Morgunblaðið - 23.04.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 17
SUÐURNES
Eftir Birki Fanndal
Mývatnssveit | Þótt
ís sé á stærstum
hluta Mývatns og
heiðalönd sem einn
jökull yfir að líta er
mikið komið af önd-
um, gæsum og fleiri
fuglum.
Ekki minnast
menn þess að annar
eins fjöldi heiðagæsa
hafi sést hér fyrr og
veldur því trúlega að
hálendið er allt undir
fönn. Grágæs er
einnig með almesta
móti, þær frændsyst-
ur eru mest uppteknar við að rann-
saka tún bændanna með álftinni, en
einnig eru flotar á vatninu þar sem
íslaust er við jarðhitasvæðin.
Fuglaskoðari benti fréttaritara á
að flórgoði er með almesta móti og
sagðist sá ekki hafa fyrr séð 60 flór-
góða saman í hópi. Mikið er komið
af skúfönd og jafnvel sést duggönd
og grafönd, auk húsandarinnar
sem helst yfirgefur ekki sveitina.
Hettumáfurinn er kominn og stak-
ur fýll sást í dag og er afar sjald-
séður. Þeir sjófuglarnir eru lítið
fagnaðarefni á þessum slóðum.
Snjótittlingur er horfinn til fjalla en
skógarþröstur hefur tekið við hlut-
verki hans í görðum og skóglendum
sveitarinnar.
Blíðviðrið að undanförnu er
fagnaðarefni fyrir alla sem unna
vorinu.
Flórgoðapar Stungið saman nefjum á Mývatni.
Fjöltóna sinfónía
fyllir loftið að vori
Morgunblaðið/BFH
LANDIÐ
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Það er endalaust hægt að
viða að sér þekkingu og það má segja að ég
hafi drukknaði í henni. Ég hef lesið mikið og
fylgst vel með öðru sundfólki og þetta lærist
þegar maður sekkur sér í þetta. Ég flokka efn-
ið og hef þróað með mér ákveðna tæki. Það
sem hefur nýst mér vel hef ég notað og ég
skipti ekki um takt rétt fyrir mót þegar tæknin
gefur góða raun,“ sagði Steindór Gunnarsson,
yfirþjálfari hjá Íþróttabandalagi Reykjanes-
bæjar (ÍRB), í samtali við Morgunblaðið.
Steindór hefur náð feikigóðum árangri með
sundiðkendur innan ÍRB. Nærtækast er að
nefna afrek Erlu Daggar Haraldsdóttur á ný-
afstöðnu Íslandsmeistaramóti. Á því móti
unnu sundiðkendur ÍRB 18 titla af 38 mögu-
legum og síðasta Aldursflokkameistaramót Ís-
lands vann ÍRB fjórða árið í röð, 400 stigum á
undan næsta liði. Stefnan hefur verið sett á 5.
sigurinn í röð.
Þær eru ófáar stundirnar sem Steindór hef-
ur varið í stöður á sundlaugarbakkanum.
Hann byrjaði að þjálfa hjá UMFN í upphafi 10
áratugarins. Þegar sunddeildir UMFN og
Keflavíkur fóru að keppa sameiginlega undir
merkjum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar
(ÍRB) árið 2001 varð Steindór yfirþjálfari og
hefur verið það síðan. Um tíma var hann einn-
ig landsliðsþjálfari Sundsambands Íslands en
það reyndist of mikið.
„Þessi vinna mín hefur bitnað nokkuð á fjöl-
skyldunni sem mótmælir stundum. Þau eru
mörg boðin sem ég þarf að afþakka og kemst í
fáar ferðir með fjölskyldunni. Ég er yfirleitt
upptekinn við æfingar eða keppni um helgar,“
sagði Steindór í samtali við blaðamann. Að
minnsta kosti þrisvar í viku er Steindór rokinn
á fætur fyrr en flestir aðrir og kominn niður í
sundlaug til þess að þjálfa elstu sundiðkend-
urna, en sá hópur æfir 9 sinnum í viku.
Á lokahófi eftir Íslandsmeistaramótið árið
2007 var Steindór valinn þjálfari ársins en
hann hefur ásamt Eðvarði Þór Eðvarðssyni
unnið að uppgangi sundíþróttarinnar í Reykja-
nesbæ og þeir í sameiningu hafa náð að byggja
upp sterkt lið.
Snýst um fjölbreytt æfingaálag
Hópur Steindórs telur 30 manns á aldrinum
14 til 22 ára. Steindór sagði að í hópnum væri
góð stemning, gleði og góður andi enda brott-
fall lítið. Hann á sjálfur mikinn þátt í því, en
vill lítið út á það gefa. Þeir foreldrar sem
blaðamaður hefur rætt við hafa hins vegar
hælt honum í hástert og eru mjög ánægðir
með hans starf.
„Þessir krakkar eru orðnir eins og hluti af
fjölskyldunni. Mórallinn í hópnum er góður og
við hittumst alltaf reglulega utan sundlaug-
arinnar og gerum eitthvað skemmtilegt sam-
an, það skiptir svo miklu máli. Ég hef byggt
móralinn þannig upp að það teljist jákvætt að
vera duglegur og mæta vel á æfingar. Sund-
þjálfun gengur auk þess út á náin samskipti og
pælingar með hvern og einn einstakling.“
Steindór sagði ennfremur að ekki mætti
vanmeta starf foreldra, íþróttastarf stæði og
félli með foreldrum. „Það eru þau sem verða
að hafa stjórn á æfingum og styðja þau á allan
hátt. Þó að foreldrar haldi ef til vill að ungling-
arnir þurfi minna á þeim að halda en áður er
staðreyndin sú að þau þurfa jafn mikið klapp á
bakið og stuðning og þau vilja það.
Mörgum finnst með ólíkindum að Steindór
hafi geta náð eins miklu út úr sundiðkend-
unum og raunin er og eiga ekki fortíð í sundinu
sjálfur, líkt og Eðvarð Þór. „Það er endalaust
hægt að viða að sér þekkingu og ég hef gert
það,“ sagði Steindór þegar málin voru rædd.
Hann sagðist kunna að synda en kysi heldur
að fara út að skokka.
„Þessi góði árangur hefur fyrst og fremst
náðst með mjög fjölbreyttu æfingaálagi og það
skýrir líka hvers vegna svona margir í ÍRB
eru góðir í fjórsundi. Ég met hvern og einn,
enda misjafnt hvað hentar hverjum og þegar
kemur að mótum snýst þetta um að hitta á
rétta strengi þannig að þau nái sínu besta
fram. Þau setja sér síðan markmið, t.d. að
verða aldursflokksmeistari eða við vinnum út
frá ákveðnu mottói, eins og að fylla gullkistu af
gulli.“
Kartöflupokaburður fyrsta þjálfunin
Þó að bakgrunnur Steindórs liggi ekki í
sundinu hefur hann lengi verið íþróttamaður
og er menntaður íþróttakennari. Ásamt sund-
þjálfuninni stýrir hann sérkennslu í Njarðvík-
urskóla, sem einnig snýst um nána ein-
staklingskennslu og hann segir þetta tvennt
vinna mjög vel saman. Hann geti nýtt reynsl-
una úr hvoru tveggja á víxl.
„Ég er alinn upp í sveit í Þykkvabænum og
mín íþróttaiðkun snerist í fyrstu um að bera
kartöflupoka. Síðan fór ég bæði í frjálsar
íþróttir og fótbolta. Eftir grunnskóla fór ég í
Menntaskólann að Laugarvatni, en þar er mik-
il íþróttahefð og síðan í Íþróttakennaraskól-
ann.“ Eftir að hafa þjálfað bæði í frjálsum
íþróttum og fótbolta og verið grunnskólakenn-
ari á Hólmavík lá leiðin hingað suður og frá
1991 hefur Steindór verið grunnskólakennari
við Njarðvíkurskóla.
„Það var af rælni sem ég fór að þjálfa sund.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sem þá var formað-
ur sunddeildar UMFN, plataði mig til að koma
og þjálfa hjá deildinni og eftir það varð ekki
aftur snúið. Mér líkaði þetta strax mjög vel og
hóf að viða að mér mikilli þekkingu. Það sem
hentar mér svo vel er einstaklingskennslan. Í
sundinu ber hver ábyrgð á sínu og það eina
sem þarf er sundlaug. “ Það var á þessum
fyrstu árum sem Steindór sá hvaða sundmann
Erla Dögg hafði að geyma og hvatti hana til að
æfa sund.
Blaðamaður spyr Steindór að því að lokum
hvort það sé betri efniviður hér en annars
staðar á landinu ef tekið sé mið af árangri
sundiðkenda hér á landsmótum. „Nei, ég held
að það sé ekki ástæðan. Í Reykjanesbæ er
mikill íþróttaandi og hefð fyrir ákveðnum
íþróttum eins og körfubolta og sundi. Árangr-
inum er haldið við með góðu starfi og bæj-
arfélagið hefur skapað frábæra aðstöðu.“
Fjölbreytt æfingaálag er lykillinn
Morgunblaðið/Svanhildur
Sundþjálfari Steindór Gunnarsson hefur náð
góðum árangri með sundfólk ÍRB.
Í HNOTSKURN
»Steindór Gunnarsson hefur verið yf-irþjálfari hjá ÍRB í 7 ár og náð ein-
staklega góðum árangri.
»Steindór segir að góð aðstaða hafi ver-ið sköpuð í Reykjanesbæ fyrir sund-
iðkun og nefndi að góðum árangri væri
haldið við með góðu starfi.
»Sundmenn innan ÍRB hafa sett stefn-una á að vinna Aldursflokksmeist-
aramót Íslands fimmta árið í röð í sumar.
Steindór Gunnarsson,
yfirþjálfari hjá ÍRB, á
ekki fortíð í sundinu
Dalir | Opið hús verður í hjúkrunar-
heimilinu á Fellsenda í Dölum á
sumardaginn fyrsta, kl. 13.30 til
16.30, í tilefni þess að fjörutíu ár eru
síðan starfsemi hófst í gamla húsinu
á Fellsenda.
Sagt verður frá upphafi reksturs
heimilisins og stjórn afhent handrit
af sögu Finns Ólafssonar, fjölskyldu
hans og hjúkrunarheimilisins á
Fellsenda. Öllum er síðan boðið að
skoða heimilið og kynna sér starf-
semina. Veitingar verða í boði heim-
ilisins.
Margt annað verður boðið upp á,
segir í frétt frá stjórn heimilisins,
svo sem tónlist frá Nikkólínu. Fyrir
börnin og aðra unga í anda verður
hoppkastali með rennibraut.
Skátafélagið Stígandi verður með
skrúðgöngu frá bílastæðinu neðan
vegar frá kl. 13.30 og fánahyllingu.
Opið hús á Fellsenda í
tilefni afmælis heimilisins
Rýmingarsala!
Verslunin flytur í nýtt og enn
glæsilegra húsnæði
25-40% afsláttur af öllum vörum
Allt á að seljast
Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús)
Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is