Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 19 AKUREYRI eitthvað úr honum,“ sagði Vil- hjálmur Ingi í samtali við Morg- unblaðið. Vilhjálmur er fæddur og uppalinn í Eyjafirði og hlakkar til að spila á heimavelli. Og hann kveðst bíða gríðarlega spenntur, eins og fleiri listamenn, eftir því að menningar- húsið Hof verði tekið í notkun á næsta ári „Ég reikna með að það verði bylting fyrir Norðurland að hægt verði að bjóða listamönnum að spila í almennilegu húsi. Tónleikum fjölgar örugglega og sérstaklega verður húsið mikil breyting fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem getur þróast og vaxið.“ Guðmundur Óli Gunnarsson hefur starfað með SN frá stofnun hennar. Hann hefur einnig stjórnað Sinfón- íuhljómsveit Íslands, bæði á tón- leikum og við upptökur, og verið stjórnandi Caput. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óp- eruuppfærslum og kórum og hljóm- sveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli starfar við Tónlist- arskólann á Akureyri þar sem hann m.a. stjórnar strengjasveit skólans. Tónleikarnir hefjast kl. 16 á sunnu- daginn. Aðgangur er ókeypis. NEMENDUR og kennarar Tónlist- arskólans á Akureyri koma fram á tónleikum á sunnudaginn ásamt Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands í íþróttahúsi Glerárskóla. Einleikari er trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðarson sem um þessar mundir er að ljúka meistaranámi frá Síbelí- usarakademíunni í Helsinki. Stjórn- andi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Til margra ára tóku nemendur Tónlistarskólans á Akureyri þátt í aðventutónleikum hljómsveitarinnar en nú síðastliðin þrjú ár hefur SN helgað einum tónleikum samstarf þessara stofnana, þar sem nem- endur skólans spila með í hljóm- sveitinni og einleikarar koma úr röð- um fyrrverandi nemenda skólans. Frægasti konsertinn Á tónleikunum á morgun verða 30 hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar úr röðum nemenda TA. Efnisskráin verður fjölbreytt, m.a. verður á efn- isskránni Sverðdansinn, A. Khac- haturian, Carmen, svíta eftir G. Bi- zet, þættir úr svítu eftir I. Stravinsky og trompetkonsert eftir J. Haydn. Einleikarinn Vilhjálmur Ingi Sig- urðarson lærði á trompet við Tón- listarskóla Eyjafjarðar og síðar við Tónlistarskólann á Akureyri til árs- ins 2000. Vilhjálmur lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003. Framhalds- nám stundaði hann við Tónlist- arháskólann í Osló og lauk þaðan cand. mag.-prófi vorið 2005. Frá haustinu 2005 hefur Vilhjálmur ver- ið við nám í Sibelíusarakademíunni í Helsinki og lýkur meistaraprófi það- an nú í vor. Vilhjálmur hefur spilað með fjölda hljómsveita og kammerhópa á Ís- landi og erlendis. Má þar nefna Sin- fóníuhljómsveit Íslands, Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og Kammersveitina Ísafold sem hann er fastur meðlimur í. „Haydn var fyrirrennari Mozarts og þessi konsert hans er mjög klass- ískur, frægasti trompetkonsert sög- unnar og sá mest spilaði. Það ættu allir að kannast við að minnsta kosti Vilhjálmur Ingi og SN blása til veislu Haydn Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet með SN. ÓLI G. Jóhannsson myndlist- armaður og Lilja Sigurðardóttir, eiginkona hans, opnuðu í gær nýtt listhús á Akureyri. Það heitir Fest- arklettur og er í gömlu kartöflu- geymslunni við Kaupvangsstræti, þar sem arkitektastofan Kollgáta hefur verið til húsa síðustu árin. Þau Óli keyptu húsnæðið í vetur og það var formlega tekið í notkun í gær með sýningu á myndum Óla sjálfs. Fáeinum mínútum eftir opn- un síðdegis hafði helmingur mynd- anna þegar verið seldur. Önnur sýning á verkum Óla var einnig opnuð í gær – í Opera-galleríinu í Singapúr. Þar eru til sýnis verk hans og fransks málara, Hervé Sbarberi. Næsta sýning Óla G. í út- landinu verður svo opnuð hjá Opera í New York; það verður einkasýning og hefst 1. maí. Óli G. og Lilja stofnuðu á sínum tíma og ráku Gallerí Háhól á Ak- ureyri, frá því um miðjan áttunda áratuginn og í nokkur ár, en hafa nú tekið upp þráðinn á nýjan leik, rúmlega þremur áratugum síðar. Óli G. og Lilja opna listhúsið Festarklett Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mán.–fös. 10–18 laugard. 10–17 sunnud. 13–17 Nú er rétti tíminn til að ganga frá pöntunum í ferðavagn fyrir sumarið! Við sýnum allt það nýjasta í hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum, ásamt ýmsum aukabúnaði, að Fiskislóð 1. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 90 80 45 4 Stórsýning á ferðavögnum Flottustu græjurnar SÝNI NGAR TILB OÐ LÚXU S-PA KKI fylgi r me ð í k aupu m á h jólhý si að he ildar verðm æti 30 5.000 ALL T AÐ 90% FJÁ RM ÖGN UN Í BO ÐI SÝNI NGAR TILB OÐ LÚXU S-PA KKI fylgi r me ð í ka upum á fel lihýs i að he ildar verðm æti 21 0.000 SÝNI NGAR TILB OÐ LÚXU S-PA KKI fylgi r með í kau pum á tjal dvag ni að he ildar verðm æti 14 5.650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.