Morgunblaðið - 23.04.2008, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Skúli Run-ólfsson fæddist í
Reykjavík 7. janúar
1947. Hann andaðist
á hjartadeild Land-
spítalans í Reykja-
vík 15. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Runólfur
Jónsson, frá Á á
Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu, f.
13.3. 1913, d. 22.12.
1999, og Arnþóra
Sigfúsdóttir, frá
Múla í Aðaldal í
Suður-Þingeyjarsýslu, f. 25.8.
1906, d. 5.10. 1993. Systur Jóns
Skúla eru Bjarney, búsett í
Reykjavík, maki Bragi Agn-
arsson, þau eiga tvö börn og tvö
barnabörn og Ragnheiður, búsett
á Seljalandi í Vestur-Skaftafells-
sýslu, maki Snorri Björnsson, þau
eiga þrjú börn og níu barnabörn.
Jón Skúli ólst upp
í Reykjavík, gekk í
Laugarnesskóla og
Vogaskóla og lauk
prófi frá Samvinnu-
skólanum á Bifröst
1968. Hann vann
ýmis störf bæði til
sjós og lands á með-
an heilsan leyfði og
var virkur í hinum
ýmsum fé-
lagasamtökum, m.a.
var hann meðlimur í
SÁÁ frá stofnun
samtakanna 1977.
Hann var í Alþýðubandalaginu
frá stofnun þess og síðan Sam-
fylkingunni til dauðadags. Jón
Skúli var kaþólskur og sótti
kirkju og atburði hjá kaþólsku
kirkjunni sl. tuttugu ár.
Jóni Skúla verður sungin sálu-
messa í Kristskirkju í Landakoti í
dag og hefst hún klukkan 13.
Ég lifi einföldu lífi og þarf ekki
mikla peninga, sagði Jón Skúli við mig
fyrir mörgum árum og sýndi mér
myndir af litlu telpunum sem hann
styrkti úti í heimi, af örorkubótunum.
Auðvaldið mergsýgur verkalýðinn.
Það þarf að gera byltingu. Síðan bauð
hann mér kaffi og rettu.
Yfir kaffinu rifjaði hann upp söguna
af gömlu kúnni Surtlu sem við byggð-
um búið okkar á þegar við vorum
þriggja ára. Við hlógum líka að því
þegar hún týndist og við fórum að leita
eins og Sigurður í Búkollusögu. Þetta
uppátæki var víst ekki vel liðið á bæn-
um því við tókum bróður minn tveggja
ára með í leitina. Hann rifjaði líka upp
þegar við fórum í kríuvarpið 11 ára og
hann var svo hræddur við kríurnar að
hann henti sér niður við hverja loft-
árás eins og hermaður í bíó. Eins hló
hann að því hvað hann var skotinn í
systrum mínum sem þá voru orðnar
dömur.
Þannig var Skúli. Hann hló að sjálf-
um sér og mistökum sínum. Margar
skemmtilegar sögur sagði hann mér
af sjónum þegar hann var messagutti
og síðar kokkur. Hann grobbaði sig
líka dálítið af skólaárunum, af ein-
kunnunum sem alltaf voru góðar, en
ekki síður af djamminu sem oft var
skrautlegt og bætti við: Ég vildi ég
væri enn þá úti í Hamborg. Þá var
maður ungur og kunni að skemmta
sér og alltaf nóg af kvenfólki.
Skúli var svo óheppinn að missa
heilsuna á besta aldri, vann ekki fulla
vinnu eftir það og mátti ekki smakka
vín. Þá skipti hann algerlega um lífs-
stíl. Hann flutti til Akureyrar og gekk
í kaþólsku kirkjuna sem varð hans
annað heimili. Hann las biblíuna dag-
lega og vitnaði spaklega í hana. Á Ak-
ureyri eignaðist hann marga trausta
vini. Hann lagði metnað sinn í að vera
sjálfstæður og þurfa ekki hjálp frá
neinum. Hann var nægjusamur,
þakklátur fyrir lítið og vildi öllum gott
gera.
Takk, Jón Skúli, fyrir margar góðar
stundir gegnum árin og fyrir þínar
frumlegu predikanir og óvenjulegu
sýn á lífið. Mér finnst hæfa þér, Skúli,
að enda þessi orð á lokaerindinu í ljóði
Steins Steinars um verkamanninn
sem þú hafðir svo miklar mætur á.
Hann var eins og hver annar verkamaður
í vinnufötum og slitnum skóm.
Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður
og átti ekki til nokkurn helgidóm.
Engin frægðarsól né sigurbogi
er saman tengdur við minningu hans
en þeir segja að rauðir logar logi
á leiði hins fátæka verkamanns.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir.
Jón Skúli Runólfsson vinur minn er
allur. Ég mun sakna hans sárlega. Jón
Skúli er eitt mesta góðmenni sem ég
hef um ævina kynnst. Hann tók á móti
mér með útbreiddan faðminn og benti
mér á leiðina þegar ég var að fikra
mig aftur til lífsins eftir langan og erf-
iðan slag við Bakkus: „Fyrst ég gat
það, þá getur þú það,“ sagði hann. Svo
fórum við að ræða tónlist og stjórn-
mál. Á þeirri stundu vissi ég að ég var
í góðum höndum, hafði eignast vin í
raun. Þannig var Jón Skúli, hann tók
á móti nýliðum sem voru að stíga sín
fyrstu skref án vímuefna, hvatti til
dáða, umvafði með kærleika og ráð-
lagði af þekkingu. Á annan áratug
höfum við Jón Skúli verið samferða,
hist nær vikulega til að efla andann og
því betur sem ég kynntist honum því
vænna þótti mér um hann. Jón Skúli
þurfti oft að taka á honum stóra sín-
um, því að viðbættum illvígum alkó-
hólismanum þurfti hann að kljást við
erfiðan geðsjúkdóm. Oft leið honum
illa en aldrei heyrði ég hann kvarta
yfir hlutskipti sínu. Þess á milli fór
hann á kostum, afburðagreindur og
vel lesinn einstaklingur sem elskaði
fagurbókmenntir og góða tónlist.
Þegar alheimsstjórnmál bar á góma
var öllum ljóst hvar hann stóð, hann
fyrirleit ójöfnuð, hvers konar brot á
mannréttindum og stríðsbrölt.
Mér fannst eitthvað dregið af hon-
um vini mínum síðustu mánuðina, en
alltaf var stutt í brosið og uppörvun.
Síðast þegar við hittumst kom hann
til mín til þess eins að segja mér hvað
honum fyndist ég flottur.
Þannig var Jón Skúli.
Með ljóði eftir borgarskáldið Tóm-
as Guðmundsson, sem Jón Skúli hélt
mikið upp á, kveð ég góðan dreng.
Um vorkvöldin síðla ég sigli einn
um sundin blá
Til hvíldar er heimurinn genginn
og hljómarnir þysmiklu fallnir í dá
Um sofanda varir fer viðkvæmt bros
meðan vornóttin gengur hjá.
Hve fley mitt svífur við svalan blæinn
um sundin blá
Í kvöldmóðu fjöll eru falin
og fölnandi gylling slær vötnin á
Og draumljóð í kyrrðinni dulrænt berst
djúpinu sofandi frá.
Ó, hvaðan ber sönginn, er svífur í nótt
yfir sundin blá?
Hver leggur í leik sinna strengja
svo ljúfsáran trega og djúpa þrá?
Það er sem heyri ég hjarta mitt
í hörpunnar ómum slá.
Á burtu með söngvunum sál mín líður
um sundin blá
Í líðandi niði vorblárra vatna
vaggaðu, húmnótt, sorg minni og þrá
Lát hægan drjúpa af dularhönd þinni
draumveig á syrgjandans brá.
Pálmi Gunnarsson.
Genginn er á vit feðra sinna Jón
Skúli Runólfsson.
Ég átti þeirri gæfu að fagna að
kynnast Jóni Skúla fyrir hartnær 20
árum, og þá strax áttaði ég mig á því
að þarna var á ferðinni öðlingur. Ég
minnist hans sem góðs drengs, húm-
orista og réttsýns heimsborgara.
Jón Skúli var vinur vina sinna og
mátti ekkert aumt sjá hjá alþýðufólki
þessa lands en auðvaldið átti ekki upp
á pallborðið hjá honum.
Jón Skúli hafði skoðanir á öllum
málum og lausn á allflestum málum
annarra sem minna máttu sín.
Jón Skúli var rauðliði allt frá fyrstu
tíð og allt var gott sem úr austrinu
kom, þó sagði hann að það væru góðir
verkamenn í Ameríku.
Alltaf sagði Jón Skúli að AA sam-
tökin væru það besta sem fundið hefði
verið upp í Bandaríkjahreppi.
Jón Skúli hafði einstaklega góða
frásagnarhæfileika og sagði hann
mér margar góðar og skemmtilegar
sögur. Einnig sagði hann mér frá al-
vöru lífsins og reyndi oft að koma vit-
inu fyrir frænda sinn.
Jón Skúli átti við vanheilsu að
stríða og það var ekki allra að skilja
Jón Skúli Runólfsson
Kæri Einar bróðir,
þakka þér fyrir góðu árin
með þér. Þú munt ávallt vera
í hjartanu mínu.
Þín elskandi systir
Anna.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Sigrún, Laufey,
Ronni og fjölskylda, við vott-
um ykkur okkar innilegustu
samúð, megi Guð styrkja
ykkur og varðveita.
Ykkar,
Sigríður, Rósa, Elfa,
Anna, Kristín, Petrea
og fjölskyldur.
Elsku afi minn.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Ég elska þig.
Þinn afasonur,
Jón Einar.
HINSTA KVEÐJA
✝ Einar Þorgeirs-son skrúðgarð-
yrkjumeistari fædd-
ist í Reykjavík 20.
september 1947.
Hann lést af slysför-
um föstudaginn 11.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Snjólaug Petra Stef-
anía Magnúsdóttir,
f. á Þverhamri í
Breiðdalshreppi í S-
Múlasýslu 29. októ-
ber 1926, og Þorgeir
Jón Einarsson bíla-
málari, f. í Reykjavík 5. júlí 1921.
Þau eru bæði látin. Einar var elst-
ur fjögurra systkina. Hin eru
Magnús Ingvar, f. 8. nóvember
1949, Ingigerður, f. 8. ágúst 1951,
og Anna, f. 3. mars 1958.
Einar kvæntist 7. október 1967
Sigrúnu Edvardsdóttur, f. á Akra-
nesi 9. desember 1946. Foreldrar
hennar eru Edvard Friðjónsson, f.
á Akranesi 15. september 1922, d.
15. september 1982, og Laufey
Karítas Runólfsdóttir, f. á Ferju-
bakka 11. desember 1926. Börn
Einars og Sigrúnar eru: 1) Run-
ólfur garðyrkjumaður, f. 27. febr-
úar 1973, unnusta Þórunn Halla
Unnsteinsdóttir. Börn hans eru Jón
Einar, Helga Karítas og Sigrún
Petra. 2) Laufey Karítas viðskipta-
fræðingur, f. 20.12. 1982, unnusti
Jónas Haukur Ein-
arsson og börn þeirra
eru Silvana Ósk Jón-
asdóttir og Camilla
Rún Jónasdóttir.
Einar lauk námi frá
Garðyrkjuskóla rík-
isins árið 1965 og fékk
hann meistararéttindi
nokkrum árum
seinna. Verknámi
lauk hann hjá Þórarni
Inga Jónssyni. Lengst
af starfaði hann sem
sjálfstæður atvinnu-
rekandi og sem verk-
taki. Frá árinu 1984 tók hann við
gróðrarstöðinni Birkihlíð og rak
hana ásamt verktakastarfsemi.
Birkihlíð hafði á árunum 1988-1992
á leigu gróðrarstöðina Alaska í
Breiðholti, og var með sölu þar og
ræktun. Árið 1997 var gróðr-
arstöðin Lundur við Vesturlands-
veg einnig á leigu undir ræktun.
Birkihlíð flutti frá Birkigrund árið
1993 á Dalveg 32 og þaðan flutti
gróðrarstöðin, árið 2006, austur í
Reykholt í Bláskógabyggð. Meðal
fjölmargra verkefna Einars eru lóð
Seðlabankans, leikskólans Grænu-
borgar og Hjallakirkju í Kópavogi
ásamt lóðinni í kringum Bernhöft-
storfu.
Einar verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Vorið er komið og grundirnar gróa.
Þessi orð úr kvæðinu góða koma upp í
hugann þegar við setjumst niður og
skrifum þessar hugleiðingar um þig,
kæri mágur og svili. Eftir erfiðan vet-
ur vegna veikinda, stóra hjartaaðgerð
og endurhæfingu á Reykjalundi var
vorið komið hjá þér í orðsins fyllstu
merkingu. Þú varst farinn að huga að
plöntum þínum og trjám eins og þú
hafðir gert alla þína starfsævi.
Með söknuði kveðjum við þig eftir
áralöng góð kynni. Þú varst skrúð-
garðyrkjumeistari og svo mikill lista-
maður í þínu fagi, að eftir var tekið
þegar þú skilaðir tilbúnu verki. Þegar
við eignuðumst hús með stórum garði
sögðum við þér að við ætluðum að
malbika lóðina og mála hana græna.
Þér fannst þetta nú ekki svara vert en
svipurinn sagði sitt og þú bentir okk-
ur á hvaða möguleika garðurinn hefði
upp á að bjóða. Eftir nokkra umhugs-
un ákváðum við að fara að ráðum þín-
um. Þú komst til okkar, horfðir yfir
garðinn og sagðir; þið gerið svona og
svona og þetta og hitt. Við vorum al-
gjörir græningjar á þessu sviði og
skildum hvorki upp né niður í því um
hvað þú varst að tala. Í minningunni
sjáum við okkur gangandi á eftir þér
um garðinn með skrifblokk og penna í
hönd að reyna að ná því sem þú varst
að segja. Seinna þegar þú komst í
heimsókn pössuðum við okkur á að
skrifa niður allt sem þú sagðir um
gróðurinn því þú hafðir alltaf góð ráð
að gefa okkur. Eftir stendur fallegur
garður sem við erum mjög stolt af. Í
hvert sinn sem við förum út í garð eða
horfum út um glugga og dáumst að
gróðrinum verður okkur hugsað til
þín, kæri Einar, við eigum minnis-
varða um þig og þína smekkvísi fyrir
utan heimili okkar. Allt sem við vitum
um garða og gróður eigum við þér að
þakka. Þegar Gunnar sonur okkar
vann hjá þér eitt sumar lærði hann
mikið og býr enn að þeirri þekkingu.
Þú reyndist honum afar vel og er
hann þér mjög þakklátur fyrir.
Að koma til þín í Birkihlíð var alltaf
sérstök upplifun hvort sem við vorum
að kaupa sumarbóm eða jólatré, alltaf
miðlaðir þú af þekkingu þinni um
gróður og garðrækt. Þar varst þú á
heimavelli á stað sem þú hafðir byggt
frá grunni eftir þínum hugmyndum
og þar leið þér vel. Alltaf gafst þú þér
tíma til að spjalla við okkur þó mikið
væri að gera.
Vinnudagurinn var oft langur en
Sigrún og börnin áttu í þínum huga
allt það besta skilið. Heimili ykkar
ber vott um mikla smekkvísi og
snyrtimennsku, þar fundum við ávallt
sérstaka hlýju og gestrisni.
Þegar barnabörnin bættust í hóp-
inn hafðir þú yndi af að hafa þau hjá
þér og var það þinn besti tími.
Engin veit sína ævi fyrr en öll er og
eitt er víst að þú varst kallaður frá
þessu lífi áður en þú náðir að klára
þau verk sem þú vildir ljúka við, til að
búa ykkur Sigrúnu áhyggjulaust ævi-
kvöld.
Elsku Sigrún, Ronni, Laufey,
tengdabörn og barnabörn, fjölskylda
okkar biður allar góðar vættir að
styrkja ykkur og hugga í ykkar miklu
sorg.
Helga Björk og Guðjón.
„Já, getur það verið, til hamingju
með daginn,“ heyrðist í tengdapabba
þegar við löbbuðum inn um dyrnar í
Heimalindinni og svo hlupu stelpurn-
ar mínar upp í fangið á afa sínum og
knúsuðu hann. En hann var í miklu
uppáhaldi hjá þeim enda alveg ein-
staklega þolinmóður að leika við þær.
Þeim fannst fátt skemmtilegra en að
príla upp í fangið á afa sínum og nota
síðan lappirnar á honum sem renni-
braut. Það gat oft gengið í langan
tíma og Einar sagði aldrei neitt við
þær sama hversu þreyttur hann var.
Ég mun alltaf minnast Einars sem al-
veg einstaklega góðs afa. Ég hefði
heldur ekki getað hugsað mér betri
tengdapabba en Einar. Hann var allt-
af reiðubúinn að hjálpa mér við hvað
sem var, nema kannski að skipta um
stöð á sjónvarpinu. Þegar ég var eitt-
hvað að framkvæma heima eða vinna í
garðyrkju þá var hann alltaf kominn
til að hjálpa mér. Enda hef ég aldrei
kynnst vinnusamari manni. Við Einar
gátum einnig oft spjallað mikið saman
og þá oftast bara um daginn og veg-
inn. Einar þekkti margt fólk og má
segja að hann kannaðist við alla. Mér
fannst oft gaman að því þegar einhver
einstaklingur kom upp í umræðuna
og ég vissi ekki hver það var. Þá þuldi
hann upp ættarsögu þessa einstak-
lings fyrir mann til að reyna að láta
mann vita hver þetta væri. Hann
skildi síðan ekkert í því ef maður átt-
aði sig ekki á því um hvern var verið
að ræða.
Einar var alveg rosalega skemmti-
legur karakter hann gat verið stríðinn
og það var mikill húmor í honum, en
hann mátti samt aldrei neitt aumt sjá
þá fékk það á hann. Honum fannst
rosalega gaman að sjá og skoða allt
sem var fallegt. Hann var mikill fag-
urkeri og smekkmaður á allt. Hann
vissi alltaf hvað honum fannst smekk-
legt og hvað ósmekklegt og oftast fór
hann ekkert leynt með þá skoðun.
sína
Ég tel mig vera heppinn að hafa
fengið að kynnast Einari og hafa hann
í lífi mínu í þennan tíma og ég á eftir
að sakna glottsins hans sárt. En nú
getið þið afarnir og nafnarnir fylgst
með okkur saman frá þeim stað sem
þið eruð á núna. Ég þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
segðu pabba frá því hvað afastelpurn-
ar ykkar eru yndislegar og skemmti-
legar.
Þinn tengdasonur,
Jónas Haukur Einarsson.
Það er okkur þungbært að þurfa að
kveðja allt of snemma Einar frænda
sem svo snögglega, og án þess að
nokkur geti skilið ástæðuna, var færð-
ur úr okkar mannlega heimi.
Eftir standa minningar, tilfinningar
og sögur um góðan mann. Einar var
oft mjög orðheppinn og með sinn sér-
staka húmor. Heilsaði oft með frös-
unum „Til hamingju með bolludag-
inn“ eða „Getur það verið?“ Þegar
hann var á staðnum var hann oftast
miðpunkturinn, kunni margar sögur
og stutt í húmorinn. Föðurlegur tón-
inn var heldur ekki langt undan þegar
frændfólk var annars vegar. Hjá hon-
um störfuðum við flestir bræðurnir á
sumrin og meðfram skóla á unglings-
árum, lærðum til verka og lærðum að
„vinna“. Sá skóli hefur nýst vel og ber
að þakka fyrir.
Einar var einstaklega góður fag-
maður og fær á sínu sviði. Hann hafði
mjög næmt auga fyrir hönnun og ein-
stakan náttúrulegan stíl. Eftir hann
standa margir glæsilegir garðar sem
munu verða honum minnisvarði.
Einar var mjög frændrækinn og
kom maður aldrei að tómum kofunum
hjá honum hvað varðaði ættfræði fjöl-
skyldunnar, tengsl manna á milli og
hver líktist hverjum. Við eigum góðar
minningar frá jólaboðum sem þau
hjón héldu og voru einskonar ættar-
mót því þar hittust öll börn, barna-
börn og makar þeirra systkina og áttu
Einar Þorgeirsson