Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 14
BRESK stjórnvöld leggja nú til að
sveitarstjórnir njósni um viðskipta-
vini stórmarkaða, í því skyni að að-
stoða við öflun gagna um hvar inn-
flytjendur frá Austur-Evrópu kjósa
að setjast að í Bretlandi.
Breska dagblaðið The Daily
Telegraph gerði þetta að umtals-
efni í gær, en þar sagði að hug-
myndin yrði vís með að valda
áhyggjum mannréttindahópa.
Að sögn blaðsins hafa samtök
sveitarstjórna (LGA) í Bretlandi
áhuga á tillögunni og er verslana-
keðjan Tesco sögð lykillinn að því
að hægt sé að hrinda henni í fram-
kvæmd, enda sé hún með verslun í
sérhverju póstnúmeri í landinu.
Haft er eftir Sir Simon Milton,
formanni LGA,
að kaupmenn
standi mjög fag-
mannlega að öfl-
un gagna um
fjölda viðskipta-
vina og að ein til-
lagan gangi út á
samvinnu við
þann hóp um
þróun aðferða við gagnaöflunina.
Hins vegar er tekið fram að per-
sónuupplýsingar verði vinsaðar úr
gögnunum sem samtökin láti
stjórnvöldum í té. Fjöldi Austur-
Evrópubúa hefur sest að í Bretlandi
síðustu ár og er allt að fjórðungur
íbúa einstakra bæja, samkvæmt
nýjum gögnum.
Njósni um innflytjendur
í bresku stórmörkuðunum
14 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
BANDARÍSK yfirvöld hafa beðið
Kínverja að afturkalla skip drekk-
hlaðið vopnabúnaði sem beðið hefur
affermingar við Afríkustrendur frá
því á föstudag. Vopnasendingin er
ætluð Simbabve-stjórn og skv. AFP-
fréttastofunni sagði talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins að
„miðað við ástandið í Simbabve væri
ekki æskilegt að fjölga vopnum í
landinu.“
Líklegt þykir að forseti landsins,
Robert Mugabe, hyggist beita vopn-
unum gegn stjórnarandstöðu lands-
ins. Úrslit forsetakosninga sem
haldnar voru þar í landi fyrir þremur
vikum hafa ekki enn verið birt og hef-
ur Mugabe verið ásakaður um að
skipuleggja kosningasvik.
Skipinu líklega snúið til baka
Nágrannalönd Simbabve hafa leg-
ið undir þrýstingi, m.a. frá banda-
rískum yfirvöldum og mannréttinda-
samtökum, um að afferma ekki
kínverska skipið svo koma megi í veg
fyrir afhendingu vopnanna.
Kínversk yfirvöld hafa varið
vopnasöluna til Simbabve og sagt
hana löngu ákveðna. Hún sé ekki í
nokkru samhengi við ólguna í landinu
auk þess sem ekki sé vopnasölubann
til Simbabve. Líklegt þykir þó að
skipinu verði snúið aftur til Kína.
Samkvæmt heimildum BBC hefur
Morgan Tsvangirai, leiðtogi Lýðræð-
ishreyfingarinnar, nú rætt við Ban-
Ki Moon, framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, og beðið um aðstoð
SÞ og Afríkusambandsins (AU) þar
sem aðgerðir samtaka ríkja í sunn-
anverðri Afríku (SADC) hafi haft
lítið að segja.
Frásagnir af auknu ofbeldi í kjöl-
far kosninganna færast í aukana og
hafa leiðtogar kirkna í Simbabve
gefið frá sér yfirlýsingu þar sem far-
ið er fram á alþjóðlega íhlutun
vegna ástandsins.
Þjóðarmorð í uppsiglingu
Leiðtogar kirknanna segja mann-
rán, pyntingar og morð viðgangast í
baráttunni gegn stjórnarandstöð-
unni og „ef ekki verður gripið inn í
leiðir það til þjóðarmorðs eins og við
höfum horft upp á í Kenía, Rúanda,
Búrúndí og öðrum átakasvæðum í
Afríku,“ sagði m.a. í yfirlýsingu
þeirra skv. heimildum BBC.
Talsmaður stjórnarandstöðunnar
gagnrýndi vopnakaup yfirvalda í
samtali við AP-fréttastofuna og
sagði að í stað vopna væri réttara að
flytja inn lyf, matvæli og aðrar
nauðsynjar fyrir landsmenn: „Hér
ríkir ekki opinbert stríð en það verð-
ur að berjast gegn hungri, fátækt,
spillingu og einræði.“
Kína hvatt til að kalla
vopnaskipið heim
Ofbeldi eykst í Simbabve og fjölgun vopna þykir óæskileg
AP
Vopn Líklegt þykir að kínverska
skipinu verði snúið til baka.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞAÐ KANN að æra óstöðugan að
vekja máls á því en til að núverandi
olíuverð jafni verðtoppinn á dögum
síðari olíukreppunnar þarf verðið á
hráolíu að komast í 150 dali tunnan.
Í fullyrðingar um að met hafi verið
sett þegar tunnan fór í 118 dali á
mörkuðum í New York á þriðjudag
vantar samkvæmt þessu að taka með
í reikninginn almenna verðþróun og
aðra skylda þætti sem eru heppilegri
mælikvarði en hin eiginlega doll-
aratala.
Þetta er niðurstaða Michael Lewis,
yfirmanns greiningardeildar hráefn-
isvara hjá Deutsche Bank, sem hefur
reiknað út verðþróun á olíu út frá
ólíkum leiðum, í því skyni að fá sem
gleggstan samanburð á verðþróun-
inni í gegnum tíðina.
Kenningar Lewis eru gerðar að
umtalsefni í síðasta tölublaði breska
tímaritsins The Economist, en þar
sagði að ef olíuverðið væri fram-
reiknað með tilliti til verðbólgu og
bandarísku framleiðsluvísitölunnar
myndi verðið í upphafi níunda ára-
tugarins jafngilda 94 dölum tunnan
nú, verð sem núverandi kúrfa klifraði
yfir fyrir nokkrum mánuðum.
Sé verðið hins vegar reiknað út frá
neysluverðsvísitölu þyrfti olían að
fara í 118 dali tunnan til að slá metið
sem þá var sett, þegar síðari olíu-
kreppan var í algleymingi (olíuverðið
hefur nú náð þessu marki).
Tekjurnar hafa
aukist mikið
Sé það hins vegar tekið með í
reikninginn að meðaltekjur neytenda
á Vesturlöndum hafa aukist á þess-
um aldarfjórðungi eða svo horfir
dæmið öðruvísi við. Þannig segir í
The Economist að árið 1981 hafi
meðalárstekjur neytenda í G7-
ríkjunum, sjö stærstu hagkerfa
heims, aðeins hafa dugað til að kaupa
318 tunnur af olíu. Til að neytendur
hefðu sama svigrúm í dag þyrfti olían
að fara í 134 dali tunnan.
Annar mælikvarði er að bandarísk
stjórnvöld telja að hlutfallslega mest
af ráðstöfunartekjum neytenda hafi
runnið til orkukaupa á árinu 1980,
þegar hlutfallið var 8% en 6,6% nú.
Til að sama hlutfall neyslunnar
rynni til orku nú þyrfti olíuverðið að
fara í 145 dali tunnan.
Og ekki nóg með það, olíukaup
sem hlutfall af heimsframleiðslunni
náðu einnig hámarki á árinu 1980,
var þá 5,9% en 3,5% nú. Samkvæmt
því þyrfti tunnan að komast í 150 dali.
Olían hækkað um 450%
Lewis gerði olíuþróunina að um-
talsefni í breska dagblaðinu The Fin-
ancial Times fyrr á árinu, þar sem
hann benti á að hráolíuverðið hefði
hækkað um 450% í verðsveiflunni nú,
sem staðið hafi yfir í sex ár og sé því
orðin lengsta hrina samfelldra verð-
hækkana til þessa.
Sem fyrr segir fór olíuverðið í 118
dali á mörkuðum á þriðjudag og að
sögn The Financial Times átti til-
kynning frá Alþjóðaorkustofnuninni
(IEA) um óvenju mikinn samdrátt í
birgðastöðu hráolíu og bensíns þátt í
uppsveiflunni.
Sagði þar einnig að afköst olíu-
hreinsunarstöðva í Bandaríkjunum
væru nú í sögulegu lágmarki frá því
fellibyljirnir Katrína og Rita riðu yfir
olíuinnviðina í Mexíkóflóa 2005. Þá
ýti stöðug aukning í eftirspurn Kín-
verja eftir dísilolíu undir þróunina.
Verðið í 200 dali fyrir árslok?
Í ársbyrjun töldu ýmsir sérfræð-
ingar vestanhafs að tunnan af hráolíu
myndi fara í 200 dali fyrir lok ársins.
Greinendur Merrill Lynch og UBS-
bankans töldu hins vegar kólnun í
bandaríska hagkerfinu myndu leiða
til mestu lækkananna á olíuverðinu
frá 2001, spá sem fátt bendir til að
rætist í því ljósi að lánsfjárkreppan
hefur ekki slegið á verðið.
Böndin hafa borist að OPEC, sam-
tökum helstu olíuvinnsluríkja, vegna
hækkananna að undanförnu.
Talsmenn Alþjóðaorkustofnunar-
innar (IEA) tóku á hinn bóginn undir
með OPEC-ríkjunum, sem standa
fyrir um 40% olíuvinnslunnar, á sam-
eiginlegum fundi þeirra í vikunni, að
lausnin væri ekki fólgin í aukinni
vinnslu. Lausnin sé í höndum spá-
kaupmanna, það séu þeir sem hafi
mestu áhrifin á verðþróunina.
Enn langt í olíumetið
Hráolían þyrfti að fara í 150 dali fatið til að jafna metið frá
1980 sé verðið reiknað sem hlutfall af heimsframleiðslunni
Reuters
Sökudólgarnir? OPEC-ríkin segja ástæður mikilla verðhækkana á olíu
liggja hjá spákaupmönnum. Lausnin sé því ekki að auka olíuvinnsluna.
Í HNOTSKURN
»Alþjóðaorkustofnunin (IEA)spáir 2,5% aukningu í olíu-
eftirspurninni í heiminum í ár.
»Samkvæmt sömu spá muneftirspurnin fara í 87,8 millj-
ónir tunna á dag í ár, 2,1 milljón
tunna meira en í fyrra, aukning
sem nemur vinnslu Nígeríu.
»Þá er reiknað með að eftir-spurn Kínverja aukist um
5,7% í um 8 milljón tunnur á dag.
EF PENINGAR tryggja velgengni í
stjórnmálum stendur Barack
Obama vel að vígi gagnvart Hillary
Clinton í keppninni um útnefningu
forsetaefnis Demókrataflokksins.
Obama hefur safnað tæpum 234
milljónum dollara eða um 17 millj-
örðum íslenskra króna frá því að
kosningaherferð hans hófst og hinn
1. apríl hafði hann úr rúmum þrem-
ur milljörðum króna að spila til að
fjármagna prófkjör sitt skv. upplýs-
ingum bandaríska kosningaráðsins
(FEC). Skuldir Obama undir lok
mars námu um tæpum 50 millj-
ónum króna.
Clinton stendur hallari fæti fjár-
hagslega því hún hefur frá upphafi
safnað sem nemur 13 milljörðum ís-
lenskra króna og er mun skuldsett-
ari því hún skuldar um 745 millj-
ónir króna. Í byrjun apríl hafði hún
„aðeins“ úr rúmum 700 milljónum
króna að spila.
Keppinautarnir auglýstu grimmt
fyrir forkosningarnar sem fram
fóru í Pennsylvaníufylki í gær.
Samkvæmt útreikningum vefsíðu
Campaign Media Analysis Group
(CMAG) eyddi Obama sem nemur
rúmum 800 milljónum króna í aug-
lýsingar í Pennsylvaníufylki frá 18.
mars til 16. apríl en Clinton eyddi
um 335 milljónum króna.
AP
Kosningasjóður Barack
Obama er enn stútfullur
Barist Obama og Clinton heyja harða baráttu um hylli demókrata.
Reuters
STÆRSTA pönduræktunarstöð í
heimi rís senn í Kína og verður
lokið við fyrsta hluta bygging-
arinnar undir lok þessa árs.
Pöndur eru í mikilli útrýming-
arhættu og þykja þar að auki af-
ar latar við að fjölga sér. Meg-
inverkefni nýju stöðvarinnar
verður því að örva dýrin við þá
iðju.
Stöðin er á aðalverndarsvæði
dýranna, á Wolong náttúruvernd-
arsvæðinu, og verður sú stærsta
sinnar tegundar hvað rými og
rannsóknir varðar.
Leiksvæði pandnanna verður
um 19.400 fm en auk þess verður
gott rými fyrir dýrin svo þau geti
étið og fjölgað sér.
Pöndur eru í miklum metum í
Kína en aðeins 239 lifa þar
fangnar en 27 utan landsins. Tal-
ið er að 1.590 pöndur lifi villtar í
náttúrunni.
Reuters
Krútt Pönduungar eru kærkomnir
því dýrin eru í útrýmingarhættu.
Pöndur hvattar til æxlunar
ÁRLEG úttekt EuroTAP (European Tunnel
Assessment Programm) á stöðu öryggismála í
jarðgöngum Evrópu leiddi í ljós að í þriðjungi
skoðaðra jarðganga reyndist öryggisatriðum
mjög ábótavant og reyndust þetta lökustu nið-
urstöður í fimm ár. EuroTAP er styrkt af Al-
þjóðlega bílasambandinu (FIA) og voru í ár skoð-
uð 31 göng í ellefu löndum Evrópu.
Noregur og Ítalía komu verst út úr úttektinni,
en löndin hafa rekið lestina síðustu þrjú árin að
því er segir í fréttatilkynningu EuroTAP. Ástand
og fjöldi neyðarútganga, neyðarsímar og eldvarnarkerfi eru meðal þeirra
atriða sem athuguð eru og setti Evrópuþingið leiðbeinandi reglur um ör-
yggisatriði í jarðgöngum árið 2004 sem aðildarlönd skulu hafa tekið í fulla
notkun árið 2014. FÍB gekk í samtökin á þessu ári og verða íslensk jarð-
göng því með í úttektum komandi ára.
Hættuleg jarðgöng í Evrópu
STUTT