Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DAGSKRÁ sum- ardagsins fyrsta í Þjóðminjasafninu er að þessu sinni helguð börnum og brúðum. Gangandi brúðuleik- hús þeirra Konst- antin Shcherbak og Maríu Bjarkar Stein- arsdóttur verður með tvær leiksýningar, klukkan 14 og 16. Aðalbrúða sýningarinnar er hin rússneska karnivalsbrúða Petrushka. Í tilefni dagsins verður líka opnuð sýning á gömlum brúðum úr eigu safnsins á Torginu, sungið verður með börnunum, farið í hópleiki og boðið upp á listasmiðju. Leiklist Börn og brúður á Þjóðminjasafninu Þjóðminjasafnið KVENNAKÓR við Há- skóla Íslands fagnar sumri með tónleikum í Hátíðarsal Háskólans klukkan 16 í dag. Stjórnandi er Margrét Bóasdóttir. Á efnisskránni eru meðal annars útsetn- ingar Herberts Hribersc- hek Ágústssonar á lögum Sigfúsar Halldórssonar og verk eftir Dvorák og Grieg. Kórinn skipa um 30 kon- ur úr hópi nemenda og starfsfólks við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Aðgangs- eyrir er 1.500 krónur en háskólastúdentar fá ókeypis aðgang. Tónlist Háskólakonur syngja inn sumarið Margrét Bóasdóttir FIMM raftónverk verða flutt á tónleikum Rásar 1 í Hafnarhúsinu í dag klukk- an 16.08. Verkin eru öll byggð á tónsmíðum eldri tónskálda sem eiga stórafmæli á árinu. Flutt verða verk eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur, Guðmund Vigni Karlsson, Gunnar Andreas Kristinsson, Rík- harð H. Friðriksson og Þuríði Jónsdóttur. Af- mælistónskáldin eru Atli Heimir Sveinsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Páll P. Pálsson og Jórunn Viðar. Tónlist Raftónverk í afmælisgjafir Hildur Ingveldardóttir Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SÍMINN hringir nokkuð lengi, enda leiðslurnar langar til London. Loks er svarað gríðarlega djúpri röddu: „Halló“. Blaðamaður sér fyrir sér Barry White og röddin skekur sím- tólið. Reyndar er annar White á ferðinni, Sir Willard White bassa- barítón (já, hann var aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu). Blaðamaður kynnir sig og White segist hafa átt von á símtalinu. Ég átti nú von á djúpri röddu … „Mmmmhmm …,“ drynur í White þannig að símtólið skelfur, „… og?“ ...hún er verulega djúp! White hlær digurbarkalega að þessu, eins og tröll í ævintýri um það bil að fara að gleypa lítinn smala- dreng. Við snúum okkur að efni sam- talsins, væntanlegum tónleikum White í Íslensku óperunni 29. apríl næstkomandi. Þar ætlar hann að syngja lög sem bandaríski söngv- arinn, leikarinn, íþróttamaðurinn og mannréttindafrömuðurinn Paul Robeson var þekktur fyrir að flytja snemma á síðustu öld. Má þar nefna s.k. negrasálma, rússnesk lög, þjóð- lög frá Bretlandseyjum, gömul djasslög og lög eftir Gershwin og Kern. Með White í för verða píanó- leikarinn Neal Thornton sem enn- fremur hefur útsett öll lögin og Richard Bolton sem leikur undir á gítar. Dagskráin er svo hnýtt saman með frásögnum af lífi Robeson. Ég las það á netinu að snemma á ferli þínum hefðir þú verið undir áhrifum frá Robeson … „Það eru svo margir menn og hlutir sem hafa fyllt mig andagift á ferlinum. Ég heyrði einu sinni upp- töku af söng Robeson, skömmu áður en ég yfirgaf Jamaíku. Fólk nefndi það oft við mig, þegar ég bjó þar, að ég syngi líkt og Paul Robeson. „Ja, hérna, röddin í þér er eins og í Paul Robeson, þú syngur alveg eins og Paul Robeson!“ sagði fólk við mig og mér líkaði það ekkert sérstaklega vel en um leið var gaman að vera líkt við einhvern frægan. Mig langaði svo sannarlega ekki að öðlast frægð út á það að syngja trúarlega söngva, það var hann einkum þekktur fyrir og í raun það eina sem hann gat sungið út af hugarfari þess tíma, þ.e. hvernig litið var á þeldökkt fólk. Mig langaði því ekki að vera eins og Paul Robeson,“ segir White og hlær. Hvaða lög eru á efnisskránni hjá þér á þessum tónleikum? White hugsar sig um, nefnir svo „Deep River“, „Old Man River“, írsk þjóðlög, hættir svo upptalningunni og segir lögin svo mörg. „Það eru yf- ir tuttugu lög á efnisskránni. Tón- leikarnir standa yfir í rúmar tvær klukkustundir, með hléi.“ White seg- ir upplestur textabrota um líf Robe- son hluta af tónleikunum, þeir gefi áheyrendum innsýn í líf mjög merki- legs og manns. White segist sér- staklega dást að Robeson vegna bar- áttu hans fyrir mannréttindum og þá ekki síst blökkumanna. Mikilfengleg uppákoma Nú varstu aðlaður af drottning- unni. Hvernig var það eiginlega? White hlær að spurningunni. „Það var nokkuð mikilfengleg uppákoma. Mér var boðið upp á þetta, ég veit ekki hvernig það kom til. Ég hafði á þeim tíma búið á Englandi í rúm 30 ár og fékk þetta tækifæri, eitthvað sem mér hafði aldrei dottið í hug að myndi gerast í mínu lífi, hélt að þetta væri bara fyrir aðra. Því tók ég þessu boði og var aðlaður fyrir fram- lag mitt tónlistar og samfélagsins. Nú hlýtur mikið að hafa breyst í óperuheiminum frá því þú hófst að syngja í óperum? „Mmmmmmm … jú, það hefur heilmargt breyst. Óperuhúsin segj- ast þó enn ekki eiga nægan pening, öll sem ein, og þannig hefur það allt- af verið. Kannski er það rétt því fjölda óperuhúsa hefur verið lokað vegna fjárskorts. Það eru heilmargir ungir óperusöngvarar sem fá ekki vinnu, ég skil ekki hvernig þetta virkar, hvaða öfl valda því að einum tekst að byggja upp starfsferil en öðrum ekki. Það er eitt af undrum lífsins fyrir mér. Ég fer á svið og reyni að syngja eins vel og ég get, hvað svo sem ég er að syngja, og sem betur fer biðja menn mig enn um það.“ Þú getur s.s. ekki kvartað? „Jú, ég gæti það, en til hvers?“ svarar White og hlær. Hann hafi ekki þörf fyrir það. Öskubuskusaga Þú ólst upp í fátækt á Jamaíku...? „Tja, við áttum ekki mikinn pen- ing og, jú, pabbi minn studdi mig í því að læra söng,“ segir White. Móð- ir hans hafi þó áttað sig á því fyrst manna að strákur hefði sönghæfi- leika. White nam við tónlistarskóla í Kingston og söng í óperuupp- færslum þar. Svo vildi til að Evelyn Rothwell, eiginkona hljómsveit- arstjórans Sir John Barbirolli, heyrði hann syngja dag nokkurn þegar hún var á ferð um Jamaíku og stakk upp á því við White að hann færi til London í frekara söngnám. Faðir White keypti hins vegar far- miða handa honum til New York, aðra leiðina, af því hann var ódýrari. White hlaut námsstyrk í Banda- ríkjunum og hóf söngnám undir handleiðslu bassasöngvarans Giorg- io Tozzi við Juilliard-listaháskólann. Spurður nánar út í röddina segir White að hann syngi ekki „basso profundo“, þ.e. lægsta bassa, en þó komist hann nokkuð langt niður. „Hljómblær raddar minnar er nokk- uð djúpur, eða svo er mér sagt, en ég kemst nokkuð hátt upp líka.“ Áttu þér eitthvert uppáhaldsverk? „Uppáhaldsverk? Nei, ekki ennþá.“ Hvað syngurðu t.d. þegar þú ert í sturtu? White hlær innilega, nánast syngjandi, og svarar því svo til að reyndar syngi hann oft hluta úr „Ar- íu Gremins prins“, úr óperunni Évgení Ónegín eftir Tsjajkovskí. Það sé mjúkt og fari vel í háls. Alþýðlegur óperusöngvari Sir Willard White Býður til mikillar tónlistarveislu í Íslensku óperunni. Einn þekktasti óperusöngvari heims, Willlard White, heldur tónleika í Íslensku óperunni á þriðjudaginn SÝNING á myndlistar- verkum Helgu Dómhildar Alfreðsdóttur verður opnuð í Ingustofu á Sólheimum í dag klukkan 17. Á sýning- unni eru verk sem Helga hefur unnið í Listasmiðju Sólheima á undanförnum tveimur árum. Sólheimaleikhúsið frum- sýnir líka Dýrin í Hálsa- skógi eftir Thorbjörn Eg- ner í dag klukkan 15. Í Sólheimaleikhúsinu koma saman ungir sem aldnir, fatlaðir sem ófatlaðir og allir hafa hlutverki að gegna. Alls verða sýningarnar fjórar fram til 3. maí. Listviðburðir á Sólheimum Menning Helga Alfreðsdóttir BRYNDÍS Guðmundsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar í fyrstu atrennu fyrir frumraun sína, Einstök mamma. „Það var nú ekki mark- miðið, en ég er afskaplega þakklát fyrir þennan heiður. Viðbrögð barna og fullorðinna við bókinni eru þannig að efni bókarinnar virðist snerta þá sem lesa hana,“ segir Bryndís. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri afhenti Bryndísi verðlaunin við há- tíðlega athöfn í Höfða í gær. Magnús Ásmundsson hreppti verðlaun fyrir bestu þýðingu á barnabókinni Dans- ar Elías? Einstök mamma er safn af sögum um litla stúlku sem á heyrnarlausa mömmu. „Þarna segir frá því hvern- ig hún upplifir það að eiga mömmu sem er öðruvísi en aðrar mömmur,“ segir Bryndís. „Niðurstaðan er kannski sú að það eru svo margir sem eru öðruvísi og það er mik- ilvægt að sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum annarra.“ Umfjöllunarefnið stendur henni nærri, því hún ólst sjálf upp hjá heyrnarlausri móður og var oft í hlutverki túlks í uppvextinum. „Fyrst og fremst eru þetta sögur úr mínu lífi,“ segir Bryndís. Magnús Ásmundsson fór á eft- irlaun um sjötugt og kveið því þá mikið að þurfa að sitja aðgerðalaus. „Ég er mikill vinnualki. Ég las fyrstu bókina sem ég þýddi stuttu áður en ég fór á eftirlaun og einsetti mér að mitt fyrsta verk myndi verða að þýða hana og það gekk eftir.“ Hann hefur síðan þýtt tíu bækur á jafnmörgum árum. Dansar Elías? eftir sænska rithöf- undinn Katarinu Kieri fjallar um dreng sem missir móður sína og hvernig hann tekst á við áfallið. „Það er nauðsynlegt að unglingar hafi eitthvað almennilegt að lesa,“ segir Magnús. „Það sem heillaði mig fyrst við þessa bók var þessi ljóð- ræni stíll yfir henni og gott sál- fræðilegt innsæi.“ Bókin er ætluð krökkum í efri bekkjum grunnskóla og í niðurstöðu dómnefndar segir meðal annars að þýðing Magnúsar sé „áreynslulaus, lipur og falleg“. Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent við hátíðlega athöfn í gær Fékk verðlaun í fyrstu atrennu Morgunblaðið/Valdís Thor Verðlaun Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður menntaráðs, afhentu Bryndísi Guðmundsdóttur verðlaunin í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.