Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Áralagið gefur nú ekki til kynna að draumasiglingin sé alveg á næsta leiti. VEÐUR Kjartan Magnússon, stjórnar-formaður Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) og Reykjavík Energy Invest (REI), á í vök að verjast þessa daga og það ekki að ósekju. Hefur hann ekki kallað þetta yfir sig sjálfur?     Kjartan segirhér í Morg- unblaðinu í gær að hann telji sjálf- sagt að halda sér- stakan eigenda- fund um tillögu stjórnar OR þess efnis að gerð verði úttekt á verkefnum REI og verðmat með það fyrir augum að hugað verði að sölu verkefna sem ekki falla undir ráðgjöf og þróun.     Vill Kjartan Magnússon áframvera í áhættufjárfestingum í fjarlægum heimshlutum, þar sem fjármunum borgarbúa, eigenda OR og REI er hætt?     Hvers vegna svarar formaður REIekki spurningunni hversu stór hluti verkefna REI sé einvörðungu fjárfestingarverkefni?     Kjartan var spurður þessararspurningar hér í Morgun- blaðinu í gær og svaraði með þeim orðum að verið væri að fara yfir verkefni fyrirtækisins og meta þau sem er vitanlega ekkert svar.     Kjartan segir einnig: „Núverandimeirihluti borgarstjórnar hefur ekki í hyggju að taka tugi milljarða króna úr vösum Reykvíkinga … og verja þeim til áhættufjárfestinga á viðsjárverðum mörkuðum.“     Var einhver að tala um tugi millj-arða króna? Hversu miklu af fjármunum Reykvíkinga er óhætt, að mati stjórnarformanns REI, að binda í áhættufjárfestingum úti í heimi? STAKSTEINAR Kjartan Magnússon Óskiljanlegur hringlandaháttur SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                         12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                      !!        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "   "   " " "  " "  "  "  "                         *$BC ####              !" "#     $"  !   & # '     ( *! $$ B *! $ %  &#'  #% #'   (  )'  *) <2 <! <2 <! <2 $ ('&  #+  ! ,#-.)/   CD $                 *  E B   " 2    )%$    *  /      %)"#     #  $ +,   <7  *     %-     !"    '       0  ##)11 )'##2 ) .)#+  ! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stefán Friðrik Stefánsson | 23. apríl Mótmælin komin út í algjöra vitleysu Get ekki betur séð en að mótmæli bílstjór- anna séu komin út í tóma vitleysu, stjórn- laust rugl. Hafi snúist upp í hálfgerð skrílslæti nú eftir hádegið þar sem framhaldsskólanemendur leika lykilhlutverk við að kasta eggjum í lög- reglumenn, koma í búningum til að vekja á sér athygli. Svolítið sérstakt að sjá þetta í netútsendingu rúv.is. Held að þetta styrki ekki … Meira: stebbifr.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 23. apríl Palestína og matvælaaðstoð Ákvörðun utanríkis- ráðherra um að skipa sendifulltrúa í málefnum Palestínu er mjög góð og ekki síst vegna þess hræðilega ástands sem hefur ríkt í Palestínu síð- ustu vikur og mánuði. Hversu lítill sem styrkur Íslands er í því að hafa áhrif á frið milli Ísraels og Palestínu skiptir öllu máli að við beitum honum. Við þetta má svo bæta að – Ísland ætti að taka matvælaaðstoð … Meira: bryndisisfold.blog.is Sigurður Kári Kristjánsson | 23. apríl Fjölbreytni og val- frelsi lykilorðin í … Það er óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundan í menntamálum á Ís- landi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra lagði í vetur fram fjögur efnismikil og merki- leg frumvörp sem nú eru til meðferðar hjá menntamálanefnd Alþingis. Frumvörp menntamálaráðherra fela í sér heildarendurskoðun á lögum um leikskóla, grunnskóla og … Meira: sigurdurkari.blog.is Lára Hanna Einarsdóttir | 23. apríl Stundum er erfitt að halda ró sinni … … og höggva ekki mann og annan. Stundum langar mig að hrista fólk, taka á því eins og óknyttastrákum eða -stelpum og lesa því pistilinn ómengaðan. Stundum langar mig að vera einræð- isherra á Íslandi og taka til hendinni, henda rusli og sópa úr skúma- skotum. En það er draumsýn og eina leiðin sem virðist fær er að reyna að nota mátt orðanna. En mig þekkja fáir og enn færri hlusta á mig. Þótt ég þoli ekki athygli vildi ég stundum óska þess að vera fræg. Ef ég væri fræg myndu fjölmiðlar kannski hlaupa upp til handa og fóta þegar ég munda lyklaborðið, taka við mig djúpviturleg viðtöl og allir myndu hlusta í mikilli andakt. Annað eins hefur nú gerst þegar fræga fólkið tjáir sig. En ég er ekki fræg og fáir hlusta. Því miður. Ég auglýsi hér með eftir frægu fólki til að tala máli mínu. Það er sama hvaðan gott kemur – en hér ætla ég að láta vaða og taka stórt upp í mig. Ég fór á íbúafund í Hveragerði á mánudagskvöldið, þar var verið að fjalla um málefni sem ég hef mikinn áhuga á, fyrirhugaða Bitruvirkjun við Ölkelduháls og möguleg áhrif hennar á lífsgæði og heilsu Hvergerðinga. Reyndar á alla íbúa suðvesturhorns- ins, en Hvergerðingar eru næstir svæðinu. Salurinn var fullur út úr dyr- um, um 100 manns mættu og það var spenna í loftinu. Augljóst að málið hvílir þungt á Hvergerðingum – skilj- anlega. Það á nefnilega að eitra fyrir þá og þeir geta enga björg sér veitt. Lesið pistil bæjarstjóra Hvergerðinga um fundinn hér. Það væri allt of langt mál að tíunda allt sem gerðist á fundinum, en þarna voru þrír frummælendur – frá Orku- veitunni, Hveragerði og Landvernd. Fulltrúi Orkuveitunnar virtist hálf- þreyttur, áhugalítill og var lítt sann- færandi, bæði í pistli sínum og þegar hann svaraði hinum fjölmörgu fyr- irspurnum sem beint var til hans frá fundargestum. Mín tilfinning var sú að honum fyndist þetta óþarfa bögg og afskiptasemi. Okkur kæmi þetta ekkert við. Um daginn var ég byrjuð að skrifa pistil um brennisteinsvetni, búin að afla mér heimilda um víðan völl og lesa mér til, en forgangsröðin … Meira: larahanna.blog.is BLOG.IS ÞÓRÐUR Þorkelsson bókari andaðist mánu- daginn 21. apríl síðast- liðinn, 83 ára að aldri. Þórður fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1925. Hann var sonur hjónanna Þorkels Þórð- arsonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur. Að loknu námi í Verslunar- skólanum rak Þórður eigið hjólbarðaverk- stæði um tíma en fljót- lega fór hann að vinna hjá Sigurði Stefánssyni endurskoðanda. Í kjöl- farið stofnaði hann eigin stofu og starfaði við bókhald og endurskoðun- arstörf eftir það – lauk við síðasta skattframtal sitt og skýrslu fyrirtæk- is í liðinni viku – auk þess sem hann sinnti ýmsum skrifstofu- og upp- gjörsverkefnum hjá prentsmiðjunni Odda um áratugaskeið. Félagsmál voru Þórði mjög hug- leikin. Hann var fyrst og fremst Vals- maður frá átta ára aldri, æfði fyrst knattspyrnu og síðan handbolta, en hann var í meistaraflokksliði Vals í handbolta árin 1945 til 1954 og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari. Hann var í aðalstjórn Vals meira og minna í rúmlega aldarfjórðung frá 1948 og var meðal annars formaður félagsins 1970 til 1975. Hann var for- maður handknattleiksdeildar Vals 1960 og fulltrúi Vals í handknatt- leiksráði Reykjavíkur. Hann var líka lengi gjaldkeri Íþróttasam- bands Íslands og einn af helstu frumkvöðlum þess að Íslensk getspá var stofnuð en hann var fyrsti stjórnarformað- ur fyrirtækisins. Þá átti hann líka stóran þátt í að koma Íþróttahátíð ÍSÍ á lagg- irnar. Fyrir félagsstörfin var Þórður heiðraður á margan hátt. Hann var til dæmis heiðursfélagi í Val og Íþróttasambandi Íslands og hin ýmsu sérsambönd ÍSÍ heiðruðu hann fyrir margvísleg störf. Þórður hafði mikinn áhuga á lax- veiði og veiddi árlega í Elliðaánum frá 12 ára aldri en pabbi hans var með þær á leigu á uppvaxtarárum Þórðar. Stjórnmálin voru einnig ofarlega í huga Þórðar og hann starfaði mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, einkum í ýmsum hverfanefndum auk þess sem hann sat mörg landsþing. Árið 1950 kvæntist Þórður Svan- hildi Guðnadóttur sem lifir mann sinn. Þau eignuðust eina dóttur, Guð- rúnu Þóreyju, sem er gift Þorvaldi K. Þorsteinssyni og eiga þau tvær dæt- ur og þrjú barnabörn. Þórður lætur einnig eftir sig systur en hann átti auk þess hálfbróður. Andlát Þórður Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.