Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 35 Atvinnuauglýsingar SÖLUMAÐUR/LÖGGILTUR FASTEIGNASALI ÓSKAST Fasteignamarkaðurinn ehf., Óðinsgötu 4 óskar eftir að ráða til starfa sölumann/ löggiltan fasteignasala. Starfið felst í sölu íbúða-, atvinnuhúsnæðis og fyrirtækja og öðru því sem til fellur. Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði skilyrði svo og reynsla á sviði fasteignasölu. Umsóknir um menntun og fyrri störf berist á netfang: gtj@fastmark.is merkt „Frumkvæði“ FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Starfsmaður óskast Rótgróið gluggahreinsunarfyritæki óskar eftir framtíðar starfskrafti. Þægilegur vinnutími. Hreinsýn, 895 1886. Matreiðslumaður karl eða kona Við viljum ráða ungan og ferskan fagmann til starfa. Leitum að skipulögðum, öflugum og metnaðarfullum ungum fagmanni. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Áhugasamir sendi umsóknir sínar á www.kringlukráin.is eða í s: 863 8900. Afgreiðslumaður Okkur vantar afgreiðslumann í verslun og verkstæðismóttöku. Tölvukunnátta og þekking á bílum nauðsynleg. Bílaáttan s. 892 5200. Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði í boði Íbúð til leigu 3 herbergja íbúð í Vesturbænum til leigu. Leigist á 120 þúsund. Upplýsingar í síma 552 8694 eftir kl. 19.00. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 30. apríl 2008 kl. 14:00 Birkihlíð 24, 218-3869, þingl. eig. Una Sigríður Ásmundsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestmannaeyja. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 23. apríl 2008. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ásbraut 7, 0303, ásamt bílskúr (205-8500), þingl. eig. Irpa Sjöfn Gestsdóttir og Benedikt Nikulás Anes Ketilsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 10:00. Engihjalli 17, 0203 (206-0051), þingl. eig. Magnús Kristinsson, gerðarbeiðendur Eignarhaldsfél. Hvaleyraholt ehf., Lýsing hf., Sparisjóður Norðlendinga, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 10:30. Furugrund 71, 0203 (206-0907), þingl. eig. Jóhanna Lúðvígsdóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf., þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 11:00. Glósalir 14, 0101, ásamt bílskúr, ehl. gþ. (223-6525), þingl. eig. Sævar Pétursson, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 13:00. Hlíðarvegur 23, 0101, ehl. gþ. (206-2190), þingl. eig. Ámundi Hjálmar Loftsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 14:00. Nýbýlavegur 40, 0201 (206-4443), þingl. eig. Guðmundur Helgi Guðmundsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Kaupþing banki hf., þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 14:30. Nýbýlavegur 42, 0203 (206-4453), þingl. eig. Jón Þórir Þórisson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 15:00. Trönuhjalli 9, 0202 (206-5644), þingl. eig. Guðjón Garðarsson, gerðarbeiðendur Avant hf., Guðleifur Magnússon, Íbúðalánasjóður, Sýslumaðurinn í Kópavogi og Trönuhjalli 9, húsfélag, þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 15:30. Tunguheiði 14, 0202 (206-5758), þingl. eig. Jón Kristinn Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Kópavogsbær og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 16:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 23. apríl 2008. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Hafnar- braut 25, Hólmavík, sem hér segir á eftirfarandi eign: Verslunarhúsnæði á kaupfélagslóð, Borðeyri, fastanr. 212-99389, þingl. eig. Lækjargarður ehf., gerðarbeiðendur Hagkaup, N1 hf. og Wurth á Íslandi ehf., mánudaginn 28. apríl 2008 kl. 13:15. Sýslumaðurinn á Hólmavík, 22. apríl 2008. Félagslíf Vakningarsamkoma með Curtis Hinds, trúboða og pastor frá Torontokirkjunni, verður haldin í Safnaðarheimili Grensáskirkju fim. 24. apríl kl. 20.00. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sumarvaka í dag kl. 20. með happdrætti og veitingum. Umsjón: Systurnar. Ath. Bænaganga í dag kl. 09. Opið hús kl. 16-17.30 þriðjudaga til laugardaga. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opið alla virka daga kl. 13-18. Fimmtudagur 24. apríl Samkoma í Háborg, félagsmiðstöð Samhjálpar Stangarhyl 3 kl. 20.00. Vitnisburður og söngur. Predikun Bob Condon. Allir eru velkomnir. www.samhjalp.is Atvinnuauglýsingar augl@mbl.is Fréttir á SMS YFIRSKRIFT tíundu listahátíðar Seltjarnarneskirkju var „Táknmál kristinnar trúar“. Myndlistar- maður hátíðarinnar að þessu sinni er Gerður Guðmundsdóttir en textílmyndir hennar eru hlaðn- ar trúarlegum táknum og því mjög við hæfi að sýna þær í kirkju. Gerður bjó um árabil á Seltjarnarnesi en hefur nýverið flust upp í Grafarvog ásamt manni sínum, Þór Whitehead pró- fessor. Í umræddu verki vinnur Gerður út frá textum úr Völuspá og Op- inberunarbók Nýja testament- isins. Í öðru aðalverki hennar á sýningunni „Brauði lífsins“; er unnið með táknmál kristinnar kvöldmáltíðar, brauð, kaleik og fiska á afar grípandi hátt. „Sýning Gerðar mun standa enn um hríð (a.m.k. út apríl- mánuð) en margir hafa orðið til að bera verðskuldað lof á sýningu hennar. Er óhætt að segja að myndir hennar hafi gætt Seltjarn- arneskirkju nýju lífi þar vikur sem sýningin hefur staðið,“ segir í fréttatilkynningu. Tíunda listahátíðin Trúarlegt táknmál á listahátíð í Seltjarnarneskirkju. Trúarlegt táknmál í Seltjarnarneskirkju ALÞJÓÐLEGIR hestadagar í Skagafirði, „Tekið til kostanna“, hefjast í dag og standa yfir helgina. Alla dagana verður boðið upp á fjöl- breyttar hesta- og kennslusýningar í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðár- króki. Einnig verður þar opið kaffihús að hætti Matarkistu Skagafjarðar, handverksmarkaður og myndlistar- sýning grunnskólanema í Skagafirði. Það er öflugur hópur áhugamanna sem stendur að „Tekið til kostanna“. Framkvæmdanefnd ásamt um hundrað sjálfboðaliðum, sem eru sýnendur, tónlistarmenn, hesthúsa- eigendur, handlagnir einstaklingar og fleiri, leggja mikið á sig til að gera viðburðinn sem glæsilegastan og öll- um til sóma. Tekið til kostanna JAFNRÉTTISNEFND Háskóla Ís- lands, jafnréttisnefnd Kennarahá- skóla Íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands standa fyrir málþingi um jafnrétti í breiðum grundvelli, með yf- irskriftinni „Forskot með fjölbreyti- leika“ í Öskju, föstudaginn 25. apríl kl. 13. Fjallað verður um jafnréttismál frá ýmsum sjónarhornum, og er mark- miðið að skapa samræðu milli fræða- fólks í báðum skólum, nemenda, stjórnsýslu, og annarra sem áhuga hafa á jafnréttismálum. Á málþinginu verður fjallað um ýmsar þær spurningar sem máli skipta fyrir menntastofnanir sem vilja leggja áherslu á jafnréttismál í sínu starfi og skapa samfélag fjöl- breytileikans innan sinna veggja. Þetta verður gert með umræðum í vinnustofum, erindum og pallborðs- umræðum. Kristín Ingólfsdóttir rektor setur málþingið og síðan flytja erindi þau Jón Atli Benediktsson, prófessor í verkfræði og þróunarstjóri HÍ, Ólaf- ur Páll Jónsson, lektor í heimspeki og formaður jafnréttisnefndar KHÍ, og Rannveig Traustadóttir, prófessor og forstöðumaður rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Fundarstjóri verður Brynhildur Flóvenz, lektor í lögfræði og formaður jafnréttisnefndar HÍ. Fjórar vinnustofur, þar sem jafn- réttismál verða rædd frá ýmsum hlið- um, verða í boði og er allt áhugafólk um jafnréttismál hvatt til að taka þar þátt. Málþinginu lýkur með pall- borðsumræðum en í pallborði verða fulltrúar úr röðum fræðafólks, stjórn- sýslu HÍ, nemenda og Jafnréttisstofu. Ítarlega dagskrá má finna á vefsíð- unni www.rikk.hi.is. Forskot með fjölbreytileika SLEGIÐ verður á létta strengi í Garðinum sumardaginn fyrsta. Söngkvöld og hljóðfærasláttur verð- ur í samkomusal Gerðaskóla kl. 20. Þar mun leika tríó Ara Braga, gítar og trompet ásamt söngkon- unni Bryndísi Jakobsdóttur en tríó- ið leikur alhliða tónlist, dægurflug- ur og djass. Þá kemur til leiks Ástvaldur Traustason píanóleikari og harmonikkuleikari, en hann mun fara liprum fingrum um hinn nýja flygil Garðbúa. Þá mun Árni John- sen stjórna fjöldasöng með gítarinn að vopni. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en ung- lingaráð Víðis stendur fyrir sum- ardagsgleðinni. Sumardagsgleði í Garði UNGMENNAFÉLAG Biskups- tungna fagnar 100 ára afmæli sínu á sumardaginn fyrsta. Það var stofnað þennan dag árið 1908 og hefur sumardagurinn fyrsti ávallt verið hátíðisdagur hjá félaginu. Hátíðahöldin hefjast í Íþrótta- miðstöðinni í Reykholti kl. 14. Þar mun íþróttadeild Ungmennafélags- ins sýna hvað verið er að fást við og félagar sýna ýmis tilþrif. Þess utan verður hátíðin byggð upp á sprelli og leikjum. Um kvöldið verður af- mælishátíð í Aratungu sem hefst kl. 20.30 með söng, leiklist og veislu- hlaðborði. Meðal annars verða veittar viðurkenningar og heima- síða félagsins verður formlega opn- uð. Leikdeildin hefur þegar fagnað þessum tímamótum með uppsetn- ingu á leikritinu Leynimelur 13, sem sýnt var í Aratungu í febrúar og mars við góðar undirtektir. Í júní er svo ætlunin að fara í þrjár kvöldgöngur, þar sem sögu- slóðum félagsins verða gerð skil með staðkunnugum leiðsögumönn- um og síðla sumars verður skellt á sveitaballi upp á gamla mátann. UMFB fagnar 100 árum FRÆÐSLUFUNDUR á vegum læknaráðs Landspítala Háskóla- sjúkrahúss verður haldinn föstudag- inn 25. apríl í fundarsal (Hringssal) Barnaspítala Hringsins. Fundarefni er frásögn af upphafi slagæðar- skurðlækninga á Íslandi fyrir tæp- um 60 árum. Páll Gíslason fyrrum yfirlæknir á Landspítala og Sjúkrahúsi Akraness segir frá og sýnir kvikmynd sem tek- in var af slagæðaaðgerð árið 1967. Þar var bláæð notuð til að leiða blóð- rás frá nára niður í fótlegg. Slíkar aðgerðir var farið að framkvæma er- lendis en ekki hér á landi á þeim tíma. Fundurinn hefst kl. 12 og er geng- ið inn um aðaldyr Barnaspítala Hringsins. Allir eru velkomnir. Upphaf slag- æðarskurð- lækninga á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.