Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 21 UMRÆÐAN Í SAMBANDI við óánægju at- vinnubílstjóra og fréttir þar að lút- andi langar mig að koma eftirfar- andi á framfæri. Umkvörtunarefni okkar eru aðallega tvö. Annarsvegar gerum við athuga- semdir við álögur ríkisins á elds- neytisverð en ekki um hækkandi verð á olíu á heims- markaði. Meira að segja við bílstjórar áttum okkur á því að þar hefur ís- lenska ríkið lítil áhrif. Það eru álögurnar sem við teljum að séu of háar og að þær reglur sem gilda um útreikninga álagnanna séu beinlínis rangar og ósanngjarnar gagnvart ein- staklingum og at- vinnulífi. Reglurnar hafa nefnilega í sér innbyggðan hvata til að halda verðinu uppi. Fordæmi eru fyrir því að einstökum starfgreinum sé kom- ið til aðstoðar þegar samsvarandi aðstæður hafa komið upp sam- anber þegar útgerð- inni var hjálpað með sértækum aðgerðum sem miðuðu að því að lækka kostnað vegna olíukaupa. Þessar aðgerðir eru enn í gildi og hafa verið frá þessum tíma (nú gefst útgerðinni t.d. kost- ur á að kaupa sérstaka skipaolíu sem er töluvert lægra verðlögð en önnur olía.) Þær aðgerðir voru og eru kannski ekki öllum að skapi en sýna þó að ríkið getur ýmislegt gert ef vilji er fyrir hendi. Hitt atriðið sem við erum óánægðir með eru lög um akstur og hvíldartíma. Þau lög teljum við að gangi allt of langt og séu of ströng miðað við íslenskar aðstæður. Ég heyrði Ágúst Mogensen, for- stöðumann rannsóknarnefndar um- ferðarslysa, halda því fram í út- varpi fyrir skemmstu að fjölmargar kannanir erlendis sýndu að flutningabílstjórar væru í sérstökum áhættuhóp hvað þreytu varðaði og ef farið væri eftir kröf- um bílstjóra yrði það á kostnað umferðaröryggis á Íslandi. Hann sagði reyndar í sömu frétt að þessi slys væru sem betur fer fátíð hér á landi. Hafa svona kannanir verið gerð- ar hér á landi? Er hægt að heimfæra svona kannanir upp á Ísland? Þegar Evrópusambandið setti þessi lög var tilgang- urinn tvíþættur. Annarsvegar að tryggja bílstjórum lá- markshvíldartíma og samræma reglur þar um milli landa og þá um leið að bæta um- ferðaröryggi. Það tíðkast eða tíðkaðist í það minnsta að sú krafa væri sett á bílstjóra í akstri milli landa (t.d. frá Noregi suður til Ítalíu) að þeir skiluðu sér á áfangastað inn- an tilskilins tíma sem oft var svo stuttur að þeir urðu að keyra nánast án þess að stoppa alla leiðina. Að sjálfsögðu urðu menn þreyttir á svo löngum akstri og þreyttur bíl- stjóri er hættulegur bílstjóri, sama hvað bíl hann keyrir. Um það getum við öll ver- ið sammála. Hér á landi eru aðstæður allt aðrar, bæði hvað umferðina varðar og atvinnuumhverfið sem við búum við. Við keyrum, með örfáum undan- tekningum, miklu styttri vega- lengdir undir minna álagi en starfsbræður okkar (og systur) er- lendis. Hraðinn er minni en á hraðbrautum erlendis og umferðin minni. Við teljum að hættan í umferð- inni liggi aðeins að litlu leyti hjá okkur sem höfum það að lifibrauði að keyra stóra bíla. Hættan liggur fyrst og fremst í almennu aksturslagi á Íslandi og ég get fullyrt að þau dæmi þar sem árvekni okkar og fagmennska hefur komið í veg fyrir slys eru til muna fleiri en þar sem við erum ábyrgir fyrir tjóni. Okkur finnst að við séum lagðir í einelti af yfirvöld- um, einelti sem byggist ekki á neinu nema illa ígrunduðum hug- myndum um að því stærri sem bíllinn er sé ökumaðurinn hættu- legri. Við eigum erfitt með að sætta okkur við að einir stétta þurfum við að búa við eftirlit minnst þriggja aðila sem allir virð- ast hafa það að meginmarkmiði að finna eitthvað sem hægt er að hanka okkur á. Við eigum líka erf- itt með að skilja þau undanþágu- ákvæði sem er að finna í reglu- gerð, samanber 4. grein laganna. Af hverju er talið hættulegra að flytja möl en fullan strætó af fólki? Hvers vegna er ég (samkv. lög- unum) hættulegri ökumaður ef ég keyri frá Reykjavík með t.d. fullan bíl af steinull á austur Hvolsvöll heldur en ef ég keyri jafnstóran bíl fullan af pósti norður á Akureyri eða Egilsstaði? Hvers vegna stendur ríkið ekki við sinn hluta af lagasetningunni með því að útbúa aðstöðuna sem krafist er þ.e. vel útbúin hvíld- arplön með vissu millibili landið um kring? Við erum alls ekki á móti lögum um hvíldartíma, þvert á móti. Þau eru mjög af hinu góða og eiga full- an rétt á sér. Við teljum bara að lögin þurfi að vera í samræmi við íslenskan veru- leika. Það væri ekki í fyrsta skipti sem samevrópsk lög yrðu staðfærð að okkar landi. Nær væri að taka á íslenskri umferðarmenningu heildstætt en að leggja eina stétt í einelti og gera hana þar með ábyrga fyrir því sem aflaga hefur farið í annarri lagasetningu um umferðaröryggi á Íslandi (og þá er ég að tala um lög um vegagerð til dæmis þar sem okkur gengur ekki vel að læra af reynslunni.) Íslenska ríkið telur sig ekki allt- af þurfa að fara eftir alþjóðalögum þegar hætta er á að það komi við pyngjuna hjá því sjálfu eða stór- fyrirtækjunum. Haldið er úti mörgum nefndum sem finna út og sækja um undanþágur og óska eft- ir sérákvæðum vegna sérstöðu okkar. Þetta virðist ekki eiga við um alla. Kannski hefur vilji okkar ekki komið nógu skýrt í ljós. Óánægja atvinnubílstjóra Hjalti Tómasson skýrir óánægju atvinnubílstjóra » Okkur finnst að við séum lagðir í einelti af yfirvöldum, ein- elti sem byggist ekki á neinu nema illa ígrunduðum hugmyndum … Hjalti Tómasson Höfundur er atvinnubílstjóri. FORINGI sjálfstæðismanna í orkumálum Reykvíkinga, Kjartan Magnússon, stjórnarformaður OR og REI, skrifar grein í Morgunblaðið í gær. Þar hefði mátt gera ráð fyrir að hann væri að reyna að útskýra fyrir kjósendum sín- um hvað hann ætl- aðist fyrir með REI. Við lestur grein- arinnar fást hins veg- ar engin svör, sem hlýtur að valda stuðn- ingsmönnum Sjálf- stæðisflokksins mikl- um vonbrigðum og áhyggjum. Það er lág- markskrafa að stjórnarformaður REI útskýri á hvaða ferðalagi hann er því skrif hans hjálpa í engu þeim sem reyna að skilja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Úr því að stjórnarformaðurinn finnur það ekki hjá sjálfum sér að svara þeim spurningum sem er ósvarað hjá almenningi um stefnu Sjálfstæð- isflokksins í REI þá er nauðsyn- legt að leggja fram þrjár af lyk- ilspurningum sem uppi hafa verið, bæði frá því að málið kom fyrst upp í október s.l. og síðan eftir að stjórn REI kom heim frá Afríku í síðustu viku. 1. Það þarf að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna Sjálfstæð- isflokkurinn er horfinn frá þver- pólitískri sátt um að REI verði 100% í eigu Orkuveit- unnar og vilji nú selja fyrirtækið. 2. Það þarf að út- skýra fyrir kjós- endum hvers vegna sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru á móti því að blanda saman opinberum rekstri og einka- rekstri á meðan sjálf- stæðismenn í rík- isstjórn eru að vinna að sambærilegum verkefnum með Landsvirkjun og RARIK. 3. Stjórnarformaðurinn þarf að útskýra hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir vilja- yfirlýsingar um orkurannsóknir og arðsemiathuganir í Djíbútí, Jemen og Eþíópíu, en segir síðan þegar hann kemur heim að það sé aðeins verið að fylgja eftir göml- um verkefnum. Allar þessar mótsagnir hafa skaðað orðspor Íslands á sviði orkurannsókna og þar ber Sjálf- stæðisflokkurinn mikla ábyrgð. Hvað sem segja má um Sjálfstæð- isflokkinn hefur hann verið stærsti og öflugasti stjórn- málaflokkur landsins í marga ára- tugi og byggði m.a. upp veldi sitt á landsvísu í gegnum meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem embætti borgarstjórans var í lykilhlutverki. Úr þessu um- hverfi borgarstjórnarinnar spruttu upp margir helstu for- ingjar flokksins sem eru órjúf- anlegur hluti af glæsilegri sögu. Sagan sem skrifuð er þessa dag- ana er saga niðurlægingar. Höf- undar hennar, leikstjórar og aðal- leikarar eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Hvað segja sjálfstæðismenn nú? Óskar Bergsson kallar eftir svörum við spurningum um orkumál Reykvíkinga » Sagan sem skrif- uð er þessa dag- ana er saga nið- urlægingar. Höfundar hennar, leikstjórar og aðal- leikarar eru borg- arfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins. Óskar Bergsson Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. EGILS GULL - FERSK UPPLIFUN!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.