Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ferðalög Íbúðir til leigu á Spáni Íbúðir í Barcelona, margar stærðir. Einnig Costa Brava Playa de Aro, Menorca Mahon, Valladolid, www.helenjonsson.ws. Sími 899 5863. Heilsa LÉTTIST UM 22 KG Á AÐEINS 6 MÁNUÐUM LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur en öflugur. Þú færð betri svefn, vellíðan, aukna orku og losnar að auki við aukakílóin. Dóra 869-2024 www.dietkur.is Heimilistæki TIL SÖLU TVÍSKIPTUR ÍSSKÁPUR OG FRYSTIR, merkið er GK, 186 á hæð, keyptur í Elko, rúmlega tveggja ára, í góðu standi. Verð 15.000. Upplýsingar í síma 694 2326. Hljóðfæri Nýir flyglar og píanó Nýir og vandaðir flyglar og píanó, glæsileg hljóðfæri, til sölu á mjög góðu verði. Nánari uppl. í síma 897 3290. Húsnæði í boði 3 herbergja íbúð í nýlegu húsnæði í Efstasundi fæst leigð. 85 fm efri hæð, rúmgóð og björt. Verð á bilinu 100-120 þús. Möguleiki á að húsgögn fylgi. Upplýsingar í síma 660 6232. Húsnæði óskast Bráðvantar íbúð Hjón með barn óska eftir að leigja 2-3 herbergja íbúð í Reykjavík. Greiðslugeta 100 þúsund. Langtímaleiga. S: 857-3506. Sumarhús Helgið ykkur land í Landsveit! Til sölu mjög fallegar lóðir í hinni fallegu og veðursælu Landsveit. Lóðirnar eru í Fjallalandi og Höfuðbóli í landi Leirubakka. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Einstakt útsýni til Heklu, Búrfells, Tindfjalla og Eyjafjalla- jökuls. Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í landi! Uppl. í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Vantar þig rafvirkja? Rafvirki getur bætt við sig vinnu. Tek að mér nýlagnir, breytingar, viðhald og uppsetningar á ljósum. Helgi S. 821-1334. Námskeið Komdu á frábært námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á: http://www.menntun.com Tómstundir Föndurverkfæri í úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is Til sölu Til sölu glæsileg hestakerra, ónotuð með öllum búnaði. sími 691 8327. Viðskipti Lærðu alvöru NETVIÐSKIPTI!! Viltu læra að skapa þér miklar tekjur á Netinu? Skoðaðu þá vefsíðuna VIDSKIPTI.COM og fáðu allar upplýsingar um málið. Þjónusta Myndatökur fyrir alla fjölskylduna Skilríkismyndatökur - Myndir á nafnspjöld - Nafnspjaldagerð - Hönnun - Útprentun - Endurnýjum gamlar myndir. LGI ljósmyndir , Suðurveri, Stigahlíð 45, s. 553 4852. Málarar Alhliða málun og viðgerðir. Tökum að okkur alla alhliða málun að utan sem innan, einnig spörtlun og múrviðgerðir. Gerum tilboð að kostnaðarlausu. Grunnur og Tvær ehf. Sími 696 3639. Ýmislegt Mikið úrval af herraskóm úr leðri. Breiðar gerðir. Stærðir: 40 - 48. Verð frá: kr. 6.785.- 12.540. Þægilegir inniskór á góðu verði. Verð. kr. 3.585. Þægilegir inniskór á góðu verði. Verð: 3.585.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Lína Charlie - stelpulegur og sætur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Lína Darcey - yndislega þunnur og sumarlegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Bílar Land Rover Disc. árg. '97, ek. 116 þús. Mjög vel með farinn og mikið endurnýjaður bíll. Einn eigandi frá upphafi. Breyttur fyrir 32". Diesel, sjálfsk., Webasto miðstöð, skoðaður '09. Tilb. óskast. S: 897 5598. Góð kaup Toyota Corolla árg. ’95, ekinn aðeins 112 þ. km. Beinsk. Saml. Búið að skipta um tímareim, endurnýja kúplingu, bremsur, nýleg dekk, fallegur og góður bíll. Verð 240 þ. Uppl. í síma 699-3181. Ford Expedition, árg. 1998, ekinn 170 þús. km, svartur, 8 manna, í topp standi, verð 900 þús. Upplýsingar í síma 695 5611. Cadillac, árg. 1991, dökkblár, ekinn 90 þús. km, leðursæti, einn af þeim betri í bænum, verð 800 þús. Upplýsingar í síma 695 5611. Hjólbarðar Hlægilegt verð á fjórum nýjum Michelin dekkjum á nýjum álfelgum undir Toyota Land Cruiser 120. P 266/65 R17. Upplýsingar í síma 897 0600 og 690 0666. Ökukennsla ÖKUKENNSLA - AKSTURSMAT Kenni á bíl og mótorhjól. Get bætt við mig örfáum nemendum. Eiríkur Hans Sigurðsson, löggiltur ökukennari. S: 895 8125 - Tölvupóstur: renta@simnet.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza Aero ‘08. 696 0042/566 6442. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. Bifhjólakennsla. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 892 1451/557 4975. Mótorhjól Suzuki Boulevard Til sölu Suzuki Boulevard 800 VL- M50, árg. ‘07, keyrt 2700 míl. Verð 880 þús. Uppl. í síma 577-4747 Höfðabílar. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Smáauglýsingar sími 569 1100 HALLGERÐUR Helga Þorsteinsdóttir deildi efsta sæti með finnsku stúlkunni á Norð- urlandamóti stúlkna sem fram fór í Ósló um helgina. Hallgerður hlaut 4 vinninga af fimm mögulegum og var í fararbroddi allt frá byrjun. Eriku Uusitupa var hins vegar dæmdur Norð- urlandameistaratitillinn þar sem hún var 0,5 stigum hærri en Hallgerður. Alls tóku níu íslenskar stúlkur þátt í mótinu. Frammistaða þeirra var yfirleitt ágæt. Aldrei áður hefur svo stór hópur stúlkna farið utan til að keppa á alþjóðavettvangi. Norðurlanda- mótinu var skipt í þrjá aldursflokka. Þær Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristín- ardóttir tefldu í elsta aldursflokknum, 20 ára og yngri. Tinna hefur verið heyja sér reynslu á al- þjóðavettvangi. Hún tefldi á stórmótinu í Stokk- hólmi á dögunum. Þessi flokkur var vel skipaður og hlaut Tinna 1½ vinning úr fimm skákum en í síðustu umferð átti hún gjörunnið tafl sem hún missti niður í tap. Elsa hlaut 2 vinninga en hún tapaði í síðustu umferð fyrir stigahæsta kepp- anda mótsins, Innu Agrest, en hefði snemma tafls getað tryggt sér vinningsstöðu. Í miðflokknum, sem var skipaður keppendum 16 ára og yngri, tefldu Hallgerður, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Geirþrúður Guðmunds- dóttir. Hallgerður varð í 1.-2. sæti eins og áður hefur komið fram með 4 vinninga en missti af Norðurlandameistaratitlinum í stigaútreikn- ingi. Í næstsíðustu umferð tefldi Hallgerður við Eriku Uusitupa og lauk skákinni með jafntefli en Hallgerður átti unnið tafl eftir að hafa yf- irspilað finnsku stúlkuna eftir öllum kúnstarinn- ar reglum. Í síðustu umferð gerði hún jafntefli við Marianne Haug frá Noregi. Þeirri skák lauk eftir tæplega fimm klst. baráttu og tefldi Hall- gerður samtals í 9½ klst. á sunnudeginum. Tafl- mennska hennar í þessu móti var afar vönduð. Hún er góð í byrjunum og heldur yfirleitt ró sinni þó að staðan sé tvísýn. Jóhanna Björg Jó- hannsdóttir hlaut 3 vinninga. Hún tefldi vel á köflum en teflir stundum of hratt en hægði þó ferðina þegar leið á mótið. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir hlaut 2½ vinning en hún hefur enga reynslu af alþjóðlegum keppnum. Frammistaða hennar var góð og er þar á ferð mikil keppnismanneskja. Ulker Gasanova, sem tefldi fyrir Skákfélag Akureyrar, á létt með að tefla en skortir reynslu. Í yngsta flokknum, 13 ára og yngri, stóð Hrund Hauksdóttir sig best og hlaut 2½ vinn- ing. Þær Hulda Rún Finnbogadóttir og Berg- lind Jóhannsdóttir (8 ára) eru báðar stigalausar og að stíga sín fyrstu skref í skákinni. Verður gaman að fylgjast með þeim á næstu misserum. Héðinn vann í fyrstu umferð á EM Stórmeistararnir Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson eru fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Plovdiv í Búlgaríu. Fyrsta umferð mótsins fór fram á sunnudaginn og vann Héðinn skák sína við Grikkjann Georgias Goumas. Hannes Hlífar Stefánsson gerði hins vegar jafntefli með svörtu við Iveri Chigladze frá Georgíu. Alls taka 336 skákmenn þátt í mótinu sem er geysilega sterkt. Tefldar verða 11 umferðir. Sigurbjörn og Þorvarður efstir á Boðsmóti Hauka Sigurbjörn Björnsson og Þorvarður Ólafsson eru efstir á Boðsmóti Hauka. Eftir undanrásir tefla átta skákmenn nú fjöruga úrslitakeppni. Þorvarður og Sigurbjörn hafa báðir hlotið tvo vinninga eftir þrjár umferðir. Nokkuð er um frestaðar skákir en Björn Þorsteinsson getur komist í efsta sætið – hann hefur hlotið 1½ vinn- ing og á frestaða skák. Hjörvar Steinn Grét- arsson hefur 1½ vinning í þremur skákum. Frábær frammistaða Hallgerðar í Ósló helol@simnet.is Helgi Ólafsson SKÁK Ósló í Noregi Norðurlandamót stúlkna 18.-20. apríl 2008 Tefla Hallgerður Helga að tafli. Hin átta ára gamla Hildur Berglind horfir á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.