Morgunblaðið - 23.04.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 43
!
"
#$ % &
'
($
) % &
*
+ ($
( &
)$, ($
-
!
"
"#$ %& '()
*
+
,
*
-"
.$ / 012
334
4
FJÓRAR kvikmyndir verða frum-
sýndar í dag, seinasta vetrardag, í
íslenskum kvikmyndahúsum. Má
þar finna sitt lítið af hverju, gríni,
hasar og dramatík.
Drillbit Taylor
Miðskólanemarnir Ryan, Wade, og
Emmit auglýsa í dagblaði eftir líf-
verði til að vernda þá fyrir hrekkju-
svíni skólans, Filkins. Drillbit Tayl-
or (Owen Wilson) kemur til hjálpar
og reynist allskrautlegur lífvörður,
og tekur drengina í sjálfsvarnar-
þjálfun, bæði líkamlega og andlega.
Með önnur hlutverk fara m.a. Nate
Hartley og Troy Gentile.
IMDb: 6,1/10
Metacritic: 41/100
Over Her Dead Body
Henry (Paul Rudd) missir unnustu
sína, Kate (Eva Longoria Parker) á
brúðkaupsdaginn. Hann leitar til
miðilsins Ashley (Lake Bell) sem er
hugguleg, ung kona, í von um að ná
sambandi við hina látnu en verður
þess í stað ástfanginn af miðlinum.
Draugurinn Kate er ekki sáttur við
það og fer að ásækja miðilinn.
IMDb: 4,3/10
Metacritic: 30 /100
Street Kings
Keanu Reeves fer með aðalhlut-
verkið í þessum glæpatrylli, leikur
uppgjafarannsóknarlögreglumann
í Los Angeles, Tom Ludlow, sem
leitar morðingja félaga síns úr lög-
reglunni. Forest Whitaker leikur
lögreglustjóra sem reynir hvað
hann getur til að hafa hemil á Lud-
low og láta hann fylgja siðareglum
lögreglunnar. Með önnur helstu
hlutverk fara Hugh Laurie og Chris
Evans.
IMDb: 7,4/10
Metacritic: 55 /100
In the Valley of Elah
Í myndinni segir af hjónunum
Hank (Tommy Lee Jones) og Joan
(Susan Sarandon) sem hefja leit að
syni sínum eftir að hann hverfur
sporlaust frá herstöð í Nýju-
Mexíkó. Sonurinn er hermaður og
nýkominn frá í Írak. Áhugaleysi
rannsóknarlögreglu og hersins
verður til þess að Hank fer sjálfur
að rannsaka málið og reynist það
hið dularfyllsta. Með önnur hlut-
verk fara Chalize Theron og Jason
Patric.
IMDb: 7,6/10
Metacritic: 65 /100
Grín og glæpir í lok vetrar
Konungar strætis Keanu Reeves mundar skotvopn í kvikmyndinni Street
Kings en hann er alvanur hasarmyndaleik eins og aðdáendur hans vita.
FRUMSÝNINGAR»
JÆJA, þá er það endanlega komið
á hreint, Beyonce Knowles og
Jay-Z eru hjón. Þetta fékkst stað-
fest hjá borgaryfirvöldum í New
York, nánar tiltekið ónefndri skrif-
stofublók sem fékk hjónavígsluvott-
orð stjörnuhjónanna í hendur í gær.
Fjölmiðlar vestanhafs og víðar
hafa velt því mikið fyrir sér hvort
þau Knowles og Jay-Z hafi gift sig
eða ekki. Brúðkaupsveislan fór s.s.
fram á Manhattan þann 4. apríl sl.
og mun hafa verið íburðarmikil,
eins og menn geta kannski ímyndað
sér miðað við ríkidæmi þeirra
hjóna.
Knowles er 26 ára og geysivinsæl
söng- og leikkona. Jay-Z, réttu
nafni Shawn Carter, er 38 ára tón-
listarmaður. Þau skötuhjú hafa ver-
ið saman í ein sex ár.
Reuters
Hugguleg hjón Beyonce Knowles
og Jay-Z á tískusýningu í janúar sl.
Hjónaband-
ið staðfest
GÍTARLEIKARI Bon Jovi, Richie
Sambora, var kærður í gær fyrir
ölvunarakstur en hann var hand-
tekinn í mars sl. fyrir að keyra
drukkinn.
Sambora var stöðvaður á Laguna
Beach í Kaliforníu þar sem hann
keyrði Hummer-bifreið sína milli
akreina og skapaði með því hættu.
Hann gæti fengið allt að sex mán-
aða fangelsisdóm fyrir brotið en ku
síðustu fréttir herma að hann þurfi
aðeins að greiða sekt. 10 ára dóttir
hans var farþegi í bílnum.
Reuters
Fullur Mynd tekin á lögreglustöð af
Richie Sambora gítarleikara.
Tekinn fyrir
ölvunarakstur