ADHD 800 heldur sína fyrstu tónleika í Fríkirkjunni í kvöld ADHD 800 Ómar, Magnús, Óskar og Davíð. Óskar segir mikla virkni í sveitinni, og hún þurfi því útrás. Morgunblaðið/Valdís Thor  Leikritið Li- lya í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar var frumsýnt nú á þriðjudag- inn í Contact- leikhús- inu í Manchester á Englandi. Verkið er byggt á kvikmynd Lukasar Moodysson Lilya 4 Ever en sú mynd fjallar um unga rússneska stúlku sem er nörruð til Svíþjóð- ar þar sem hún er neydd til að stunda vændi. Contact-leikhúsið í Manchester er rekið af háskól- anum þar í bæ en áhersla er lögð á leiksýningar fyrir ungt fólk. Sex enskir leikarar fara með hlutverk í sýningunni en tónlistin mun vera eftir KK. Jón Gunnar Þórðarson hefur á undanförnum árum verið að sækja í sig veðrið sem leikstjóri og starfrækir leikfélagið Silf- urtunglið sem sett hefur upp sýn- ingar hér á landi með reglulegu millibili, nú síðast Fool for Love. Jón Gunnar var aðstoðarleikstjóri fyrir uppsetningu Vesturports á Kommúnunni. Hann er bróðir Magnúsar Geirs Þórðarsonar, ný- ráðins borgarleikhússtjóra. Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir í Manchester

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.