Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 40
… smíðakennarinn í grunnskólanum smíð- ar verðlaunagripinn… 42 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG kom heim í viku til þess að sinna list- rænu taugunum aðeins,“ segir Helgi Björns- son, tónlistarmaður, leikari og athafnamaður, sem staddur er hér á landi um þessar mund- ir. Helgi hefur meira og minna verið búsettur í Berlín undanfarin tvö ár þar sem hann rek- ur hið sögufræga leikhús Admiralspalast. Hann kom hins vegar hingað til lands til að sinna nokkrum verkefnum. „Ég er til dæmis að leika fyrir Óskar Jónasson í sjónvarps- þáttaröðinni Svörtum englum,“ segir Helgi en tökur hófust í fyrradag. Hann segist þó ekki vera í sérlega stóru hlutverki. „Ætli það megi ekki segja að ég sé í lykilhlutverki,“ segir hann og hlær. „En svo var ég líka að syngja inn á plötu fyrir Jón Ólafsson sem hann er að gera eftir ljóðum Steins Steinars auk þess sem ég mun syngja Fram-lagið í til- efni af 100 ára afmæli Fram,“ segir Helgi sem er að sjálfsögðu mikill Framari. Þá má ekki gleyma SSSól en sveitin spilaði á dansleik á Selfossi í gærkvöldi og segir Helgi að þá félaga langi mikið til þess að senda frá sér nýtt efni áður en langt um líð- ur. Stöðug barátta Aðspurður segir Helgi rekstur Admiralspa- last í Berlín ganga vel. „Við erum ennþá að byggja húsið upp enda er það stórt og mikið, 25 þúsund fermetrar með miklum ranghölum. En við erum til dæmis búnir að opna flottan veitingastað í húsinu sem hefur gengið mjög vel. Sem dæmi má nefna að það var valið af tímaritinu Feinschmecker sem mest „trendy“ veitingahús í Þýskalandi síðasta haust,“ segir Helgi stoltur. „Svo erum við að opna næt- urklúbb í kjallaranum. Það verður svona 500 manna staður þar sem við ætlum meðal ann- ars að vera með lifandi tónlist, svona „swing- band“ þar sem menn eru í smóking og í Copacabana-stemningu. Við stefnum að því að opna hann í september.“ Þá eru stöðugar sýningar í leikhúsinu og koma þær víða að. „Við skiptum mjög hratt um sýningar og þær eru hjá okkur í svona tvær til sex vikur. Inn á milli erum við svo með tónleika og ýmsa aðra atburði. Þetta er svona blanda af útleigu og eigin uppsetn- ingum,“ útskýrir Helgi og bætir því við að að- sókn hafi almennt verið mjög góð. Næsta stóra verkefni í leikhúsinu er uppsetning á My Fair Lady og næsta vetur er svo stefnt að uppsetningu á Rocky Horror. En er þetta ekki harður bransi? „Leik- húsrekstur er alltaf barátta og við erum að setja stórt verkefni í gang þannig að vissu- lega gefur á bátinn. En við sjáum prýðilegan rekstrargrundvöll fyrir þessu,“ segir Helgi að lokum. Helgi syngur Fram-lagið Upptekinn Helgi Björnsson er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Helgi Björnsson hefur í mörg horn að líta í stuttri heimsókn til Íslands  Stuttmyndin Smáfuglar eftir Rúnar Eyjólf Rúnarsson hefur verið tilnefnd til Gullpálmans í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. Aðeins níu myndir voru valdar til þátttöku í keppninni úr hópi um það bil 4.800 mynda sem bárust víðs vegar að úr heiminum. Smáfuglar er 15 mínútna löng og er byggð á sögu eftir Rúnar sjálfan. Myndin var að mestu tekin á Kefla- víkurflugvelli í ágúst á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mynd eftir Rúnar er tilnefnd til stórra verðlauna því Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmyndin árið 2006. Rúnar fór tómhentur heim að lok- inni þeirri afhendingu, en spurning hvað gerist í Cannes í sumar. Rúnar tilnefndur til Gullpálmans í Cannes  Aðstandendur kráarinnar Eng- lish Pub í Austurstrætinu hafa ákveðið að sýna stuðning sinn við málstað vörubílstjóra í verki, og ætla þeir því að bjóða bjór á sama verði og bensín frá kl. 17 til 19 í kvöld. Algengt verð á einum lítra af bjór á öldurhúsum borgarinnar er í kringum 1.400 krónur og því ljóst að um nokkra búbót verður að ræða fyrir bjórþyrsta borgarbúa. Að sögn Arnars Þórs Gísla- sonar, framkvæmdastjóra stað- arins (sem sést hér á mynd ásamt Einari Vilhjálmssyni), hafa vöru- bílstjórar boðað komu sína. Nú er bara spurning hvort þeir finni ein- hver bílastæði í Austurstrætinu... Bjór á verði bensíns Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is „SHOWROOM Reykjavík“ kallast sýning sem Fatahönnunarfélag Íslands stendur fyrir í Hafn- arhúsinu á morgun og laugardag. Þar munu yf- ir tuttugu íslenskir fatahönnuðir og framleiðslu- fyrirtæki kynna hönnun sína en öruggt má telja að íslensk fatahönnun hafi aldrei staðið með jafn miklum blóma og um þessar mundir. Það er Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönn- unarfélags Íslands, í það minnsta sannfærður um: „Á síðustu fimm árum hefur íslensk fatahönn- un vaxið mjög hratt og þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi hefur íslenskum fyrirtækjum tekist að koma hönnun sinni út fyrir landsteinana og þar hafa þau aflað sér mikillar þekkingar á fag- inu. Í öðru lagi hefur fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands virkað sem vítamínsprauta inn í íslenska hönnun og nú útskrifast á hverju ári fatahönnuðir sem hafa bæði hugrekki og áræði til að ná langt í faginu. Almenningur veit hins vegar mjög lítið um allt það sem er í gangi í íslenskri fatahönnun og þessi sýning ætti að bæta úr því.“ Fjögurra til fimm milljarða velta Hvað er einkennandi fyrir íslenska hönnuði? „Það er kannski einmitt þetta hugrekki. Mér finnst íslenskir hönnuðir hugrakkari en koll- egar þeirra í útlöndum. Þeir eru ekki eins mengaðir af fjárhagshlið tískuheimsins og ein- staklingshyggjan er mjög áberandi. Það má eig- inlega segja að við séum á þeim stað sem ná- grannaþjóðir okkar voru á fyrir 10-15 árum. Í Svíþjóð og Danmörku er fatahönnun orðin að mikilvægum iðnaði. Og það er mín trú að eftir 10-15 ár verði íslensk fatahönnun orðin að mik- ilvægri útflutningvöru,“ segir Gunnar og skýtur á ársvelta íslenskrar fatahönnunar sé um fjórir til fimm milljarðar. Þverskurður íslenskrar hönnunar Sést það á hönnuninni? „Ég vil meina það. Hún er mjög óbeisluð. Hins vegar þarf að taka það fram að á sýning- unni á morgun verður alls kyns hönnun að finna. Allt frá framsækinni hönnun til vandaðs útivistarfatnaðar. Það má eiginlega segja að þarna verði þverskurðurinn í íslenskri fata- hönnun.“ Er eitthvað sem okkur vantar sárlega hér á landi? „Það sem okkur vantar er hefðin. Sköp- unargleðin er fyrir hendi og krafturinn en reynsla íslenskra fatahönnuða er ennþá til- tölulega lítil – en hún kemur,“ segir Gunnar að lokum, augljóslega bjartsýnn á framtíð íslenskr- ar fatahönnunar. Eins og áður sagði verður sýningin opnuð á morgun í Hafnarhúsinu kl. 17 og stendur til 19. Á laugardaginn verður hún opin frá kl. 10 til 17. Sköpunargleði og kraftur Þverskurður íslenskrar fatahönnunar sýndur í Hafnarhúsinu um helgina Morgunblaðið/RAX Vantar hefð Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélags Íslands, segir íslenska fatahönnuði búa yfir nægri sköpunargleði og krafti en hefðina vanti þó í fagið hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.