Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 33 Enginn söngstjóri fékkst þó leitað væri með logandi ljósi og lá starfið að mestu niðri næsta vetur. Haustið 1988 benti einn kórfélaga loks á organista og reyndan kór- stjóra sem var að flytja frá Húsavík, Úlrik Ólason, sem ekkert okkar hinna hafði heyrt getið. Hann gekk strax til liðs við söngsveitina á ögur- stundu og reyndist happafengur. Má tvímælalaust þakka Úlrik að Fíl- harmónía reis upp á ný með glæsi- brag. Undir stjórn hans var fyrst flutt sálumessa Mozarts þrisvar fyr- ir yfirfullu húsi í Kristskirkju 17.-19. mars 1989. Síðan sá söngsveitin um messusöng við páfakomu í Landa- koti 4. júní sama ár, og 10. og 11. des- ember hélt hún í fyrsta sinn aðventu- tónleika í Kristskirkju, með blandaðri dagskrá, kammersveit og einsöngvara. Allt þetta rétti líka við fjárhag kórsins, sem var fremur bág- ur eftir að formlegu samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofn- un 1959 lauk árið 1986. Undir stjórn Úlriks hófst söng- sveitin síðan til æ viðameiri og fjöl- breyttari verkefna sem sjá má á heimasíðunni, www.filharmonia.mi- .is. Aðventutónleikar urðu líka fastur liður og nutu mikilla vinsælda. Haustið 1990 gekkst Úlrik fyrir kórnámskeiði til að efla kunnáttu söngfélaga og afla nýrra. Naut hann þar dyggrar aðstoðar Elísabetar Er- lingsdóttur óperusöngkonu sem starfaði síðan að raddþjálfun og æf- ingum með okkur árum saman. Und- ir forystu þeirra gaf söngsveitin út síðla árs 1992 fyrsta geisladisk sinn, „Á hæstri hátíð“, með jóla- og hátíð- artónlist, sem seldist vel enda mjög til hans vandað. Einnig fór söng- sveitin með Úlrik og Elísabetu í fyrstu söngferð sína út fyrir land- steinana í júní 1994, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Flutt voru ís- lensk lög í kirkjum í Ósló, Gauta- borg, Kaupmannahöfn og Lundi. Úlrik stjórnaði Söngsveitinni Fíl- harmóníu allt til vorsins 1996. Störf hans öll einkenndust af vandvirkni og fágun, ásamt metnaði og þolin- mæði. Má raunar undrum sæta hve flestir söngstjórar okkar hafa haldið ró sinni og krafti á kvöldæfingum þrátt fyrir mikið vinnuálag og tæt- ing. Góður maður er genginn. Það er sérkennileg tilviljun að söngsveitin skuli nk. sunnudag flytja Þýsku sálu- messu Brahms í Póllandi, sama verk og Úlrik stjórnaði á 30 ára afmæl- istónleikum hennar vorið 1990. Frá Póllandi eru líka margir þeir tón- listamenn sem hann vann með hér á Íslandi og eignaðist að traustum vin- um og samherjum. Utanlandsförin nú er ástæða þess að ekkert okkar sem þekktum hann vel og störfum ennþá með söngsveitinni á þess kost að vera viðstatt kveðjustundina í Kristskirkju – þar sem vegferð okk- ar með Úlrik hófst. Fyrir hönd Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu þökkum við ómetanleg og ógleymanleg kynni og vottum fjöl- skyldu Úlriks einlæga samúð. Tón- leikarnir í Póllandi 20. apríl verða til- einkaðir minningu hans. Baldur F. Sigfússon, Lilja Árnadóttir. Fyrir nokkrum árum spurði ég Úlrik hvort hann gæti spilað í hjóna- vígslu sem var á döfinni. Því miður var hann upptekinn en bauðst strax til að útvega organista og hringdi í eina fimm eða sex áður en hann fann einn sem var tiltækur. Þetta atvik er í huga mínum dæmigert fyrir Úlrik Ólason, velvild hans og greiðvikni. Ljúfmennskan var einstök. Við störfuðum saman einn vetur þegar ég leysti af sem sóknarprestur í Víðistaðaprestakalli. Hann hafði mikið að gera enda sóttust margir eftir starfskröftum hans. Alltaf var hann samt jafn yndislegur í sam- skiptum og samstarfi og allt svo sjálfsagt sem eftir var leitað að hann sinnti í þágu safnaðarstarfsins. Það var stórkostlegt að honum skyldi endast aldur til að vera við- staddur hátíðarguðsþjónustu í tilefni af 20 ára afmæli Víðistaðakirkju nú í byrjun mars. Þar stjórnaði hann frumflutningi á tónverki sínu við sálm sóknarprestsins, sr. Braga J. Ingibergssonar, en hvorttveggja var samið í tilefni afmælisins. Þannig kvaddi Úlrik með reisn söfnuðinn og kirkjuna sem hann hafði þjónað svo vel og lengi. Vorið ber með sér birtu og von. Hvorttveggja hæfir hinstu kveðju Úlriks Ólasonar. Nú er hann sjálfur í himnesku birtunni á landi vonarinn- ar, laus úr viðjum allrar þjáningar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Úlrik Ólasyni, votta honum virðingu og fjölskyldu hans samúð. Sr. Ólafur Jóhannsson. Með ótímabæru fráfalli Úlriks Ólasonar er enn minnt á hverfulleika lífsins. Horfinn er á braut í blóma lífsins mikill hæfileikamaður og ein- staklega góður drengur. Úlrik átti farsælan feril sem orgelleikari og kórstjóri um áratuga skeið. Hann hafði jafnframt mikil áhrif á fjölda upprennandi organista sem einn að- alkennari við Tónskóla Þjóðkirkj- unnar um árabil. Úlrik var mikill fé- lagi nemenda sinna, hvatti þá til góðra verka og er kímnigáfa hans þeim mjög eftirminnileg. Úlrik hélt sig nokkuð til hlés í fé- lagsstarfinu hin síðari ár en fylgdist þó vel með gangi mála. Hann var hógvær maður. Mér eru minnisstæð símtöl við hann þar sem hann lét sér mjög annt um velferð stéttarinnar. Organistar á Íslandi minnast Úlriks með miklum hlýhug og þakka sam- fylgdina. Guð blessi minningu þessa hæfileikaríka sómamanns og styrki fjölskyldu hans á erfiðum tímum. F.h. FÍO/Organistadeild FÍH, Guðmundur Sigurðsson Ég var tíður gestur sem unglingur á heimili Margrétar og Úlriks á Öldugötu 33. Alltaf var ég velkominn og alltaf var Úlrik í stuði og tilbúinn að djóka. Hann bjó til skrýtin nöfn á okkur vinina og bjó til frasa og orð sem hann notaði í staðinn fyrir blóts- yrði þegar svo bar undir. „Ugg“ og „ugg-itt“ urðu fræg. Hann kallaði mig Stygga og Svenna Blöndal vin okkar kallaði hann Blögga. Besta nafnið var líklega það sem Dóri fékk. Hann er alltaf kallaður Halldór Óli heima hjá sér og Úlriki þótti það greinilega ekki nógu þjált í fram- burði. Hann stytti það því í „Drulli“, sem er ansi nálægt hljómfallinu þeg- ar nafnið er sagt mjög hratt … Hal- drulli. Úlrik var líka alltaf að stríða okkur og reyna að fipa okkur með yf- irheyrslum sem vörðuðu okkar ung- lingamál. Honum tókst oft að koma okkur í klípu og vissi algerlega hvað klukkan sló hjá okkur. Hann bað okkur bara að fara gætilega. Sumarið 1997 fluttu Úlrik, Mar- grét og Dóri til Vínarborgar og fór ég með þeim út í eina viku. Mér þótti það stórskemmtilegt. Úlrik sagði okkur að það væri ekki ólíklegt að Beethoven hefði dvalið í húsinu þeirra við Probusgasse. Við Dóri vorum þá sextán ára og farnir að huga að því hvernig lífið virkaði og hvernig við færum að því að láta drauma okkar rætast. Dóri velti fyr- ir sér hvernig foreldrar hans hefðu farið að því að flytja til Vínarborgar í nám – láta drauma sína rætast. Eitt kvöldið sátum við síðan úti í porti við Probusgasse og spiluðum á spil. Við spiluðum póker og upp úr þurru spurði Dóri pabba sinn hvernig í ósköpunum þau hefðu haft efni á því að flytja til útlanda í eitt ár. Það stóð ekki á svari frá Úlriki: „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því vinur minn. Þú skalt bara gúffa og vera glaður.“ Dæmigert svar frá þessum góða manni. Samúðarkveðja til Margrétar, Andra og Dóra og fjölskyldna þeirra. Styrmir Goðason. „Það syrtir að er sumir kveðja.“ Svo var eitt sinn ort og víst er það satt. Þegar horft er á eftir vinum sem kveðja á besta aldri fer ekki hjá því að það kemur við. Ótal stundir glaðar og bjartar koma upp í hugann og þær gera í senn að ylja og vekja trega því slíkar stundir koma aldrei aftur. Þegar Úlrik kom til okkar í Víðistaðakirkju réðst þar til starfa góður drengur. Hann var einstak- lega þægilegur í öllum viðskiptum, viðræðugóður og lipur og bjó yfir yf- irgripsmikilli þekkingu og reynslu. Enginn var fljótari en hann að hripa upp nótur eftir laglínu sem hann heyrði og útsetja á þann veg sem ein- ungis mjög færum tónlistarmönnum er gerlegt að framkvæma. Allt þetta kom því að góðum notum í stjórn kóra og flutningi á tónverkum og þar liggur eftir hann mikið starf. Samt sem áður þótti mér mest koma til vináttu hans og þær stundir sem við áttum saman innan kirkju sem utan eru okkur hjónum dýrmætar í minn- ingunni, en okkur bæði aðstoðaði hann á margan veg. Um leið og við kveðjum góðan vin sendum við ást- vinum hans öllum hugheilar samúð- arkveðjur. Sigurður Helgi Guðmundsson, Brynhildur Ósk Sigurðardóttir. Þakklæti er sú tilfinning sem er efst í huga mér þegar ég hugsa til Úlriks. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Hann var besti tengdapabbi sem hægt er að hugsa sér, alltaf boðinn og búinn til að rétta okkur hjálparhönd. Hann var hlýr og einlægur og hafði stórt hjarta. Mér þótti óskaplega vænt um hann. Í gærkvöldi sagði ég við Ár- mann, son okkar Andra, „Ármann, þú veist að afa þótti ofboðslega vænt um þig.“ Ármann svaraði „Ég veit það, mamma, honum þykir ennþá vænt um mig … bara núna þykir honum vænt um mig uppi á himn- inum.“ Ármann sagði mér líka í þessu samtali okkar að hann ætti eft- ir að sakna mikið að „spjaggla“ við afa. Það er einmitt það sem við eig- um öll eftir að sakna mest, því það var svo gott að tala við hann, hann var svo góður að hlusta. Hann hlust- aði af mikilli athygli og vildi vita um allt sem snerti fjölskylduna. Hann dæmdi mann aldrei og fannst í raun allt frábært sem við gerðum. Það er ekki skrýtið að ég elski Andra eins mikið og raun ber vitni – hann er kominn af svo góðu fólki og var alinn upp með einstakri hlýju og örlæti sem ég hef fengið að kynnast í Hrauntungunni. Úlrik hafði einstaka þolinmæði við barnabörnin sín. Mér finnst svo sárt að yngsta barnabarnið, nafni hans Úlriks, muni ekki koma til með að muna eftir honum þegar hann verð- ur stór. En við ætlum að segja hon- um frá afa sínum og hvaða mann hann hafði að geyma. Kjartan Úlrik litli mun fá að vita að hann var skírður í höfuðið á manni sem elskaði hann og vildi allt fyrir hann gera. Ég minnist þess hversu hissa hann var í skírninni þegar hann heyrði nafnið Kjartan Úlrik. Hann var nefnilega svo hlédrægur og ætl- aðist ekki til neins af neinum. Hann var svo ánægður með nafnann, sagði við mig að „fjárhagsleg framtíð þessa barns væri ævinlega tryggð!“ Hann vildi gera allt fyrir nafnann. Lítið sem hann vissi, að hann fengi ekki að lifa nema eitt ár í þessu lífi með nafna sínum. Ég bið þess að nafninu fylgi eitthvað af þeirri hjartahlýju sem afinn hafði að geyma. Debbet venner … það er erfitt að skrifa þessa minningagrein því minningarnar flæða fram og tárin með. En þakklætið situr eftir. Þakk- lætið fyrir góðu minningarnar sem við geymum um Úlla. Barcelona- heimsókn þeirra Grétu, grillveisl- urnar og sunnudagsgúffið, og síðast en ekki síst er ég þakklát Úlla fyrir að hafa gert hann Andra að þeim manni sem ég elska. Andri hefur oft sagt mér í gegnum tíðina: „Pabbi er enginn engill og hefur auðvitað galla en hann er besti pabbi sem til er í heiminum.“ Þeir voru nánir feðgar og líkir að mörgu leyti. Það verður erfitt fyrir Andra að hafa ekki lengur Úlla til að tala við því þeir töluðu mikið saman og Úlli spilaði stóran þátt í lífi Andra. Elsku Gréta mín, Guð gefi þér styrk til að komast yfir þessa sorg sem fráfall Úlla skilur eftir. En eins og Ármann á sinn einfalda og ein- læga hátt orðaði það: „Afi er orðinn engill og er núna að hugsa um hann Gabríel bróður minn.“ Hann er far- inn í sína sólarsigurför og er þar sem best er að vera: hjá Guði í himnaríki. Ásdís Kjartansdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BOGI PÉTURSSON, andaðist fimmtudaginn 17. apríl á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 14.00. Margrét Magnúsdóttir, Arthur Bogason, Dagný Elsa Einarsdóttir og barnabarn. ✝ Okkar ástkæri afi, langafi og tengdafaðir, EMIL S. MAGNÚSSON, Hátúni 8, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 16. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar- daginn 26. apríl kl. 14.00. Emil Sigurður Magnússon, Rósa Viggósdóttir, Guðný Helga Magnúsdóttir, Ólafur Á. Sigvaldason, Guðmundur Freyr Magnússon, Þorvaldur Magnússon, Harpa Særós Magnúsdóttir, Ólafur Jónsson, Stefán Marteinn Ólafsson, Ingveldur Lára Karlsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGER HALLSSON, Otte Rudsgade 17, Álaborg, lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. apríl. Jarðarförin fer fram frá Vor Frelsers Kirke í Álaborg fimmtudaginn 24. apríl kl. 13.00. Mona Hallsson Pedersen, Knud Pedersen, Bjarni Hallsson, Gitte Kragh Hallsson, Hallur Karl Hallsson, Christine Hallsson, ömmubörn, langömmubarn og aðrir ástvinir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín og systir okkar, GUÐBJÖRG MAGNA BJÖRNSDÓTTIR, Fensölum 2, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt þriðjudagsins 22. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Þórður Jónsson, Þórunn Soffía Þórðardóttir, Þórður Sveinlaugur Þórðarson, Þórunn Magnúsdóttir, Sveinlaugur Björnsson, Rebekka Björnsdóttir, Þórgunnur Björnsdóttir, Sveinbjörn Björnsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG RÖGNVALDSDÓTTIR frá Miðfirði í V - Húnavallasýslu, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar 22. apríl. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Guðfinna Margrét Óskarsdóttir, Stefán Dan Óskarsson, Rannveig Hestnes, Brynjólfur Óskarsson, Selma Olsen, Rögnvaldur Þór Óskarsson, Védís Geirsdóttir, Már Óskarsson, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, Arnar Óskarsson, Anna Magnea Hreinsdóttir og ömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.