Morgunblaðið - 23.04.2008, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í TILEFNI sumardagsins fyrsta
gefur Íþróttabandalag Reykjavíkur
öllum grunnskólanemendum í
Reykjavík sumargjafir í þeim til-
gangi að gleðja börnin og hvetja
þau á jákvæðan hátt til að hreyfa
sig og fara út að leika sér með til-
vísun í íþróttir almennt.
Boltar og sippubönd
Fyrir tíu árum hóf ÍBR þróun-
arverkefni í nokkrum grunnskólum
þar sem yngstu nemendunum var
boðið í íþróttaskóla. Nú er svo kom-
ið að öllum sex ára börnum í
Reykjavík er boðið endurgjalds-
laust að sækja íþróttaskóla íþrótta-
félaga borgarinnar tvisvar sinnum í
viku.
Svava Oddný Ásgeirsdóttir, verk-
efnisstjóri hjá ÍBR, segir að þetta
framtak hafi tekist vel og í kjölfarið
hafi verið ákveðið að stuðla að auk-
inni hreyfingu og leik hjá eldri
börnum. Árið 2005 hafi börn í 2.
bekk fengið sippuband í sumargjöf
frá ÍBR og síðan hafi einum ár-
gangi verið bætt við árlega. Að
þessu sinni fái sex ára börnin
íþróttaskólann frían sem fyrr, sjö
ára börn fái sippuband og bækling
með æfingum og leikjum, átta ára
börn fái bolta og bækling með æf-
ingum og leikjum, níu ára börnum
sé boðið á skauta í Skautahöllina í
Laugardal eða í Egilshöllina í Graf-
arvogi og fyrsta sumargjöf tíu ára
barna sé boð um að taka þátt í
skemmtiskokki Reykjavíkurmara-
þons 23. ágúst í sumar. Samfara
boðinu fái nemendur í 10. bekk
bækling um hlaupaþjálfun og séu
þeir hvattir til að æfa sig fram að
þeim tíma. Krakkarnir séu síðan
beðnir um að skrá sig í skemmti-
skokkið hjá ÍBR í júní til að hægt
sé að gera viðeigandi ráðstafanir í
tíma. Hafi krakkarnir fylgt æfinga-
áætlun verði það líka tilvalinn tími
fyrir þá, sem ekki séu í skipulögð-
um íþróttum, að huga að þátttöku í
einhverri íþróttagrein.
Átakinu vel tekið
Um 1.400 nemendur eru í hverj-
um árgangi grunnskólanna í
Reykjavík og fá þeir gjafirnar frá
ÍBR á skólatíma í skólunum. Svava
Oddný segir að átakinu hafi verið
mjög vel tekið og sérstaklega sé
skemmtilegt að sjá hvað eitt lítið
sippuband eða lítill bolti gleðji börn-
in, sem oft megi ætla að eigi allt.
Gömlu góðu leikirnir falli líka vel í
kramið og nokkrir þeirra séu út-
skýrðir í bæklingunum.
Svava Oddný segir að viðbrögð
nemendanna hafi verið framar von-
um. Auðvitað kynnist þeir ýmsum
leikjum í skólastarfinu en gjafirnar
séu hugsaðar til að minna á hvað
gaman sé að leika sér og hreyfa sig
og ýti vonandi við þeim en skemmt-
unin sé fyrir öllu.
Í boltabæklingnum eru krakkarn-
ir hvattir til að spyrja foreldra sína,
afa og ömmur og aðra fullorðna um
kunnáttu í boltaleikjum. Svava
Oddný segir að þetta sé gert til að
virkja foreldrana og aðra og fá þá
með í átakið en það geri þeir best
með því að hvetja börnin til að leika
sér og taka þátt í því sem í boði sé.
Snú snú og hollý hú
ÍBR hvetur krakkana til að leika
sér og æfa sig helst á hverjum degi.
Í bæklingnum með sippubandinu
eru sýndar nokkrar skýringar-
myndir og bent á hópleiki eins og
snú snú, þyrlu og skottarán.
Í bæklingnum með boltanum eru
rifjaðir upp nokkrir gamlir bolta-
leikir eins og til dæmis hollý hú, að
verpa eggjum, yfir, brennibolti og
sto. Auk þess eru ýmsar æfingar
með bolta útskýrðar í máli og
myndum.
Ýtt undir gömlu góðu leikina
Morgunblaðið/Frikki
Boltaleikir Nemendur í Laugarnesskóla í Reykjavík fengu gjafir frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur í gær og ekki
leið á löngu þar til í ljós kom að krökkunum er margt til lista lagt þegar bolti er annars vegar.
Sippuband Í bæklingi ÍBR er bent á að það að sippa sé góð íþrótt til að
þjálfa líkamann og svo sé hún líka skemmtileg.
Gjafir ÍBR hvatn-
ing til hreyfingar
Í HNOTSKURN
» Brennibolti er dæmigerðurboltaleikur sem flestir geta
tekið þátt í. Minnst fjóra þarf í
leikinn sem fer fram á t.d. hand-
boltavelli, körfuboltavelli, tenn-
isvelli eða badmintonvelli og hef-
ur hefur notið vinsælda hjá
kynslóð eftir kynslóð frá síðustu
öld.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls
heldur söngskemmtun í Laugarborg
í kvöld, síðasta vetrardag, kl. 21.00.
Á efnisskránni er fjölbreytt tónlist
efitr ýmsa höfunda. Stjórnandi og
undirleikari er Daníel Þorsteinsson.
Tvöföld kveðjustund verður á
Græna hattinum í kvöld. Leik-
ararnir Hallgrímur Ólafsson og
Guðjón Davíð Karlsson; Halli og
Gói, kveðja veturinn og Akureyr-
inga í leiðinni því báðir eru á leið
til starfa í Borgarleikhúsinu í sum-
ar.
Halli og Gói hafa flutt lög úr leik-
húsinu í vetur, og gera það enn og
aftur í kvöld, en nú ásamt hljóm-
sveit, og nýja og endurbætta útgáfu
af lögunum. Nefna má lög úr þekkt-
um söngleikjum á borð við Vesa-
lingana, Gauragang, Hárið og Litlu
hryllingsbúðina. Húsið verður opn-
að kl. 21 og tónleikarnir hefjast kl.
22. Miðasala er við innganginn og
miðaverð er kr. 1.800. Að tónleik-
unum loknum verður stiginn dans.
Á morgun, sumardaginn fyrsta,
verður lokasýning á leikritinu
Rembu eftir Hörð Þór Benónýsson
á Græna hattinum. Verkið fjallar
um iðnaðarmenn í blíðu og stríðu.
Sýningin á morgun er vegna fjölda
áskorana og hefst kl. 21.00. Miða-
verð er 1.500 kr.
Fulltrúar félagsskaparins Matar
úr héraði verða í göngugötunni á
Akureyri í dag á milli kl. 15 og 17 og
gefa fólki að smakka ýmiskonar
góðgæti sem framleitt er á svæðinu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stuð Þursarnir vöktu lukku á
Græna hattinum fyrir skömmu.
Veturinn
kvaddur
FRAMKVÆMDASTJÓRI Búseta á
Norðurlandi segir að félagið þurfi að
fresta öllum nýframkvæmdum, „ef
peningakrísan í bönkunum verður
viðvarandi“ og hugsanlega geti orðið
einhverjar tafir á frágangi bygginga
sem nú er unnið að.
Búseti afhenti fyrr á þessu ári síð-
ustu íbúðirnar í nýju fjölbýsihúsi við
Kjarnagötu í Naustahverfi á Akur-
eyri, en það er stærsta fjölbýlishús
utan höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu
eru 58 íbúðir og á sama byggingar-
reit er hafin bygging 24 íbúða í við-
bót.
Aðstæður ólíkar
Félagið áformaði byggingu 25-30
íbúða á reit við Hólmatún, auk þess
sem önnur svæði á Akureyri hafa
verið í skoðun, en ekki verður af
þeim framkvæmdum strax.
Benedikt Sigurðarson, fram-
kvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi,
segir þróun rekstrar og efnahags fé-
lagsins endurspegla þær breytingar
sem orðið hafa í rekstrarumhverfi
þess síðustu mánuði. „Þegar aðal-
fundur Búseta á Norðurlandi var
haldinn á árinu 2007 voru horfur og
spár í efnahagsmálum afar ólíkar því
sem þær eru um þessar mundir. Upp
úr miðju síðasta ári var spáð áfram-
haldandi háu húsnæðisverði og góð-
um aðgangi að fjármagni – á alþjóða-
vettvangi. Auk þess hafði ný
ríkisstjórn gefið fyrirheit um aukinn
sveigjanleika á húsnæðismarkaðn-
um – m.a. með sérstakri nefndaskip-
an félagsmálaráðherra,“ segir Bene-
dikt á heimasíðu félagsins.
„Fjármagnskostnaður og verð ný-
bygginga hafði að vísu hækkað veru-
lega. Þá gerðum við hjá Búseta á
Norðurlandi metnaðarfullar áætlan-
ir um frekari sókn og þróun bygg-
inga og þjónustu félagsins.
Nú er öldin nokkuð önnur; svart-
sýnustu spár gera ráð fyrir 15-30%
raunlækkun húsnæðis á næstu
tveimur árum. Stýrivextir hækka
enn og þar með framkvæmdafjár-
mögnun. Bankakerfið hefur fryst ný
lán – amk. í bili og enn er beðið eftir
niðurstöðum nefndar félagsmálaráð-
herra og þróun hámarkslána og
lánaflokka hjá Íbúðalánasjóði lætur
á sér standa. Ef peningakrísan í
bönkunum verður viðvarandi kann
Búseti að þurfa að fresta öllum nýj-
um framkvæmdum og það geta auk
þess orðið einhverjar tafir á frágangi
yfirstandandi bygginga.“
Byggt á nýjum stöðum?
Benedikt segir að félagið hafi auk-
ið þjónustu sína með ráðningu um-
sjónarmanns og hafi þegar sett í
gang umtalsverð verkefni við viðhald
eldri eigna. „Áhugi virðist vera fyrir
hendi á félagsforminu og eftirspurn
eftir íbúðum félagsins hefur verið
mikil allt síðasta ár. Einnig hafa
sveitarstjórnir í nágrannabyggðum
sýnt áhuga á að fá félagið til sam-
starfs um byggingar og/eða rekstur
íbúða á nýjum stöðum.“
Búseti frestar nýfram-
kvæmdum fyrir norðan
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Búseti Stærsta fjölbýlishúsið utan höfuðborgarsvæðisins, við Kjarnagötu á
Akureyri. Íbúðir í húsinu eru 58 og afhenti Búseti þær síðustu fyrr á árinu.
Í HNOTSKURN
»Á aðalfundi Búseta vorustjórnarmenn Ingi Rúnar Eð-
varðsson og Hrafn Hauksson
endurkjörnir, en fyrir voru í
stjórn Guðlaug Kristinsdóttir
formaður, Ingvar Björnsson
varaformaður og Helgi Már
Barðason.
ÓVISSUSÝNING vetrarins hjá
Leikfélagi Akureyrar verður Alveg
brillíant skilnaður, einleikur Eddu
Björgvinsdóttur. Verkið verður
sýnt í lok maí. Aðsókn hefur aldrei
verið meiri hjá LA en á yfirstand-
andi leikári.
LA hefur haft þann sið síðustu ár
að bjóða upp á eina „óvissusýn-
ingu“ og þá valið eitthvert verk
sem notið hefur mikilla vinsælda í
höfuðborginni sama leikár. Í frétt
frá LA segir að einleikur Eddu hafi
notið fádæma vinsælda á síðustu
þremur leikárum „enda einstaklega
fyndin sýning hér á ferðinni“. Miða-
sala hefst 30. apríl en takmarkaður
fjöldi miða er í boði.
Leikritið Killer Joe verður sýnt á
Akureyri upp úr miðjum maí. „Kill-
er Joe hlaut afburðadóma þegar
hún var frumsýnd í Borgarleikhús-
inu og var svo tilnefnd til átta
Grímuverðlauna í fyrra. Hér er á
ferðinni mögnuð sýning á leikriti
sem hreyfir við þér,“ segir í frétt
frá LA. Leikstjóri er Stefán Bald-
ursson.
Maímánuður verður því fjörlegur
hjá LA en í byrjun mánaðarins
verður leikhúsið í fósturhlutverki
við fjörlega sýningu á Wake me up
sem hópur ungra leikara í grunn-
og menntaskólum Akureyrar setur
upp undir stjórn Guðjóns Davíðs
Karlssonar.
Aðsókn hefur verið mikil hjá LA í
vetur, eins og áður hefur komið
fram. Gestir á Akureyri verða um
40.000 þegar leikárinu lýkur en það
er um 40% meira en á síðasta leik-
ári sem þó var metár.
Tvær sýningar, Fló á skinni og
Dubbeldusch, víkja af fjölunum nú í
lok apríl til að rýma til fyrir síðustu
sýningum leikársins.
Brillíant
skilnaður í
maímánuði
AKUREYRI