Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UMHVERFISNEFND Hafnar- fjarðar hefur sett af stað skipulags- samkeppni meðal bæjarbúa um skipulag á Óla Run túni neðan við Lindarhvamm. Svæðið er skilgreint sem opið svæði og grænt svæði. Það á að nýt- ast öllum bæjarbúum og vera Hafn- arfirði til sóma. Bæjarbúar eru hvattir til að senda teikningu, ljóð, sögur, sendi- bréf, líkan, útsaum, leirmynd, tré- skurð, myndband, ljósmynd, frum- samið lag – hvaðeina sem lýsir hugmyndum þeirra um það hvernig Óla Run tún skuli líta út. Innsendingum skal skila til þjón- ustuvers Hafnarfjarðar í síðasta lagi 20. maí. Innsendingar skulu merktar með dulnefni og rétt nafn skal vera í umslagi merktu dulnefn- inu. Verðlaun eru 100 þúsund kr. fyrir fyrsta sæti, 50 þúsund fyrir annað og 25 þúsund fyrir þriðja. Morgunblaðið/Ásdís Samkeppni í Hafnarfirði Í DAG, sumardaginn fyrsta, stend- ur ATORKA – mannrækt og útivist fyrir för milli Mosfellsbæjar og Sel- tjarnarness á skautum, hjólandi eða gangandi. Lagt er af stað klukkan tíu að morgni frá Varmárlaug í Mosfellsbæ og endað í Seltjarn- arneslaug. Tekin verður upphitun undir góðum tónlistartakti fyrir brottför. Farið verður eftir göngu- stígum norðan megin Mosfells- bæjar og Grafarvogs. Gert verður hádegishlé í Elliðaárdalnum og far- ið með fram suðurströnd Reykja- víkur og út á Seltjarnarnes og strengirnir látnir líða úr líkam- anum í lauginni. Fara borgina endilanga HÁTÍÐAR- og útskriftarathöfn „borgaralegrar fermingar“ fer fram sunnudaginn 27. apríl í Há- skólabíói. Fyrri athöfnin hefst kl. 11 og sú seinni kl. 13.30. Athöfnin er útskriftarhátíð hald- in í kjölfarið á þriggja mánaða námskeiði í lífsleikni og siðfræði og er hátíðleikinn í fyrirrúmi. Ferm- ingarbörnin koma fram, flytja tón- list, dans ljóð ávörp auk þess sem þjóðþekktir einstaklingar flytja stuttar ræður. Borgaraleg ferming ÖSSUR Skarp- héðinsson iðn- aðarráðherra verður gestur Græna netsins á fundi laugardag- inn 26. apríl um frumvarpið um framtíð orku- mála, um iðn- aðaruppbygg- ingu, stóriðju- áform og náttúruvernd. Fundurinn verður haldinn á Sólon í Banka- stræti, Reykjavík, og hefst klukkan 11. Eftir stutt upphafsávarp Öss- urar verða umræður og fyrir- spurnir. Þetta er fyrsti opni fund- urinn sem iðnaðarráðherra heldur í höfuðborginni á þessu ári. Fund- arstjóri verður Katrín Theódórs- dóttir. Össur hjá Græna netinu Össur Skarphéðinsson STUTT INNAN skamms verða í fyrsta skipti á Íslandi gefin út American Express-greiðslukort. Útgáfan er samstarfsverkefni Kreditkorts, Ice- landair og American Express en um er að ræða vildarkort sem skiptist í þrjár tegundir; premium, classic og business. Ýmsar nýjungar fylgja kortunum, m.a. geta meðlimir safnað vildar- punktum í gegnum veltu korta í út- löndum og þá eru tryggingarnar víðtækari en áður hefur þekkst. T.a.m. vegna tafa á leið út á flugvöll og yfirbókunar og þá verður boðið upp á innkaupakaskó sem bætir hluti sem keyptir eru hér eða er- lendis verði þeir fyrir tjóni innan 30 daga. Meiri farangur heimill Að sögn Ingu Birnu Ragnars- dóttur, forstöðumanns Vildarklúbbs Icelandair, opnar þetta möguleika á samstarfi Icelandair við American Express erlendis en félagið rekur eina stærstu ferðaskrifstofukeðju í heimi. Það vinnur með yfir 20 flugfélögum að sammerktum kreditkortum víðsvegar um heim- inn og segir Inga Birna samstarfið bjóða upp á margvíslega möguleika fyrir viðskiptavini Icelandair. Handhöfum Premium og Bus- iness-kortanna bjóðast þær nýj- ungar að mega ferðast með meiri farangur og að auki fá aðgang að ókeypis bílastæðum við Leifsstöð í þrjá daga. Þá fá þeir árlega svokall- aðan félagamiða en kaupi handhafi miða getur vinur fengið annan ókeypis. Víðtækari ferðatrygging- ar með nýju vildarkorti Morgunblaðið/Valdís Thor Nýjung Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri American Express í Evrópu, kynnir nýju greiðslukortin sem gefin verða út innan skamms. um meðferð á endaþarms- og ristilkrabbameini auk þess sem hann á sæti í ráðgjafahópi um þessar aðgerðir sem skipuð er fulltrúum frá öllum Norð- urlöndunum og Skotlandi. Búnaðurinn kostar um fimm milljónir Að sögn Helga þarf á ári hverju í kringum hundrað sjúklinga á aðgerð að halda vegna krabba- meins í ristli og endaþarmi. Aðspurður segir hann nýja búnaðinn geta nýst um tíu einstaklingum á ári, bæði þeim sem hafa for- og fyrstu stig krabba- meinsins. „Það eru fáir sjúklingar sem þessi nýi búnaður nýtist og því þarf þorri sjúklinganna BÚNAÐURINN sem þarf til þess að framkvæma aðgerðir við krabbameini í ristli og endaþarmi með speglunarbúnaði er nýkominn til landsins og verð- ur formlega tekinn í notkun á Landspítalanum um leið og fyrsti sjúklingurinn kemur fram sem þarf á slíkri tegund aðgerða að halda. Þetta segir Helgi Kjartan Sigurðsson, skurðlæknir sem sérhæft hef- ur sig í aðgerðum í neðri hluta meltingarvegarins. Að sögn Helga er öll þekking og reynsla til þess að nýta búnaðinn þegar fyrir hendi á Landspítalan- um, en sjálfur hefur hann t.a.m. unnið við þessa tegund aðgerða erlendis undanfarin ár og er í ráð- gjafahópi á vegum norsku krabbameinsskrárinnar áfram að gangast undir hefðbundna brottnámsað- gerð.“ Aðspurður segir Helgi nýja búnaðinn kosta í kringum fimm milljónir kr. Spurður á hversu löngum tíma búnaðurinn muni borga sig upp segir Helgi venjulega aðgerð kosta um eina og hálfa milljón og því þurfi ekki nema fjóra sjúklinga til að borga upp tækið í þeim skilningi. „Peningar og legudagar eru hins vegar ekki allt. Því ef hægt er að hlífa einum sjúklingi við stórri aðgerð þá er það nóg,“ segir Helgi og tekur fram að valið á tegund aðgerða sé hins vegar óháð legudögum því horft sé til þess hverjum viðkomandi aðgerð henti. Nýtist tíu sjúklingum á ári  Nýr búnaður verður formlega tekinn í notkun við fyrsta tækifæri á Landspítala  Þorri sjúklinga þarf eftir sem áður að gangast undir hefðbundna aðgerð KRISTJÁN L. Möller, sam- gönguráðherra, hefur sett Hrein Haraldsson í embætti vega- málastjóra til eins árs, frá 1. maí. Hreinn er jarð- fræðingur að mennt og kom til starfa hjá Vegagerðinni árið 1981. Hann hefur undanfarið gegnt þar starfi framkvæmdastjóra þróunar- sviðs. Rökstuðningur Kristjáns fyrir ráðningunni er birtur á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Þar segir að gerðar hafi verið kröfur um háskóla- menntun í verkfræði eða sambæri- lega menntun, víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og áætlanagerð, frumkvæði og leiðtogahæfni og reynslu og hæfileika til að miðla upp- lýsingum, ásamt hæfni í samskiptum. Tíu sóttu um starfið og segir Krist- ján, að eftir ítarlega og málefnalega skoðun á umsóknum og atriðum sem fram komu í viðtölum við umsækj- endur, sé það sitt mat að Hreinn Haraldsson sé hæfasti umsækjand- inn. Nýr vega- málastjóri Hreinn Haraldsson Tíu sóttu um starfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.