Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 24
Tilraun til upplýst ÍReykjavíkurbréfi (20. apríl sl.)leggur ritstjórinn blessun sínayfir umræður um Evrópu-sambandið, hugsanlega aðild að því og upptöku evru á Íslandi. En hann áminnir sjálfan sig og aðra um að umræðan verði að byggjast á „þekkingu og yfirsýn“, en ekki á „barnalegu bulli“. Þetta lofaði góðu – þangað til framlag ritstjórans til upplýstrar umræðu í Reykjavíkurbréfi hafði verið lesið til enda. Ritstjórinn lýsir áhyggjum sínum af hættunni á vax- andi atvinnuleysi á Spáni og Írlandi, í framhaldi af offjárfestingu í og verðsprengingu á fasteignamarkaði í þessum löndum – bólu sem nú er sprungin. Ritstjórinn minnir á að Spánverjar og Írar eiga aðild að Evrópusambandinu og hafa tekið upp evru. Reyndar ber flestum dóm- bærum mönnum saman um að leitun sé að aðildarríkjum innan Evrópu- sambandsins sem hafa tekið jafn stórstígum framförum og þessi tvö, Spánn og Írland – sérstaklega með sköpun nýrra starfa. Síðan bendir hann á að þessar ógæfusömu þjóðir geti hvorki lækk- að vexti né fellt gengi gjaldmiðilsins til þess að þjófstarta hagkerfinu ef það hefur drepið á sér. Evrópski seðlabankinn í Frankfurt ræður sem kunnugt er vöxtunum en gengi evr- unnar ræðst af samspili markaðsafla í alþjóðaviðskiptum. Af þessum stað- reyndum dregur ritstjórinn síðan eftirfarandi ályktanir: Spánverjar og Írar eru „bjargarlausir“. Þeir eiga „enga möguleika“ á að bregðast við; – „nema einn. Þeir gætu yfirgef- ið evruna …“ Ritstjórinn segist hafa heimildir fyrir því að það muni ger- ast innan þriggja ára og telur að slík niðurstaða muni þýða „endalok evr- unnar“. Veldur hver á heldur Nú er spurningin: Hvort eigum við að flokka fullyrðingar af þessu tagi undir framlag til upplýstrar umræðu eða bara sem „barna- legt bull“? Er ritstjór- inn svo fjötraður í for- tíð gamla og lokaða sjávarútvegshagkerf- isins íslenska að hon- um finnst allar þjóðir sem geta ekki brugð- ist við eigin hagstjórn- armistökum eða að- steðjandi áföllum með gengisfellingu gjald- miðilsins – vera bjarg- arlausar? Er honum ókunnugt um að beita megi aðgerðum í ríkisfjármálum (t.d. skattalækkunum eða auknum útgjöldum í formi opinberra fjárfest- inga) eða á vinnumarkaði (t.d. starfsþjálfun og endurhæfingu) til mótvægis við samdráttartilhneig- ingar og til að stuðla að jafnvægi í hagkerfinu? Er ritstjóranum ókunnugt um að atvinnuleysi var víða mikið í aðild- arríkjum Evrópusambandsins, áður en þau tóku upp evru, þ.e.a.s. meðan ríkisstjórnir aðildarlanda réðu sjálf- ar peningastefnunni (þ.e. vaxtastigi og gengisskráningu að nafninu til)? Er ritstjóranum kunnugt um að í báðum þeim löndum, sem hann nú lýsir bjargarlaus, þ.e. á Spáni og á Írlandi, var atvinnuleysi miklum mun meira áður en þau tóku upp evru og á meðan ríkisstjórnir land- anna réðu sjálfar peningastefnunni? Það veldur nefnilega hver á Er ritstjóranum kunnugt ýmis aðildarríki Evrópusam ins, þ.á m. lönd eins og Holl er á evrusvæðinu og land ei Danmörk (sem hefur bundi una fasta við evru), hafa náð tektarverðum árangri í að d atvinnuleysi m markvissum a í ríkisfjármálu með virkum vi markaðsaðger Hvernig getur inn varið það f visku sinni að lesendum Mor blaðsins upp á studdar fullyr (sleggjudóma) „barnalegt bu tagi sem hann borð í Reykjav bréfi og í ritstj argrein um sa sl. þriðjudag, 22. apríl? Ritstjórinn skorar á áhug upplýsta Evrópuumræðu a sér far til Dyflinnar eða Ma að kynna sér bjargarleysi þ þjóða. En áður en þetta fólk ar mikill meirihluti þjóðarin síðustu skoðanakönnun) fly þessar hópferðir væri kann að ritstjórinn byði ráðþrota bjargarlausum Írum og Spá að koma í fræðsluferð til Re ur til að kynna sér lærdóms reynslu okkar Íslendinga af stæðri peningamálastefnu, fljótandi krónu og stýrivext vopni – til að tryggja litla ve Ritstjórinn hefur jú lýst þæ úrræða- og bjargarlausar s við stöðugan gjaldmiðil og t lega lága vexti evrusvæðisin Hversu miklu betra hlýtur Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin Hannibalsson 24 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚR BÖNDUM Mótmælaaðgerðir flutninga-bílstjóra vegna hækkandieldsneytisverðs eru komn- ar úr böndum. Þeir hefðu átt að hætta þeim fyrir nokkru. Þeir voru búnir að vekja athygli á málstað sín- um. Að vísu má spyrja, hvort ráð- herrar hafi brugðizt rétt við og tekið mótmælin nægilega alvarlega, sem þeim ber auðvitað að gera í svona til- vikum. Ráðherrar eru ekkert annað en umboðsmenn fólksins og þegar fólkið vill tala við umboðsmenn sína, hvort sem það eru fjölmennir hópar eða fámennir eiga umboðsmennirnir að vera tilbúnir til að hlusta. Þessar athugasemdir við viðbrögð ráðherra breyta engu um það, að bíl- stjórarnir voru og eru komnir út fyr- ir skynsamleg mörk. Lögregla gat ekki látið þá aðgerð bílstjóranna að loka einni helztu umferðaræð lands- ins óátalda. Svo geta menn spurt hvort við- brögð lögreglunnar hafi verið of harkaleg. Í Morgunblaðinu í dag er mjög nákvæm frásögn af atburða- rásinni á miðopnu blaðsins og á grundvelli þeirrar frásagnar geta lesendur sjálfir lagt dóm á það. Í mbl. sjónvarpi mátti sjá strax í gær einstæðar myndir, þegar grjóti var kastað í lögreglumann og hæfði hann í augað. Þegar hætta er á múgæsingum á lögregla ekki margra kosta völ. Hún verður að taka á þeim. Ella verður hér til óöld, sem enginn ræður við. Piparúði er ekki sama og táragas. Að beina piparúða að mótmælendum er mun vægari aðgerð en að beita táragasi. En lögreglan hlaut að stöðva aðgerðir flutningabílstjór- anna. Almennum borgurum var hins vegar brugðið í gær að sjá fjölmenn- ar lögreglusveitir með skildi, kylfur og brúsa með piparúða. Fólk spurði sjálft sig hvað væri að gerast í okkar samfélagi og hvort hætta væri á að framhald yrði á slíkum mótmælum. Þetta snerist í byrjun um elds- neytisverð. Olíuverð á heimsmark- aði hefur ekki náð þeim hæðum að raunvirði sem gerðist á áttunda ára- tugnum. En auðvitað kemur þetta háa eldsneytisverð við buddu fólks. Flutningabílstjórarnir eiga margir hverjir bílana sjálfir og gera þá út. Þeir hafa haft nóga vinnu undanfar- in ár. En nú kann að koma saman hækkun á eldsneyti og minnkandi vinna. Þessi dýru vinnutæki eru vafalaust keypt á láns- og leigukjör- um eins og allt nú orðið og þegar til viðbótar koma vaxtahækkanir er ekki við góðu að búast í rekstri þess- ara bíla. Kannski eru vandamálin í íslenzku efnahagslífi að koma fram í hnot- skurn í vanda flutningabílstjóranna með eigin rekstur. Sá vandi réttlæt- ir ekki lagabrot af þeirra hálfu. Nú eiga flutningabílstjórarnir að hætta aðgerðum sínum en á móti eiga ráðherrarnir að tala við þá af þeirri virðingu, sem hver og einn þjóðfélagsþegn á kröfu til. Svona deilur leysast með samtöl- um og engu öðru. ÞJÓÐARSJÓÐUR Það er góð og skynsamleg hug-mynd sem Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, setti fram í ræðu sinni á aðalfundi bankans í gær að setja á stofn það sem hann kallar þjóðarsjóð. Um þessa hugmynd sagði formaður bankaráðs Landsbankans: „Við ættum að koma okkur upp þjóðarsjóði sem hefði tekjur af auð- lindum lands og hugviti þjóðarinnar. Þjóðarsjóði sem mundi verja efna- hagslífið og hagstjórnina fyrir svip- uðum áföllum þeim, sem hafa dunið á okkur síðustu mánuði. Að mínum dómi ættu stjórnvöld að huga að stofnun slíks sjóðs jafnhliða því sem þau kanna með hvaða hætti öðrum má stuðla að stöðugleika í íslenzku efnahags- og atvinnulífi.“ Og Björgólfur Guðmundsson bætti við: „Og jafnvel þó við yrðum hluti af stærra peningakerfi og tækjum upp stöðugri mynt þá er ég ekki frá því að bjartsýni, ákafi og áhættusækni okk- ar Íslendinga muni eftir sem áður skapa þrýsting á efnahagskerfi okk- ar. Þá yrði ekki síður mikilvægt að eiga varasjóð til að vinna gegn skað- legum sveiflum í búskap okkar. Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að öflugur þjóðarsjóður verður ekki til á einni nóttu og ljóst er að sjóður sem þessi býr ekki til nýja peninga. En hann mun stuðla að stöðugleika og ég vil trúa því að ein auðugasta þjóð veraldar muni á áratug eða svo safna fjármunum sem munu skipta sköpum og skjóta alveg nýjum og sterkum stoðum undir efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði Íslend- inga. Lífeyrissjóðirnir, sem fyrir um 40 árum byrjuðu á einni lítilli inn- borgun, eru nú orðnir miklu stærri en ríkissjóður. Sama mun verða um okk- ar varasjóð. Hálfnað er verk þá hafið er.“ Þessi hugmynd Björgólfs Guð- mundssonar er þess verð að um hana verði fjallað. Slíkur þjóðarsjóður gæti gegnt svipuðu hlutverki fyrir okkur Íslendinga og olíusjóðurinn norski gerir fyrir Norðmenn. Það er alveg ljóst, að hann er einn helzti þátturinn í efnahagslegum styrk Norðmanna. Þeirri hugmynd Björgólfs ber að fagna, að tekjur þjóðarinnar af auð- lindum renni í sjóðinn. Þótt ríkis- stjórn og Alþingi hafi lekið niður í aumingjaskap frammi fyrir kröfum útgerðarmanna og afnumið tíma- bundið veiðigjald á þorski standa lög- in um auðlindagjald óhögguð og eðli- legt að tekjur af því, þótt takmarkaðar séu nú um stundir, renni í slíkan þjóðarsjóð. Til viðbótar er sjálfsagt að hefja innheimtu auðlindagjalds af öðrum auðlindum og beina þeim tekjum í þjóðarsjóð. Þetta væri góð byrjun. Alþingi á að taka þetta mál til um- ræðu og meðferðar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Fjórir menn af vettvangilanghörðustu mótmæla at-vinnubílstjóra sem orðiðhafa til þessa fóru á slysa- deild til aðhlynningar í gær eftir að hafa fengið piparúða í augun á Suð- urlandsbraut við Rauðavatn þar sem lögreglan handtók á þriðja tug manna fyrir ólögleg mótmæli. 16 flutningabílar voru fjarlægðir af lög- reglu og eru ökutækin í hennar vörslu. Mótmælastaðan stóð hálfan dag- inn og brutust út átök nokkrum sinn- um á því tímabili. Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, var einn þeirra sem fékk piparúða í augun og sagði framgöngu lögreglunnar stað- festa að lögregluríki væri staðreynd hér á landi. Atburðarásin virtist vera frekar handahófskennd frá því hún hófst skömmu eftir klukkan níu við Olís- stöðina við Suðurlandsbraut. „Við sátum bara hér í kaffi inni á bens- ínstöðinni,“ sagði einn úr hópi bíl- stjóranna. „Við höfðum lagt bílunum okkar úti í kanti á meðan en síðan komu tveir, þrír bílstjórar og lögðu beint á veginn og lokuðu honum.“ Lögreglan fór á vettvang og fékk yfir sig skammir frá bílstjórunum þótt báðir aðilar væru raunar brosandi inn á milli. Nokkrir bílstjórar sátu inni á kaffistofunni og fylgdust með lög- reglunni úti á vegi en fyrst dró til tíð- inda þegar þeim sýndist sem verið væri að handtaka einn bílstjórann. Þá flýttu þeir sér út og voru töluvert æstir vegna framgöngu lögreglunn- ar sem einn bílstjórinn sagði að hefði falist í því að lögreglumaður hefði rifið í einn bílstjórann þegar hann var að taka við bíllykli úr hendi starfsbróður síns. Mótmælendum rutt burtu Bílarnir sem voru stopp á vegin- um voru á næstu mínútum fjarlægð- ir en síðan urðu kaflaskipti í atburða- rásinni þegar um tugur bílstjóra ákvað að taka sér stöðu á miðjum veginum og virða að vettugi marg- ítrekuð fyrirmæli lögreglu um að yf- irgefa veginn. Eftir um hálftíma þref við bílstjórana sem svöruðu með háðsglósum var gripið til þess að stilla upp sérútbúnum ó reglumönnum sem bjuggu ryðja veginn. Áður en til þ voru bílstjórum gefin ítrek mæli um að fara en þeir hr hvergi. Óeirðalögreglum voru búnir kylfum og skjö með sérstaka hlífðarhjálma Næsti kafli í atburðarás svo þegar lögreglufylking, anstóð af um 30-40 lögre um, ruddi mótmælendum um. Í kjölfarið var einn ha upp við hurð á flutningabí mælendur vildu ekki láta þ afskiptalaust. Það var á þe punkti sem lögreglan beitti í fyrsta sinn. Til þess vor brúsar á stærð við lítil han  21 handtekinn í sex tíma umsátursástandi  Lö Augun hreinsuð Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur sem farið þurftu að leita aðhlynningar, þ.e. að láta skola úr augunum Piparúða beit gegn mótmæl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.