Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÖFUM VIÐ EFNI
Á SJÁLFSTÆÐI?
Umræður manna á meðal umstöðu efnahagsmála, vandabankanna og styrkleika eða
veikleika krónunnar leiða fram
margvísleg sjónarmið. Þar á meðal,
að við Íslendingar höfum ekki lengur
efni á því að vera sjálfstæðir og búa
við sjálfstæðan gjaldmiðil heldur
verðum við að leita inn á stærra efna-
hagssvæði og öflugra myntsvæði og
þá ekki endilega inn á evrusvæðið.
Rökin sem færð eru fyrir því sjón-
armiði, að við höfum ekki lengur efni
á sjálfstæði okkar, eru m.a. þau að
bankarnir séu orðnir svo snar þáttur
í atvinnulífi okkar að taka verði lyk-
ilákvarðanir um þróun þjóðarbú-
skapar okkar í ljósi hagsmuna þeirra.
Verði það ekki gert muni þjóðin
dragast aftur úr öðrum þjóðum efna-
hagslega og lífskjörin versna.
Það er óneitanlega fróðlegt að
heyra að eldgömul röksemd um að
þessi litla þjóð geti ekki lifað sjálf-
stæðu lífi á Íslandi skuli skjóta upp
kollinum á nýjan leik. Úrtölumenn
höfðu uppi þessa röksemd snemma á
20. öldinni, þegar síðasti kapítuli
sjálfstæðisbaráttu okkar var að hefj-
ast. Þegnar annarra þjóða hafa hvað
eftir annað haldið því fram, að þjóð-
arbúskapur okkar væri of lítil eining
til þess að geta lifað sjálfstæðu lífi.
Rúmlega hálfri öld eftir að við stofn-
uðum lýðveldi og þremur áratugum
eftir að við náðum endanlegum yf-
irráðum yfir auðlindinni í hafinu í
kringum landið koma fram raddir á
nýjan leik, sem segja að við getum
ekki lifað sjálfstæðu lífi vegna þess
að hagsmunir íslenzkra fjármálafyr-
irtækja kalli á aðild að stærri ein-
ingu.
Ætli íslenzka þjóðin sé höll undir
slík sjónarmið? Er hugsanlegt að til-
finningin fyrir sögu okkar og menn-
ingarlegri arfleifð sé orðin svo dofin,
að sjái fólk von í örlítið betri fjár-
hagslegri afkomu sé meirihluti þjóð-
arinnar tilbúin til að fórna því sem
áunnizt hefur eftir glæsilega sjálf-
stæðisbaráttu 20. aldarinnar?
Því er erfitt að trúa en ekki hægt
að útiloka að svo geti verið.
Veruleikinn er hins vegar sá, að
jafnvel þótt við værum orðin hluti af
stærri einingu væri ekkert hlustað á
kröfur okkar og hagsmuni. Við erum
svo örsmá eining á mælikvarða t.d.
Evrópusambandsins, að það er alveg
ljóst, að hvorki Seðlabanki Evrópu
né skriffinnskuveldið í Brussel
mundi eitt andartak velta fyrir sér
einhverjum aðgerðum til þess að
ráða bót á vanda þessa fámenna hóps
fólks á eyju í Norður-Atlantshafi.
Þegar af þeirri ástæðu værum við
ekki betur komin innan Evrópusam-
bandsins en utan.
En þar að auki megum við ekki
gleyma því að bankastarfsemi er háð
sveiflum ekkert síður en þorskur og
ál. Síðustu mánuði höfum við kynnzt
því. Við fórnum ekki sjálfstæði okkar
vegna stundarhagsmuna fjármála-
fyrirtækja.
SIÐLAUS UMHVERFISVERND?
Lífrænt eldsneyti er ein af þeimleiðum, sem nú er verið að rann-
saka og prófa til að draga úr út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda út í
andrúmsloftið. Tilraunir með etanól,
sem meðal annars er unnið úr sykri
og maís, eru ekki nýjar af nálinni, en
eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að
leggja aukna áherslu á framleiðslu
etanóls hafa skuggalegar hliðarverk-
anir komið ljós. Verð á maís hefur
hækkað vegna aukinnar eftirspurnar.
Víða í þriðja heiminum er maís
grundvallarfæðutegund og hækkun
getur valdið því að þeir, sem minnst
hafa á milli handanna hafa ekki efni á
mat handa sér og fjölskyldum sínum.
Evo Morales, forseti Bólivíu,
ávarpaði fund Sameinuðu þjóðanna
um áhrif hnattrænnar hlýnunar á
þjóðflokka. Morales sagði að þróun
og notkun lífræns eldsneytis myndi
aðeins ýta undir fátækt og hungur í
heiminum og skoraði á þjóðir heims
að leggja frekar áherslu á hreina
orkugjafa. „Lífrænt eldsneyti er
mjög skaðlegt, sérstaklega fyrir fá-
tækt fólk í heiminum,“ sagði hann
síðar við blaðamenn. Alan Garcia,
forseti Perú, sagði að framleiðsla líf-
ræns eldsneytis græfi undan fram-
leiðslu matar, meðal annars með því
að taka ræktunarland, sem annars
yrði notað til að rækta matvæli.
Mikillar tregðu hefur gætt í þróun
og rannsóknum á öðrum kostum en
jarðefnaeldsneyti í helstu iðnríkjum
heims. Hin stóru og valdamiklu olíu-
félög hafa notað áhrif sín til að
treysta stöðu sína og stjórnmála-
menn hafa látið hagsmuni þeirra
ganga fyrir. Þrýstingurinn á breyt-
ingar hefur þó farið vaxandi og nú er
hafin ný samningalota um að tak-
marka útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda. Evrópusambandið hefur sett
markmið um að árið 2020 verði 10%
ökutækja í ríkjum þess knúin lífrænu
eldsneyti.
Misskipting auðs í heiminum er
viðvarandi vandamál. Allt of margir
jarðarbúar búa við viðvarandi skort á
meðan aðrir lifa í vellystingum. Það
er því öfugsnúið að helstu iðnríki
heims ætli nú að leysa umhverfis-
vandann, sem þau eiga á meginsök, á
kostnað þeirra, sem minnst mega sín.
Það er ekki auðvelt að finna hag-
kvæmar leiðir til að leysa jarðefna-
eldsneytið af hólmi. Svo virðist til
dæmis sem þróun vetnisbíla muni
taka lengri tíma en talið var. Raf-
magnsbílum fylgir sá galli að þar sem
rafmagn er framleitt með kolum eða
gasi er eftir sem áður um að ræða los-
un gróðurhúsalofttegunda. Þær
koma bara ekki úr púströrum öku-
tækja.
Hvað sem því líður er ekki hægt að
verja það að byggja lausnina á losun
gróðurhúsalofttegunda á leið, sem
eykur eymd í heiminum og getur
kostað mannslíf. Það er siðlaus um-
hverfisvernd.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Mahmoud Abbas, forsetiPalestínu, fagnar þvíað Íslendingar skuliauka samskiptin við
stjórn sína og leggja friðarferlinu
lið. „Okkur þykir afar gott að vera
í þessu landi friðarins,“ sagði
Abbas á blaðamannafundi með
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
Íslands, á Bessastöðum í gær.
„Þessi heimsókn gæti verið góður
fyrirboði um friðarferlið með Ísr-
aelum af því að það var í Reykja-
vík sem haldinn var leiðtogafundur
sem stuðlaði að lokum kalda stríðs-
ins,“ sagði Abbas og vísaði þar til
fundar Reagans og Gorbatsjofs
1986.
„Leiðtogafundurinn í Reykjavík
sýndi að sérhver þjóð sem vill vel
getur leikið ákaflega stórt hlutverk
í friðarferlinu, án tillits til stærðar
hennar eða afls. Ísland getur lagt
fram skerf. Þið eruð lítil þjóð og
ógnið engum og viljið í einlægni
beita ykkur fyrir því að við náum
árangri í viðræðunum við Ísraela
sem vonandi lýkur fyrir áramót.“
Forseti Íslands sagði Íslendinga
dást að því hve vongóður og bjart-
sýnn Abbas væri. „Þetta er í fyrsta
skipti sem leiðtogar Palest-
ínumanna heimsækja landið okkar
og við fáum nú tækifæri til að eiga
við þá gagnlegar viðræður um
hver merki um mikilvægar
ingar á stefnu Hamas.
„Við erum ekki á móti fr
artilraunum Jimmy Carte
heimsókn hans til svæðisin
aði Abbas. „Carter gaf þei
ráð. Hann hvatti Hamas ti
samþykkja tveggja ríkja la
og viðurkenna fyrri samni
Palestínumenn hafa gert v
ástandið í Miðausturlöndum og
einkum samningaviðræðurnar
sem, nú fara fram,“ sagði Ólafur
Ragnar.
Á leið til fundar með Bush
Palestínuforseti kom við hér á
landi ásamt fylgdarliði sínu
snemma í gærmorgun og hélt
áfram ferð sinni til Bandaríkjanna
í gærkvöldi. Þar hyggjast Palest-
ínumennirnir ræða við George W.
Bush forseta um friðarviðræð-
urnar sem fram hafa farið við Ísr-
aela í kjölfar viðræðufundanna í
Annapolis.
Eftir að hafa snætt hádegisverð
með forseta Íslands átti Abbas
fund með Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur utanríkisráðherra í
Ráðherrabústaðnum í Reykjavík
en þau hittust á sínum tíma er ut-
anríkisráðherra sótti Miðaust-
urlönd heim. Eftir fundinn í Ráð-
herrabústaðnum fékk
utanríkismálanefnd Alþingis tæki-
færi til að hitta Palestínumennina
en í fylgdarliði Abbas eru margir
af nánustu samstarfsmönnum
hans.
Morgunblaðið minnti á fundium
á Bessastöðum á nýlegar frið-
artilraunir Jimmy Carters, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta og
spurði Abbas hvort hann sæi ein-
„Ísland getur
Mahmoud Abbas Palestínuforseti rifjaði upp
leiðtogafundinn í Reykjavík 1986 sem hann taldi
sýna að stærð eða afl þjóðar væri ekki forsenda
þess að geta lagt friðinum lið. Kristján Jónsson
var á blaðamannafundum forsetans og ræddi
við nána samstarfsmenn hans.
Ráðamenn hittast Mahm
blaðamannafundinum í rá
YASSER Abed Rabbo er 64 ára
gamall, hann hefur áratugum sam-
an verið í forystusveit Palest-
ínumanna og var framan af mjög
herskár en hefur frá því á níunda
áratugnum verið talinn í hópi frið-
ardúfnanna. Rabbo var meðal
æðstu manna í sendinefnd Frels-
ishreyfingar Palestínu, PLO, þeg-
ar fyrstu beinu friðarviðræður Ísr-
aela og Palestínumanna fóru fram
í Madrid 1991.
Hann er nú náinn ráðgjafi
Mahmouds Abbas Palestínuforseta
en gegndi áður ýmsum ráðherra-
embættum. Rabbo er spurður
hvort hann sé nú jafn bjartsýnn á
friðarferlið og þegar það hófst
1991
„Í hreinskilni sagt er ég ekki
mjög bjartsýnn,“ svarar Rabbo.
„Framferði Ísraela á hernumdu
svæðunum hvetur mig ekki til að
segja að við getum vænst mikils
árangurs í friðarviðræðunum. En
við munum gera okkar besta til
loka þessa árs til að ná samn-
ingum, binda enda á hernámið og
gera kleift að stofna sjálfstætt Pal-
estínuríki.
En samtímis því sem Ísraelar
tala við okkur og semja við okkur
eru þeir að reisa nýjar byggðir
landtökumanna á svæðum okkar,
taka eignarnámi æ meira af landi
okkar. Og þeir efla enn tök sín á
Jerúsalem.
Höfum varað við
Við höfum varað ísraelsk og
bandarísk stjórnvöld við þessu,
alla við því að ef raunverulegt frið-
arferli misheppnast og ekki tekst
að ná samningum um stofnun Pal-
estínuríkis fyrir áramót og binda
enda á hernámið muni það aðeins
efla harðlínuöfl ofsatrúarmanna á
friðarsamninga í dóm þjóð
ef þeir nást. Samþykki me
inn þá er ljóst að við í stjór
estínu erum ekki veikburð
– Hamas-menn segjast s
ætla að una niðurstöðunni
um að þeir muni ekki gera
„Þeir eru með leikarask
eru að reyna að vinna tím
stöðugt með einhver bellib
Þeir léku á Carter í liðinn
Þeir sögðu honum ýmisleg
við tjöldin en neituðu svo a
ast við því opinberlega. Of
ismennirnir vilja fá tíma t
loka, vona að friðarferlið
og þá ætla þeir að skella a
skuldinni á okkur og Ísrae
telja þeir að almenningur
styðja þá af meira afli. En
um efna til þjóðaratkvæði
sem þeim líkar vel eða illa
aratkvæðis án nokkurra f
Við verðum ekki gíslar Ha
svæðinu. Óvinir friðarins í Ísrael,
Palestínu og arabaheiminum
myndu græða á því.
Öfl hófsemdar og veraldlega
sinnaðra stjórnmálamanna myndu
tapa í Mið-Austurlöndum. Það er
fyrir hendi eins konar undarlegt
bandalag milli þeirra sem vilja
áfram hernám og ofstækismann-
anna.“
Hann segist ekki samþykkja að
stjórn Ehuds Olmerts í Ísrael sé of
veik til að geta gripið til nauðsyn-
legra aðgerða. En leiðtogar þurfi
að vera hugrakkir. Er Olmert þá
ekki nógu djarfur?
„Ég tel að hann ætti að sýna
meira hugrekki en ég ætla ekki að
dæma hann. Ísraelskur almenn-
ingur, sem í skoðanakönnunum
styður alltaf friðarsamninga, mun
gera það ef hann tekur ekki af
skarið á næstu mánuðum.
Við erum staðráðin í að leggja
Vilja ekki verða gíslar
Hamas-samtakanna
Morgunbla
Ráðgjafi Palestínumaðurinn Yasser Abed Rabbo er 64 ára og re
baráttujaxl: „Í hreinskilni sagt er ég ekki mjög bjartsýnn.“