Morgunblaðið - 23.04.2008, Page 20
daglegt líf
20 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Fríðu Björnsdóttur
fridabjornsdottir@gmail.com
ÁHvanneyri má finna undir sama þaki Ullarseliðog Búvélasafnið sem hvort tveggja dregur tilsín ferðamenn og áhugafólk þótt á ólíku sviðisé. Ullarselið helgar sig gæða handverki og er
í senn verslun og vinnustofa að sögn Kristínar Gunn-
arsdóttur frá Lundi, sem er ein þriggja forsvarskvenna
þess. Hún segir að konurnar í hópi gesta eyði að jafnaði
meiri tíma í Ullarselinu en karlarnir. Þeir snúi sér frekar
að búvélunum þótt sú regla sé ekki algild.
Ullarselið á Hvanneyri á sér þónokkuð langa sögu.
Það var sett á fót sem þróunarverkefni árið 1992. Að því
stóðu Bændaskólinn á Hvanneyri, eins og skólinn hét þá,
Bændasamtök Vesturlands og Kvenfélagasamböndin á
Vesturlandi. Kristín segir að eignaraðildin sé sú sama nú
og þá en stofnendur komi ekki að daglegum rekstri. Í
Ullarselinu má sjá íslenskt hágæða handverk sem unnið
er úr ull, tré, beinum og skinni en um 30 manns eiga
þarna vörur allt frá prjónlesi upp í gestaþrautir úr tré.
Karlar færri en konur
„Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem eiga vörur
hjá okkur í Ullarselinu en þó eru einnig karlmenn með
verk sín hér, en þeim fjölgar því miður ekki. Konurnar
eru alls staðar að úr héraðinu, eins og við köllum það hér
í Borgarfirði. Meira er um eldra fólk en yngra í þessum
hópi og kannski er endurnýjunin ekki nógu mikil. Flestir
vinna að sjálfsögðu önnur störf en eru með þetta svona
sem hliðarbúgrein. Þó eru nokkrir aðilar sem vinna við
þetta nær eingöngu og gildir það aðallega um þá sem
búa til skartgripi og einnig nokkuð af fólkinu sem fram-
leiðir ullar- og flókavörur.“ Kristín hefur komið að starf-
seminni allt fá árinu 1996 og segist hún bæði spinna og
þæfa. Með henni í stjórn Ullarselsins eru þær Ríta Bach
og Ástríður Sigurðardóttir.
Borgarfjarðarpeysurnar eru sérstakar
Þegar minnst er á lopapeysur dettur flestum fyrst í
hug peysur í sauðalitunum, og vissulega eru þær til í Ull-
arselinu, en þó ekki það sem kalla mætti hefðbundnar
lopapeysur. „Við reynum að vera ekki með venjulegar
lopapeysur en erum með sérhannaðar léttlopapeysur
hérna undir nafninu Borgarfjarðarpeysur. Þær eru með
sérstöku mynstri sem er þrennskonar, gæsir, rjúpur og
lax. Peysurnar eru hnepptar og heilar og ætlaðar bæði
stórum og smáum.“ Að sögn Kristínar er mikið um að
krakkapeysurnar séu í litum en fullorðinspeysur frekar í
sauðalitum.
Ullarselið er þó síður en svo allt í sauðalitunum og þar
ber mikið á jurtalituðu bandi í öllum regnbogans litum
og þar er meira að segja að finna bein- og viðartölur sem
einnig eru jurtalitaðar.
Vörur unnar úr flóka eru mjög vinsælar og má þar
nefna inniskó sem eru með selsskinssóla, kanínufiðu að
innan en úr þæfðri ull að utan. Kanínufiðan eða kanínu-
ullin, er ótrúlega hlý og mjúk viðkomu en erfitt er að
vinna úr henni þar sem hárið er mjög stutt og því ekki
auðvelt að spinna úr því band.
Útlendingar koma gjarnan við í Ullarselinu þegar þeir
eiga leið um Borgarfjörð og sækjast eftir ýmsu því sem
þar er á boðstólum. Áreiðanlega má því sjá húfur þaðan
á kollum víða um heim, enda úrvalið mikið, allt frá lopa-
húfum í stíl við peysurnar upp í flókahúfur eða nánast
hatta.
Kenna tóvinnu og jafnvel prjónaskap
Þess má geta að í skólanum á Hvanneyri er hægt að
velja sér áfanga þar sem kennd er tóvinna og sér Ullar-
selið um kennsluna. Margir velja þennan áfanga en að
auki segir Kristín að Ullarselið standi fyrir uppfræðslu
skólabarna í Borgarfirði og víðar á þessu sviði. Í sumum
tilvikum koma krakkarnir að Hvanneyri og læra hand-
tökin en í öðrum tilvikum fara félagar úr Ullarsels-
hópnum í skólana. Fólkið hefur farið víða, allt norður í
Þingeyjarsýslu, og með í för er Guðmundur Hall-
grímsson. Hann var ráðsmaður á Hvanneyri og rúnings-
maður og kennir m.a. rúning. Hann sýnir krökkunum
hvernig tekið er af kindinni og svo fær hver krakki lúku
af ull sem spunnin er fyrir hann í bandspotta sem við-
komandi fær að taka heim með sér.
„Krökkunum finnst þetta mjög sniðugt,“ segir Kristín
sem er sannfærð um að hjá mörgum getur áhugi á ullar-
vinnslu og handverki átt eftir að vakna einn góðan veð-
urdag og það jafnvel þótt lítið fari nú orðið fyrir handa-
vinnukennslu í skólum. „Við þurfum meira að segja
stundum að kenna fólki sem hingað kemur að prjóna svo
það geti notað lopann eða bandið sem það er að kaupa og
langar til að prjóna úr.“
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Borgarfjarðarpeysur Kristín Gunnarsdóttir í Borgarfjarðarpeysu úr léttlopa með gæsamunstri.
Allir regnbogans litir
í bland við sauðalitina
Í regnbogans litum Það er síður en svo allt í sauðalit-
unum sem fæst í Ullarselinu eins og vel má sjá á þessum
fallegu litríku prjónavörum.
Á höfuðið Húfur og hattar, prjónaðir eða úr flóka eru
meðal þess sem fólkið í Ullarselinu framleiðir.