Morgunblaðið - 23.04.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 25
MINNINGAR
✝ Karl KristinnValdimarsson
fv. vörubílstjóri og
ökukennari fæddist
í Reykjavík 1. októ-
ber 1918. Hann lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 13. apríl
síðastliðinn. Hann
var fyrsta barn
hjónanna Valdi-
mars Þorvalds-
sonar, f. í Heið-
arkoti á Stokkseyri
22. júní 1898 , d. 8.
júní 1983 og El-
ísabetar Jónsdóttur, f. 30. októ-
ber 1898, d. 17. febrúar 1977.
Karl átti fimm systkini, þau eru
Engilbert Ragnar, f. 14. október
1919, d. 25. ágúst 2003, Júníus
Halldór, f. 4. nóvember 1920, d.
7. apríl 1987, Gyða, f. 31. októ-
ber 1922, d. 15. janúar 1998,
Valdís María, f. 26. apríl 1924,
og Sólveig Steina, f. 28. júní
1925.
Karl kvæntist 31. maí 1941
Hjördísi Árnadóttur, f. 14. nóv-
ember 1919, d. 10. febrúar 2002.
Foreldrar hennar vou hjónin
María Elísabet
Bergsdóttir, f. 26.
október 1884, d. 27.
júlí 1970 og Árni
Guðmundsson, f.
14. júlí 1885, d. 22.
janúar 1972. Börn
Karls og Hjördísar
eru: 1) María, f. 16.
maí 1942, maki
Þórhallur Guð-
mundsson. Börn
þeirra eru Hjördís,
gift og á tvö börn,
Anna Soffía, gift og
á 3 börn, Karl
Kristinn, kvæntur og á 2 börn og
1 fósturbarn, og Elísabet María,
sem á 1 barn 2) Valdimar, f. 21.
desember 1943, maki Björg
Björgvinsdóttir. Börn þeirra eru
Kristinn Benedikt, kvæntur og á
2 börn og Ásta Björg, í sambúð
og á 1 barn. 3) Kolbrún, f. 8. jan-
úar 1954, maki Ásgeir Norðdahl
Ólafsson. Börn þeirra eru Hjör-
dís Áróra, í sambúð og á 2 börn
og Ásgeir Freyr, í sambúð.
Útför Karls Kristins fer fram
frá Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Í dag kveðjum við langafa sem var
okkur alltaf svo góður
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Sofðu rótt, elsku afi, þínir
Atli og Adam.
Elsku afi, það er svo sárt að þú
sért farinn. Það eru margar góðar
minningar sem koma upp þegar ég
hugsa um þig, þú varst mér svo kær.
Þú hélst á mér þegar ég var
skírður á afmælisdegi þínum. Þú
hefur verið með okkur öll aðfanga-
dagskvöld frá því að ég fæddist, það
verður erfitt að hafa þig ekki hjá
okkur en gott að vita af þér á góðum
stað hjá ömmu. Ég minnist góðra
stunda hjá þér og ömmu á Brekku-
stígnum, það var alltaf svo gott að
vera hjá ykkur.
Ég fékk að rúnta með þér á vöru-
bílnum og hitta mikið af fólki sem þú
þekktir. Þú varst alltaf vinamargur.
Hjá þér kom ekki annað til greina en
að kenna mér að keyra enda þekktur
ökukennari. Það var mikill metnaður
að ég myndi standa mig vel. Þú vild-
ir að ég yrði almennilegur bílstjóri
og kenndir mér að bera virðingu fyr-
ir umferðinni.
Það var svo gaman að sjá þig með
Atla Má og Adam systursonum mín-
um og hvað þeir voru hrifnir af þér.
Þú varst svo barngóður. Þeir nutu
þeirrar gæfu að búa með þér ásamt
Sigga og Áróru systur á Brekku-
stígnum. Þegar ég flutti inn í íbúðina
mína þá komstu í heimsókn fyrsta
daginn minn í íbúðinni. Þú varst svo
áhugasamur og vildir alltaf sjá hvort
að allt gengi nú vel fyrir sig og að ég
hefði það gott. Fyrir einu og hálfu
ári fluttir þú á Hrafnistu í Reykja-
vík. Þér fannst erfitt að flytja af
Brekkustígnum. En þú varst fljótur
að aðlagast og eignast vini enda
mjög félagslyndur. Þú varst kominn
á rúntinn með góðum vinum og
komst iðulega í heimsókn í vinnuna
til okkar í kaffi og spjall, það voru
góðir tímar. Þegar ég fékk nýja bíl-
inn minn síðastliðinn nóvember fór-
um við í bíltúr saman og þú keyrðir.
Það er svo gott að hugsa til þess
hvað þú varst heilsuhraustur og
keyrðir nánast fram á síðasta dag.
Ég veit hvað það hefur verið þér
mikils virði. Þú hafðir mikinn áhuga
á þjóðmálum og pólitík og áttum við
mörg góð samtöl um þau mál og
þrátt fyrir að vera kannski ekki allt-
af sammála þá var það aukaatriði,
þetta voru góðar stundir og minn-
ingarnar góðar.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund, þú ert kominn til ömmu.
Minning þín lifir.
Ásgeir Freyr.
Við fráfall Karls Valdimarssonar
eða Kalla Vald eins og við í fjölskyld-
unni kölluðum hann, koma í hugann
margar góðar minningar. Hann var
kvæntur Hjördísi móðursystur
minni og voru ávallt mikil og góð
tengsl milli þeirra systra. Börnin
okkar fengu að kynnast þeim hjón-
um umfram marga aðra í fjölskyld-
unni. Þegar litið var inn til foreldr-
anna, ömmu og afa í Karfavoginn,
hittum við oft Kalla og Hjördísi. Oft
voru þau þátttakendur á merkum
dögum í lífi okkar og barnanna. Þeg-
ar fréttir bárust af andláti Kalla
komu fram hjá öllum börnum okkar,
þeim Bryndísi, Jóhanni og Baldvin
Má, hlý og falleg orð um hann og hve
áhugasamur hann var um hagi
þeirra og nám eða störf. „Hvað er að
frétta, hvað ert þú að gera núna,“
var oft viðkvæðið. Hann sagði þeim
og okkur sögur af vörubílunum sín-
um, en akstur var hans ævistarf.
Hann kenndi eldri börnum okkar á
bíl á sínum tíma og eiga þau
skemmtilegar minningar um öku-
tímana. Bryndís minnist allra æfing-
anna við að bakka, og bakka, og seg-
ir hún að þær æfingar hafi skilað sér
vel í raun. Ég naut þess einnig að fá
ökukennslu og síðar meirapróf með
aðstoð Kalla. Það var sérlega gott og
þægilegt að hafa hann sér við hlið
með pípuna sína. Vinátta og tryggð
Kalla við fjölskyldu mína og foreldra
var sönn og hlý, á hann mátti
treysta. Eftir fráfall Hjördísar var
hann duglegur að bjarga sér og hitta
vini sína. Hann keyrði alveg fram á
fyrrihluta þessa árs og var þá nýlega
búinn að kaupa sér nýjan bíl. Við og
börnin okkar sendum allri fjölskyld-
unni, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Baldvin og Sigríður.
Karl Kristinn
Valdimarsson✝ Einar S. Guð-mundsson hús-
gagnasmíðameistari
fæddist í Reykjavík
28. ágúst 1915. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 16. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Valgerður Víglunds-
dóttir, f. 13. sept-
ember 1883, d. 9.
apríl 1954, og Guð-
mundur Magnússon,
f. 22. nóvember
1876, d. 18. ágúst
1959. Systkini Einars eru öll látin.
Þau sem upp komust voru: Sig-
urður Víglundur, f. 18. apríl 1910,
d. 6. október 1985; Ólafur, f. 8.
október 1912, d. 1. febrúar 1995;
Ástrós Guðmundína, f. 29. mars
1914, d. 14. júní 1992; Magnús
Kristberg, f. 17. ágúst 1917, d. 21.
janúar 2007; Sigríður Jónína, f. 17.
nóvember 1918, d. 19. janúar 2000;
Þorvaldur Guðmundsson, f. 1. febr-
úar 1920, d. 11. mars 1997; Sigríður
Emma, f. 22. september 1921, d. 26.
nóvember 2005.
Einar giftist árið 1948 Sybillu
Malenu, f. í Færeyjum
24. desember 1909, d.
8. janúar 1993. Þau
eignuðust eina dótt-
ur, Valgerði, f. 28.
febrúar 1949, gift
Hallgrími G. Jóns-
syni. Var áður gift Jó-
hannesi Þorsteinssyni
og áttu þau tvo syni;
Einar Hauk, f. 29.
nóv. 1976, og Gísla, f.
22. júlí 1979.
Ungur spilaði Ein-
ar fótbolta og æfði
frjálsar með KR.
Hann vann marga sigra í hlaupum í
millivegalengdum á árunum fyrir
stríð. Hann var heitur KR-ingur alla
tíð. Að loknu námi úr Iðnskólanum
sem húsgagnasmiður hélt Einar til
Danmerkur til náms í hús-
gagnahönnun en stríðið batt enda á
námið og komst hann ekki heim fyrr
en í lok stríðs. Hann vann við hús-
gagnasmíðar og húsasmíðar langt
fram á efri ár. Undanfarin ár dvald-
ist hann á Hrafnistu í góðu yfirlæti.
Útför Einars verður gerð frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin klukk-
an 11.
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast tengdaföður míns Einars S. Guð-
mundssonar, en hann lést 16. apríl sl. á
93. aldursári. Kynni mín af Einari ná
aðeins yfir tíu ár af hans löngu ævi. Þá
var starfsþrekið þrotið og heilsuleysi
hrjáði þreyttan líkama. Þrátt fyrir það
var lærdómsríkt að kynnast Einari,
sjá hvernig viðhorf hans voru til lífsins
og tilverunnar.
Það sem einkenndi Einar fyrst og
fremst var glaðværð og góðvild. Hann
laðaði fólk að sér með sinni góðu lund
og hressilegu framkomu. Það leiddist
engum að eiga viðræður við hann og
ekki sakaði að hann var söngmaður
góður. Söngur var ríkur þáttur í til-
veru Einars og systkina hans. Mér er
minnisstætt að á ættarmóti fyrir þrem
árum hófu hann og Magnús bróðir
hans upp raust sína og sungu tvísöng,
viðstöddum til mikillar ánægju. Það
vantað heldur ekki æfinguna. Allt
fram á níræðisaldur var Einar í kór-
um.
Í Einari leyndist ævintýramaður.
Hann ferðaðist víða og upplifði margt.
Hans fyrsta ferð var námsferð til
Kaupmannahafnar, en þar hugðist
hann nema húsgagnahönnun. Hann
hafði þá lokið sveinsprófi í húsgagna-
smíði. Því miður gerði heimsstyrjöldin
þær fyrirætlanir að engu og þurfti
Einar að sækja vinnu til að sjá sér far-
borða. Hann starfaði síðan allt til
stríðsloka í Danmörku svo og í Þýska-
landi. Síðustu utanlandsferðina fór
Einar ásamt dóttursyni sínum og
nafna til Færeyja, 86 ára að aldri.
Ferðin var lítt undirbúin en tókst þó í
alla staði vel, enda átti Einar þar
mörgum vinum að mæta. Hann var
ódeigur að framkvæma hugdettur sín-
ar.
Einar starfaði lengi við iðn sína, en
þegar halla tók undan fæti í húsgagna-
framleiðslu hér á landi hóf hann störf
við húsasmíðar. Hann var ákaflega vel
látinn, vandvirkur og góður smiður.
Hann var með afbrigðum greiðvikinn,
sanngjarn og lítið fór fyrir gjaldkröf-
um. Hann safnaði því ekki miklum
veraldlegum sjóðum, en vinaþel sam-
ferðamanna var honum miklu meira
virði.
Einar kvæntist árið 1948 Sybillu
Malenu húsmæðrakennara, sem fædd
var í Færeyjum, en henni hafði hann
kynnst í Kaupmannahöfn á stríðsár-
unum. Þau bjuggu lengst af í Reykja-
vík og eignuðust eina dóttur, Valgerði.
Dóttursynirnir eru tveir, þeir Einar
Haukur Jóhannesson og Gísli Jóhann-
esson.
Árið 1970 veiktist Sybilla alvarlega
og var upp frá því að mestu rúmföst.
Einar sinnti konu sinni af mikilli ástúð
í veikindum hennar, en hún lést í jan-
úar árið 1993.
Einar bjó síðustu æviárin á Hrafn-
istu í Reykjavík. Þar leið honum vel og
fékk góða umönnun frábærs starfs-
fólks. Fjölskyldan vill færa öllum sem
önnuðust hann þakkir fyrir kærleiks-
ríkt viðmót.
Að leiðarlokum vil ég þakka Einari
vináttu sem var mikils virði. Góður
maður og gegn hefur kvatt en minn-
ingin lifir.
Hallgrímur G. Jónsson.
Glaðlegt viðmótið og gjallandi hlát-
ur er það sem kemur upp í hugann
þegar ég hugsa til stundanna með
Einari Guðmundssyni, (fyrrverandi)
tengdaföður mínum og afa sonanna
minna tveggja. Það var eins og alltaf
væri eitthvað skemmtilegt að gerast,
eitthvað til að gleðjast yfir.
Þetta voru ekkert stórir hlutir sem
hann gladdist yfir og eflaust hefði
mörgum sést yfir þá. Góður matur,
skemmtilegur maður sem hann hafði
hitt eftir að hafa ekki séð lengi eða
bara góð ferð í Sundlaug Vesturbæj-
ar. Þessir litlu hlutir sem auðga lífið
en mörgum sést yfir í daglegu lífi.
Og söngurinn kemur upp í hugann
líka. Hvort sem hann var sjálfur að
syngja eða að hlusta á meistarana á
plötu. Beniamino Gigli á fóninum og
innlifunin var algjör. Eða að hlusta á
Rússasöng í stofunni hjá foreldrum
mínum. Gleðin og ánægjan með lífið
einkenndi hann.
Einar var einnig hjálpsamur með
afbrigðum og alltaf boðinn að taka til
hendinni þegar á þurfti að halda.
Hann var afar snjall húsgagnasmiður
og það mátti sjá handaverk hans sem
snjalls húsgagnasmiðs víða hjá vinum
og fjölskyldu.
Það var helst að mér fannst erfitt
að fá hann til að dæma aðra. Það var
nefnilega stundum að mér fannst einn
eða annar, einkum stjórnmálamenn,
eiga skammir skildar og vildi fá hann
til að samsinna mér. Á endanum sam-
sinnti hann mér kannski og sagði:
„Já, er það bara ekki?“ en einhvern
veginn vorum við von bráðar farnir að
tala um það sem skemmtilegt var.
Það var nefnilega gersamlega von-
laust að halda athygli Einars heitins
við það sem leiðinlegt var.
Ég yngdist upp í návist hans og
hætti að velta mér upp úr vanda-
málum daglegs lífs.
Á seinni árum urðu samskiptin
strjálli enda ég fluttur úr landi og
hann ekki fær um langferðir. Það
breytti þó því ekki að alltaf var jafn-
gaman að hitta hann og sjá hlýlegt
brosið færast yfir andlitið. Aldrei
sorg eða sút í hjarta þótt hann væri
þrotinn að líkamlegum kröftum.
Ég votta Valgerði, dóttur hans, og
sonum okkar samúð mína við brottfall
Einars heitins en veit það að minning-
arnar um góðar stundir á langri ævi
eiga eftir að ylja þeim eins og öðrum
sem hann hitti á göngu sinni.
Blessuð sé minning hans.
Jóhannes Þorsteinsson.
Ég sakna þín, afi.
Það tók mig smátíma að gera mér
grein fyrir því en núna skil ég að ég
mun aldrei geta hitt þig aftur. Þar er
stórt ljós farið úr lífi mínu en ég var
mjög heppinn að fá að upplifa lífið
með þér og mun ylja mér við minn-
ingarnar.
Þú varst einn besti vinur minn og
besta manneskja sem ég hef kynnst á
ævinni. Ég man ekki eftir einu augna-
bliki þar sem þú varst reiður eða von-
svikinn eða óánægður að nokkru
leyti. Hvar sem þú fórst fannstu
ánægjuna og gafst hana frá þér, það
skipti þig engu máli hvort það var til
vina eða ókunnugra. Þú elskaðir alla
því þú lifðir ekki í augum annarra
heldur í hjarta þínu og þar var alltaf
nóg pláss.
Mér finnst ég hafa brugðist þér á
þessum síðustu árum, ég kom alltof
sjaldan í heimsókn til þín. Þegar ég lít
til baka sé ég ekki hvað kom í veg fyr-
ir að ég gæti hafa fengið að njóta lífs-
ins með þér. Ég veit að þú ert löngu
búinn að fyrirgefa mér, ég á bara erf-
itt með að gera það sjálfur.
Það getur oft verið erfitt að finna
fegurðina í þessum heimi en þú
kenndir mér að ég þarf bara að leita
betur. Þú gerðir heiminn minn miklu
betri bara með því að vera til.
Gísli Jóhannesson.
Þú lifðir lífinu eins og þú keyrðir,
án nokkurs tillits til hefða. Þú sýndir
mér að það er ekki nauðsynlegt að
traðka fótspor annarra heldur er nóg
að hafa léttleikann að leiðarljósi og
stefna á vit hins óþekkta, það endar
alltaf vel. Að vera með þér var alltaf
ævintýri. Þú hafðir svo grípandi nær-
veru að það fór aldrei á milli mála
þegar þú varst nálægt. Hvort sem þú
þekktir fólk eða ekki, meira að segja
þegar fólkið talaði framandi tungum
og við skildum ekki orð, þá fundu allir
fyrir sterkri vináttu. Þegar við stukk-
um saman til Færeyja fyrir nokkrum
árum tók ég sérstaklega eftir því
hvað þú áttir auðvelt með að kynnast
fólki alls staðar þar sem við stopp-
uðum.
Það er visst myrkur sem fellur yfir
okkur sem erum eftir en þakka þér
fyrir léttleikann og grínið, ég mun
reyna að halda ljósinu þínu skínandi.
Einar H. Jóhannesson.
Einar S. Guðmundsson
Nú er komið að
kveðjustund, elsku afi
og nafni. Ég á eftir að
sakna þín mikið og alls
sem þú kenndir mér og við höfum
brallað saman. Það byrjaði á Sogaveg-
inum, ég kom oft að hjálpa þér að
vinna í garðinum, reyta arfa, laga
hellur og margt fleira. Þú gafst aldrei
upp. Svo seldum við líka kartöflur, við
unnum alltaf eins og einn maður elsku
afi. Svo eru allar Víkurferðirnar
ógleymanlegar, t.d. þegar við fórum í
Jón Guðlaugsson
✝ Jón Guð-laugsson fædd-
ist í Vík í Mýrdal
28. september
1919. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 4. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Áskirkju 13. mars.
fýlinn. Ég var nýkominn
með bílprófið og vildi fara
Krísuvíkurleiðina til baka.
Þú sagðir: „Eigum við
nokkuð að vera að því?“
En ég vildi fara: „Þá för-
um við hana nafni minn.“
Þetta var mjög leiðinlegur
vegur og afi ætlaði aldrei
að hætta að hlæja að mér.
Ég gæti skrifað endalaust
um þig nafni minn. En síð-
asta ferðin sem við fórum
saman var að hitta Odd á
afmælinu hans uppi í
Barrholti, þú ætlaðir að fara þangað
og ég fór með þér. Í öllum þínum veik-
indum sagðir þú: „Ég næ mér upp úr
þessu nafni minn, ég skal og get,“ og
þú stóðst við það. En nú ert þú farinn í
þína hinstu ferð og kveð ég þig.
Minning þín lifir í hjarta mínu. Þinn
nafni
Jón Guðlaugsson.