Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 19 AUSTURLAND Fljótsdalur | Smalahundakeppni Austurlandsdeildar Smalahunda- félags Íslands var nýlega haldin að Eyrarlandi í Fljótsdal. Keppt var í þremur flokkum, A-flokki, B-flokki og Unghundaflokki. Keppendur komu af Langanesi, Grundarfirði, Hafnarfirði, Suðurlandi og Austur- landi. Keppt var eftir hefðbundnum reglum þar sem hver hundur rak fjórar rollur eftir þar til markaðri braut, í hringi og slaufur. Gegnum þrjú hlið, til stjórnanda hundsins þar sem hann, með aðstoð hunds- ins, skipti hópnum, áður en roll- urnar voru að síðustu reknar inn í lítið réttarhólf. Mjög gott að ná yfir 85 stigum Í unghundaflokki sigraði Snót frá Grundarfirði með 46 stig og smalinn Valgeir Magnússon. Í B-flokki vann Lýsa frá Hafnarfirði með 56 stig, smali var Þorvarður Ingimarsson. Í A-flokki, sem flestir keppendur voru, í sigraði Mac, nýinnfluttur frá Wales, með 94 stig. Smali var Þor- varður Ingimarsson. Lífland gaf verðlaun í alla flokka; hundabúr fyrir fyrsta sæti, fóð- urpoka fyrir annað sæti og ól og taumur fyrir það þriðja. Dómari í keppninni var Lárus Sigurðsson, bóndi á Gilsá í Breiðdal. Veðurguðirnir voru ekki beinlín- is hliðhollir keppendum. Kepp- endur komust ekki frá Mjóafirði t.d. vegna þess að ekki var lendandi á Dalatanga. Það lægði samt dálítið þegar á leið en þetta setti óneit- anlega mark sitt á keppnina. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Samvinna Þorvarður Ingimarsson nýtir smalahunda í fjárbúskapnum. Dugnaðar- hundar í smalakeppni TAK, Tengslanet austfirskra kvenna, veitti í gærkvöld Krist- ínu Scheving hvatningar- verðlaun samtak- anna 2008. Krist- ín er fram- kvæmdastjóri Menningar- miðstöðvar Fljótsdalshéraðs og frumkvöðullinn á bak við al- þjóðlegu stuttmyndahátíðina 700IS Hreindýraland. Kristín flutti til Egilsstaða árið 2005 og hefur frá fyrsta degi unnið margvísleg brautryðjendastörf með stofnun og rekstri Vegahúss- ins og skipulagningu 700IS Hrein- dýralands. Hún var jafnframt virk- ur þátttakandi í stofnun og rekstri menningarhússins Sláturhússins á Egilsstöðum. Með frumkvæði sínu og dugnaði hefur Kristínu og fé- lögum hennar tekist að vekja at- hygli á Austurlandi og Egilsstöðum út um allan heim og um það vitna viðtöl í innlendum og erlendum fjöl- miðlum og gríðarleg þátttaka í 700.is en um 300 myndir frá 34 löndum hafa tekið þátt í hátíðinni. Kristín Schev- ing heiðruð Kristín Scheving Egilsstaðir | Það voru kátir krakkar sem þustu út úr skólanum sínum á Egilsstöðum í gærmorgun til að hleypa þrjú hundruð vinablöðrum upp til himins. Dagurinn var tileink- aður átaki gegn einelti, en skólinn er þátttakandi í Olweusar-verkefninu um einelti. 300 krakkar á aldrinum 9 til 15 ára unnu um morguninn allskyns verk- efni og skreytingar í tilefni dagsins. Undir hádegið þyrpust þau út á knattspyrnuvöll við skólann og slepptu samtímis heilu blöðruhafi, sem vindurinn greip samstundis og feykti yfir bæinn. Hönd í hönd utan um skólann Þá mynduðu þau öll sem eitt vina- keðju og spönnuðu skólann sinn og gott betur en það. Þau gerðu bylgju og húrrahróp eftir allri vinakeðjunni svo söng í hverfinu. Svo voru allir hlaupnir inn að borða hádegisverð og heyra mátti stutta og langa hrópa til félaganna „Fannst þér þetta ekki rosalega gaman? Mér fannst þetta frábært!“ Nemendur í 1. og 2. bekk grunn- skólans eru í skóla á Eiðum. Þau létu ekki sitt eftir liggja. M.a. bjuggu þau hvert til sína brúðu sem á að tákna þau sjálf og þær fara svo upp á vegg, hönd í hönd allar saman. Krakkar í 2. bekk bjuggu til vinabönd sem þau færðu 1. bekkingum að gjöf. Síðan var mynduð vinakeðja utan um rút- una sem sér um að flytja börnin fram og til baka milli Egilsstaða og Eiða. „Við erum búin að huga að gleði, góð- um samskiptum, að hjálpa hvert öðru og skemmta sér,“ sagði Sigur- laug Jónasdóttir skólastjóri á skóla- lóðinni í gær. „Blöðrurnar voru með skilaboðum til okkar allra og sam- félagsins um að einelti er eitthvað sem við líðum ekki. Krökkunum hef- ur þótt gaman í morgun, enda brut- um við upp skólastarfið og gerðum eitthvað annað.“ Sigurlaug segir Olweusar-verkefnið, sem var innleitt á þessu skólaári, þegar farið að hafa áhrif í skólastarfinu. „Allir eru orðn- ir meira samtaka og meira meðvit- aðir, reyna að gera sitt besta og eng- inn snýr sér undan ef eitthvað er að. Nú skipta sér allir af og reyna að bæta úr ef á þarf að halda.“ Skólakrakkar sendu kærleiks- blöðrur út í umhverfi sitt Nemendur á Egilsstöðum tileinkuðu gærdaginn baráttunni gegn einelti Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kæti Það var mikil samstaða í hópi nemenda Egilsstaðaskóla í gær. Þau slepptu hundruðum blaðra með skilaboðum um að einelti yrði ekki liðið. Fréttir á SMS Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 Heilsuhús við Lækjarbrún í Hveragerði veitir þér tækifæri til að njóta lífsins í faðmi einstakrar náttúru og hafa jafnframt aðgang að margvíslegri þjónustu Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands. Kaupendur gerast sjálfkrafa aðilar að samningi við HNLFÍ sem veitir aðgang að viðamikilli þjónustu Heilsustofnunarinnar gegn greiðslu mánaðarlegs grunngjalds. Opið hús verður í dag, sumardaginn fyrsta að Lækjarbrún 25 milli kl. 13-16 GLEÐILEGT SUMAR! Öryggishnappur Eftirlit næturvarðar Brunaviðvörunarkerfi Hirðing lóðar Aðgangur að baðhúsi HNLFÍ Aðgangur að tækjasal HNLFÍ Heilsuböð/leirböð og partanudd Viðtöl við íþróttafræðinga Viðtöl við næringarráðgjafa Aðgangur að bókasafni HNLFÍ Aðgangur að innra starfi og fræðslu HNLFÍ Kaupendur gerast aðilar að sérstökum þjónustusamningi við HNLFÍ Innifalið í þjónustusamningnum er: Sérkjör íbúa húsanna að: Matsal HNLFÍ Sjúkraþjálfun Hóptímum í leikfimi, hugleiðslu, fræðslu o.fl. Önnur þjónusta í boði: Ræsting og þvottur Heimsending máltíða Snyrti- og hárgreiðslustofa Heilsuvöruverslun Raðhúsum er skilað fullbúnum með parketi og flísum á gólfum. Raðhúsin eru 2ja og 3ja herbergja frá stærðinni 86–100 fm. Verð frá 23,2 millj. iav.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.