Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Öðruvísi munir með sál ! Maddömurnar á Selfossi leyna á sér! Í litlu búðinni eru öðruvísi og einstak- ir hlutir til sölu! Opið mið.-fös. 13-18 - lau. 11-14. maddomurnar.com. Dýrahald Rat Terrier hvolpar til sölu 2 yndislegir, 6 vikna, kk Rat Terrier hvolpar til sölu, verða afhendir með ættbók, 1. sprautu og ormahreinsun. Upplýsingar gefur Hulda í síma 694-8225. Labradorhvolpar, hreinræktaðir, til sölu Tilbúnir til afh. um miðjan maí. Uppl. í síma 822-0383, 822-2118, og á www.labbapabbi.dyraland.is. Netfang: gogo@hive.is Hreinræktaðir Labrador Retriever bræður Þeir Amor og Askur eru til sölu. Und- an STEKKJARDALS TINNU og LEIRU HARRO. Örmerktir, heilsufars- skoðaðir, Ættbók HRFÍ. Uppl. Sirrý s: 868-2975, uppahalds@gmail.com Aðeins einn Dalmatíu-hvolpur eftir! Rosalega ljúfur og mikið krútt. Hreinræktaður og ættbók fylgir. Tilbúinn til afhendingar í dag, sumar- daginn fyrsta. Nánari upplýsingar í síma 863 8777 og á www.hvolpar.is Gisting Gisting í Reykjavík. Fallegar íbúðir... Tilvalið fyrir fjölskyldufólk. Lausir dagar í apríl og maí. Verið velkomin, 2 dagar eða fleiri, allt til alls, sængurver, handkl. ADSL. S: 698 9874 eyjsol@internet.is Heimilistæki TIL SÖLU TVÍSKIPTUR ÍSSKÁPUR OG FRYSTIR, merkið er GK, 186 á hæð, keyptur í Elko, rúmlega tveggja ára, í góðu standi. Verð 15.000. Upplýsingar í síma 694 2326. Hljóðfæri Nýir flyglar og píanó Nýir og vandaðir flyglar og píanó, glæsileg hljóðfæri, til sölu á mjög góðu verði. Nánari uppl. í síma 897 3290. Húsgögn Skrifborð og skilrúm til sölu Til sölu 15 skrifborð úr beyki. Borðin eru notuð en vel með farin, 10.000 kr stk. Til sölu hvít skilrúm 160 cm há, tilboð óskast. Heiðar í síma 895-0372 Húsnæði í boði Raðhús til leigu í Mosfellsbæ. 181 fm raðhús með/án bílskúrs til leigu í Mosfellsbæ. Mjög rólegt og barnvænt hverfi, stutt í skóla, sund- laug og gólfvöll. Útivistarparadís rétt við bæjardyrnar. Uppl. gefur Erla í síma 897-4635 eða erlabr@simnet.is Sumarhús Helgið ykkur land í Landsveit! Til sölu mjög fallegar lóðir í hinni fallegu og veðursælu Landsveit. Lóðirnar eru í Fjallalandi og Höfuðbóli í landi Leirubakka. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Einstakt útsýni til Heklu, Búrfells, Tindfjalla og Eyjafjalla- jökuls. Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í landi! Uppl. í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Vantar þig rafvirkja? Rafvirki getur bætt við sig vinnu. Tek að mér nýlagnir, breytingar, viðhald og uppsetningar á ljósum. Helgi S. 821-1334. Námskeið Komdu á frábært námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á: http://www.menntun.com Til sölu FREEMANS-LISTINN Gleðilegt sumar! Nú er tíminn til að panta allt það flottasta í tískunni frá London. Síminn er 565-3900 og www.freemans.is Viðskipti Lærðu alvöru NETVIÐSKIPTI!! Viltu læra að skapa þér miklar tekjur á Netinu? Skoðaðu þá vefsíðuna VIDSKIPTI.COM og fáðu allar upplýsingar um málið. Þjónusta Vanur maður tek að mér að rífa, berja og slá niður eldhús, parket, veggi og hvað sem er, tilboð á staðnum, snögg og góð þjónusta, s. 846-0698 Gunnar. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Málarar Alhliða málun og viðgerðir. Tökum að okkur alla alhliða málun að utan sem innan, einnig spörtlun og múrviðgerðir. Gerum tilboð að kostnaðarlausu. Grunnur og Tvær ehf. Sími 696 3639. Ýmislegt Mikið úrval af herraskóm úr leðri. Breiðar gerðir. Stærðir: 40 - 48. Verð frá: kr. 6.785.- 12.540. Þægilegir inniskór á góðu verði. Verð. kr. 3.585. Þægilegir inniskór á góðu verði. Verð: 3.585.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Lína Charlie - stelpulegur og sætur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Lína Darcey - yndislega þunnur og sumarlegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Aðalfundur DC 3 Þristavinafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 17:00 í Flugröst við Nauthólsvík. Stjórnin. Bátar GUL Þurrgallar- www.gummibatar.is. Vandaðir öndunargallar. Til í krakka, unglinga og fullorðinsstærðum. Frábært verð 39.900. Fást einnig í R.Sigmunds. Gúmmíbátar & Gallar S:6607570 Bílar Til sölu M. Bens CE 200 12.04.´94, 2 dyra, 18” dekk, ekinn 210.000. Einn með öllu, innfluttur 06.2006. Bíll í sérflokki. Verð 997.000 þús. Sími 893 7065. OPEL VECTRA - LÍTIÐ EKINN!!! Til sölu vel með farinn Opel Vectra skutbíll, ekinn 97.000 km, árgerð ´99, sjálfskiptur, dráttarkrókur og rafm. í rúðum. Nýskoðaður, næsta skoðun í október 2009. Nýjar bremsur! Verð 390.000 kr. Upplýsingar í síma 669 1386. Góð kaup Toyota Corolla árg. ’95, ekinn aðeins 112 þ. km. Beinsk. Saml. Búið að skipta um tímareim, endurnýja kúplingu, bremsur, nýleg dekk, fallegur og góður bíll. Verð 240 þ. Uppl. í síma 699-3181. Hjólbarðar Hlægilegt verð á fjórum nýjum Michelin dekkjum á nýjum álfelgum undir Toyota Land Cruiser 120. P 266/65 R17. Upplýsingar í síma 897 0600 og 690 0666. Ökukennsla ÖKUKENNSLA - AKSTURSMAT Kenni á bíl og mótorhjól. Get bætt við mig örfáum nemendum. Eiríkur Hans Sigurðsson, löggiltur ökukennari. S: 895 8125 - Tölvupóstur: renta@simnet.is Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, bilaskoli.is Mótorhjól Suzuki Hayabusa GSX 1300 R - 2006. Innfl. af umboði, nýskráður 30.06.2006. Ek. 9 þ.km. Mögul. allt að 70% lán. Engin skipti. Verð 1.190 þ. kr. Aukabún., hærra gler, tankhlíf og neon-ljós. Uppl. s: 663-3600. Pallhýsi Sunlite Pallhýsi ætlað fyrir 8 feta pall Sunlite pallhús árg. 1998, mjög vel með farið, með öllum hugsanlegum þægindum. Verð 700 þús. Upplýsingar s. 567 7567. Bridssamband Íslands 60 ára nk. laugardag Bridssamband Íslands var stofnað 26. apríl 1948. Á stofnfundinn, sem haldinn var í Reykjavík, mættu 25 fulltrúar frá 6 bridsfélögum: Bf. Ak- ureyrar, Bf. Siglufjarðar, Bf. Selfoss, Bf. Vestmannaeyja, Bf. Hafnarfjarðar og Bf. Reykjavíkur. Fyrsti forseti BSÍ var Lárus Fjeld- sted hrl. Það er gaman að segja frá því, að Vilhjálmur Sigurðsson sem enn spilar keppnisbrids starfaði í fyrstu stjórn- inni. Eftir fundinn var haldin bæja- keppni milli þessara 6 félaga. Bf. Reykjavíkur vann þessa keppni, sem kannski mætti kalla fyrsta Íslands- mótið. Í því tilefni verður spilaður tví- menningur samhliða úrslitum Ís- landsmótsins í sveitakeppni á Hótel Loftleiðum laugardaginn 26. apríl hefst hann kl. 13.30. Spilað er um gull- stig og verða veitt peningaverðlaun fyrir efstu 3 sætin. Að lokinni spila- mennsku á laugardaginn verður boð- ið upp á léttar afmæl- isveitingar. Hvetjum fólk til að mæta í þetta skemmtilega afmælis- mót og fagna afmæl- inu með okkur. Arnar og Hlynur unnu Súgfirð- ingaskálina annað árið í röð Arnar Barðason og Hlynur Antonsson unnu Súgfirðingaskál- ina verðskuldað. Þeir höfðu titil að verja og voru þéttir fyrir allt mótið. Keppnin var í 5 lot- um og giltu fjögur beztu skorin til verð- laun. Alls spiluðu 16 pör í mótinu. Lokastaðan: Arnar Barðason – Hlynur Antonsson 622 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 583 Eðvarð Sturlus. – Þorleifur Hallbertss. 542 Friðgerður Friðgeirsd. – Kristín Guðbjd. 538 Björn Guðbjörnss. – Gunnar Ármannss. 537 Guðni Ólafsson – Ásgeir Sölvason 529 Úrslit í lokalotunni, meðalskor 130 stig. Guðbjörn Björns. – Steinþór Benedikts. 161 Finnbogi Finnbogas. – Jón Carlsson 143 Arnar Barðason – Hlynur Antonsson 139 Björn Guðbjörns. – Sigurpáll Ingibergs. 136 Í mótslok afhenti formaður Súg- firðingafélagsins, Sigurþór Ómars- son, sigurvegurum Súgfirðingaskál- ina og þrem eftstu pörum verðlaun til minningar um góðan árangur í skemmtilegu móti. Spilastjóri var Sigurpáll Ingibergs- son. Sigurvegarar frá upphafi: 2008 Arnar Barðarson – Hlynur Antonsson 2007 Arnar Barðarson – Hlynur Antonsson 2006 Karl Bjarnason – Valdimar Ólafsson 2005 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 2004 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 2003 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 2002 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. Björn Þorláksson Akureyrarmeistari Akureyrarmótinu í einmenningi er nú lokið hjá BA. Spilað var þrjú kvöld og tvö bestu giltu til úrslita. Mótið var jafnframt firmakeppni BA og þá réð hæsta kvöldskor. Bridsfélag Akur- eyrar færir fyrirtækjunum sem þátt tóku bestu þakkir fyrir veittan stuðn- ing. Björn Þorláksson lagði grunninn að góðum sigri með því að ná 65% skor fyrsta kvöldið og fékk 61,5% að meðaltali tvö kvöld. Næst í röðinni urðu: 2. Una Sveinsdóttir 58,3% 3. Helgi Steinsson 57,3% 4. Jón Sverrisson 56,6% 5. Sigfús Aðalsteinsson 54,8% 6.-7. Bragi Jóhannsson og Gylfi Pálsson 52,9% Efst í firmakeppninni urðu þessi fyrirtæki: N4 Spilari Björn Þorláksson 65,0% Villaprent sp. Una Sveinsdóttir 63,2% Vífilfell sp. Sigfús Hreiðarsson 59,7% Hótel Reykjahlíð sp. Pétur Gíslas. 58,3% Að lokum er minnt á Norðurlands- mót í tvímenningi sem spilað verður í Félagsheimilinu Rimum í Svarfaðar- dal fimmtudaginn 1. maí. Þetta mót hefur notið vinsælda undanfarin ár og verður svo vonandi áfram. Góð að- staða er á Rimum og léttur hádeg- isverður innifalinn í keppnisgjöldum. Nánari upplýsingar gefur Hákon Sig- mundsson, s. 864 6161. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Súgfirðingaskálin Hlynur Antonsson og Arnar Barðason með sigurverðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.