Morgunblaðið - 23.04.2008, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIRTÆKIÐ Vistor er sam-
starfsaðili fjölmargra alþjóðlegra
lyfjafyrirtækja og veitir þeim m.a.
þjónustu í sölu- og markaðsmálum.
Lyfjafræðingur sem starfar hjá Vist-
or, spyr hvort aðstoðarlandlæknir
hafi tapað áttum.
Ályktunina dregur starfsmaður
fyrirtækisins af því að undirritaður
reyndi á fundi um lyfjafalsanir að
setja málin í víðara samhengi. Meðal
annars var nefnt að sumir freistast til
að kaupa sér óáreið-
anleg lyf á netinu vegna
þess hve verðlagið er
hátt á lyfjum sem fást
eftir löglegum leiðum.
Það er hluti af vanda-
málinu. Tilgreint var al-
gengt lyf sem undirrit-
aður keypti á tíföldu
verði hér miðað við Sví-
þjóð.
Gagnrýni á starfs-
aðferðir lyfjaiðnaðarins
erlendis er ekki ættuð
frá undirrituðum. Þar
eru miklu merkilegri
aðilar á ferð. Má þar nefna tvo fyrr-
verandi ritstjóra þekktasta lækna-
tímarits heimsins, New England Jo-
urnal of Medicine. Annar ritstjóranna
fyrrverandi, dr. Marcela Angell,
kennir nú við Harvard-háskóla, en
bók hennar ber nafnið „The Truth
about Drug Companies, How They
Deceive Us and What to Do About It.
„Hinn ritstjórinn er dr. JP Kassirer
og heitir bók hans „On the Take: How
Medicine’s Complicity with Big Bus-
iness Can Endanger Your Health“.
Einnig má nefna bókina „Whistleblo-
wer: Confessions of a Healthcare Hit-
man“ eftir sænska lækninn Peter
Rost, sem var aðstoðarforstjóri lyfja-
fyrirtækisins Pfeizer.
Í glænýju hefti af JAMA, sem er
annað helsta lækna-
tímarit Bandaríkjanna,
má lesa hvernig lyfja-
fyrirtækin nota svokall-
aða „ghostwriters“
(draugahöfunda) og láta
starfsmenn sína semja
meintar vísindagreinar,
en fá síðan óháða aðila
til að standa sem höf-
unda, þótt þeir hafi ekki
átt aðild að rannsókn-
unum. Í ritstjórn-
argrein blaðsins segir
að óeðlileg áhrif lyfja-
iðnaðarins séu óvið-
unandi og þau verði stöðva.
Iðulega kemur fram að þeir sem
ýja að því að ekki sé allt með felldu
varðandi starfsemi sumra lyfjafyr-
irtækja eru úthrópaðir af tals-
mönnum fyrirtækjanna. Gjarnan er
veist að persónu þeirra og þeir jafn-
vel taldir hafa tapað áttum. Ekki get
ég svarað spurningunni um hvort að-
stoðarlandlæknir hafi tapað áttum.
Hitt veit ég að hann er ekki alltaf
smekklegur.
Hafa ritstjórar helstu
læknatímarita heims-
ins tapað áttum?
Matthías Halldórsson skrifar
um lyfjafalsanir og lyfjaverð » Gagnrýni á starfs-
aðferðir lyfjaiðn-
aðarins erlendis er ekki
ættuð frá undirrituðum.
Þar eru miklu merki-
legri aðilar á ferð.
Matthías Halldórsson
Höfundur er aðstoðarlandlæknir.
Í GREIN Kjartans Magnússonar,
sem birtist í Morgunblaðinu í gær,
reynir hann að verja hringlandahátt
sjálfstæðismanna í útrásarmálum
REI, dótturfélags Orkuveitunnar.
Í greininni heldur hann því fram,
fullur vandlætingar, að hundrað daga
meirihlutinn hafi samþykkt að láta
REI taka þátt í einkavæðingarferli á
Filippseyjum. Hið sanna er að í
stjórnarformannstíð Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar var hinn 7. mars 2007
samþykktur samstarfssamningur
milli Geysir Green Energy ehf.
(GGE) og Orkuveitunnar um jarð-
hitaverkefni á Filippseyjum. Hinn
11. júlí 2007 var svo samþykkt í
stjórn REI að taka þátt í kaupum
ásamt GGE á þeim hlut sem í boði
var eftir útboð í EDC (Energy Deve-
lopment Corporation) á Filipps-
eyjum. Á þeim tíma voru sjálfstæð-
ismenn enn í forystu í stjórn
Orkuveitunnar. Hlutur REI í þess-
um kaupum nam 500 milljónum og
voru þessi kaup formlegt upphaf að
kaupum REI á Filippseyjum, en
REI á þennan hlut enn í dag. Frekari
kaup á hlutum í filippseyska fyr-
irtækinu voru svo til vinnslu og um-
ræðu á nær öllum stjórnarfundum
REI í kjölfarið og enn undir forystu
sjálfstæðismanna.
Hundrað daga meirihlutinn tók því
við því verkefninu frá sjálfstæð-
ismönnum þegar það var í fullum
gangi. Hið rétta er að í tíð hundrað
daga meirihlutans var að endingu
ákveðið að taka ekki þátt í frekari
kaupum á Filippseyjum. Ástæða
þess var að hugmyndir erlendra sam-
starfsaðila REI og GGE voru aðrar
er íslensku fyrirtækjanna um hvaða
verð ætti að bjóða fyrir
fyrirtækið á Filipps-
eyjum.
Kúrsinn réttur
Rétt er að halda því til
haga að ekkert hlutafé
var lagt inn í REI í tíð
hundrað daga meirihlut-
ans, þannig hefur það
milljarða hlutafé sem
lagt hefur verið í REI
verið sett inn í félagið
undir forystu sjálfstæð-
ismanna.
Þegar hundrað daga
meirihlutinn tók við
hafði fyrsti meirihluti
þessa kjörtímabils keyrt
málið út í skurð. Þess
vegna var í tíð hundrað
daga meirihlutans lögð
aðaláhersla á að fara yfir
stöðu mála og finna sam-
eiginlegan grunn til að
starfa áfram að orkuút-
rásinni.
Sú sameiginlega nið-
urstaða sem náðist í
stýrihópsvinnunni var að REI yrði
áfram að fullu í eigu OR og myndi
áfram sinna útrásarverkefnum eitt og
sér eða í samstarfi við aðra aðila.
Þannig átti að tryggja að útrásin héldi
áfram, án þess að fyrirtæki og þekk-
ing þess yrði seld eða það sameinað
öðrum fyrirtækjum. Þannig má segja
að niðurstaða stýrihópsins hafi rétt
kúrsinn á þá upphaflegu stefnu sem
sett var þegar REI var stofnað, í
mars 2007.
Kúvending sjálfstæðismanna
Allir stjórnarformenn Sjálfstæð-
isflokksins sem verið hafa í OR og/eða
REI hafa unnið í samræmi við þann
tilgang fyrirtækisins
sem fram kemur í sam-
þykktum félagsins, það
er „fjárfestingar í rann-
sóknum, framleiðslu,
flutningi, dreifingu og
sölu rafmagns og
rekstur á sviði vatns-
og orkumála, eitt sér
eða með þátttöku ann-
arra í slíkum verk-
efnum“. Samkvæmt
þessari stefnu hefur
Kjartan Magnússon
stjórnarformaður OR
og REI án efa verið að
vinna, þegar hann í fé-
lagi við Ástu Þorleifs-
dóttur varaformann
stjórnar OR og REI,
ferðaðist um heiminn
og skrifaði undir vilja-
yfirlýsingar og samn-
inga.
Nýframkomin tillaga
meirihlutans um að
REI dragi sig út úr öll-
um verkefnum sem ein-
hver fjárhagsleg
áhætta fylgir, er því kúvending frá
þeim tilgangi sem sjálfstæðismenn
undir forystu Guðlaugs Þórs Þórð-
arsonar stofnuðu fyrirtækið til að
starfrækja og kúvending á þeirri
stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur unnið eftir. Það er orðið löngu
tímabært að sjálfstæðismenn taki á
sínum málum. Horfist í augu við
ábyrgð sína í útrásarmálum Orkuveit-
unnar og reyni að standa undir henni.
Ef þeir treysta sér ekki til þess er rétt
að þeir taki pokann sinn og gefi REI
og Reykvíkingum frí frá ruglinu.
Kjartan á villigötum
Sigrún Elsa Smáradóttir svarar
grein Kjartans Magnússonar
»Hið rétta er
að í tíð
hundrað daga
meirihlutans
var ákveðið að
taka ekki þátt í
frekari kaupum
á Filippseyjum
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og á sæti í
stjórnum OR og REI.
NÚ STENDUR yfir vika bók-
arinnar sem beinir athygli okk-
ar að mikilvægi lesturs. Það
skiptir sköpum fyrir náms-
árangur að börn venjist bókum
snemma og upplestur fyrir börn
heldur áfram að vera mik-
ilvægur, jafnvel þótt börnin séu
orðin læs. Lestur góðra bóka
með börnunum veitir auk þess
mjög ánægjulegar sam-
verustundir.
Í þessu samhengi er vert að
minnast á Þjóðargjöfina, verk-
efni sem Félag íslenskra bóka-
útgefenda og bóksalar standa
saman að. Verkefnið, sem
stendur yfir frá 22. apríl til 4.
maí, felst í því að gefnar eru út
ávísanir sem hægt er að nota
sem inneign við bókakaup að því
tilskildu að viðkomandi leggi
fram fé á móti. Þannig er fjöl-
skyldum gert auðveldara að
kaupa bækur og auka við les-
efnisforða heimilisins.
Á morgun er sumardagurinn
fyrsti, hátíðisdagur sem hefur
sérstaka merkingu í huga lands-
manna. Þá fögnum við sum-
arkomu, þrátt fyrir að veð-
urblíðan láti stundum á sér
standa. Barnavinafélagið Sum-
argjöf stóð lengi vel fyrir þeirri
hefð að gefa íslenskum börnum
sumargjöf á þessum degi, bók-
ina Sólskin. Ég vil því hvetja til
þess að fólk endurveki þennan
gamla sið í ár, hugi að Þjóð-
argjöfinni og gefi barni bók í
sumargjöf.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Gefum bók
í sumargjöf
Höfundur er menntamála-
ráðherra.
MORGUNBLAÐIÐ er með í
notkun móttökukerfi fyrir aðsendar
greinar. Formið er að finna við opn-
un forsíðu fréttavefjarins mbl.is
vinstra megin á skjánum undir
Morgunblaðshausnum þar sem
stendur Senda inn efni, eða neð-
arlega á forsíðu fréttavefjarins
mbl.is undir liðnum Sendu inn efni.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að skrá sig inn í kerf-
ið með kennitölu, nafni og netfangi,
sem fyllt er út í þar til gerða reiti.
Næst þegar kerfið er notað er nóg
að slá inn netfang og lykilorð og er
þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsamlegast
beðnir að nota þetta kerfi. Nánari
upplýsingar gefur starfsfólk greina-
deildar.
Móttökukerfi
aðsendra greina