Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Settu þetta bara hérna undir stólinn hjá mér þar sem fyrri undirskriftalistinn þeirra er
geymdur, Marshall minn.
Án nokkurs vafa hafa orð Mahm-oud Abbas, forseta palestínsku
stjórnarinnar, í gær, hljómað sem
sannkallað eyrnakonfekt í eyrum
þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur utanríkisráðherra.
Hér er vísað tilþeirra orða
Abbas, sem hann
lét falla er hann
ávarpaði blaða-
og fréttamenn
eftir hádegisverð
með forsetanum á
Bessastöðum, í þá
veru að lítil ríki á
borð við Ísland
gætu haft miklu hlutverki að gegna í
friðarferlinu fyrir botni Miðjarð-
arhafs.
Auðvitað eru orð sem þessi merk-ingarlítil og látin til þess eins
falla að gleðja gestgjafana. Áhrif Ís-
lands og ráðamanna þess á hina deil-
una fyrir botni Miðjarðarhafs hafa
aldrei verið nein, þau eru engin og
þau munu engin verða í framtíðinni.
Því fyrr sem við Íslendingar sætt-um okkur við að örríki í Norður-
Atlantshafi hefur engu hlutverki að
gegna við háborð heimsátakanna,
þeim mun betra. Því þannig getum
við farið að einbeita okkur að því
verkefni að koma að gagni á al-
þjóðavettvangi.
Þar bíða okkar ýmis verkefni, semvið getum leyst af hendi með
sóma. Við getum lagt okkar af
mörkum við að hjálpa öðrum til þess
að hjálpa sér sjálfir. Það gerum við
með því að stuðla m.a. að því að íbú-
ar þróunarlanda hafi aðgang að
vatni, menntun og heilbrigðisþjón-
ustu, m.a. í Palestínu.
En slíkt hjálpar- og þróunarstarfer unnið fjarri glys og glamúr
hanastélsboða stórþjóðanna og
sviðsljósi fjölmiðla og því kannski
ekki nógu spennandi. Eða hvað?!
STAKSTEINAR
Mahmoud Abbas
Mahmoud Abbas og Ísland
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"##"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$ $ $$
*$BC %%%%
! !
" #" $ %
*!
$$B *!
&' ( %
%' %
!
)
<2
<! <2
<! <2
&! (
#" %*
#+
,%-"#.
CD
$
*
! &
'
" (
)!
!
!)
/
#! * + !' &
,
! -) ! ! &
!
<
87
# &!
,
! #" $ %
/0""%%11
#" %%2
%*
#+
Árni Rúnar Þorvaldsson | 22. apríl
Fjölskyldumálin
Í kosningabaráttunni
fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar lagði
Samfylkingin á Horna-
firði mikla áherslu á fjöl-
skyldumálin. Þau eru
hverju samfélagi mik-
ilvæg. Til þess að við getum verið
samkeppnishæf er mikilvægt að við
getum boðið upp á eftirsóknarverðar
aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Þess
vegna lögðum við áherslu á þessi mál
í okkar kosningabaráttu.
En það er ekki síður mikilvægur …
Meira: arnith2.blog.is
Salvör | 22. apríl
Mín stafræna
bókahilla
Í tilefni af viku bók-
arinnar kom ég mér upp
bókahillu á shelfari.
Slóðin á mína hillu er
shelfari.com/salvor
Það er auðvelt að
skrá sig og setja bækur
í bókahillur, það er feiknaöflug leit,
það þarf aðeins og slá inn nafn höf-
undar eða titil bókar eða IBSN-númer
og hægt er að merkja bækurnar í hill-
unni eftir því hvort það eru bækur
sem maður er búinn að …
Meira: salvor.blog.is
Dofri Hermannsson | 22. apríl
Fróðlegur fundur
Hann var afar fróðlegur
þessi fundur í Hvera-
gerði í gær sem haldinn
var að frumkvæði bæj-
arstjórnar Hveragerðis.
Brátt er að vænta nið-
urstöðu Skipulagsstofn-
unar um matsskýrslu OR en eins og
margir muna var sett Íslandsmet í
fjölda athugasemda við matsskýrslu.
Orkuveitan segist ætla að reyna að
skola brennisteininn úr hveragufunni
og vonar að það muni takast vel. Það
þykir Hvergerðingum ekki nóg. …
Meira: dofri.blog.is
Kolbrún Baldursdóttir | 21. apríl
Ég nenni ekki að vera
að halda hári á meðan
verið er að æla
Þetta voru orð ungrar
stúlku sem sagðist
vera búin að gefast upp
á að skemmta sér með
sumum skólasystrum
sínum. Þau tilvik hafi
ítrekað átt sér stað að
einhver úr hópnum fór yfir strikið,
varð ofurölvi og þurfti að æla. Eins
var ekki óalgengt að undir áhrifum
áfengis átti dramatíkin það til að ná
hæstu hæðum. Þar sem stúlkan not-
aði ekki áfengi sjálf tók hún það að
sér að hjálpa öðrum stúlkum sem
drukkið höfðu meira en þær réðu við.
Hjálpin fólst í að styðja, hugga þær
sem grétu og halda hári frá andliti
þeirra ef þær þurftu að æla.
Þessi stúlka er ein af þeim ungling-
um sem hefur tekið ákvörðun að
neyta ekki áfengis hvorki nú né síðar
á ævinni. Í umræðu um málefni ung-
linga og forvarnir er ekki nógu oft
minnst á þá krakka sem hafa ákveðið
með sjálfum sér að neyta ekki áfeng-
is, hvorki í náinni framtíð né þegar
þeir verða sjálfráða eða enn síðar
þegar þeir verða löggildir áfengis-
kaupendur. Ákvörðunin felst í því að
áfengi verði ekki hluti af þeirra lífsstíl.
Huga þarf að þessum krökkum því
margir eiga í heilmikilli baráttu við
sjálfa sig og umhverfið. Annars vegar
eru þeir að reyna að halda sínu striki
þrátt fyrir félagaþrýsting en á sama
tíma vilja þeir eðlilega vera hluti af
hópnum. Mikilvægt er að samfélagið
styðji við bakið á þeim, t.d. með því
að minnast oftar á þau í almennri um-
ræðu, hvetja þau til að halda ótrauð
sínu striki og einnig að hvetja aðra
unglinga til að taka þau sér til fyr-
irmyndar.
Það er mikið álag að vera í sporum
þessarar stúlku í þeim aðstæðum
sem hún lýsti. Henni fannst hún
verða að taka ábyrgð og fara í hlut-
verk aðstoðarkonu væri hún á annað
borð á staðnum. Nú var hins vegar
svo komið að hana langaði ekki leng-
ur að vera viðstödd ef átti að hafa
áfengi um hönd. Með þeirri ákvörðun
fannst henni jafnframt sem félagsleg
staða hennar kynni að vera í upp-
námi. Hún óttaðist að einangrast og
velti fyrir sér hvar hún gæti fundið fé-
lagsskap sem hún teldi sig passa
betur inn í.
Meira: kolbrunb.blog.is
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
BLOG.IS