Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á FUNDUM Evrópuráðsþingsins dagana 14.-18. apríl sl. náðist sá áfangi að þingið samþykkti í fyrsta sinn stefnumótandi ályktun um fóst- ureyðingar. Ekki þarf að fjölyrða um hversu viðkvæmt viðfangsefni fóstur- eyðingar eru víða um heim af trúar- legum og menningarlegum ástæðum sem rekast á við rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama, sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra, frelsi og mannréttindi. Það hljóta að teljast veruleg tímamót að jafn stór fjölþjóðastofnun og Evrópuráðsþingið, samstarfsvettvangur 47 þjóðþinga Evrópu, skuli gera stefnumót- andi samþykkt um þetta efni. Samþykktin er afrakstur meira en tveggja ára starfs og mikillar vinnu innan jafnréttisnefndar Evr- ópuráðsþingsins. Því er ekki að leyna að málið var einnig umdeilt á vettvangi Evrópuráðs- þingsins og lending málsins torsótt en að lokum var þó traustur meirihluti fyrir nið- urstöðunni og tillagan studd af um tveimur þriðju þeirra þing- manna sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni. Samþykktin er stefnu- mótandi fyrir Evr- ópuráðsþingið og felur í sér tilboð til aðildarríkjanna um viss- ar áherslur í sambandi við fóstureyð- ingar þó að vissulega sé ekki um þjóð- réttarlega bindandi samning (e. convention) um fóstureyðingar að ræða. Löglegar og öruggar fóstureyðingar Ef vikið er að aðalefni ályktunar- innar er þar mótuð sú stefna að konur skuli eiga rétt á löglegum og örugg- um fóstureyðingum og að stjórnvöld- um beri að tryggja aðgang þeirra að þeim. Lögð er áhersla á að – aldrei megi líta á fóstureyðingar sem getnaðarvörn eða aðferð til að gera fjölskylduáætlanir (fa- mily-planning), – stuðla að aðgerðum til að draga úr þörf fyrir fóstureyðingar og er þá vísað til hluta eins og að búa vel að barnafjölskyldum, að tryggja fræðslu um og aðgang að getnaðarvörnum, ókeypis eða á viðráðanlegum kjörum og af því tagi sem hentar bæði körlum og konum, – að öflugri fræðslu sé haldið uppi um allt sem málinu viðkemur, kynfræðsla sé lögboðin í skólum, konur sem óski eftir fóstureyð- ingu hafi aðgang að upplýsingum til að tryggja upplýsta ákvörðun og þar fram eftir götunum. Þrátt fyrir að fræðslu sé sinnt eftir föngum og reynt að draga úr þörf fyr- ir fóstureyðingar verður ekki hjá því komist að þunganir eigi sér stað sem eru ekki velkomnar og hafa jafnvel átt sér stað vegna hörmulegra at- burða eins og nauðgunar eða sifja- spella. Loks koma af og til óumflýj- anlega upp þær aðstæður að meðgangan stofnar lífi og heilsu móðurinnar í voða. Þá skulu löglegar og öruggar fóstureyð- ingar vera í boði, ákvörðunin á að vera móðurinnar og réttur hennar til þess að fá fóstureyðinguna fram- kvæmda skal tryggður. Þeim sem vilja kynna sér efni ályktunarinnar betur er bent á heima- síðu Evrópuráðsþings- ins: http://as- sembly.coe.int/ Main.asp?link=/ Documents/Adopted- Text/ta08/ ERES1607.htm Mikilvægi þessarar samþykktar er ekki síst fólgið í því að á grund- velli hennar geta kven- réttinda- og mannrétt- indasamtök, stjórnmálamenn og aðr- ir þrýst á um umbætur í þeim löndum þar sem ástandið er verst að þessu leyti. Hinn grimmi veruleiki er sá að allvíða eru fóstureyð- ingar annaðhvort alfarið bannaðar, eins og á Möltu, eða því sem næst og nær ekki framkvæmdar, eins og í Póllandi og á Írlandi. Það leiðir til þess að efnahagslega vel settar konur sem vilja láta framkvæma fóstureyð- ingu fara úr landi og fá aðgerðina framkvæmda þar (írskar konur fara til Bretlands, pólskar konur til Sví- þjóðar o.s.frv.). Konur sem búa við erfiðar aðstæður og minni efni leita aftur á móti á náðir ólöglegra fóstur- eyðinga, oft með skelfilegum og var- anlegum afleiðingum fyrir heilsu þeirra og líf. Talið er að alls séu á bilinu 500.000 til 800.000 ólöglegar fóstureyðingar framkvæmdar árlega í þeim 47 löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. Dauðsföll sem verða vegna ólöglegra fóstureyðinga eða fóstureyðinga sem framkvæmdar eru af vankunnáttu og við ófullnægjandi aðstæður skipta hundruðum. Að- gangur að öruggum og löglegum fóst- ureyðingum er því gríðarlega mik- ilvægt velferðar-, heilbrigðis- og jafnréttismál. Réttur kvenna til að ráða eigin lík- ama og taka ákvarðanir um velferð sína og framtíð er að sjálfsögðu hluti grundvallarmannréttinda. Því má segja að með þessari samþykkt sé Evrópuráðsþingið að uppfylla eitt helsta verkefni sitt og markmið sem er að standa vörð um grundvall- armannréttindi og það á mynd- arlegan hátt. Samþykktinni var enda vel fagnað af evrópskum kvenna- hreyfingum og mannréttinda- samtökum. Sérstaklega ánægjulegt var að fá hvatningu frá kvennahreyf- ingum, bæði á Írlandi og í Póllandi, sem mæltu eindregið með samþykkt ályktunarinnar, þrátt fyrir harða bar- áttu flestra þingmanna frá viðkom- andi löndum gegn málinu á Evr- ópuráðsþinginu. Tímamótasam- þykkt Evrópu- ráðsþingsins um fóstureyðingar Steingrímur J. Sigfússon skrif- ar um samþykkt Evrópuráðs- þingsins um fóstureyðingar »… þá er þar mótuð sú stefna að konur skuli eiga rétt á löglegum og öruggum fóstur- eyðingum og að stjórnvöldum beri að tryggja aðgang þeirra að þeim. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður jafnréttis- nefndar Evrópuráðsþingsins, nefndar um jöfn tækifæri kvenna og karla. HINN 8. apríl fjölmenntu stjórnendur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar á málþing um heima- og stuðnings- þjónustu, en mál- þingið er einn liður af mörgum í undirbún- ingi vegna breytinga í þjónustu við geðfatl- aða. Þar var m.a. fjallað var um þjón- ustu við fatlaða og velferð þeirra og litið yfir farinn veg í þró- un velferðarþjónustu þeim til handa. Rifjað var upp hversu stutt er síðan lög voru skil- greind með tilliti til þjónustu við fávita, örvita og hálf- vita. Horft var til framtíðar um leið og hugmyndafræði og stefna vel- ferðarsviðs í þjónustu við geðfatl- aða var kynnt. Stefna velferð- arsviðs er að vinna markvisst að notendasamráði og valdeflingu og koma þannig til móts við áherslur hagsmunafélaga sem segja „ekkert um okkur án okkar“. Þeir starfsmenn velferðarsviðs, sem koma að þjónustu við geðfatl- aða, leggja metnað sinn í uppbygg- inu á þjónustu sem miðar að aukn- um lífsgæðum og hjálp til sjálfshjálpar. Lögð er áhersla á virkni í sinni breiðustu mynd á for- sendum hvers og eins. Í fjölmiðlum hefur verið birt viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og félagsmála- ráðuneytisins um að ganga til samningaviðræðna vegna yfirfærslu á þjónustu við geðfatlaða frá ríki til velferð- arsviðs Reykjavík- urborgar. Á umræddu málþingi voru helstu kostir yfirfærslunnar ræddir og óhætt er að fullyrða að stjórn- endur borgarinnar vilja fylgja henni vel eftir og eru bæði metnaðarfullir og áhugasamir um að veita góða, samhæfða nærþjónustu til geðfatlaðra með geðfötluðum. Þess er vonandi ekki langt að bíða að viðskiptavinir þurfi ekki lengur að fara á milli ábyrgðaraðila þjónustustofnana heldur muni leita eftir allri þjón- ustu inni á þjónustumiðstöð í sínu eigin hverfi. Áhersla verður lögð á að leiða saman alla lykilaðila sem koma að uppbyggingu nýrrar þjón- ustu og má þar einkum nefna not- endur, aðstandendur, starfsfólk Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, starfsfólk geðsviðs Landspítalans, starfsfólk velferð- arsviðs og, síðast en ekki síst, fé- laga hagsmunasamtaka. Starfs- menn velferðarsviðs lýsa sig tilbúna að skoða á gagnrýninn hátt núverandi þjónustu, draga fram styrkleikana, læra af öðrum og vinna enn frekar að valdeflingu í nýju landslagi. Á málþinginu voru kynntar nið- urstöður viðhorfskönnunar meðal starfsmanna sem vinna með geð- fötluðum í Reykjavík. Starfsmaður frá Akureyrarbæ kynnti enn- fremur hvernig staðið hafi verið að yfirfærslunni þar. Sameiginlegar niðurstöður urðu þær að nauðsyn- legt sé að kynna vel yfirfærsluna, bæði fyrir notendum þjónustunnar og aðstandendum, en ekki síst fyr- ir mannauðnum sem er starfsfólkið sjálft. Ég fullyrði að velferðarsvið Reykjavíkurborgar mun leggja metnað sinn í að kynna yfirfærsl- una vel og leiða saman fyrrnefnda lykilaðila í uppbyggingu á þjónustu þegar samningar eru í höfn. Þrátt fyrir að samningur séu grunn- forsenda fyrirhugaðrar uppbygg- ingar á þjónustu, þá er hann fyrst og fremst rammi sem bíður þess að inn í hann verði teiknuð mynd af þeim sem annars vegar fá þjón- ustuna og hins vegar veita hana. Þjónusta Reykjavíkurborgar við geðfatlaða og velferð þeirra Jóna Rut Guðmundsdóttir skrifar um þjónustu við geðfatlaða Jóna Rut Guðmundsdóttir » Velferðarsvið Reykjavíkurborgar mun leggja metnað sinn í að kynna yfirfærsluna vel og leiða saman fyrr- nefnda lykilaðila í upp- byggingu á þjónustu … Höfundur er félagsráðgjafi og verkefnastjóri í málefnum fatlaðra. www.sjofnhar.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 08 24 0 4/ 08 Flugfrakt Fyrir þá sem vilja vera fyrstir flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Við sækjum og sendum Þú getur látið okkur sækja sendinguna í fyrirtækið þitt og koma henni beint til viðtakanda. Hagkvæmt verð Það er hagstætt að senda með flugfrakt – berðu saman verð á frakt með flugi og bíl. Hratt og oft Flugfrakt er fljótlegasta leiðin til að flytja vörur og aðrar sendingar. Mikill fjöldi ferða tryggir að allar sendingar berast hratt og örugglega. Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.