Morgunblaðið - 23.04.2008, Síða 44
STARFSMENN Reykjavíkurborgar eru um þess-
ar mundir í óða önn við að þrífa borgina, sem
þykir hafa komið illa undan vetri. Víða leynist
ruslið og þurfti þessi starfsmaður að vaða út í
litlu tjörnina við Ráðhúsið miðja til að ná ýmsu
smálegu sem þangað hefur verið hent.
Hreinsað
til í bak-
garðinum
Morgunblaðið/Frikki
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Efla samskiptin
Sérstakur sendifulltrúi í mál-
efnum Palestínumanna hefur verið
skipaður hér á landi. Þórður Ægir
Óskarsson sendiherra mun sinna
starfinu og fara reglulega í heim-
sókn til svæðisins, en hafa aðsetur á
Íslandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra sagði þá að til
greina kæmi að bjóða palestínskum
þingmönnum og ísraelskum hingað
til lands til viðræðna. »Forsíða
Skuldir aukast
Skuldir heimilanna í bankakerfinu
jukust um 47 milljarða króna í síð-
asta mánuði. Þar af jukust skuldir
heimilanna í erlendum gjaldmiðlum
um 39 milljarða. Erlendar skuldir
jukust um 23,8% í mars en aukn-
ingin skýrist fyrst og fremst af
gengisfalli krónunnar. »2
Vill sátt um REI
Kjartan Magnússon, stjórnar-
formaður Orkuveitunnar og REI,
segist telja nægilegt að tillaga meiri-
hluta stjórnar OR, sem borin var
upp á síðasta stjórnarfundi, verði
samþykkt á stjórnarfundi en ekki
eigendafundi. »4
Rannsóknir vekja athygli
Íslenskur skurðlæknir í sérnámi í
Bandaríkjunum, Elsa Björk Vals-
dóttir, hefur vakið athygli fyrir
rannsóknir sínar á aðgerðum gegn
krabbameini í ristli. »2
SKOÐANIR»
Staksteinar: M. Abbas og Ísland
Forystugreinar: Höfum við efni á
sjálfstæði? | Siðlaus umhverfisvernd?
Ljósvaki: Enginn hundur í gufunni
UMRÆÐAN»
Óánægja atvinnubílstjóra
Hvað segja sjálfstæðismenn nú?
Kjartan á villigötum
Gefum bók í sumargjöf
3 3 3 3 3 4
+5%&
. #%*
#+
6 #"
##"%%$% 1
% 3 3 3 3 3 3
3
- 7 1 &
3
3 3 3 3 3
89::;<=
&>?<:=@6&AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@&7%7<D@;
@9<&7%7<D@;
&E@&7%7<D@;
&2=&&@$%F<;@7=
G;A;@&7>%G?@
&8<
?2<;
6?@6=&2*&=>;:;
Heitast 10 °C | Kaldast 5 °C
Austan 8-13 m/s við
s-ströndina, hægara
annars staðar. Skýjað
m/köflum n-lands, fer
að rigna s-lands síðdegis. » 10
Íslenskur bóka-
markaður stendur
með miklum blóma
og hið sama má
segja um bókmennt-
irnar. »40
AF LISTUM»
Bókamark-
aður í blóma
KVIKMYNDIR»
Forgetting Sarah Mars-
hall fær 3½ stjörnu. »38
David „Kubu“
Bengu er um 140 kg,
mikill nautnaseggur
í mat og drykk og
óperuunnandi með
meiru. »39
BÆKUR»
Flóðhestur
í Bótsvana
TÓNLIST»
Fedde Le Grand þeytir
skífum í Broadway. »38
KVIKMYNDIR»
Fjórar kvikmyndir verða
frumsýndar í dag. »43
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Tók bílinn af syninum
2. Missti stjórn á skapi sínu
3. Bílstjórar fóru með friði
4. Óánægja m/lokun umdeilds bloggs
Íslenska krónan styrktist um 0,1%
KARL Ágúst Úlfsson, forsprakki
Spaugstofunnar, segir allar líkur á
því að næsti vetur verði seinasti
vetur Spaugstofunnar í Sjónvarp-
inu. Næsta vor verða 20 ár liðin frá
því þeir Karl, Sigurður Sigurjóns-
son, Örn Árnason, Pálmi Gestsson
og Randver Þorláksson hleyptu
Spaugstofunni af stokkunum og
hafa þættirnir notið gríðarlegra
vinsælda allar götur síðan.
Karl segir í samtali við Morgun-
blaðið í dag að þeir félagar vilji
loka „þessum 20 ára hring“ á næsta
ári og snúa sér síðan að einhverju
öðru. Þá telur hann ekki ósennilegt
að þeir Spaugstofumenn hafi sett
heimsmet með því að vera í svo
mörg ár með gamanþátt í sjónvarpi
skipaðan sömu leikurum og höf-
undum allan tímann, þó að Randver
sé ekki lengur í hópnum. | 36
Seinasti vetur
Spaugstofu?
Morgunblaðið/RAX
Vitnisburður Karl, Randver og Örn
gera grín að Baugsmálinu í fyrra.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
REFUR hefur verið á kreiki í Heið-
mörk á liðnum árum og átt sinn þátt í
að fækka grágæs í nágrenni við
vatnsverndarsvæði Reykjavíkur.
Talið er að um þrjú greni séu á svæð-
inu milli Heiðmerkur og Bláfjalla og
hafa refir tekið gæsaegg og grafið í
jörðu hér og þar. Egg hafa komið
sums staðar í ljós ef jarðvegur hefur
fokið ofan af þeim. Einnig hefur ref-
urinn veitt gæsaunga og jafnvel kan-
ínur að sögn heimildarmanns. Ekki
nóg með það heldur munu refir hafa
sótt í grillmatarafganga sem fólk
hefur skilið eftir í ruslafötum.
Nokkuð fór að verða vart við refi á
svæðinu eftir 1990 og hefur mein-
dýraeyðir Reykjavíkurborgar fengið
fáein útköll vegna refa á liðnum ár-
um. Voru fimm refir skotnir á Heið-
merkursvæðinu síðasta vetur en ef
allt starfssvæði meindýraeyðis, þ.e.
Reykjavík, Kjós og upp að Mos-
fellsbæ, er tekið með í reikninginn
voru um 20 dýr drepin.
Engin hætta á bæjarinnreið
„Þeir sáust yst í Grafarholti þegar
hverfið var í byggingu en það eru tvö
eða þrjú ár síðan,“ bendir Guð-
mundur Björnsson, meindýraeyðir
Reykjavíkurborgar, á. Hann bætir
við að refir hafi einnig sést rétt fyrir
ofan Reykjavík nýlega.
„En ég tel enga hættu á því að þeir
komi inn í bæinn og fari að gera sér
greni í húsum eins og gerst hefur í
erlendum borgum. Því síður stendur
fólki á göngu um Heiðmörk ógn af
refnum því hann hræðist fólk og flýr
um leið og hann sér það.
En refurinn er skæður í eggja- og
ungaáti og hefur það ljómandi gott.“
Guðmundur segir að vanalega sé
brugðist við öllum ábendingum um
refi og í þeim tilvikum sem tekst að
skjóta refinn gerist það á tiltölulega
skömmum tíma. En sumir refir
sleppa hins vegar. Segir Guðmundur
það ekki vanann að liggja á grenjum í
Heiðmörk heldur sé farið af stað með
skotvopn og refurinn skotinn á færi.
Refir í Heiðmörkinni
Fara um og taka egg og unga og jafnvel kanínur og sækja
auk þess í grillmat sem fólk hefur skilið eftir í ruslatunnum
Í HNOTSKURN
»Fólk með börn á ferð umHeiðmörk þarf ekki að óttast
að refir ráðist á það þar sem þeir
hræðast fólk og flýja um leið og
færi gefst.
»Refurinn hefur hins vegargert sér að góðu grillmatar-
afganga sem skildir hafa verið
eftir í ruslafötum. Aðallega étur
refurinn þó egg og unga og telst
skæður á því sviði.
»Talið er að tvö eða þrjú greniséu upp af Heiðmörk.
»Auk fugls, sem er aðalfæðarefa, lifa refir nálægt sjó á
dauðum sjófugli, fiski og krækl-
ingi.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Rándýr Rebbi er fallegt dýr en er
líka skæður í umhverfinu.