Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 37 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Lokað í dag. Við óskum öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn, starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar á Aflagranda 40. Árskógar 4 | Handavinnusýning í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4, dagana 25. og 26. apríl kl. 13-16.30. Kaffisala kl. 14 alla dagana. Föstu- daginn 26. apríl er harmonikkuball kl. 15.30. Bergmál líknar- og vinafélag, | Bergmál- líknar og vinafélag er með opið hús á sumardaginn fyrsta í húsi sínu á Sólheimum í Grímsnesi. Húsið er nú tilbúið undir tréverk og verður til sýnis kl. 15- 18. Kaffi á könnunni. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK. Bingó verður spilað í Félags- heimilinu Gullsmára föstudaginn 25. apríl kl. 14. Kortaverð kr. 100 og verður varið í vinninga. Vinnings- upphæðir fara eftir fjölda þátttak- enda. Skvettuball verður haldið laugardaginn 26. apríl kl. 20. Þor- valdur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ferð um Vatnsleysu- strönd – Voga – Njarðvíkurnar – Keflavíkurflugvöll – Keflavík – Garð- skaga – Sandgerði – Hafnir – Reykjanesvita og Grindavík verður farin föstudaginn 2. maí. Brottför frá Gjábakka kl. 9.45 og Gullsmára kl. 10. Kvöldmatur í Grindavík. Skráningarlistar í félagsmiðstöðv- unum. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ frá kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Lokað vegna sumardagsins fyrsta. Félagsstarf eldri borgara, Garða- bæ | Lokað í Jónshúsi og Smiðjunni í Kirkjuhvoli. Engin leikfimi í dag. Hraunbær 105 | Lokað í dag. Gleði- legt sumar. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan; út- skurður, bútasaumur, glerlist, postu- lín, frjáls verkefni. Ókeypis tölvu- kennsla á miðvikud. og fimmtud. Línudans, Bör Börsson, söngur, þeg- ar amma var ung og afi líka, brids, skapandi skrif, félagsvist, hlát- urklúbbur, framsögn. Leikfimitilboð á þriðjud. kl. 9.15. Uppl. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun föstudag er sundleikfimi í Graf- arvogssundlaug kl. 9.30 og Lista- smiðjan á Korpúlfsstöðum er opin frá 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi- sala á sumardaginn fyrsta kl. 14.30. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Skák kl. 19 í fé- lagheimili Sjálfsbjargar á höf- uðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, glervinnsla, morgunstund, boccia, handavinnustofan opin, hár- greiðslu og fótaaðgerðarstofan op- inn allan daginn, upplestur kl. 12.30, frjáls spilamennska kl. 13. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Ekkert fé- lagsstarf í dag, á morgun verður bingó kl. 14.15 og kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Skátamessa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bænarkerti og eiga kyrrláta stund. Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Njótið kyrrðar, kveikið á bænarkerti og eigið kyrrláta stund í helgidómnum. Háteigskirkja | Samvera með Taizé-sniði kl. 20. Gengið inn í þögnina. Ljúfir bæna- og íhug- unarsöngvar, Guðs orð, ilmur og lif- andi ljós. Altarisganga, fyrirbæn og smurning. Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrð- ar- og fyrirbænastund kl. 22. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Biblíulestur síðasta fimmtudag hvers mánaðaðar kl. 21, opin öllum. Bæn er lífsleikni. 60ára afmæli. Bjarni Þór Einarsson, byggingartæknifræðingur áHvammstanga, varð 60 ára 31. mars sl. og kona hans Árndís Adda Jónsdóttir verður 60 ára 7. maí næstkomandi. Þau hjón taka á móti gest- um í tilefni afmælis þeirra, í Félagsheimili Hvammstanga, laugardaginn 26. apríl og hefst móttakan kl. 19. Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I. Kor. 12, 7) Frístundir og námskeið Klúbbhús Íslenska fjallahjólaklúbbsins | Reiðhjólaviðgerðir fyrir byrjendur – frítt námskeið. Farið verður yfir algengustu viðgerðir og stillingar á hjólinu. Stilla gíra og hvernig má herða út í legur í sveif- arhúsi og nöfum, og stýrislegu. Slit á keðju mælt. Almenn yfirferð og útskýring á drifbúnaði. Stutt yfirferð á stillingu bremsa. Skráning á fbjorgvinsson- @actavis.is Fyrirlestrar og fundir Sögufélag, Fischerssundi 3 | Rannsókn- arkvöld Félags íslenskra fræða verður kl. 20. Aðalheiður Guðmundsdóttir flytur er- indi í tilefni af nýútkominni bók um dans- sögu Norðurlanda, Norden i Dans. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Ættfræðifélagið | Ættfræðifélagið heldur fund fimmtudag 24. apríl kl. 20.30, í húsi Þjóðskjalasafnins á Laugaveg 162, 2. hæð. Sigurður Hermundarson fjallar um Laugardalsættina, sem kom út á síðasta ári. Tónlist Café Rót | Eggmoon tónleikar kl. 20, frítt inn. Airelectric – Karl Pestka býr til tón- list einungis með fiðlu og effectum. http://www.karlpestka.com The Custom – Spirit of Moonflower. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar. Digraneskirkja | Söngvinir, kór eldri borg- ara í Kópavogi heldur tónleika í Digra- neskirkju laugardaginn 26. apríl nk. Fjöl- breytt dagskrá. Aðgangur ókeypis. Hátíðarsalur Háskóla Íslands | Kvenna- kór við Háskóla Íslands syngur vorlög og sumarsöngva frá ýmsum löndum kl. 16. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Tónleikar til að minna á umferðaröryggi í boði mót- orhjólaklúbbsins Trúboðanna kl. 17.30. Fram koma: Lögreglukórinn, KK, Páll Rós- inkranz, Pétur Hrafnsson og Gospelkór Fíladelfíu. Frítt inn. Kaffisala hjá kven- félagi slysavarnafélagsins kl. 16. Sundlaugin Hveragerði | Hljómsveitin Veðurguðirnir spilar. Sundlaugin er í Laugaskarði, útivistarperlu Hvergerðinga. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Súfistinn | Sýnendur koma úr athvarfinu Læk og heita Guðrún Guðlaugsdóttir, Kristinn Þ. Elíasson, Guðrún H. Ágústs- dóttir , Elín D. Elíasdóttir , Hrafnhildur, Hildur D. Guðmundsdóttir og Ester. Sandra M. Sigurðardóttir, er listrænn leið- beinandi hópsins. Skemmtanir Bláskógabyggð | Ungmennafélag Bisk- upstungna fagnar 100 ára afmæli sínu og hefjast hátíðahöldin í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti kl. 14. Þar mun íþróttadeild fé- lagsins sýna ýmis tilþrif og einnig verður sprell og leikir. Um kvöldið hefst afmæl- ishátíð í Aratungu kl. 20.30 með söng, leiklist og veisluhlaðborði. Glerárkirkja | Tónleikar á Sumardaginn fyrsta í Ýdölum, Aðaldal kl. 14 og í Gler- árkirkju kl. 20.30. Söngfélagið Sálubót og einsöngvarinn Jónsi, Jón Jósep Snæ- björnsson, stjórnandi Jaan Alavere. Á dagskránni eru fjölbreytt lög frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Miðasala við innganginn og forsala í síma 860-1959. Útivist og íþróttir Hnefaleikastöðin | Hnefaleikastöðin býð- ur upp á fría reynsluviku í öll fitness- og ólympísk boxnámskeið frá 28. apríl til 3. maí. Skráning er á www.box.is Digraneskirkja árnað heilla ritstjorn@mbl.is 60ára afmæli. Í dag, 24. apríl, eru Hildur Ósk Leifsdóttir og Haf-steinn Guðmundsson, Marteinslaug 16, Reykjavík, sextug. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. dagbók Í dag er fimmtudagur 24. apríl, 115. dagur ársins 2008 Tækni- og verkfræðideild Há-skólans í Reykjavík efnir tilfyrirlestrar á morgun. JónTómas Guðmundsson, pró- fessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við HÍ, mun þar flytja erindi um sólarhlöð. „Ég mun fjalla um hinar ýmsu gerðir sólarhlaða sem eru í notkun í heiminum og einnig segja frá tilraunum sem eru í gangi um þróun nýrra sólarhlaða,“ segir Jón Tómas en sólarhlöð eru einnig stund- um nefndar sólarrafhlöður eða solar cells á ensku. „Yfir 90% af sólarhlöðum eru gerðar úr kísil en einnig eru til sólarhlöð gerðar úr þunnum húðum ýmissa hálfleiðara og úr svokölluðum III-V hálfleiðurum og loks eru sólarhlöð úr fjölliðum enn á rannsóknarstigi en vinna við þær gefur væntingar um að hægt sé að framleiða mjög ódýr sólarhlöð.“ Mikill vöxtur hefur verið í notkun sól- arhlaða síðustu ár og á árinu 2007 einu jókst notkun þeirra um 50% umfram heildarnotkun sólarhlaða fyrra árs: „Í heiminum öllum er áætlað að um 12.400 megavött hafi fengist með sólarhlöðum í árslok 2007 en það jafnast á við 46 Búr- fellsvirkjanir,“ segir Jón Tómas. „Aukn- ing í notkun sólarhlaða skýrist meðal annars af því að tæknin er að verða ódýrari en þó eru ódýrustu sólarhlöðin fjórum sinnum of dýr til að geta keppt við aðra orkuframleiðslu, s.s. úr kolum, olíu og gasi.“ Þó Ísland teljist seint með sólríkari löndum fara hér fram spenn- andi tilraunir með framleiðslu sól- arhlaða og kemur Jón Tómas að því starfi: „Halldór Svavarsson lektor við HR stýrir verkefni sem miðar að því að rækta sólarhlöð úr þunnum kísilhúðum. Heimsmarkaðsverð á kísil, aðalbygging- arefni sólarhlaða, hefur hækkað, tífald- ast á nokkrum undanförnum árum. Í hefðbundinni framleiðslu er ræktaður hleifur af kísil sem síðan er skorinn nið- ur í skífur, en með þeirri aðferð sem Halldór beitir má mögulega leggja niður húð af kísil sem er um 10 til 30 míkron að þykkt eða á við mannshár og þannig nýta hráefnið mun betur. Þessar rann- sóknir fara fram í nýjum örtæknikjarna á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.“ Fyrirlesturinn flytur Jón Tómas í stofu K-5 í húsakynnum HR í gamla Morgunblaðshúsinu frá kl. 14.30 til 15.30. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Vísindi | Fræðslufyrirlestur í HR á föstudag um þróun sólarhlaða Ný og spennandi sólarhlöð  Jón Tómas Guðmundsson fæddist á Akra- nesi árið 1965. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1985, lokaprófi í rafmagnsverk- fræði frá HÍ 1989, meist- araprófi í eðlisfræði frá sama skóla 1991 og doktorsprófi í kjarn- orkuverkfræði frá Kaliforníuhá- skóla í Berkeley 1996. Jón Tómas var sérfræðingur við Raunvís- indastofnun Háskólans, síðar dósent við verkfræðideild. Hann hefur ver- ið prófessor í rafmagns- og tölvu- verkfræði við verkfræðideild HÍ frá 2003. Eiginkona Jóns Tómasar er Linghao Yi tölvuverkfræðingur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Akureyrarkirkja FRÉTTIR Í DAG, sumardaginn fyrsta, verður árleg sumarhátíð frístundamið- stöðvar Tónabæjar haldin hátíðleg í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Dagskráin er fjölbreytt og stendur yfir milli kl. 13 og 16 en garðurinn er opinn til kl. 17. Dagskráin er fjölbreytt og kemur frá öllum sviðum frístundamiðstöðv- arinnar, börnum og unglingum. Hefð er fyrir því að Frístundamið- stöðin Tónabær bjóði öllum börnum á grunnskólaaldri í hverfinu, ásamt fjölskyldum þeirra á sumarhátíðina. Í ár var einnig ákveðið að dreifa boðsmiðum til leikskólabarna hverf- isins. Garðurinn er þar að auki opinn almenningi svo að fleiri en íbúar hverfisins geta látið sjá sig. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vefsíðunni www.tonabaer.is. Nafnasamkeppni Nafn frístundamiðstöðvarinnar hefur valdið talsverðum misskilningi þar sem á vegum frístundarmið- stöðvarinnar starfar félagsmiðstöð með sama nafni. Til að aðgreina starf frístundamiðstöðvarinnar og félagsmiðstöðvarinnar höfum við ákveðið að breyta nafni frí- stundamiðstöðvarinnar. Hægt er að senda tillögur á netfangið nyttn- afn@tonbaer.is eða mæta í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn sum- ardaginn fyrsta og skila tillögum í þar til gerða kassa. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegarann. Sumarhátíð frístunda- miðstöðvar Tónabæjar BYKO opnar nýja verslun á Granda í dag, fimmtudaginn 24. apríl, kl. 10. Verslunin, sem er 4.600 m2 að stærð, mun marka tímamót í þjónustu á byggingavörumarkaði við íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnanesi, segir í fréttatilkynningu. „Í BYKO Granda verða margar spennandi nýjungar eins og t.d. þægileg Hlaðbraut í timburdeildinni þar sem allt timbur er inni, aðgengi að plötusögun og stóraukið úrval af gólfefnum og hreinlætistækjum. Í BYKO Granda er hægt að fá heild- arlausnir fyrir heimilið í einni og sömu ferðinni. Aukið úrval verður af ýmsum vörum fyrir heimilið og segja má að þar sé í raun hægt að fá allt sem þarf til þess að gera húsnæði íbúðarhæft nema steypuna. Aðgengi og skipulag í BYKO Granda er sér- staklega gott og viðskiptavinurinn getur gengið beint að þeirri vöru sem hann vantar og verið snöggur að versla,“ segir ennfremur. Opnunartilboð verða í BYKO Granda alla helgina og dagskrá fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta þar sem grillaðar verða pyls- ur, hoppukastali fyrir börnin og opn- unarleikur þar sem möguleiki er á að vinna gasgrill að verðmæti 79.900 kr. BYKO opnar nýja verslun SUMARDAGINN fyrsta verður mik- ið um að vera hjá Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Opið hús verður í starfsstöð skólans á Reykjum í Ölfusi, sem er rétt hjá sundlauginni í Hvera- gerði og Skeifudagur hestamanna- félagsins Grana verður á Mið-Foss- um. Skólahúsin á Reykjum verða opnuð almenningi kl. 10 en hátíðar- dagskrá í garðskálanum hefst kl. 14. Þar verða veitt Garðyrkjuverðlaunin 2008 og forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, afhendir umhverfis- verðlaun Hveragerðisbæjar. Kaffiveitingar í matsal skólans og leiktæki á útisvæði. Nám við LbhÍ verður kynnt og þarna fer fram Ís- landsmeistarakeppni í blómaskreyt- ingum. Skeifudagurinn fer fram í glæsi- legri aðstöðu LbhÍ á Mið-Fossum sem er skammt frá Hvanneyri. Þarna verður keppt um Gunnarsbikarinn, en auk þess verður Morgunblaðs- skeifan afhent þeim nemanda LbhÍ sem stendur sig best í reiðmennsku- og frumtamninganámi vetrarins. Þá munu nemendur sýna færni sína á hestbaki. Dagskráin á Mið-Fossum hefst kl. 12.30. Skeifukeppni og blómaskreytingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.