Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Náttúrubarnið Jón frændi er fallinn frá. Hann er sjálfsagt feg- inn hvíldinni, en þeir sem eftir sitja sakna mikils en geta grafið í óþrjótandi fjársjóð minninga til að orna sér við. Jón frændi var tengiliður ungvið- isins í ættinni við náttúruna vestur á Krossum í Staðarsveit. Þar ólst hann upp á jörð sem hafði ótal möguleika á veiðiskap og öðrum nytjum, en reyndist erfið til bú- skapar. Hann ólst upp með bænd- um frá 19. öld sem réru til fiskjar og nýttu það sem landið gaf. Jón nam og hafði eiginleikann til að miðla reynslu sinni og virðingu fyrir náttúruöflunum, ekki síst sjónum. Eftir að Jón og Dúdú brugðu búi á Krossum upp úr miðri síðustu öld fluttu þau suður og hófu búskap í Kópavogi. Börnin urðu átta. Þó svo börnin hafi verið mörg gaf Jón sér tíma til að sinna okkur systkina- börnum sínum og við fundum svo sannarlega að hann hafði nógu að miðla. Við höfum heyrt sögur af Jóni frænda frá því að við munum eftir okkur, enda var móðir okkar stolt af sínum stóra bróður. Jón frændi gerði hitt og þetta, bæði sem þótti rétt og rangt. Hann stakk sér í sjó- inn með hníf í kjafti til að fanga sel, drap mink með brennivínsflösku, kom vélarvana bílum í gang, losaði pikkfasta bíla og bjargaði sér á hetjulegan hátt úr brennandi báti. Minningarnar eru ótal margar, flestar frá Krossum þar sem við- kvæðið er – allir með. Hrönn man þegar hún fékk pláss uppi á þaki eins bílsins þegar komið var úr veiðiferð af því að fleiri börn kom- ust ekki fyrir inni í bílnum þó að staflað væri. Lúlli man vel þegar hann fékk að hjálpa til við „smala- mennsku“ í Staðarárósnum og veið- ar í Viðralæknum. Björk man þegar hún fór niður í Landssmiðju til að selja frænda Vísi, því þau viðskipti voru ætíð trygg og móttökurnar góðar. Jón Páll var óskaplega hræddur við kríur þegar hann var fjögurra eða fimm ára snáði. Til að yfirstíga hræðsluna leiddi Jón frændi hann niður í fjöru þar sem kríurnar flugu og görguðu allt í kringum höfuð Jóns sem gnæfði yf- ir þeim stutta. Þær gerðu Jóni ekki mein og Jón Páll sá að ekkert var að óttast. Ási fékk að keyra hjá Jóni frænda þegar hann var um 8 ára gamall. Það segir margt að Jón lét sér í léttu rúmi liggja þó svo Ási hafi náð að keyra á staurinn á meln- um vestan við bæinn. En Jón frændi kenndi ekki bara á náttúruna, heldur líka ýmis handtök í verklegum framkvæmdum, enda höfðu fáir jafn mikið verksvit og sá gamli. Allir vissu að hann gat allt þegar kom að vélum, en hann var Jón Guðleifur Pálsson ✝ Jón GuðleifurPálsson fæddist í Reykjavík 15. mars 1928. Hann andaðist á Hrafnistu sunnu- daginn 13. apríl síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju 21. apríl. líka einstakur verk- stjóri og hamhleypa til verka þegar kom að enduruppgerð hússins á Krossum. Fyrir það viljum við þakka, enda njótum við ríkulega í dag. Í dag er hugur okk- ar hjá Dúdú, afkom- endum þeirra og hjá Heiðu frænku og Geira sem lifa systk- ini sín. Við Stínubörn kveðjum Jón frænda, hetjuna og náttúru- tröllið frá Krossum. Hrönn, Lúðvík, Björk, Jón Páll og Ásmundur. Húsbóndi minn úr sveitinni í æsku, Jón Pálsson, Jónsi, er allur Ég var sendur á ellefta árinu sem snúningastrákur, eins og það hét í þá daga, í ókunna sveit. Þekkti ekki til fólksins né búskaparhátta. Mér leið vel frá fyrsta degi. Þetta var að Krossum í Staðarsveit. Þar bjó Frú Stefanía Ásmundsdóttir ásamt syni sínum Jónsa og Dúdú, tengdadóttur sinni. Jónsi var hár, grannvaxinn og myndarlegur maður, dökkur yfirlit- um. Sundmaður góður. Fyrirmaður í Hólminum sagði einhverju sinni við sundkeppni ,,Hver á þennan fal- lega brúna kropp?“ Það vissi Stef- anía og yljaði sér oft við upprifjun á þessum orðum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hve ung Jónsi og Dúdú voru á þessum árum, rétt vaxin upp úr fermingarfötunum. En þarna sá ég ást og hlýju sem þau voru ófeimin við að sýna hvort öðru. Búskaparár- in voru erfið og vafalaust ekki mikið um skotsilfur, en alltaf gott að borða. Lifað var á landsins gæðum og Jónsi var duglegur við að afla. Hann skaut sel við sker og fugl á sjó og svo var róið. Það var róið til fiskjar á opinni trillu. Lítil vél í miðju með öxli afturúr og skrúfu. Fjórir keipar fyrir ræðara. Jónsi mótoristi og Guðjón á Gaul formað- ur. Ég stóð í fjörunni, ekki orðinn hálfdrættingur. Eitt sinn kom Jónsi ekki vélinni í gang, þá var sest und- ir árar og Guðjón fór með sjóferð- arbæn. Það þótti ekki þurfa þegar vélin var í lagi. Það var lögð lína og skakað. Aflinn skata, lúða og þorsk- ur, kæst, saltað og þurrkað og lagt inn hjá Sigurði Ágústssyni í Hólm- inum. Búið var með lítinn fjárstofn, nokkrar kýr til heimilisbrúks og kartöflur ræktaðar í sandinum. Heyvinnutækin voru dregin af lif- andi hestöflum og þess gætt að hrófla ekki við álagablettum. Það var í mörgu að snúast fyrir ungan bónda með fjölþættan búskap. Jónsi var góður verkmaður, smiður og fæddur mótoristi. Mér fannst Jónsi geta allt. Hann sauð í sprungur í brettum á gamla pallbílnum og sauð landa í gömlu hlóðareldhúsi með þurrkað sauðatað sem eldsneyti. Geri aðrir betur. Jónsi var glaður friðsemdarmaður en gat þó tekið til hendinni. Eitt sinn á sveitaballi í Görðum sá ég hann ganga á milli slagsmálahunda, taka þann verri, svipta í jörðina og halda niðri, án þess að meiða, þar til löggæslan tók við. Þá var ég stoltur af húsbónda mínum. Minningarbrotin hrannast upp á kveðjustundu. Eitt er svona. Annað haustið sem ég var á Kross- um rákum við Jónsi féð úr rétt- unum niður með Gróulæk í hlýju og kyrru veðri og farið að rökkva. Við vorum tveir, Jónsi á undan aðeins skakkur í hnakknum eins og til- heyrði þessum degi og Eitill, sót- rauður gæðingur Jóns sem hann hélt mikið upp á, gekk undir hús- bónda sinn af stakri snilld eftir því sem seig. Þá leið Jónsa vel. Síðast þegar ég hitti Jónsa og Dúdú, held ég að hann hafi ekki þekkt mig. En þannig er lífið víst. Dúdú mín, ég sendi þér og þínum samúðarkveðjur. Ég kveð Jónsa með þökkum fyrir bestu sumur æsku minnar. Blessuð sé minning Jóns Pálssonar. Svavar. Reynir Kristinsson var hestamaður af þeirri gerð sem maður hélt að væri bara í skáldsögum. Hann var einstaklega ljúfur karl á köflum en líka hrjúfur í bland og þegar hann var kominn á flug með fleyginn í innri vasanum á bleiku úlpunni sinni, sem átti sér ekki hliðstæðu í hrossafnyk, runnu á mann tvær grímur. Þá tók við söngur frá hjartanu sem var kannski ekki alltaf til þess gerður að afla Reyni mikilla vinsælda. Sjálfur skemmti hann sér konunglega, ekki síst á bakinu á gæð- ingnum Blesa sem var stundum kenj- Reynir Kristinsson ✝ Reynir Krist-insson fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1930. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Lágafellskirkju 5. mars. óttur eins og karlinn sjálfur. Við Reynir kynnt- umst þegar hann og Andrea, móðir mín, tóku upp á því að rugla saman reytum, komin bæði langt fram úr kjöraldri til að festa sitt ráð og höfðu því reynt sitt lítið af hverju í lífinu. Sjálfsagt reis samband þeirra hæst þegar Reynir kom ríð- andi á hestinum Sleipni inn í Ljósheima, þar sem þau bjuggu saman, og færði mömmu hestinn í sumargjöf með öll- um reiðtygjum. En eins og gerist og gengur þá eru ekki öll bönd það vel saman fléttuð að þau haldi og hjóna- leysin fóru á endanum hvort í sína átt- ina eftir nokkra storma en líka logn og sólskin. Og þótt karlinn færi var hann alltaf einhvern veginn nálægur og mér þótti alltaf býsna vænt um Reyni og gullfallegu stelpurnar hans. Þegar Reynir var upp á sitt besta átti hann griðastað með hrossin við Bugðu í Kjós en þar varði ég mörgum helgum með mömmu og honum í gömlu hjólhýsi. Okkur Reyni kom af- skaplega vel saman þarna í hjólhýs- inu og þar var gjarnan sungið í réttu hlutfalli við vætuna sem draup á sál- ina. Ævintýralegur var reiðtúr okkar Reynis við Bugðuna sem endaði ofan í skurði og ég sat hestinn Bakkus sem jós og prjónaði á víxl. Reynir hafði líka hesta á fóðrum í Norðlingaholti þar sem nú er komin íbúðabyggð sunnan við Rauðavatn. Þangað fór ég stundum með honum að viðra hrossin og moka skít en á þeim tíma ók Reyn- ir Scania-vörubíl og gylltum Wago- ner-jeppa. Reynir var mjög greiðvik- inn maður og hann lánaði mér Wagonerinn eina helgi þegar ég var á dansleikjaaldri og gerði mér talsverð- ar væntingar um að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu. Það var ekki síst fyrir þær sakir að mér fannst að Wagoner-jeppinn hlyti að ganga meira í augun á góðu kvonfangi en ég sjálfur. En viti menn, hrossafnykur- inn í bílnum var slíkur að hann settist í Sigtúnsfötin, þannig að á dansleikn- um hrökkluðust allar ungmeyjarnar á flótta og héldu fyrir nefið á meðan hljómsveitin Pónik lék fyrir dansi. Með aldrinum fannst mér Reynir mildast mikið og verða einstaklega hjartahlýr og einhvern veginn kátari og sáttari við guð og menn. En nú er hann farinn og laus frá erfiðum veik- indum. Er þá ekki líklegt að hann sitji Blesa í víðerni eilífrar tilveru? Kom- inn í bleiku úlpuna og vonandi með sinn fleyg sem kveikir í góðum söng sem kemur beint frá hjartanu. Jón Örn Guðbjartsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GYÐA VESTMANN EINARSDÓTTIR, er lést 16. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Anna Björg Þorláksdóttir, Stefán Böðvarsson, Þór Þorláksson, Áslaug Gunnarsdóttir, Einar Þorláksson, Margrét Thelma Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar og vinur, SIGURÐUR ÁSGEIRSSON frá Framnesi, Gunnarsholti, Rangárvöllum, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtudaginn 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Odda á Rangárvöllum laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Sólheimakirkjugarði í Mýrdal. Systkini, vinir og vandamenn. ✝ Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÖRN GUÐMUNDSSON viðskipta- og kerfisfræðingur, Hólmgarði 27, Reykjavík, sem lést að morgni föstudagsins 18. apríl á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 11.00. Esther Sigurðardóttir, Emilía B. Helgadóttir, Arnar Arnarson, Svava Þ. Árnadóttir, Helena Arnardóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR frá Björk, Grímsnesi, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 26. apríl kl. 15.30. Jarðsett verður að Stóru-Borg. Guðrún Tryggvadóttir, Hörður Smári Þorsteinsson, Tómas Tryggvason, Þórdís Pálmadóttir, Páll Tryggvason, Sigríður Björnsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, JÓHANNA KRISTÍN RAGNARSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Hjallabraut 37, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Hjálmar Kristinsson, Hjalti Hjálmarsson, Helga Hjálmarsdóttir, Kristín Lundberg, Kristinn J. Sigurðsson, Edda M. Halldórsdóttir. Ó, elsku besti afi minn, þú alltaf ert mér hjá í anda eða minningu þó sértu fallinn frá. Ó, elsku besti afi minn þú margan manninn þekktir. Ég er stolt að vera ein af þeim sem þú skildir eftir. Ó, elsku besti afi minn ég kyssti þig á kinn seinast, er ég kvaddi þig í síðasta sinn. Elsku afi, hvíldu í friði, þín Sigríður. ✝ Árni Stefánsson fæddist áFelli í Breiðdal 10. júlí 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn í Horna- firði að morgni páskadags, 23. apríl síðastliðinn, og fór útför hans fram frá Hafnarkirkju 29. mars. Árni Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.