Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 31 MINNINGAR En nú varir trú, von og kær- leikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur (I. korintubréf 13. kafli.) Óðurinn um kærleikann og sann- leikur hans eru mér efst í huga þegar ég skrifa afmæliskveðju til yndislegr- ar konu. Sú kona ert þú, Auðbjörg Guðjónsdóttir. Í dag fögnum við því að það eru 60 ár síðan þú komst í heiminn. Heyrt hef ég að ekki hafi farið mikið fyrir þér og það kemur mér ekki á óvart þar sem þú hefur ætíð verið virt og elskuð fyrir hóg- værð þína, jákvæði og hljóðlátan styrk. Þegar ég hugsa um liðna tíma sé ég blíða brosið þitt, og hvernig þú geislar af hreysti og lífsgleði við að ala upp fjögur börn, vera nánasti Auðbjörg Guðjónsdóttir ✝ Auðbjörg Guð-jónsdóttir fæddist á Hofsósi í Skagafirði 24. apríl 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 24. október 2006 og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 31. október. samferðamaður eigin- manns þíns og vinur vina þinna og ég er þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér í líf- inu. Þegar þetta er ritað finn ég að þú stendur við vinstri öxl mína, teygir hönd þína fram og strýkur mér um vangann alveg eins og þú gerðir morguninn eftir ógleymanlega svefnlausa nótt þegar ég lagðist í bólið þitt örmagna og frávita af sorg vegna skyndilegs fráfalls þíns. Hinn óraun- verulegi raunveruleiki að þurfa að læra að lifa áfram án þín hefur hnykkt á því sem þú kenndir mér um mikilvægi kærleikans og þeirrar staðreyndar að lífið er sem dropi í hafsjó alheimsins, og að okkur sem búum saman á þessari jörð ber að nota það vel. Í mér og öllum ástvinum þínum lifa áfram lífsgildi þín, kær- leikur og styrkur. Til hamingju með daginn, elsku mamma. Þín Arnhildur Gríma. Nú er elsku litla englarósin mín farin frá okkur. Þessi litli engill sem gaf svo mikið af sér, þó að hún væri mikið veik. Það var 13. júlí 2006 þegar mamma hennar og pabbi færðu mér þau tíð- indi að þau ættu von á barni og var það mikill gleðidagur í lífi mínu, nú væri ég loksins að verða amma. Elsku litla stelpan mín leit dagsins ljós hinn 22. febrúar 2007 og amma var að springa úr gleði þegar hún sá hana í fyrsta sinn. Hún var síðan skírð Helena og var ávallt kölluð Hel- ena fagra því hún var svo falleg og yndisleg. Fljótlega fór að bera á því að Helenu minni leið ekki nógu vel, Helena Matthíasdóttir ✝ Helena Matt-híasdóttir fæddist í Reykja- vík 22. febrúar 2007. Hún lést á Barnaspítala Hringsins þriðju- daginn 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 11. mars. hún vildi ekki drekka og grét mjög mikið. Ekki leist okkur á þetta og var amma sérstaklega áhyggjufull yfir þessu og var stöðugt að biðja fyrir henni. Svo var það 13. júlí 2007, ári eftir gleði- tíðindin, sem við fengum að vita að Helena væri með kalk í heila, og út frá því kom í ljós að hún var haldin ólæknandi taugahrörnunarsjúkdómi. Var þetta mikið áfall fyrir alla fjöl- skylduna. En hún Helena mín hafði mjög sterka nærveru og ég vissi þegar ég horfði í djúpstæð augu hennar að við höfðum þekkst áður. Sál hennar var litrík sem regnboginn og hún kenndi manni svo margt eins og hvað það er dýrmætt að lifa lífinu lifandi og þakka fyrir að vera heilbrigður. Litla engl- arósin mín háði hetjulega baráttu og var amma mikið með stelpuna sína, alltaf að syngja fyrir hana, kyssa hana og knúsa, því hún var svo mjúk og yndisleg og áttum við yndislegar stundir saman. Helena mín dvaldist síðustu tvo mánuðina á Barnaspítala Hringsins og þá var amma alltaf að syngja fyrir hana „Hvert örstutt spor“, yndislega fallegt ljóð sem lýsir okkar samverustundum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast elsku litlu Helenu, engla- rósinni minni eins og ég kallaði hana ávallt, með fallegu sálina sína, og bið góðan Guð að varðveita hana og vernda. Einnig bið ég Guð að styrkja mömmu hennar og pabba, Ævar stóra bróður og aðra ættingja, því missirinn er mikill. Að lokum vil ég senda englarósinni minni þessa fal- legu bæn sem er mér svo kær. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesú, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Hinsta kveðja frá ömmu Biddu. Bryndís Hákonardóttir. Ég kynntist Lilju fyrir rúmum aldar- fjórðungi, í minni fyrstu heimsókn til tengdaforeldra minna á Siglufirði, að Hávegi 58. Lilja og Kristján tóku vel á móti mér og þannig var það alla tíð. Heimsóknirnar þangað urðu margar og minningarnar tengdar þeim stað eru góðar. Ég kom aðeins sem gestur til Siglufjarðar en þar leið mér alltaf vel, staðurinn býr yfir mikilli fegurð hvort heldur að sumri eða vetri. Lilja var mikil húsmóðir og kom ótrúlega mörgu í verk. Einhvern veg- inn tókst henni að vinna öll verk þannig að þau virtust auðveld og fljótunnin en samt unnin af vand- virkni. Hún byrjaði daginn snemma, yfirleitt hafði hún verið á fótum ein- hverja klukkutíma þegar dagur ann- Lilja Jóelsdóttir ✝ Lilja Jóelsdóttirfæddist á Hvoli í Fljótshverfi 27. maí 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 6. febrúar síð- astliðinn. Útför Lilju fór fram frá Akra- neskirkju 22. febr- úar sl. arra hófst. Lilja sat aldrei auðum höndum, hún bakaði mikið, eld- aði góðan mat, saum- aði út dýrindis myndir, prjónaði kjóla á litlar sonar- og dótturdætur, peysur og húfur á öll barnabörnin, púslaði flóknar myndir og las mikið. Að auki hélt hún dagbók í fleiri ár þar sem helstu atburðir dagsins, ásamt veður- lýsingu, voru skráðir. Tengdamamma var ákveðin kona og ég bar mikla virð- ingu fyrir henni. Hún vildi hafa reglu á hlutunum og allt var vel skipulagt – og lét hún aðra gjarnan vita hvernig haga átti hlutunum. Lilju fannst gaman að segja sögur og þá frá einhverjum atvikum í sínu lífi, gjarnan voru það sögur af veiði- ferðum en hún hafði mikinn áhuga á stangveiði. Tókst henni að vekja þann sama áhuga hjá börnum sínum og barnabörnum sínum. Hún tók ekki þátt í góðu eða slæmu umtali um ann- að fólk. Ef einhverjum varð það á að koma með athugasemdir um ein- hvern þá var því ekki svarað – hún leiddi það hjá sér. Tengdamamma var alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Ef taka átti slátur eða úrbeina naut – þá var hún mætt. Eins ef við Kristján, sonur hennar, þurftum sem fátækir námsmenn á einhverri aðstoð að halda, þá fengum við hana – oftar en ekki í glæsilegum matarsendingum. Þannig var hún allt þar til Kristján tendapabbi dó, í apríl 1999. Þá gerðist eitthvað og sú kona sem ég þekkti – hún hvarf smám saman inn í rökkur alvarlegra veikinda. Haustið eftir andlát Kristjáns settist hún að á Akranesi. Hún keypti íbúð við Stekkjarholt en sökum veikinda hennar var dvölin þar stutt. Síðustu árin dvaldi Lilja á Sjúkra- húsi Akraness. Þar naut hún góðrar umönnunar og leit hún á sjúkrahúsið sem sitt heimili. Starfsfólk sjúkra- hússins á þakkir skildar fyrir störf sín og fyrir að gera Lilju lífið bæri- legt. Mér þótti miður að hafa ekki verið við athöfnina í Akraneskirkju en ég náði að vera með Lilju síðustu dag- ana fyrir andlátið. Ég vil þakka henni fyrir samfylgdina og strákarnir okk- ar Kristjáns, Páll Óskar, Kristján Jó- el og Þorvaldur, þakka þann tíma er þeir áttu með ömmu sinni. Afkomendum Lilju votta ég samúð mína. Hvíl í friði tengdamamma. Þín tengdadóttir Margrét Þorvaldsdóttir (Gréta). Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ARNBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, Ólafsbraut 30, Ólafsvík, andaðist á dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, miðvikudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Gylfi K. Magnússon, Guðrún Blöndal, Elísabet Magnúsdóttir Björg Magnúsdóttir, Einar Kristjánsson, Hermann Magnússon, Svanhildur Pálsdóttir, Trausti Magnússon, Jóhanna K. Gunnarsdóttir, Steinþór Magnússon, Sigrún Harðardóttir, Ágústa Magnúsdóttir, Jón Guðmundsson, Svanur Magnússon, María S. Pétursdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Jón Axelsson, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. ✝ Systir okkar, SIGRÍÐUR BERGSTEINSDÓTTIR, (DIDDA), Hjallatúni, Vík, áður Skúlagötu 66, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 2. apríl. Jarðarförin fór fram miðvikudaginn 16. apríl í kyrrþey. Magnús Berg Bergsteinsson, Þuríður Pfeiffer Bergsteinsdóttir, Sigurður Berg Bergsteinsson, Ólafur Bergsteinsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN AUÐUNSSON skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Mávahlíð 42, lést mánudaginn 21. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.00. Vilhelmína Þorsteinsdóttir, Ellen Þórarinsdóttir, Halldór Pétur Þorsteinsson, Guðrún Jónína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Unnur Egilsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Hreinn Jónsson, afabörn og langafabörn. ✝ Okkar ástkæri VALDIMAR ÓSKAR JÓNSSON loftskeytamaður, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning 0315-13-304040 kt: 041167-3279 til styrktar Grensásdeild LSH. Jóna Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur St. Valdimarsson, Hjördís Kvaran Einarsdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Gunnar Skúli Guðjónsson, Davíð Þór Valdimarsson, Erla Dögg Ragnarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Ormar Gylfason Líndal og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, ÓTTAR ÞORGILSSON, andaðist á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 22. apríl. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Reykholti í Borgarfirði þriðjudaginn 29. apríl. Erla Hannesdóttir, Jón Ari Þorgilsson, Jóhannes Jóhannesson, Lárus Stefán Jóhannesson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.