Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 23
vín
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 23
þessum sökum og man
hvað forráðamenn
póstsins höfðu mikla
framkróka fyrir því að
biðja hann afsökunar á
þessu annars óafsak-
anlega útburðarstoppi.
Vísast hafa þeir gert
svo við alla þá sem
áttu póst í fórum
mannsins, sem vel að
merkja hvorki ónýtti
póstinn né reyndi að
auðgast af honum –
heldur safnaði honum
bara saman heima hjá
sér.
Víkverja er ekki
kunnugt um það, hvort
forráðamenn Íslandspósts feta í fót-
spor forveranna með viðbrögð við
því þegar póstburðarpokar eru
skildir eftir í reiðileysi einhvers
staðar. Til þess er þó greinilega full
ástæða. Þessi atvik hafa sett blett á
Íslandspóst sem Víkverja finnst
nauðsynlegt að fyrirtækið nái af sér
svo hann geti sofið rólegur yfir
póstinum sínum.
x x x
Nú er Útsvarið komið aftur áfullt í Sjónvarpinu Víkverja til
ómældrar gleði, þótt spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna hafi
svo sem verið góð dægradvöl meðan
hennar naut við.
Reyndar er uppáhaldslið Vík-
verja fallið úr Útsvarinu svo hann
setur búsetu sinnar vegna traust
sitt á Reykjavíkurliðið, þótt innst
inni þyki honum Akureyrarliðið sig-
urstranglegast.
Gamlir kunningjarurðu á vegi Vík-
verja í vikunni, þar
sem eru ævintýri G.T.
Rotman um Dísu
ljósálf, Dverginn
Rauðgrana og Alfinn
álfakóng. Þessi æv-
intýri las Víkverji ung-
ur og þau hafa blund-
að með honum allar
götur síðan. Að fletta
þeim nú aftur var mik-
ill fagnaðarfundur.
Þessi ævintýri komu
fyrst út á íslenzku á
árunum 1928, ’29 og
’30 og hafa verið end-
urútgefin nokkrum
sinnum, enda bætast alltaf nýir
hópar í lesendaskörðin. Í höfund-
arkynningu segir, að höfundurinn,
Gerrit Theodor Rotman, hafi notið
mikilla vinsælda barna og fullorð-
inna fyrir myndasögur sínar og er
af mörgum talinn helzti meistari
Hollendinga á því sviði.
Víkverji hlakkar til að lesa þessi
ævintýri fyrir yngstu kynslóðina og
upplifa aftur þá gleði sem þessi æv-
intýri gáfu honum á sínum tíma.
x x x
Við endurteknar fréttir af póst-pokum í reiðileysi setur ugg að
Víkverja. Fyrir mörgum árum, þeg-
ar ennþá var til Póstur og sími, kom
til þess að póstur einn hætti að bera
út póstinn, sem hann sótti þó reglu-
lega á pósthúsið. Þannig liðu ein-
hverjir dagar þangað til málið
komst upp. Víkverji þekkir til við-
takanda eins bréfs sem tafðist af
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Pétur Stefánsson hyggur að þaðsé gott að vera glæpamaður á
Akureyri. „Þar ku vera prýðis
fangelsi með öllum nýtísku þæg-
indum.“ Það verður honum að yrk-
isefni:
Ef ég gerist glæpamaður
og geri öðru fólki böl;
vil ég á Akureyri glaður
afplána mína tugthúsdvöl.
Jón Arnljótsson kann ráð við því
og sendir kveðju að norðan:
Þú ef reynist þannig gerður,
þér mun varla nokkuð hlíft.
Fram- þú -seldur suður verður,
svo hér gerist aftur líft.
Ólína Jónasdóttir skáldkona frá
Fremri-Kotum leit á sig sem fanga,
en kannski með öðrum hætti:
Heim á æsku hlýjan stað
hugann aftur langar.
Veslings Jarpur veistu það.
Við erum bæði fangar.
Antoníus Antoníusson frá Ytra-
Felli var fluttur barn hreppaflutn-
ingi, eins og frá greinir í Vísnasafni
Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, og
orti um það:
Ekki er sagan sæmilig.
Sýnist hart fangelsi.
Hreppstjórarnir hrekja mig
hrjá og svipta frelsi.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af föngum
og fangelsi
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
HVÍTVÍN frá Alsace eru með bestu
alhliða hvítvínum sem framleidd eru.
Hvort sem um er að ræða hin djúpu
vín úr þrúgunni Riesling, hin krydd-
uðu Gewurztraminer eða hin fjöl-
breytilegu Pinot Gris en það eru þau
síðastnefndu sem hafa notið hvað
mestra vinsælda á Íslandi und-
anfarin ár.
René Muré Pinot Gris Cote de
Rouffach 2005 er vín sem sýnir vel
fram á hvernig þær vinsældir eru til-
komnar. Nefið er sætt með fíkjum,
þurrkuðum apríkósum og perum. Í
munni er vínið hins vegar mun þurr-
ara en nefið gefur til kynna, feitt,
þykkt og djúpt. Verulega gott. 1.790
krónur. 90/100
Frá Suður-Frakklandi, nánar til-
tekið frá svæðinu í kringum Mont-
pellier, kemur Domaine de Flaug-
ergues 2006, skarpur, ungur og
rauður berjaávöxtur, kirsuber, blá-
ber, örlítið kryddað. Hefur gott af
því að standa opið í nokkurn tíma.
1.790 krónur. 88/100
Gömul kynni endurnýjuð
Fyrir einum og hálfum til tveimur
áratugum var vínhúsið Marques de
Riscal með yfirburðastöðu hér á
landi þegar Rioja-vín voru annars
staðar. Á undanförnum árum hafa
fjölmörg önnur vín frá þessu helsta
víngerðarhéraði Spánar komið inn á
markaðinn, sum alveg hreint af-
bragðs góð en önnur lítið spennandi.
Það er hins vegar alltaf gaman að
endurnýja gömul kynni og Marques
de Riscal 2003 verðlaunar þá sem
það gera svo sannarlega. Djúpt og
kryddað með berjaböku, píputóbaki
og vanillu í nefi. Vínið er þykkt og
kjötmikið í munni með góðri lengd
og dýpt, tannín fremur mjúk og
þægileg. Hið fínasta Rioja. 1.890
krónur. 89/100
Marques de Caceres Crianza
Vendemmia Seleccionada 2004 er
Rioja-vín í allt öðrum stíl. Bjartur,
allferskur kirsuberja- og rifsberjaá-
vöxtur, mild eik og fremur skörp
tannín í munni. Millilengd, skortir
dýpt. 1.490 krónur. 86/100
Alsace og Rioja
Morgunblaðið/Valdís Thor
Fá góða dóma René Muré Pinot Gris Cote de Rouffach 2005, Domaine de Flaugergues 2006, Marques de Riscal
2003 og Marques de Caceres Crianza Vendemmia Seleccionada 2004.
RÚMLEGA helmingur hundrað
ríkustu manna heims á brún-
hærða eiginkonu en ljóshærðar
konur eiga ekki eins upp á pall-
borðið. Berlingske Tidende sagði í
vikunni frá þessum helstu nið-
urstöðum mjög svo óvísindalegrar
rannsóknar ensku stefnumóta-
síðunnar Love@lycos.
Brúnhærðar konur virðast vera
vinsælar hjá auðmönnum, að
minnsta kosti þegar kemur að því
að þeir gangi í það heilaga. 62%
hundrað auðugustu manna heims
eru kvænt brúnhærðum konum en
einungis 22% þeirra eiga ljós-
hærða eiginkonu. Svarthærðar
eru í þriðja sæti með 16% og rauð-
hærðar reka lestina. Sem dæmi
eru nefndar eiginkonur Bill Gates
og Silvio Berlusconis, hin brún-
hærðu fljóð Melinda og Veronica
Lario.
Fæstir heimsbúa ljóshærðir
Það sem hinir sjálfskipuðu vís-
indamenn hafa hins vegar ekki
tekið með í reikninginn er hvert
sé hlutfall hvers háralitar fyrir
sig hjá mannkyninu. Samkvæmt
Wikipediu eru 1,8% okkar ljós-
hærð frá náttúrunnar hendi, hæst
er hlutfallið á meðal finnsku þjóð-
arinnar eða 80%. Því má gera því
skóna að ljóshærðar konur þessa
heims hafi vinninginn eftir sem
áður í „kapphlaupinu mikla“ við
að fanga athygli ríka mannsins.
Reuters
Vellauðug ást Bill Gates ásamt Melindu, brúnhærðu konunni sinni.
Auðmenn
vilja brúnhærðar
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 563 5600