Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 111. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
YNDISGRÓÐUR
GLÆSILEGT AUKABLAÐ UM SKÓG-
RÆKT FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG
FIMM meiddust og fóru á slysadeild
eftir átök lögreglu og mótmælenda úr
hópi atvinnubílstjóra á Suðurlands-
vegi í gær, þar af fjórir úr röðum mót-
mælenda og einn lögreglumaður.
Varðstaða óeirðalögreglu stóð frá
morgni til klukkan að ganga þrjú í
gær og var piparúði notaður til að
dreifa mannfjölda þegar þrengt var
að lögreglu við handtöku. Á þriðja tug
manna var tekinn höndum og lagt var
hald á 16 flutningabíla.
Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason-
ar aðstoðaryfirlögregluþjóns, sem
stjórnaði vettvangsaðgerðum, voru
aðgerðir lögreglu í samræmi við
kringumstæður en í röðum mótmæl-
enda var talið að þær hefðu verið of
harkalegar. Sturla Jónsson, talsmað-
ur atvinnubílstjóra, var einn þeirra
sem fengu piparúða í augun. Hann
sagði aðgerðirnar til marks um að á
Íslandi væri lögregluríki við lýði.
Fleiri tugir lögreglumanna voru á
vettvangi í gær, þar af margir sér-
útbúnir óeirðalögreglumenn með
varnarskildi sem nokkrum sinnum
þurfti að beita af töluverðu afli. Þegar
líða tók á daginn tók að bera á eggja-
og grjótkasti og meiddist einn lög-
reglumaður við það.
Hámarki náði spennan á vettvangi í
gær þegar óeirðalögreglumenn gerðu
leiftursókn gegn mótmælendum sem
neitað höfðu að hlýða fyrirmælum
lögreglu um að yfirgefa svæðið.
Opnað var fyrir umferð að lokinni
aðgerðinni í gær um klukkan 15 en
fram að þeim tíma hafði meðal annars
verið sturtað vörubílsmoldarhlassi á
Norðlingabraut.
Morgunblaðið/Júlíus
Piparúði Lögreglan beitti piparúða ítrekað gegn mótmælendum í gær. Úðinn var í sérstökum hylkjum af stærri gerð en lögreglumenn bera daglega.
Fór úr
bönd-
unum
Langvinn varðstaða lögreglu og róstur í mótmælum atvinnubílstjóra á Suðurlandsvegi í gær
Piparúða | miðopna
Vegurinn lokaður í
um sex klukkutíma
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ÆTLI Íslendingar að halda áfram á
þeirri braut að taka fullan þátt í við-
skiptum á alþjóðamarkaði, halda
áfram að auka tekjur sínar af við-
skiptum við útlönd, halda sjálfstæðri
efnahagsstjórn og eiga kost á eigin
gjaldmiðli, þá er þeim nauðsynlegt að
koma upp mjög öflugum varasjóði,
eins konar þjóðarsjóði. Þetta er skoð-
un Björgólfs Guðmundssonar, for-
manns bankaráðs Landsbankans, en
hann ávarpaði aðalfund bankans í
gær.
„Þetta eru gamalkunn búhyggindi,
í góðæri skal maður huga að mögru
árunum,“ sagði Björgólfur. „Norð-
menn hafa sinn olíusjóð, sem tryggir
þeim mikinn efnahagslegan stöðug-
leika. Við ættum að koma okkur upp
þjóðarsjóði sem hefði tekjur af auð-
lindum landsins og hugviti þjóðarinn-
ar. Þjóðarsjóði sem myndi verja efna-
hagslífið og hagstjórnina fyrir
svipuðum áföllum og þeim sem dunið
hafa á okkur síðustu mánuði.“
Stjórnvöld ættu að huga að stofnun
slíks sjóðs jafnhliða því sem þau kanni
með hvaða hætti öðrum megi stuðla
að stöðugleika í íslensku efnahags- og
atvinnulífi. Öllum sé nú orðið ljóst að
ekki verði unað við óbreytt ástand.
„Engin atvinnufyrirtæki geta borið
til lengdar yfir 15% stýrivexti og eng-
in fyrirtæki geta vaxið þegar verðlag
og gengi sveiflast upp og niður og lítið
ræðst við verðbólgudrauginn,“ segir
Björgólfur. Slíkur þjóðarsjóður verði
að sjálfsögðu ekki til á einni nóttu og
ljóst sé að sjóður sem þessi búi ekki til
nýja peninga. En hann muni stuðla að
stöðugleika og mögulegt ætti að vera
að safna myndarlegum sjóði á um
áratug eða svo.
Vill koma á þjóðarsjóði
Björgólfur Guðmundsson leggur til að komið verði á öflugum varasjóði til að verja
Ísland fyrir efnahagslegum áföllum eins og þeim sem hrjá efnahagslífið núna
Morgunblaðið/Golli
Ávarp Björgólfur Guðmundsson á
aðalfundi Landsbankans í gær. Rétt var að | Viðskipti
ÓLAFUR Þ. Stephensen, ritstjóri 24 stunda, hefur verið
ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins og aðalritstjóri Árvak-
urs hf. frá og með 2. júní nk. Hann tekur við starfinu af
Styrmi Gunnarssyni, sem lætur af störfum vegna aldurs.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hefur verið ráðin rit-
stjóri 24 stunda frá og með sama degi en hún hefur verið
fréttastjóri blaðsins frá haustinu 2006.
Aðalfundur Árvakurs verður haldinn 28. apríl nk. Lagt
er til að Þór Sigfússon, sem kemur nýr inn í stjórn, verði
stjórnarformaður Árvakurs og Stefán P. Eggertsson
verði varaformaður. Aðrir í aðalstjórn verði Kristinn
Björnsson, Skúli Valberg Ólafsson og Ásdís Halla Braga-
dóttir, sem einnig kemur ný inn í stjórn. | 2
Ritstjóraskipti 2. júní nk.
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Morg-
unblaðsins og aðalritstjóri Árvakurs
Morgunblaðið/Frikki
Spennandi tímar framundan Ritstjórarnir tveir, Ólaf-
ur Þ. Stephensen og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir.
Skoppa og Skrítla
í söngleik >> 47
Öll leikhúsin
á einum stað
Leikhúsin í landinu
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8-
00
80
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is