Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR „Þetta var lítil þrí- und,“ sagði Úlrik við okkur, um leið og hann lagði símtólið á. Og varð strax svolítið kindarlegur, enda vorum við nem- endur hans í miðju tónfræðiprófi og hann búinn að ljóstra upp svarinu við síðustu spurningu vegna truflunar hins óvænta símtals. En svo var það auðvitað ekkert mál, enda próf auka- atriði og menntun aðal. Gott ef Úlrik kenndi mér þau sannindi ekki með þessu uppátæki sínu. Ég varð hvorki betri né verri í tónheyrn þótt hann skriplaði þarna á prótókollskötunni. Ég var svo heppinn að kynnast Úl- rik Ólasyni bæði sem lærimeistara og félaga á þeim árum sem hann var skólastjóri og kennari við Tónlistar- skóla Húsavíkur. Sem nemandi við þann góða skóla settist ég í mjög skemmtilega samsettan tónfræði- bekk hjá honum. Úlrik hófst þegar handa við að kenna okkur það sem hann langaði að kenna. Og gekk vel, við hljómgreindum Bachkóralla og lékum allskyns listir eins og ekkert væri sjálfsagðara. Löngu síðar komst ég að því að námsefnið hafði verið svona tveimur til þremur stig- um fyrir ofan það sem hefði verið hæfilegt, og ég kunni fullt af hlutum sem kerfið gerði ráð fyrir að væru mér huldir enn um sinn, en vantaði hinsvegar allskyns undirstöður. En þessar kennslustundir eru mér bæði dýrmætar og ógleymanlegar. Ég bý að þekkingunni og gleðst við minn- ingarnar. Svoleiðis á það að vera. Enn mikilvægari en hin formlega kennsla voru mér þó samskiptin við Úlrik utan skólastofunnar, enda menn af hans sauðahúsi ekki á hverju strái í bæ á borð við Húsavík. Hann hikaði ekki við að senda ung- lingsskjátuna heim með Jóhannesar- passíu Bachs á hljómplötum í ann- arri hendi og nóturnar í hinni, búinn að sannfæra mig um um að það væri eina leiðin til að njóta tónlistarinnar til fulls. Ég fór í gegnum allt verkið, hlustaði á plöturnar og las nóturnar eftir bestu getu. Skildi mest lítið, enda sennilega ekki alveg kominn með hinar faglegu forsendur. En traustið, og sú tilfinning að læri- meistarinn væri að tala við jafningja – mann með eyru og skynsemi – var hinn raunverulegi lærdómur. Eins og alltof oft gerist þá missti ég sjónar á Úlrik og Margréti eftir Úlrik Ólason ✝ Úlrik Ólasonfæddist á Hólma- vík 4. júní 1952. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 9. apríl síðastliðinn og var honum sungin sálu- messa í Kristskirkju í Landakoti 18. apríl. að við vorum öll kom- in suður. Og nú er hann horfinn. Og þá fyrst fer ég yfir hvað það var sem hann kenndi mér og kemst að því hversu miklu stærra og merkilegra það var en virtist við fyrstu sýn. Og ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið um fleiri verk Úlriks Ólasonar og kannski allra góðra kennara með ástríðu fyrir fagi sínu. Ég sakna hans úr heiminum og samhryggist leiksystur minni Mar- gréti og fjölskyldunni allri. Þorgeir Tryggvason. Hann var hógvær, hugljúfur og hlýr okkar kæri vinur Úlrik Ólason, sem við nú kveðjum. Það voru forréttindi að starfa hjá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar Hauki Guðlaugssyni og því fólki sem með honum starfaði, en í þeim hópi var Úlrik. Þar var kærleikurinn og virðingin gagnvart öllum mönnum í hávegum höfð og átti hann stóran þátt í að skapa þann anda og fyrir það viljum við þakka. Ógleymanlegir eru allir nemenda- tónleikar sem haldnir voru víðs veg- ar í kirkjum borgarinnar, þar sem hann spilaði með í söng nemenda. Ein var sú kirkja sem bar af öðrum, en það var kirkjan hans, Krists- kirkja í Landakoti, Þar sem Kristur og María Guðsmóðir halda verndar- hendi yfir öllu. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Við vottum Margréti, börnunum, foreldrum, systkinum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Hjartans þakkir fyrir allt og allt elsku vinur. Vertu Guði falinn. Guðrún Tómasdóttir, Edda L. Jónsdóttir. Fyrrum píanónemandi minn, Úl- rik Ólason, tók píanónám sitt tals- vert öðrum tökum en ég hafði átt að venjast, því í staðinn fyrir að vera alltaf að nudda við sömu verkin, eins og við hin, var hann sífellt að spila yf- ir ný verk og nýja og nýja höfunda. Kynntist hann því undraheimi tón- listarinnar á allt annan hátt en venjulegir nemendur. Til er frásögn af hinum mikla píanóleikara Walter Gieseking, en hann hafði einmitt þennan sama hátt á allt til 16 ára ald- urs. (Þetta er því miður sá þáttur, sem vantar venjulega inn í námið hjá hinum almenna nemanda). Undra- veröld tónlistarinnar hefur framar öðru að geyma fegurð tilveru okkar, fegurð náttúrunnar og allt sem í henni er, fegurð blómanna, sólar- upprásar og sólarlags. Allt þetta hef- ur Úlrik skynjað mætavel, því í Tón- listarskólanum á Akranesi var hann langt fram á nótt við þetta áhugamál sitt. Einn góðan veðurdag birtist hann hjá mér og óskaði eftir því að fá að læra að leika á orgel. Þá var síðan auðvitað spilað í kirkjunni fram eftir nóttu, og mönnum hefur sjálfsagt ekki orðið um sel, að heyra organ- slátt í kirkjunni um miðja nótt. Síðan hefur sjálfsagt hringjarinn tekið við, því ég vissi til þess, að hann var oft byrjaður klukkan 5 á morgnana að spila „Á hendur fel þú honum“. Síðar var Úlrik í framhaldsnámi í Regens- burg og var þá meðal annars í kór- og hljómsveitarstjórn. Það eru ekki mörg ár síðan hann færði upp fyrri messu Gunnars Þórðarsonar, með kór Víðistaðakirkju og Aldamóta- kórnum, sem var sérlega verðugt verkefni og vel flutt. Úlrik var einstaklega hlýr og já- kvæður persónuleiki, og það gerir manni ætíð gott að minnast slíkra og að hafa kynnst þeim, en hann kenndi um árabil í Tónskóla Þjóðkirkjunn- ar. Kímnigáfa hans var með sérstök- um hætti, eins og svo margt í fari hans. Eitt sinn sagði samkennari hans mér frá skemmtilegu atviki, sem hún var þátttakandi í. Úlrik hafði þá sagt við félaga sinn: „Nú skulum við biðja hana vinkonu okkar að hella á kaffi fyrir okkur.“ En sam- kennaranum fannst, að hún ætti nú alls ekki að vera að stjana við karl- mennina, og var í kvenréttindaham og var reyndar í miklum önnum. Úl- rik fór þá inn í eldhús og hellti á kaffið, en lét ekki hjá líða að færa henni einnig bolla af kaffi. (Ekki nóg með það, hann gerði þetta ætíð síð- an). Mér fannst þetta skemmtileg frásögn. Lítil atvik lýsa oft fólki vel, og finnst mér þetta næstum jaðra við það að „bjóða hina kinnina“. Úlrik lætur okkur eftir minn- inguna um góðan dreng, einstaklega hógværan og lítillátan, sem er ein- kenni þeirra, sem geta og kunna. Fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum kall- aði Úlrik mig vestur í Kristskirkju, til þess að ég hlustaði á ungan mann, sem hann hafði tekið að sér að kenna á orgel. Það verður einmitt Eyþór, sem leikur á orgelið við sálumessuna í dag. Megi þeir tónar umvefja kenn- ara hans, svo og Margréti, hina frá- bæru og traustu eiginkonu Úlriks og synina þrjá, foreldra, bræður, systur og aðra aðstandendur. Far í friði í hin nýju undralönd, þar sem birta, friður og fegurð munu ríkja. Haukur Guðlaugsson. Í dag kveðjum við hinstu kveðju okkar kæra vin Úlrik Ólason, org- anista og kórstjóra í Víðistaðakirkju. Það er margs að minnast, Úlrik var góður tónlistarmaður, orgelleikari og kórstjóri. Í löngu og farsælu sam- starfi tókumst við kórfélagar á við ýmis kórverk undir hans stjórn, má þar nefna „Heilaga messu“ eftir Gunnar Þórðarson sem frumflutt var í Víðistaðakirkju á nýársdag árið 2000, messur eftir Mozart og Schu- bert og margt fleira mætti telja. Úl- rik fór með kórnum í allmargar söngferðir til útlanda, þ.á m. til Dan- merkur, Skotlands og Englands til Cuxhaven og Hamborgar, allt frá- bærar og eftirminnilegar ferðir. Ekki var hún síst ferðin sem við fór- um til Vínar og Búdapest árið 1998, þá heimsóttum við þau hjón, Úlrik og Margréti, sem voru í námsleyfi þar ytra. Ótal helgarferðir voru farnar inn- anlands, heimsóttir aðrir kórar og haldnir tónleikar. Ein er sú ferð sem hefur nokkra sérstöðu. Þá heimsóttum við sr. Sig- ríði systur Úlriks og kirkjukórinn hennar á Hólmavík og fengum höfð- inglegar móttökur. Óli faðir Úlriks var með sem leiðsögumaður, en hann er ættaður frá þessum slóðum, og þar hafði fjölskyldan búið. Úlrik hafði sterkar taugar til Hólmavíkur og ákveðið hafði verið að endurtaka heimsókn þangað sl. haust, en henni þurfti að fresta vegna veikinda hans. Í byrjun árs ræddi hann bjartsýnn um að nú skyldum við láta verða af ferðinni til Hólmavíkur, að loknum páskum og fermingum. Stefnt var á helgina 11.-13. apríl. En þá var Úlrik farinn í sína hinstu ferð. Minningin um Úlrik er ljúf, hann var góður og hlýr maður, góður vin- ur okkar. Síðasta minningin um hann er frá 20 ára afmælismessu í Víðistaða- kirkju, þegar hann, fárveikur, stjórnaði frumflutningi á eigin tón- verki. Þetta var áhrifamikil stund þegar við sungum undir hans stjórn í síðasta sinn. Stund sem aldrei mun gleymast. Hver einasti maður hefur sinn tilgang. Hver maður hefur fram að færa einstæða gjöf eða sérstakar gáfur til að gefa öðrum. Og þegar þessar sérstöku gáfur eru notaðar í þjónustu annarra, þá hljótum við lífsfyllingu, innri fögnuð og frið andans, sem er hinn endanlegi tilgangur allra markmiða. (Deepak Chopra, Gunnar Dal þýddi.) Margréti og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Úlrik kveðjum við með virðingu og þökk og söknum hins góða vinar sem hann var okkur öllum. Hann hvíli í friði. Kór Víðistaðasóknar. Kveðja frá Kór Kristskirkju. Úlrik Ólason, organisti og kór- stjóri – maestro kórs Kristskirkju – er látinn eftir stutta en mjög harða baráttu við sjúkdóm sem engu eirir. Hann er okkur mikill harmdauði. Kórinn hefur misst sinn góða söng- stjóra sem einnig og ekki síður var sannur vinur okkar kórfélaganna, gestgjafi, ferðafélagi og fararstjóri. Fráfall vinar okkar og foringja er okkur áfall í öllu tilliti. Úlrik var mik- ill og góður tónlistarmaður sem hafði einstakt lag á því að laða það besta fram hjá kórnum sem heild og ein- stökum meðlimum hans. Í seinni tíð var hann farinn að leggja stöðugt meira krefjandi verk fyrir kórinn. Hann leiddi okkur í gegn um flókna hluti með léttleika en ákveðni. Hann hafði trú á að kórinn kæmist í gegn um hlutina og sú trú hans var á stundum áreiðanlega sterkari en hjá kórnum sjálfum. Þegar mikið lá við fór hann með okkur í æfingabúðir til að skerpa á hlutunum, hrista mann- skapinn saman og til að fínslípa tón- listina. Þetta skilaði árangri. Þetta skilaði líka því að metnaður kór- félaga gagnvart tónlistinni og virð- ing fyrir hlustendunum, kirkjugest- um, fór stöðugt vaxandi. Öll þessi mikla fyrirhöfn Úlriks skilaði kórnum líka auknu sjálfs- trausti og ekki síður nýjum og öfl- ugum kórfélögum og þar með betri kór. Og Úlrik, sá frábæri kennari og leiðtogi sem hann var, hafði skilning á því að styðja og styrkja okkur til góðra verka með því að hrósa fyrir það sem var þokkalega og jafnvel vel af hendi leyst, en vera ekkert enda- laust að núa okkur því um nasir sem var síðra. Úlrik og Margrét kona hans voru samhent hjón og miklir höfðingjar. Á hverju vori og hausti opnuðu þau heimili sitt fyrir kórfélögum þegar tími var til að gleðjast saman og við minnumst Úlriks með sitt glettnis- bros við grillið og við málsverðinn þegar hann bauð okkur velkomin og þegar kvaðst var í veislulok. Við minnumst hans einnig í utan- ferðum kórsins annað hvert ár – síð- ast undir lok síðasta árs í Kraká í Póllandi. Í hátíðarkvöldverðinum í þeirri ferð lék hann á als oddi og lýsti því meðal annars í hátíðarræðu hve vænt honum þótti um Landakots- kórinn sinn. Það gerði hann með því að lýsa því yfir að þessi kór væri sá vandræðalausasti sem hann hefði ferðast með um dagana. Þessi orð hans finnst okkur lýsa þeim hlýleika sem hann bar í brjósti til samferða- fólks síns. Ekki er sjálfgefið að Landakotskórinn sé hópur vand- ræðalauss fólks, heldur má ætla að Úlrik hafi valið honum þessi orð til þess að gleðja kórfélaga. Úlrik hafði gott lag á að láta fólki líða vel í návist sinni. Hann var vandaður og gegn maður og óskandi er að kór Landa- kotskirkju beri gæfu til að halda áfram á þeirri góðu braut sem hinn nú fallni leiðtogi hans markaði. Við sendum eftirlifandi ástvinum Úlriks: kórfélaga okkar Margréti konu hans, sonum, barnabörnum, foreldrum og systkinum einlægar samúðarkveðjur við fráfall mæts og góðs drengs og þökkum að leiðarlok- um fyrir að hafa mátt eiga hann að leiðtoga og vini. F.h. Kórs Kristskirkju, Landa- koti, Guðmundur Garðar Guðmunds- son og Stefán Ásgrímsson. Kveðja frá orgelnefnd Landakotskirkju Mín fyrstu kynni af Úlrik voru í febrúar 1995 þegar ég byrjaði í kór Kristskirkju Landakoti. Ég hafði aldrei verið í kór áður eða sungið að neinu ráði, orðin 45 ára, hvað þá að ég kynni tónfræði og nótnalestur. Úlrik gaf mér engu að síður tækifær- ið og kenndi bæði mér og kórfélög- unum af mikilli þolinmæði og leið- beindi okkur inn í heim tónlistarinn- ar. Það var svo í upphafi árs 1998 að orgelnefnd Kristskirkju var sett á stofn. Þá stóð fyrir dyrum mikil og dýr viðgerð á orgeli kirkjunnar. Til- gangur þessarar nefndar var að safna fé til að kosta þessa viðgerð. Í orgelnefndinni höfum við Úlrik setið frá upphafi og á fyrstu tveimur starfsárum hennar náðist upphaf- lega markmiðið. Því næst fékk nefndin það hlutverk að koma upp sjóði sem staðið gæti undir stöðugu og eðlilegu framtíðarviðhaldi þess. Það er nálægt því að takast. Í þessari nefnd höfum við Úlrik átt frábært samstarf um kirkjuhljóðfærið og um kórsöng í kirkjunni. Kór Landakotskirkju hefur frá árinu 2002 farið í ferðalög til útlanda annað hvert ár undir fararstjórn Úl- riks, til að treysta samstarfsandann. Sú fyrsta þessara ferða var farin árið 2002 til Danmerkur. Þá var viðgerð- inni miklu á orgelinu nýlega lokið en það hafði verið tekið niður og sent út til endurbyggingar í Frobenius-org- elsmiðjuna í Lyngby þar sem það var upphaflega byggt um miðja síðustu öld. Úlrik þurfti að hitta orgelsmið- ina að máli til að leggja lokahönd á samninga við þá um áframhaldandi viðhald og tók einfaldlega allan kirkjukórinn með sér til að hann mætti kynnast því um leið hvernig heilt kirkjuorgel verður til. Það var ógleymanlegt. Úlrik vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir orgelnefndina og fyrir Kristskirkju. Hann var ekki bara organisti og kórstjóri heldur tók hann virkan þátt í félagsstarfi sem tengdist tónlistarflutningi í kirkj- unni, lék á tónleikum þar og meira að segja lagði það á sig að mæta á fjár- öflunarbingó nefndarinnar til að kalla upp bingótölurnar og til að skreyta leiðisgreinar sem nefndin seldi í fjáröflunarskyni fyrir jólin ár hvert svo eitthvað sé nefnt. Síðustu árin var Úlrik gjaldkeri og fjárhalds- maður orgelnefndarinnar og annað- ist þau mál af samviskusemi og trún- aði eins og hans var von og vísa. Góð persónuleg kynni tókust milli okkar hjónanna og þeirra Margrétar og Úlriks og við minnumst með hlý- hug og söknuði glaðra og góðra stunda eins og til dæmis í árlegri skötuveislu á Vesturgötu og á heimili þeirra Úlriks og Margrétar oft og mörgum sinnum. Úlrik var vandaður og góður maður sem skilur eftir sig margar, hlýjar og góðar minningar. Sérstaklega eru störf hans í þágu Landakotskirkju eftirminnileg og nú við leiðarlok viljum við samstarfs- menn hans í orgelnefndinni sérstak- lega þakka fyrir að hafa átt hann að. Guð blessi Úlrik Ólason og minningu hans og gæti fjölskyldu hans og ást- vina. Fyrir hönd orgelnefndar Krists- kirkju Landakoti, Sif Knudsen, formaður nefndar. Kveðja frá Söngsveitinni Fílharmóníu Eftir ótímabært fráfall dr. Ró- berts Abrahams Ottóssonar árið 1974 æfðu ýmsir ágætir tónlistar- menn Söngsveitina Fílharmóníu og stjórnuðu oft á tónleikum. Haustið 1987 var þó orðið óvíst um framhald starfsemi „kórsins hans Róberts“.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.