Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG á flogaveika dóttur og fannst mér bera skylda til að vekja athygli almennings á þessum alvarlega sjúkdómi, koma flogaveikinni úr skugganum,“ segir Sigrún Erlends- dóttir sem næstkomandi mánudag mun, ásamt 34 hlaupafélögum sín- um, hlaupa maraþon í Boston í Bandaríkjunum til styrktar floga- veikum börnum og Landssambandi áhugafólks um flogaveiki, LAUF. Boston-maraþonið er eitt það stærsta í heiminum og í ár taka um 25 þúsund hlauparar þátt í því. Þetta er í 112. sinn sem hlaupið fer fram. „Ég komst að því þegar dóttir mín greindist með flogaveiki árið 2005, þá fjögurra ára gömul, að það vantar tilfinnanlega fræðslu og umræðu í þjóðfélaginu um stöðu flogaveikra, ekki síst flogaveikra barna, tak- markaða þátttöku þeirra í félagslífi, ferðalögum og íþróttum.“ Fékk um fimmtíu flogaköst á sólarhring Dóttir Sigrúnar svarar vel lyfja- gjöf í dag eftir brösuglega byrjun. „Fyrst eftir að hún greindist tókst að stilla lyfin mjög vel,“ segir Sig- rún. „En fljótlega hættu lyfin að virka og í fimm mánuði fékk hún um 50 flogaköst á sólarhring.“ Var þá ákveðið að koma dótturinni í skurð- aðgerð til Bandaríkjanna, en úr því varð ekki. „En þá byrjuðu lyfin að virka svo það kom aldrei til að við færum út.“ Sigrún er nú að safna áheitum frá fyrirtækjum vegna maraþonsins til áhugaverðra verkefna sem eru á döfinni hjá LAUF. „Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika þarf fjármagn,“ segir Sigrún. Hún hvetur öll fyrirtæki og einstaklinga til að leggja sitt af mörkum til söfnunar- innar. Meðal verkefna er útgáfa fræðslu- myndar á geisladiski sem sýnd verð- ur í sjónvarpi sem og skólum um allt land. Hún sýnir viðtöl við flogaveika einstaklinga og myndir af raunveru- legum flogum þeirra við ýmsar að- stæður. Þá er unnið að undirbúningi fyr- irlestraraðar fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Verkefnið mun taka þrjú til fjögur ár og er hugmyndin að fá hjúkrunarfræðing til að sjá um fyrirlestrana. Einnig verður fljótlega dreift plast- armbandi til flogaveikra til að auka öryggi þeirra í sundi. Kennitala LAUF er 610884-0679 og reikningsnúmer 1150-26-8237. Vilja varpa ljósi á flogaveiki Morgunblaðið/Golli Sprett úr spori Hlaupahópurinn kennir sig við Laugar og hefur æft stíft í vetur fyrir maraþonið í Boston. 35 Íslendingar hlaupa til styrktar flogaveikum börnum í Boston-maraþoni Styðja við fræðslu- verkefni LAUF Á HVERJU ári greinast milli 40 og 50 börn með flogaveiki á Íslandi eða nærri eitt á viku. Ólafur Thorarensen, barnalækn- ir á Barnaspítala Hringsins, segir að í um 70% tilvika sé hægt að með- höndla flogaveiki hjá börnum með einu lyfi og ná góðum árangri svo sjúkdómurinn hafi ekki áhrif á dag- legt líf þeirra. Þriðjungur barnanna er ekki svo heppinn og þarf fleiri lyf og svarar oft lyfjagjöf illa. Sami fjöldi barna glímir sam- kvæmt nýjum rannsóknum við námsörðugleika og hegðunar- vandamál vegna sjúkdómsins. Í sumum tilvikum er sjúkdómurinn það illvígur að meðhöndla þarf hann með skurðaðgerð eða sér- stöku fituríku mataræði. Flogaveiki stafar af óeðlilegri rafvirkni taugafrumna á yfirborði heilans. Stundum á þessi truflun sér stað í báðum heilahvelum og getur fólk þá tapað meðvitund. En floga- veiki hefur ýmis andlit og í öðrum tilvikum dettur viðkomandi t.d. að- eins út í skamman tíma. Lyfjagjöf geta fylgt aukaverkanir á borð við jafnvægis- og sjóntruflanir og syfju. Sjúkdómurinn og lyfin geta haft þau áhrif, sérstaklega á ung- linga, að þeir eiga erfitt uppdráttar félagslega. „Enda fylgir sjúkdómn- um enn skömm og fordómar í sam- félaginu, því miður,“ segir Ólafur. Um 50 börn greinast á ári ÓSKAR Bergsson, borgarráðs- fulltrúi Framsóknarflokksins, hef- ur óskað eftir því að viljayfirlýsing- arnar sem undirritaðar voru í Djíbútí, Jemen og Eþíópíu verði lagðar fram á næsta fundi borg- arráðs. Í frétt frá honum segir að þetta sé gert vegna misvísandi um- mæla borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um innihald þeirra samninga sem stjórnarformaður REI undirritaði ytra. Er m.a. spurt hvort einhverjir fyrirvarar voru um aðkomu annarra aðila en REI. Borgarráð sjái viljayfirlýsingar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur sýknað karlmann af kröfu um að viðurkennt yrði að hann væri bóta- skyldur vegna slyss sem varð í golfi, en golfkúla sem maðurinn sló á golf- velli Kjalar í Mosfellsbæ lenti í hægra auga annars manns. Sá sem varð fyrir kúlunni missti nánast sjónina á auganu. Slysið varð í nóvember 2002. Sá sem fyrir kúlunni varð var að spila golf og gekk að vetrarflöt á þriðju braut vallarins þegar hinn maðurinn sló upphafshögg af fjórða teig, en þessar brautir liggja að hluta til samsíða. Um 60-80 metrar voru á milli mannanna. Höggið mistókst og kúlan tók sveig yfir til vinstri og lenti í hægra auga mannsins. Rifa kom á augað við höggið og augntóftarbein brotnaði. Sá sem sló kúluna sagðist hafa vit- að af hinum manninum áður en höggið reið af en talið að hann og fé- lagar hans væru það langt í burtu að óhætt væri að slá. Dómurinn, sem var fjölskipaður, taldi að ekki væri hægt að meta kylf- ingnum það til sakar að hafa slegið höggið, sem hefði misheppnast hrap- allega. Til bótaábyrgðar gæti ekki stofnast á þeim grunni. Vísaði dómurinn einnig m.a. í regl- ur um golf í ritinu Golf með skyn- semi eykur ánægjuna, sem Golfsam- band Íslands hefur gefið út, þar á meðal þá reglu, að þeir sem lengra séu komnir í leiknum, þ.e. séu að leika braut með hærra númeri, eigi forgangsrétt. Sýknaður af bóta- kröfu vegna mis- heppnaðs golfhöggs Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending Dragtir frá FRANK EDEN Ljósar og dökkar VORJAKKAR 3 litir Verð 8.500 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 KRINGLUKAST 20-40 % AFSLÁTTUR Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is M bl 9 42 37 7 Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433 Flott föt á konur á öllum aldri Eftir Andra Karl andrik@mbl.is BORGARFULLTRÚAR meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks virðast ekki á eitt sammála þegar kemur að Reykjavík Energy Invest (REI), dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag sagði Kjartan Magnússon, stjórnar- formaður REI og Orkuveitunnar, að til greina kæmi að fá fjárfesta inn í REI sem yrði þá að hlutafélagi. Þessu hafnaði Ólafur F. Magnússon borg- arstjóri hins vegar alfarið í Kastljósi RÚV í gærkvöldi. „Ég get lofað borgarbúum því að á meðan við eigum REI verði það í 100% eigu almennings,“ sagði borg- arstjóri m.a. í Kastljósi og gat ekki tekið undir orð Kjartans. „Nei, það get ég ekki. Vegna þess að það segir klárlega í niðurstöðum stýrihópsins um REI og Orkuveituna að REI skuli vera 100% í eigu almennings.“ Ólafur sagðist ennfremur telja misskilning á bak við orð Kjartans sem hann þyrfti að skýra betur. „[En] ég get ekki tek- ið undir neitt annað en það sem stýri- hópurinn gaf út og þessi meirihluti er sammála stýrihópnum.“ Ósamstiga í REI-málum Kjartan Magnússon Ólafur F. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.