Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 47 ÍSLANDSVINURINN Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, og synir hennar Sean Ono og Julian, og útgáfufyrirtækið EMI Blackwood Music Inc, hafa lögsótt framleiðendur heimild- armyndarinnar Expelled: No Intelligence Allowed, fyrir að nota lag Lennons, „Imagine“, í leyfisleysi í myndinni. Lennon hljóðritaði lagið árið 1971 og má til gamans geta að tímaritið Rolling Stone setti það í þriðja sæti yfir bestu lög allra tíma, í úttekt sinni fyrir fjórum árum. Sækjendur málsins vilja að bann verði sett á notkun lagsins í myndinni og fara auk þess fram á skaðabætur. Í heimildarmyndinni er fjallað um eldfimt efni, kennslu í grunnskólum í því að Guð hafi skapað allt líf á jörðinni í stað þess að það hafi þróast eins og kenning Charles Darw- ins lýsir. Framleiðendur og dreifendur myndarinnar eru fyr- irtækin Premise Media Corporation, C&S Production, LP og Rocky Mountain Pictures. John og Yoko Í New York árið 1980. „Imagine“ notað í leyfisleysi LEIKARAHJÓNIN Tom Cruise og Katie Holmes eru sögð hafa eytt litlum 100.000 dollurum í tveggja ára afmælisveislu dóttur sinnar Suri þann 18. apríl sl. Samkvæmt gengi íslensku krónunnar þegar þetta var skrifað, í gærkvöldi, gerir það um 7,4 milljónir króna. Vinum og ættingjum var boðið til veislunnar sem haldin var á heimili Cruise-fjölskyldunnar í Hollywood- hæðum og munu blómaskreyting- arnar einar hafa kostað 17.000 doll- ara. Þema teitinnar var „fiðrildi“ enda fiðrildi í miklu uppáhaldi hjá þeirri stuttu. 24 gestir voru í veisl- unni, þar af tvö ættleidd börn Cruise úr fyrra hjónabandi, Isa- bella sem er 15 ára og Connor sem er 13 ára. Um kvöldið var svo stjörnum boðið til veislu, David og Victoriu Beckham, Will Smith og Jödu Pinkett Smith og Evu Longoriu Parker. Tímaritið In Touch Weekly hefur það eftir ónefndum heimild- armanni að teitin hafi verið vel heppnuð og Suri í virkilega góðu skapi enda nóg af blöðrum til að leika sér með. Litla fjölskyldan Cruise, Holmes og Suri á forsíðu Vanity Fair árið 2006. 7,4 milljóna barnaafmæli BRESKA söngkonan Amy Wine- house var kosin hin fullkomna kvenhetja í könnun vefjarins Sky- .com og breski söngvarinn Pete Do- herty lenti í öðru sæti í sömu könn- un yfir hina fullkomnu hetju. Winehouse og Doherty hafa bæði átt við eiturlyfjafíkn að stríða lengi vel, Winehouse hefur nokkrum sinnum lagt hótelherbergi í rúst og fór nýlega í meðferð við fíkninni en Doherty situr í fangelsi fyrir að brjóta skilorð. Þetta þykja því held- ur óvenjulegar hetjur og óljóst í hverju hetjuskapurinn felst. Winehouse skaut móður Teresu, Díönu prinsessu og Florence Nigh- tingale ref fyrir rass í könnuninni en í henni tóku þátt Bretar undir 25 ára aldri. Hin fullkomna hetja í flokki karla var er knattspyrnu- maðurinn Steven Gerrard og þá sjálfsagt fyrir hetjudáðir á vell- inum. Breski sálfræðingurinn Donna Dawson segir um þessa könnun að það sem virðist sameina konurnar á listanum sé ákveðið varnarleysi, þær hafi átt við mikið mótlæti að glíma. Hetjur karla séu aftur á móti sterkari, áhrifameiri og þekktar af hæfileikum fremur en persónu- gerð. Menn dáist sum sé að karl- hetjum en finni til samkenndar með kvenhetjum. Amy Winehouse Pete Doherty Hetjurnar Winehouse og Doherty

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.