Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is REIÐHJÓLIÐ hefur hafið mikla sigurför í evrópskum stórborgum og sams konar bylting er nú að fara af stað í Bandaríkjunum og víðar um heim. Er hún að sjálfsögðu svar við sumum helstu meinsemdum borgarlífsins, umferðaröngþveiti og mikilli mengun og þá ekki síður háu olíuverði. Nú er það viðkvæðið, að í framtíðinni verði allar borgir, sem hafa einhvern snefil af sjálfs- virðingu, að geta boðið fólki allt að því ókeypis afnot af reiðhjóli. Byltingin hófst í París þar sem nú er boðið upp á 20.000 reiðhjól, sem fólk getur nálgast á ákveðnum mið- stöðvum, sem eru mjög víða, og skilar síðan aftur þar eða á annarri sams konar miðstöð. Eru afnotin af reiðhjólinu ókeypis í hálftíma en ef verið er lengur, þarf að borga eitt- hvert lítilræði. Hjólin eru mikið notuð allan sól- arhringinn, til dæmis til að komast í vinnu og frá, í verslunarferðum og öðrum erindagjörðum og þau hafa hjálpað mörgum þegar stræt- isvagnar eru hættir að ganga. Með þessu sparast auðvitað stórar upp- hæðir fyrir notendurna og ekki þarf að hafa mörg orð um olíu- eyðsluna og mengunina, sem ann- ars hefði fylgt ferðunum. Í París er nú verið að færa út reiðhjólakerfið til alls 30 hverfa eða sveitarfélaga umhverfis borgina og á fólk að geta farið á hjólinu frá út- hverfunum til vinnu í miðborginni og heim aftur að kvöldi. Áróðursmál í borgarstjóra- kosningum í London Í London stefnir í stóran slag um borgarstjórastólinn milli þeirra Kens Livingstons, núverandi borg- arstjóra, og Boris Johnsons, fram- bjóðanda íhaldsmanna. Nýjasta áróðursútspil Livingstons er að lofa því, að 2010 verði búið að koma fyr- ir 6.000 reiðhjólum með sömu kjör- um og í París og eiga aðeins, eins og í París, að vera 300 m á milli reiðhjólastöðva. Johnson var ekki seinn á sér að svara þessu og spurði hvers vegna Lundúnabúar ættu bara að fá innan við þriðjung af hjólafjöldanum í París. Lofaði hann strax að gera enn betur. Í París er rekstur hjólanna fjár- magnaður með auglýsingum en í London verður hann greiddur af al- mennu skattfé. Í Barcelona á Spáni er hann fjármagnaður með álagi á bílastæðisgjöld. Á döfinni í stærstu borgum Bandaríkjanna Í Frakklandi eru næstum allar stórar borgir að taka fram reið- hjólin og það sama á við um flestar höfuðborgir í Vestur-Evrópu. Í Tel Aviv í Ísrael er verið að undirbúa reiðhjólabyltinguna og í Bandaríkj- unum ætla Chicago, San Francisco og Washington að verða fyrstar til að ríða á vaðið. Í París eru hjólin, sem oft eru kölluð „frelsishjólin“, svo vinsæl, að talið er, að þau hafi átt stóran þátt í að tryggja endurkjör Bertrands Delanoës sem borgarstjóra. Reiðhjólabyltingin er að breiðast út  Hugsanlegt að í flestum borgum verði boðið upp á næstum ókeypis afnot af hjólhestinum  Losar fólk undan því oki sem er umferðaröngþveiti, mengun og ofurhátt olíuverð AP Á hjólfákum Í Bandaríkjunum verður það æ algengara, að menn fari á reiðhjóli í vinnu og úr og eru oft miklu fljótari í förum en á bíl. MARGIR hafa látið þann draum sinn rætast að eignast hús á sólarströndum Spánar en nú bendir allt til að þeir muni missa þessar eigur sínar bótalaust í fyllingu tím- ans. Spánarstjórn, sem ætlar nú að gera alvöru úr því að hreinsa til á ströndunum og binda enda á stein- steypuæðið, vísar í því efni til laga, sem segja, að ströndin sé öll í ríkiseigu. Þeir, sem þar hafa byggt, megi eiga húsin og nota til æviloka en hvorki selja þau né eftirláta þau erfingjum sínum. Það stefnir því í mikil og langvarandi átök. AP Er sólarstrandadraumurinn búinn? LÍKLEGT er, að sjávarborð muni hækka um meira en metra, jafnvel hálfan annan, fyrir lok þessarar aldar. E0r það niðurstaða nýrra vís- indarannsókna. Niðurstöður rannsóknanna voru kynntar á stórri ráðstefnu í Vín í Austurríki en samkvæmt þeim mun sjávarborð hækka verulega meira en gert var ráð fyrir í áliti milli- ríkjanefndar um loftslagsbreyting- ar, IPCC. Þegar það var lagt fram, var ekki enn vitað, að bráðnun heimskautaíssins er ekki föst stærð, heldur eykst hún hröðum skrefum. Það voru breskir og finnskir vís- indamenn, sem unnu að rannsókn- unum, en þeir settu upp tölvulíkan, sem tengdi saman hitastig og sjáv- arborð síðustu tvær þúsaldirnar. Hækkar nú um 3 millimetra á ári „Síðustu tvö þúsund árin hefur sjávarborðið ekki breyst mikið, að- eins um 20 sm,“ segir Svetlana Jevrejeva, sem starfar við haffræði- stofnun rétt við Liverpool. „Fyrir lok þessarar aldar má hins vegar reikna með, að það hafi hækkað um allt að 1,5 m vegna aukinnar bráðn- unar á heimsskautunum.“ Við gerð tölvulíkansins var stuðst við mælingar á sjávarföllum, sem gerðar hafa verið sl. 300 ár, en fyrir þann tíma eru litlar upplýsingar um þau fyrr en komið er aftur á tíma Rómverja. Af ýmsum athöfnum þeirra við sjávarsíðuna má margt læra um sjávarstöðuna þá. Mælingar nú sýna, að sjávarborð hækkar um þrjá millimetra á ári og búist er við, að það muni aukast. Grænlandsísinn bráðnar hratt og einnig ísskjöldurinn á vesturhluta suðurskautsins. Á austurhlutanum er ísinn aftur á móti heldur að bæta við sig. Rætist þessar spár um hækkun sjávarborðs mun það hafa mjög al- varlegar afleiðingar víða um heim. Sem dæmi má nefna, að á milli 80 og 90% af Bangladesh eru innan við metra yfir sjávarmáli. Þar búa nú um 150 milljónir manna. Láglendar eyjar og láglendi með ströndum fram um allan heim mun fara á kaf og hundruð milljóna manna munu hrökklast frá heimilum sínum. Reuters Bráðnun Leifarnar af Larsen B-ísskildinum við Suðurskautslandið. Spá enn hærra sjávarmáli Mun hafa alvarlegar afleiðingar ELSTA, lifandi tré í heimi, grenitré, finnst í Fulu-fjalli í Dölunum í Sví- þjóð og er nærri 10.000 ára gamalt. Leif Kullmann, prófessor við há- skólanna í Umeå, skýrði frá þessu en rannsóknir á erfðaefni þess sýna að það er 9.550 ára gamalt og skaut því fyrst rótum árið 7.542 fyrir Krist. Ekki er þó um að ræða sama stofn- inn allan tímann því að tréð hefur endurnýjað sig með rótarskotum. Hingað hafa 4.000 til 5.000 ára gamlar furur í Bandaríkjunum átt aldursmetið en aldursforsetinn nýi fannst fyrst 2004. Kullmann segir að fundurinn hafi komið mjög á óvart vegna þess að áð- ur hafði verið talið að viðkomandi grenitegund hefði numið land í Döl- unum miklu síðar. Elsta tréð er sænskt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku lýstu í gær áhyggjum sínum af því að ekki væri enn búið að birta úrslit í for- setakosningunum í Simbabve en kosningarnar fóru fram 29. mars. „S- Afríkumenn eru, eins og heims- byggðin öll, áhyggjufullir vegna þess dráttar sem orðið hefur á því að birta úrslitin og þeirri spennu sem þetta hefur valdið,“ sagði talsmaður stjórnar S-Afríku, Themba Maseko. Um er að ræða stefnubreytingu því að forseti Suður-Afríku, Thabo Mbeki, hefur verið dyggur stuðn- ingsmaður Mugabe þrátt fyrir mannréttindabrot forsetans, ofsókn- ir hans gegn stjórnarandstæðingum og efnahagsstefnu sem er að koma þjóðinni á vonarvöl. Maseko lýsti hins vegar í gær furðu sinni á að Morgan Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, skyldi í gær fara fram á að Mbeki hætti sem sáttasemjari í deilunum vegna forsetakosninganna. Stjórnarandstæðingar telja að Tsvangirai hafi fengið nauman meirihluta í forsetakosningunum. Kjörstjórn Simbabve, sem er skipuð mönnum Mugabe, fullyrðir að telja þurfi aftur vegna gruns um svindl. Mbeki hefur ávallt mælt með því sem hann hefur kallað „hávaðalausar viðræður“ til að fá Mugabe til að hverfa frá harðlínustefnu sinni. Að sögn bandaríska blaðsins The New York Times var ekki fyllilega ljóst í gær hvort ummæli Maseko endur- spegluðu í reynd stefnu stjórnvalda. Jacob Zuma, sem nýlega var kjör- inn leiðtogi stjórnarflokks Mbekis, Afríska þjóðarráðsins (ANC), virðist taka annan pól í hæðina en forsetinn. Sagði hann m.a. í vikunni að þjóðir sunnanverðrar Afríku, þar sem Suð- ur-Afríka er langvoldugasta ríkið, gætu ekki sætt sig við að „vaxandi pólitísk kreppa“ herjaði í Simbabve. Zuma er talinn líklegur eftirmaður Mbekis á forsetastóli. Gefst Suður-Afríka upp á Mugabe? Í HNOTSKURN »Suður-Afríka er fjölmenn-asta og langauðugusta ríkið í sunnanverðri Afríku. »Vestræn stórveldi hafa lengigagnrýnt Thabo Mbeki, for- seta Suður-Afríku, mjög fyrir að nýta ekki áhrif sín til að hefta einræðistilburði Roberts Mu- gabe, forseta Simbabve.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.