Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF #&' #&'   $ $ #&' ('     $ $ )*+  ,      $ $ ./ " )0'      $ $ #&' 12 #&' 3     $ $     !"#$ %& ' (     0 4 ( 54 "64 .74     4 4"8 9  :   ;<  4 => ( 4 7   :  4 & 4 ?#, 8%(@.@4 44 /84 A4     BC24 0 <4 0  <0* 0  <? 8?D. " (  .  4 .E( ;<  <4 ,F4 4 /  85 4   5 4   !" # G 0 8 ( 4 8 4 $ %&                                                                                 /      H =   I4J41 J421B4BI 24C4CJ 434B 42J421141I J4I1C42CJ C44J2 J3C4J42J B4C24IJJ4IB3 14JI34I 134BI4BB1 B41J433 B422B4II B4CJ4 % C4J4 JBJ4J 3BC43J1 14J34J C4 B42I24B1 % 141C41 J4J4B3 % % 1CB4J24 % % JKB 3K 11KC CK2J 1CKI2 KI 3K B1K BKC IKJ 2K2 1K 3K1B I1KC 1KBC CKC2 BBK 1BJ3K BC2K KJ 13K % % JK1 % % 2BJK % % JK3 3K3 11KI CKCC 1JK BK12 3K BCK BKI IK3 2KI 1KC 3K1I IKC 1KB CKJ 2K 1B2K BJ2K KJB 133K2 1K 1KI K3 % % 221K 1K CK .5    I  2I BB I  J 3I 22 J 3 2B 1C 2 % 1 1   1 13 % 3 1 % % 1 % % )    4 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 13434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 1J434 14B4 1J434 1C434 C414J 44J 1J434 434 J4B4 Eftir Grétar júníus Guðmundsson gretar@mbl.is MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor’s (S&P) hefur lækkað lánshæf- iseinkunnir ríkissjóðs á erlendum langtímaskuldbindingum úr A+ í A og á langtímaskuldbindingum í ís- lenskum krónum úr AA í AA-. Ein- kunnir fyrir skammtímaskuldbind- ingar í erlendri mynt A-1 og íslenskum krónum A-1+ voru stað- festar. Þá segir matsfyrirtækið að horfurnar fyrir langtímaskuldbind- ingar ríkissjóðs séu neikvæðar. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Standard & Poor’s í gær. Segir í tilkynningunni að ástæðan fyrir þessu sé sú að hækkandi fjár- mögnunarkostnaður bankanna auk mikils falls krónunnar auki líkurnar á meiri og langvinnari samdrætti en áður hafði verið gert ráð fyrir. Ákvörðun Standard & Poor’s kemur ekki svo mjög á óvart því þann 1. apríl síðastliðinn tilkynnti fyrirtækið að lánshæfiseinkunnir ríkisins fyrir langtímaskuldbinding- ar hefðu verið teknar til athugunar með neikvæðum vísbendingum. Ástæðan væri það mat S&P að skort hefði á upplýsingar um hvernig ís- lensk stjórnvöld ætli að takast á við aukin efnahagsleg viðfangsefni. Þau verkefni komi að mestu til vegna þrýstings í tengslum við lánsfjár- mögnun Íslands í erlendum gjald- miðli sem gæti leitt til beins opinbers stuðnings við þrjá stærstu bankana. Þörf á aðgerðum S&P tekur fram í fréttatilkynn- ingunni að til þess að koma í veg fyr- ir enn frekari lækkun lánshæfis- matsins sé þörf á að bæði bankarnir og ríkið grípi til aðgerða. Auka þurfi traust markaðsaðila á íslenska markaðnum og þannig að draga úr áhættuálagi markaða á íslensku bönkunum. Fréttatilkynningin hafði í fyrstu neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa sem lækkuðu og þá veiktist krónan einnig. Greiningardeild Kaupþings segir að hins vegar hafi það vakið töluverða athygli að skuldatrygg- ingaálag bankanna hafi haldið áfram að lækka í kjölfar fregnanna, mest hjá Glitni og Kaupþingi. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs lækkaðar Í HNOTSKURN » S&P hafði fyrr í þessummánuði varað við því að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs gætu lækkað. » Matsfyrirtækið segir aðlíkur séu nú á meiri og langvinnari samdrætti en áður hafði verið gert ráð fyrir. » Athygli vekur að skulda-tryggingaálag bankanna hélt áfram að lækka í gær í kjölfar fregnanna af lækkun lánshæfiseinkunnanna.● BANDARÍSKI bankinn Merrill Lynch tapaði um 2,0 milljörðum dollara á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem svarar til um 150 milljarða ís- lenskra króna. Þetta er þriðji ársfjórðungurinn í röð sem bank- inn er rekinn með tapi. Í tilkynningu segir að brugðist verði við þessari stöðu með því að segja upp um 4.000 manns á næstunni. Starfsmenn bankans eru nú um 63 þúsund talsins. Frá þessu er greint á fréttavef Wall Street Journal. Heildartap Merrill Lynch á síð- ustu þremur ársfjórðungum nemur um 14 milljörðum dollara, liðlega 1.000 milljörðum íslenskra króna, sem hefur þurrkað út allan hagnað bankans á árunum 2005 og 2006. Meginástæðan fyrir lélegri af- komu Merrill Lynch eru miklar af- skriftir vegna ótryggra húsnæð- islána, svonefndra undirmálslána. Merrill Lynch segir upp 4.000 manns ● HIN svonefnda Basel-nefnd um bankaeftirlit, sem seðlabankar helstu iðnríkja heims settu á fót árið 1974, hefur hert regluverkið í banka- starfsemi. Tilgangurinn er að freista þess að koma í veg fyrir að fjár- málahremmingar eins og nú ríða yfir heiminn endurtaki sig. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef breska við- skiptablaðsins Financial Times (FT). Tillögur Basel-nefndarinnar, sem hvert ríki fyrir sig verður að sam- þykkja, gera meðal annars ráð fyrir því að bankar leggi meiri fjármuni til hliðar í varasjóði en nú, til að verða betur í stakk búnir til að mæta hugs- anlegum skakkaföllum í starfsem- inni. Segir í frétt FT að tillögurnar muni væntanlega draga úr hagnaði banka en í staðinn verði starfsemi þeirra síður áhættusöm. Basel-nefndin herðir reglur fyrir banka ● IBM, bandaríski tölvuframleiðand- inn, hagnaðist um 2,3 milljarða doll- ara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, jafnvirði um 170 milljarða króna, og er það aukning um 26% frá árinu áð- ur. Tekjur félagsins námu 24,5 millj- örðum dollara og jukust milli ára um 11%. Þessi afkoma er umfram spár sérfræðinga og ástæðan m.a. sögð lækkandi gengi dollarsins, sem hef- ur komið útflutningsfyrirtækjum vel líkt og hér á landi. Hefur afko- muáætlun fyrir þetta ár verið hækk- uð í ljósi niðurstöðunnar á fyrsta árs- fjórðungi. Betri afkoma IBM CREDITINFO Ísland býður nú uppá sérstakt áhættumat á íslenskum fyrirtækjum, þ.e. hve líkleg fyrirtæk- in eru til að lenda í alvarlegum van- skilum. Svonefnt CIP-áhættumat metur fyrirtækin út frá viðamiklum gögn- um, s.s. ársreikningum, hlutafélaga- skrá, upplýsingum um stjórnarmenn og framkvæmdastjóra, eigna- tengslum við önnur félög, atvinnu- greinum og aldri. Með matinu er hægt að sjá hvaða liðir teljast fyrir- tækinu helst til hækkunar eða lækk- unar. Einnig sýnir matið niðurstöður upplýsinga um t.d. þróun hagnaðar á milli ára, hvernig greiðsluhegðun fyr- irtækið sýnir og hver staða þess er í samanburði við önnur fyrirtæki. Reiknilíkan áhættumatsins er smíðað af Paul Randall, sérfræðingi hjá systurfélagi Creditinfo Ísland; Creditinfo Decision í Prag í Tékk- landi. Randall er breskur og hefur starfað við skorgreiningar og líkana- smíði í mörg ár. Í tilkynningu frá Creditinfo segir hann spágetu líkans- ins vera mjög góða og raunar þá bestu sem fyrirtæki hans hafi séð í samanburði við nágrannalöndin. Cre- ditinfo Ísland birtir áhættumat á sjálfu sér og samkvæmt því eru 0,06% líkur á að fyrirtækið lendi í alvarleg- um vanskilum. Creditinfo býður upp á áhættumat SKARTGRIPAHÖNNUÐIR frá ís- lensku fyrirtækjunum Aurum, Sign og Alrúnu sýndu skartgripi sína fyrir væntanlega kaupendur í De- sign Center Knightsbridge í Lond- on í vikunni. Útflutningsráð stóð fyrir sýningunni og er hún hluti af útflutningsverkefninu Útstím sem fyrirtækin eru þátttakendur í. Alls mættu fulltrúar frá rúmlega 20 enskum smásölum og dreifingarað- ilum. Samkvæmt upplýsingum frá útflutningsráði voru þegar á fyrsta degi gerðir samningar um kaup og dreifingu á skartgripum og náðu öll fyrirtækin að afla vænlegra við- skiptasambanda sem eftir á að vinna frekar úr. Hönnuðirnir eru í London fram að helgi og eiga þar fundi með kaupendum. Skartgripum vel tekið í London Skartgripir Þau voru á sýningunni í London. f.v.: Dagmar Þorsteinsdóttir, Design Center Knightsbridge, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Aurum, Mark Dodsworth, Europartnerships, Hermann Ottósson, útflutningsráði, Helena Paulsen, Sign, og Jón Bjarni Baldursson frá Alrúnu. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 0,4% í gær og er lokagildi hennar 5.224 stig. Af úr- valsvísitölufyrirtækjum lækkuðu hlutabréf Teymis mest, að um 4,3%, og bréf SPRON, sem lækkuðu um 3,6%. Mest hækkun varð hins vegar á hlutabréfum Landsbankans, 1,5%, og bréfum Eimskipafélagsins, 0,2%. Krónan veiktist í gær um 1,1%, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Í upphafi viðskipta var gengisvísitalan 150,85 stig en var í lok dag 152,60 stig. Velta á millibankamarkaði nam um 37 milljörðum króna. Gengi dollarans er 74,95 krónur, pundsins er 149,28 krónur og evr- unnar 119,33 krónur. Lækkun í kauphöllinni HAGNAÐUR finnska símtækjafram- leiðandans Nokia jókst um 25% á fyrsta fjórðungi þessa árs í sam- anburði við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í frétt á fréttavef Financial Times. Nam hagnaður Nokia, þessa stærsta símtækjaframleiðanda heims, um 1,22 milljörðum evra í ár, sem svarar til um 144 milljarða íslenskra króna, sem er reyndar nokkuð undir spám greiningaraðila. Þrátt fyrir aukinn hagnað Nokia varar félagið við því að draga muni úr sölu far- síma á árinu. Nokia, sem framleiðir um fjóra af hverj- um tíu farsímum sem seldir eru í heiminum, skellir skuldinni af svartari horfum í símasölu á efnahags- ástandið í Bandaríkjunum og veikingu dollarsins. Horf- ur séu reyndar ekki heldur bjartar hvað farsímasölu varðar í Evrópu. Velta Nokia á ársfjórðungnum nam 12,6 milljörðum evra og jókst um 28% frá fyrra ári. Hagnaður Nokia eykst ÍSLENSKIR athafnamenn hafa verið duglegir að kaupa upp fyrir- tæki í Tékklandi að undanförnu, að því er fram kemur í frétt á tékkneska fréttavefnum Praguepost. Segir í fréttinni að ríkidæmi Ís- lendinga sé það mikið að þeir verði að leita fjárfestingar- kosta víða. Tékkland sé meðal þess sem hafi orðið fyrir valinu. Þar hafi Íslendingar keypt fyrirtæki á ýms- um sviðum, svo sem í framleiðslu á dósamat, fjármálastarfsemi og flug- rekstri. Tékkland er skv. frétt Praguepost vel staðsett fyrir fjárfesta, í miðri Evrópu þar sem aðkoma að helstu mörkuðum Evrópu er greið. Haft er eftir Gunnari Leó Gunnarssyni hjá Nordic Partners, sem keypti tékk- neska matvælafyrirtækið Hamé fyrr á þessu ári, að stöðugleikinn og vaxt- arhorfur í tékknesku efnahagslífi samrýmist vel þörfum Nordic Part- ners til vaxtar. Einnig er minnst á fjárfestingar Straums-Burðaráss, en bankinn á 50% hlut í tékkneska fjárfestingar- bankanum Wood & Company. Þá er í greininni sagt frá kaupum Icelandair á tékkneska flugfélaginu Travel Ser- vice, sem var stærsta einkarekna flugfélag landsins. Einnig kemur fram að kaup Bakkavarar Group á 49% hlut í fyrirtækinu Heli Food í borginni Brno bíði samþykkis sam- keppnisyfirvalda í Tékklandi. Bakkavör á 51% í fyrirtækinu. Hentar vel til fjár- festinga Prag Hradcany- kastali í Prag. BJARNI Ármannsson, fv. forstjóri Glitnis, kom nýr inn í stjórn Al- menna lífeyrissjóðsins á aðalfundi sjóðsins í gær. Kemur Bjarni inn í stað Þórs Sigfússonar, forstjóra Sjóvár-Almennra. Þrír aðalmenn voru sjálfkjörnir til áframhaldandi setu í stjórninni, þeir Jóhannes Þórðarson arkitekt, Sigurjón Sveinsson læknir og Þorkell Bjarnason læknir. Á aðalfundinum kom m.a. fram að breyting sem gerð var á fyr- irkomulagi samtryggingasjóðs árið 2006 hefði reynst vel í því mikla umróti sem hefði verið á fjár- málamörkuðum undanfarna mán- uði, segir í tilkynningu. Bjarni í stað Þórs í stjórn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.