Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 15 ERLENT NÝJAR tegundir sýklalyfja og lækningar við hvers kyns sjúkdóm- um munu aldrei líta dagsins ljós verði útrýmingu þúsunda plantna og dýrategunda ekki snúið við og hlúð að líffræðilegum fjölbreyti- leika. Þetta var meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem haldin var í gær á vegum Umhverfisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Global Contact, verkefnis á veg- um SÞ, þar sem fyrirtæki ræða samspil náttúru og samfélags. Achim Steiner, aðalfram- kvæmdastjóri UNEP, sagði að yfir 16.000 þekktar tegundir væru í út- rýmingarhættu en að fjöldi þeirra kynni að vera mun meiri. Fram kom á ráðstefnunni að með tæknibyltingu síðustu alda hefði lyfjaiðnaðurinn í meira mæli snúið baki við lausnum náttúrunnar, sú þróun væri nú aftur að snúast við. „En við munum aldrei ráða fram úr öllum þeim lausnum sem náttúran hefur upp á að bjóða því líf- fræðilegur fjölbreytileiki er á und- anhaldi,“ sagði Steiner. David Suzuki, vísindamaður og umhverfisverndarsinni, sagði mik- ilvægt að efnahagslegur ávinn- ingur og framfarir réðu ekki för. „Hagsmunasjónarmið verða að víkja fyrir hreinu vatni, lofti og jarðvegi til að tryggja velfarnað komandi kynslóða,“ sagði Suzuki. Ráðstefnuna sóttu hundruð al- þjóðlegra kaupsýslumanna, sendi- fulltrúa og umhverfisverndarsinna. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvægur til lækninga Náttúra Hverfandi fjölbreytileiki. STEINAR Baste- sen, sem stofnaði norska stjórn- málaflokkinn Strandflokkinn, (Kystpartiet) fyr- ir níu árum, hef- ur nú verið form- lega vikið úr flokknum. Helstu ástæður brottvikning- arinnar eru sagðar vera langvar- andi átök milli Bastesens og núver- andi sem fyrrverandi forystu flokksins. Auk þess er hann talinn hafa verið flokknum ótrúr og vald- ið honum skaða með óviðeigandi ummælum í fjölmiðlum. Leiðtogi flokksins, Kjell Ivar Vestå, sagði í samtali við norsku fréttastofuna NTB að ákvörðunin hefði verið erfið. Nú væri flokks- mönnum hins vegar létt og að vel hefði verið staðið að brottvikningu Bastesens. Vestå segir að ef Bastesen muni biðjast afsökunar á framferði sínu muni flokksforystan íhuga málið og jafnvel gæti komið til greina að bjóða honum aðild að flokknum á nýjan leik. Hingað til hefði hann þó enga iðrun sýnt. Vikið úr flokknum SILVIO Berlusconi, væntanlegur forsætisráðherra Ítalíu, hét í gær að bjarga ríkisflugfélaginu Alitalia frá yfirvofandi gjaldþroti. Flugfélögin Air France og KLM hafa formlega fallið frá tilboði í Ali- talia og ítölsk stjórnvöld, sem hafa dælt fé í það, verða að gera hlé á því til ársins 2011. Berlusconi sagði, að hópur fjárfesta myndi koma til liðs við Alitalia en andstæðingar hans segja, að hann hafi ekkert í höndunum um það. Rússneska flug- félagið Aeroflot á í viðræðum við Alitalia en ekki er þó vitað hvort Berlusconi hafði það í huga. Berlusconi vill bjarga Alitalia IVER B. Neumann, prófessor og liðsmaður norsku utanrík- ismálastofnunarinnar, vill að Nor- egur gangi úr Atlantshafs- bandalaginu og fái aðild að Evrópusambandinu. Neumann segir að Norðmenn taki nánast sjálfkrafa þátt í stríðum sem Bandaríkjamenn efni til í von um að þóknast þeim. En Bandaríkin hafi ekki lengur neinn áhuga á norðurslóðum, þeir hafi t.d. lagt niður varnarstöðina í Keflavík. Noregur úr NATO? BRASILÍSKA strandgæslan leitaði í gær að presti, sem borist hafði á haf út neðan í 1.000 blöðrum um síðustu helgi. Presturinn, Adelir de Carli, er eða var mik- ill ævintýramaður, vanur kafari og fall- hlífastökkvari, en neðan í blöðrurnar, sem voru stærri og sterklegri en venjulegar veislublöðrur, festi hann sig til að vekja at- hygli á baráttu fyrir fleiri áningarstöðum fyr- ir vöruflutninga- og langferðabílstjóra. Svo illa vildi til, að það hvessti úr annarri átt og de Carli barst á haf út með blöðrunum. Hafði leit engan árangur borið í gær. Fór á haf út með 1.000 blöðrum De Carli í blöðrunum áður en hann hvarf sjónum. NÝ rannsókn bendir til að mat- aræði kvenna geti ráðið nokkru um hvort þær eignast dreng eða stúlku. Neyti þær mjög kaloríuríkrar fæðu á þeim tíma, sem getnaður á sér stað, er líklegra en ella, að drengur líti dagsins ljós eftir níu mánuði. Rannsóknin, sem gerð var há- skólana í Exeter og Oxford í Eng- landi, beindist að 740 konum, sem voru ófrískar að sínu fyrsta barni. Var fylgst með mataræði þeirra og í ljós kom, að líkur á að eignast dreng voru 56%, væri fæðan mjög kaloríurík. Var meðalneysla þeirra 2.413 kaloríur en hinna 2.283. Á síðustu árum og raunar lengi hefur fólk verið hvatt til að borða hollan mat, ekki síst grænmeti og ávexti, og forðast feitmetið. Svo vill líka til, að á síðustu 40 árum hefur hlutfall fæddra drengja stöðugt verið að lækka í þróuðum ríkjum. Kaloríufjöldinn kallar á strák Borgarinn Uppskriftin að strák? STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LJÓST er, að einvígið á milli þeirra Hillary Clinton og Baracks Obama í baráttu bandarískra demókrata mun halda áfram enn um sinn eftir góðan sigur Clinton í Pennsylvaníu í fyrradag. Sjálf túlkar hún sigur sinn sem straumhvörf og segist viss um að hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi. „Við höfum unnið mikilvægan sig- ur hér í Pennsylvaníu og við eigum eftir að fá fleiri góðar fréttir af sama tagi,“ sagði Clinton er hún fagnaði sigrinum með stuðningsmönnum sínum. En fréttaskýrendur segja, að fátt muni þó geta komið í veg fyrir, að Obama komi á þing Demókrata- flokksins í ágúst með fleiri kjör- menn á bak við sig. Ólíklegt sé hins vegar, að hann nái tölunni 2.025, sem þarf til að hljóta útnefningu án atkvæðagreiðslu. Því komi það í hlut svokallaðra „ofurfulltrúa“, um 800 æðstu embættis- og trúnaðarmanna flokksins, að höggva á hnútinn. Pennsylvanía sendir 158 fulltrúa á flokksþingið en þeir skiptast hlut- fallslega á milli þeirra Clinton og Obama. Hlaut hún 55% atkvæða en Obama 45%. Bætti Clinton kjör- mannastöðu sína aðeins lítillega, hefur nú 1.586 kjörmenn en Obama 1.713. Stuðningur við þau Clinton og Obama í Pennsylvaníu fór eftir sama mynstrinu og í öðrum forkosn- ingum hingað til. Obama studdi meira en 90% blökkumanna, sem voru 14% þeirra, sem kusu í fyrra- dag, en 60% hvítra manna, sem voru 80% kjósenda, studdu Clinton, 40% Obama. Hann hafði hins vegar vinn- inginn meðal ungs fólk af báðum kynjum og öllum litarhætti. Hikandi kjósendur völdu margir Clinton Þetta mynstur hefur vakið spurn- ingar um hvort forkosningabarátta demókrata endurspegli átök á milli kynslóða, kynja og kynþátta. Vekur athygli, að stuðningurinn við Clint- on er langmestur meðal hvítra sem komnir eru yfir miðjan aldur, eink- um kvenna. Þetta er hins vegar fólk- ið, sem er langduglegast við að mæta á kjörstað. Fram kom í könnunum í Penn- sylvaníu, að Clinton hafði vinninginn meðal þeirra, sem voru óráðnir allt fram á síðasta dag, og þykir það og annað benda til, að henni sé betur treyst en Obama til að ráða fram úr efnahagsvandanum, sem mun vega þungt í forsetakosningunum í haust. Eftir heimildum í herbúðum Clinton er síðan haft, að meðal ofurfulltrú- anna fari efasemdir um Obama mjög vaxandi og að sama skapi auk- ist stuðningur þeirra við Clinton. Þetta er þó óstaðfest. Obama bar sig vel er úrslitin í Pennsylvaníu lágu fyrir og hann minnti á, að fyrir skömmu hefði for- skot Clinton í ríkinu verið 20%. Nú er aðeins eftir að kjósa í níu ríkjum og næst 6. maí í Indíana og Norður- Karólínu. „Við höfum unnið mikilvægan sigur“ Reuters Ánægð Öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton faðmar aldraðan stuðningsmann við kjörstað í Philadelphiu, stærstu borg Pennsylvaníu. FRÉTTIR Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is Frá kr. 24.990 – báðar leiðir Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Takmarkaður sætafjöldi. Verð getur breyst án fyrirvara. E N N E M M / S IA / N M 3 3 3 0 8 Verðdæm i – lægstu verð* 9. maí frá kr. 24. 990 21. maí frá kr. 24. 990 28. maí frá kr. 29. 990 4. og 11. júní fr á kr. 39.9 90 18. júní frá kr. 34. 990 25. júní frá kr. 29. 990 2. og 9. jú lí frá kr. 29.99 0 16. júlí frá kr. 34. 990 * Lægstu verð sem í boði eru á viðkoman di brottfö r. Verð er netverð á mann. T akmarkað sætafram boð á þessu v erði. Verð getur bre yst án fyrirvara. N ánar á ww w.heimsfe rdir.is. Alicante Bókaðu strax á www.heimsferdir.is og tryggðu þér lægsta verðið! Heimsferðir bjóða þér beint flug til Alicante í vor, sumar og haust eins og undanfarin 16 ár. Við bjóðum frábær kjör og þjónustu á íslensku alla leið – fyrir þig! Enn er tækifæri til að tryggja sér flugsæti til Alicante með Heimsferðum á frábærum kjörum. Nánar á www.heimsferdir.is. á frábærum kjörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.