Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
HLUTFALL fólks á aldrinum 20-64
ára, eða þess hóps sem er á vinnu-
markaði, hefur hækkað undanfarna
áratugi og hefur aldrei verið hærra
en það er nú, eða 59,9% þjóðarinnar.
Skýringin á þessu eru fjölmennir ár-
gangar á sjötta og sjöunda áratugn-
um og fjölgun erlendra ríkisborgara,
en flestir sem hingað koma eru á
aldrinum 20-64 ára.
Hagstofa Íslands birti í gær tölur
um mannfjölda í fyrra. Þann 1. janúar
sl. voru landsmenn 313.376 og fjölg-
aði þeim um 1,9% á árinu 2007. Þetta
er þó heldur minni fjölgun en 2006
þegar hún var 2,6%.
Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri
hjá Hagstofunni, segir að á undan-
förnum árum hafi fólki á vinnualdri
stöðugt farið fjölgandi. Nú sé 59,9%
þjóðarinnar á þessum aldri en þetta
hlutfall var 48,1% fyrir 30 árum. Hún
segir að það sé að mörgu leyti eft-
irsóknarvert fyrir þjóð að hafa ald-
urspýramídann með þessum hætti.
Aldraðir séu mun hærra hlutfall af
þjóðinni í flestum nágrannaríkjum
okkar.
Ólöf segir þessar tölur endur-
spegla hve fæðingartíðni hafi verið há
hér á landi. Árið 1957 fæddust hér-
lendis 144,6 börn á hverjar þúsund
konur á aldrinum 15-44 ára en nú er
þetta hlutfall komið niður í 69,7 börn.
Ólöf segir að nú séu því á vinnumark-
aði mjög fjölmennir árgangar sem
fæddust á árunum 1950-1970.
Til viðbótar þessu hefur fjölgun er-
lendra ríkisborgara hækkað ennfrek-
ar hlutfall fólks á vinnumarkaði. Ólöf
segir að flestir útlendingar sem komi
til landsins séu á aldrinum 20-64 ára.
63% þeirra sem hingað hafi komið
séu útlendir karlmenn á þessum aldri
og 25% séu konur á þessum aldri.
Börn séu tiltölulega fá í samanburði
við þá sem eldri eru.
Ólöf segist ekki treysta sér til að
svara því hvenær fækka fari í aldurs-
hópnum 20-64 ára. Það ráðist ekki
síst af því hvort útlendingum haldi
áfram að fjölga hér á landi. Hagstof-
an spáir því að landsmönnum fjölgi
um þrjú þúsund á þessu ári. Forstjóri
Vinnumálastofnunar sagði hins vegar
í samtali við Morgunblaðið fyrir
nokkrum dögum að hann reiknaði
með að útlendingum á vinnumarkaði
myndi fækka um þrjú þúsund á
árinu.
Fólki á aldrinum 20-64 ára
fjölgar stöðugt hlutfallslega
Há fæðingartíðni og fjölgun útlendinga hagstæð aldurssamsetningu þjóðarinnar
!"!#
!#
$#
!#
!#
%#
$!#
#
"%#
%!#
$#
!#
"!#
%%#
#
#
""#
%#
#
#
%#
%#
!#
"#
'
BAUGUR Group fékk útflutningsverðlaun forseta Ís-
lands árið 2008, sem afhent voru í 20. sinn á Bessastöð-
um í gær. Tók Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður Baugs, við verðlaununum úr hendi Ólafs
Ragnars Grímssonar. Fékk Baugur verðlaunin fyrir
forystuhlutverk sitt og árangur í íslensku útrásinni en
hér virða þau Jón Ásbergsson, forstjóri Útflutnings-
ráðs, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir og Ólafur
Ragnar fyrir sér verðlaunagripinn, Svanir, eftir lista-
konuna Huldu Hákon.
Morgunblaðið/Eggert
Útflutningsverðlaun forsetans til Baugs
VART hefur orðið við rottugang í
nágrenni Réttarholtsvegar síðustu
daga. Berglind Jóhannesdóttir dag-
móðir hefur áhyggjur af þessum
nýja gesti í hverfinu: „Drengirnir
mínir urðu varir við rottu á þriðju-
dagsmorgun þegar þeir voru á leið í
skólann og svo sá nágranni minn
rottu í garðinum bak við húsið sitt,“
segir Berglind en rotturnar segir
hún á stærð við stóra naggrísi.
Rottum fer fækkandi
Guðmundur Björnsson er rekstr-
arstjóri meindýravarna Reykjavík-
urborgar og segir hann um 300 út-
köll vera á hverju ári vegna
rottugangs í Reykjavík: „Um leið og
okkur berst kvörtun er tekið á mál-
inu og undantekning er ef við bregð-
umst ekki við samdægurs,“ segir
Guðmundur. „Aðstæður eru metnar
á hverjum stað fyrir sig og gripið til
viðeigandi úrræða, hvort sem notað
er eitur, settar upp gildrur eða öðr-
um ráðum beitt.“
Oftast segir Guðmundur rottu-
ganginn stafa frá opnum niðurföllum
og bilunum í ræsakerfinu og er þá
reynt að bæta frágang þar sem rott-
ur geta komist upp úr leiðslunum.
„Það eru rottur í Reykjavík en
ástandið er þó skaplegt og virðist
hafa verið mikil fækkun í stofninum
undanfarin ár. Sú þróun er öfug við
það sem gerist víða erlendis þar sem
menn eru nánast að gefast upp í bar-
áttunni við rotturnar.“
Eru á stærð við stóra naggrísi Meindýravarnir
Reykjavíkur bregðast við 300 rottuútköllum árlega
Rottur í Réttarholti
Morgunblaðið/Arnaldur
BÍLFERÐ tveggja ungra karl-
manna var stöðvuð af lögreglunni á
Akranesi í gærdag en auk þess að
mennirnir voru undir áhrifum fíkni-
efna og ökumaður réttindalaus var
bílnum stolið í gærmorgun í Reykja-
vík.
Mennirnir voru snarlega hand-
teknir og voru vímuefnaáhrif öku-
mannsins svo mikil að hann sofnaði á
meðan tekið var úr honum blóð. Þeir
fengu að gista fangageymslu lög-
reglunnar í nótt.
Sofnaði í
blóðsýna-
tökunni
MJÖG hægt mið-
ar í kjaraviðræð-
um ríkisins og
BSRB-félaganna.
Ekki er enn kom-
ið í ljós hvort
samkomulag
tekst um að gera
samning til eins
árs eins og BSRB
hefur lagt til. Rík-
ið hefur ekki fallið
frá tillögu sinni um þriggja ára
samning.
SFR átti í gær fund með samn-
inganefnd ríkisins og sagði Árni
Stefán Jónsson, formaður félagsins,
að á fundinum hefði verið rætt um
samningstímann án þess að menn
kæmust að neinni niðurstöðu. Menn
væru að skoða tiltekin atriði og
myndu hittast aftur fljótlega.
Árni Stefán sagði að það þyrfti að
fá botn í það fljótlega hvort tillaga
BSRB um skammtímasamning gæti
orðið grundvöllur samninga. Hann
sagði að skammtímasamningur
myndi aðeins fjalla um afmörkuð at-
riði og það ætti ekki að taka langan
tíma að ljúka gerð hans. Samningur
til þriggja ára væri hins vegar miklu
stærra mál og gerð hans myndi óhjá-
kvæmilega taka talsverðan tíma.
Hægt miðar í
kjaraviðræð-
um BSRB
Árni Stefán
Jónsson
FLUGFREYJUR og samninga-
nefnd Icelandair vinna að því að ná
samkomulagi um kjarasamning sem
gildir í eitt ár. Þetta segir Sigrún
Jónsdóttir, formaður Flugfreyju-
félags Íslands, en samningsaðilar
áttu fund í gær í húsakynnum rík-
issáttasemjara. Sigrún sagði að
engin tíðindi væru af fundinum
önnur en þau að næsti fundur yrði
6. maí.
Hafa vísað til sáttasemjara
Samninganefnd flugfreyja sam-
þykkti fyrr í mánuðinum að fela
samninganefnd félagsins að hefja
undirbúning að boðun verkfalls.
Sigrún sagði að ekki hefði verið
fallið frá þessari samþykkt, en eng-
in frekari skref hefðu verið stigin í
átt til verkfalls. Samninganefnd fé-
lagsins ynni nú að því að ná samn-
ingum og vonaðist eftir að það tæk-
ist án átaka.
Auk flugfreyja hafa flugmenn og
flugvirkjar vísað kjaradeilum sínum
við Icelandair til ríkissáttasemjara.
Slík vísun er forsenda þess að hægt
sé að boða verkfall.
Stefna að
samningi
til eins árs
♦♦♦
♦♦♦
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjaness yfir fyrrverandi
starfsmanni hraðflutningafyrirtæk-
isins UPS, en hann er grunaður um
aðild að stórfelldum innflutningi á
fíkniefnum. Maðurinn verður í varð-
haldi til 30. maí nk.
Maðurinn sem hefur setið í gæslu-
varðhaldi frá 24. janúar sl. hefur
neitað aðild að málinu. Lögregla tel-
ur hins vegar rökstuddan grun fyrir
hendi.
Sætir áfram
gæsluvarðhaldi