Morgunblaðið - 23.04.2008, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Það er ótrúlegt en satt að bók-in hefur sennilega aldreistaðið sterkar en einmitt nú,
rúmlega 550 árum eftir að sú fyrsta
var prentuð. Enginn miðill býr yfir
annarri eins seiglu. Það eru fleiri
bækur prentaðar en nokkru sinni í
heiminum, að sögn Kristjáns B.
Jónassonar, framkvæmdastjóra Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda. „Á
síðustu árum hefur bókamarkaður-
inn í austurlöndum fjær, Kína, Taí-
landi og Suður-Kóreu, tekið mikl-
um breytingum. Sennilega er
Suður-Kórea einhver magnaðasti
bókamarkaður heims um þessar
mundir. Þar er gríðarlegur upp-
gangur í útgáfu almennra upplýs-
ingarita, fólk vill fræðast um við-
skipti, heimspeki, sjálfshjálp og
jafnvel verkfræði. Allt selst.“
Hér á landi náði fjöldi útgefinnatitla hámarki árið 2000. Síðan
hefur útgefnum titlum fækkað en
prentuðum eintökum hefur fjölgað,
að sögn Kristjáns. „Það er algeng-
ara en áður að bækur séu prent-
aðar í 5.000 til 10.000 eintökum.“
Ástæðan fyrir því að titlum fækkar
er að öllum líkindum sú, segir
Kristján, að opinberar stofnanir
gefa ekki lengur út skýrslur sínar á
bók heldur á rafrænu formi. „Þeim
bókum sem ætlað er á almennan
markað hefur hins vegar fjölgað
stöðugt síðustu ár, við sjáum það
glögglega á skráningum í Bókatíð-
indin sem koma út á haustin, þar
hafa aldrei verið jafn margar bæk-
ur og á síðasta ári.“
Af þessu má sjá að íslenskurbókamarkaður stendur með
miklum blóma. Hið sama má segja
um bókmenntirnar sem gefnar eru
út. Þær hafa sjaldan verið fjöl-
breyttari. Bókmenntategundum
hefur til dæmis fjölgað hérlendis á
síðustu árum. Íslensku krimmarnir
ruddu brautina og nú á síðustu
misserum hefur orðið talsverð
aukning á útgáfu afþreying-
arbókmennta, frumsaminna og
þýddra, ekki aðeins krimmum held-
ur og svokölluðum „bestsellerum“
eða metsölubókum. Það eru skáld-
sögur skrifaðar í raunsæjum frá-
sagnarstíl, oftast um efni sem teng-
ist daglegu lífi lesenda. Hér á landi
eru rannsóknir á þessari tegund
bóka komnar stutt á veg en erlendis
hefur ekki einungis verið skoðað
hvernig bókmenntir þetta eru held-
ur einnig hvernig sé best að búa
þær til. „The Making of a Bestsell-
er: Success Stories from Authors
and the Editors, Agents, and Book-
sellers Behind Them“ heitir nýleg
handbók um útgáfu slíkra bóka.
Og ekki má gleyma mikilligrósku í útgáfu barnabóka
sem er mikilvæg breyting á íslensk-
um bókamarkaði. Sennilega veltur
framtíð bókaútgáfunnar á því að
henni takist að vekja áhuga sem
flestra barna á þessum miðli. Kann-
anir sýna að börn og unglingar lesa
æ minna. Unglingsstrákar lesa
minnst allra. Það er íhugunarefni á
degi bókarinnar.
Spurningin er hvort hægt sé að
vekja áhuga þessa lesendahóps með
einhverjum hætti. Vantar hugs-
anlega bækur við hans hæfi?
Aldrei fleiri bækur prentaðar
AF LISTUM
Þröstur Helgason
» Íslensku krimmarnirruddu brautina og nú
á síðustu misserum hef-
ur orðið talsverð aukn-
ing á útgáfu erlendra af-
þreyingarbókmennta í
íslenskum þýðingum.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Kiljur Allt bendir til að íslenskur bókamarkaður standi í miklum blóma.
throstur@mbl.is