Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Undanfarin fimm ár í það minnsta hafa hópar hafið sumarið á því að ganga saman í bæn. Sumardag- urinn fyrsti mark- ar nýtt upphaf. Veturinn er að baki og sumarið hefur innreið sína, hikandi oft, en styrkist frá hinum fyrsta sumardegi. Hópar fólks sem játa kristna trú safnast saman fljótlega eftir sól- arupprás og biðja saman á göngu í miðborginni sem og víðar á landinu. Fyrir nokkrum árum voru þrír hóp- ar sem hófu bænastarfið, núna eru þeir tuttugu og sjö gönguleggirnir sem farnir verða. Nánari upplýsingar um tíma- og staðsetningar er hægt að nálgast á veffanginu http://www.lind- in.is/Templates/ganga_1.htm. Hvort sem þú kemst með eða ekki, þá taktu endilega þátt á þinn máta. Allar bænir í Jesú nafni og góður hug- ur skipta máli, svo skemmir ekki að hreyfa sig. Best er að láta þetta hald- ast í hendur alla daga sumarsins, góð- an bænarhuga og hressilega hreyf- ingu. ÞORVALDUR VÍÐISSON, miðborgarprestur Dómkirkjunnar. Að ganga með góðum hug! Frá Þorvaldi Víðissyni Þorvaldur Víðisson FULLTRÚAR minnihluta borg- arstjórnar, Óskar Bergsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svav- arsdóttir fara mikinn í fjölmiðlum varðandi málefni Reykjavík Energy In- vest. Margar rang- færslur eru í greinum þeirra og skal nú leitast við að leiðrétta nokkrar þeirra. Óskar og Sigrún Elsa halda því ítrekað fram að undirritaður hafi skrifað undir vilja- yfirlýsingu um verkefni í Eþíópíu. Þetta er rangt. Fyrrverandi stjórn REI ákvað að skrifað yrði undir vilja- yfirlýsingu við Eþíóp- íumenn um að kannaðir yrðu möguleikar á sam- starfi í jarðhitamálum og var skrifað undir hana í janúar síðast- liðnum. Nýlega skrifaði und- irritaður undir vilja- yfirlýsingu í Jemen um áframhaldandi við- ræður REI við þarlend stjórnvöld vegna hugs- anlegs samstarf um jarðhitanýtingu. Rétt er að taka fram að sú viljayfirlýsing er án fjárhagslegra skuldbindinga. Í Djíbúti var skrifað undir sam- komulag um hagkvæmnisathugun vegna hugsanlegs jarðhitaverkefnis og er leitast við að lágmarka áhættu REI vegna hennar eins og ítrekað greint hefur verið frá í fjölmiðlum og í sölum borgarstjórnar. Þverpólitísk sátt? Athyglisvert er að Óskari, Sigrúnu Elsu og Svandísi verður öllum tíðrætt um að nú sé verið að rjúfa einhverja meinta þverpólitíska sátt, sem eigi að hafa náðst um málefni REI, vænt- anlega á tímum 100 daga meirihlut- ans. Hið rétta er að í nafni þess meiri- hluta unnu framsóknarmenn, samfylkingarmenn og vinstri grænir að því að margfalda hlutafé REI svo hægt væri að skuldbinda félagið fyrir milljarða króna í erlendum áhættu- verkefnum. Meirihluti stjórnar Orku- veitunnar samþykkti t.d. í byrjun nóvember að skuldbinda REI um 6-7 milljarða króna til að fjárfesta í hluta- bréfum á Filippseyjum. Í janúar var unnið að því að margfalda hlutafé REI. Það fór ekki fram hjá borg- arfulltrúum vinstri manna að sjálf- stæðismenn voru andsnúnir þessari stefnumörkun. Allt tal um að sátt hafi náðst um málefni REI á tímum 100 daga meiri- hlutans er því algerlega úr lausu lofti gripið og skrif Sigrúnar Elsu um að hann hafi lagt aðal- áherslu á að finna sam- eiginlegan grunn til að vinna áfram að orkuút- rásinni eru úr tengslum við veruleikann. Hitt er svo annað mál að fyrr- greind áform náðu ekki fram að ganga. Ekki varð af hlutabréfa- kaupum á Filippseyjum vegna ágreinings milli REI og erlendra sam- starfsaðila þess. Og fyr- irhuguð hlutafjáraukn- ing REI í janúar sl. rann út í sandinn þar sem nýr meirihluti sjálf- stæðismanna og F-lista komst til valda og breytti snarlega um stefnu í málefnum fyr- irtækisins. Ábyrgðarleysi Samfylkingarinnar Undirritaður fagnar því að nú skuli Sigrún Elsa Smáradóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, loks hafa tekið sæti í stjórn REI. Er það vonum seinna. Í tíð 100 daga meiri- hlutans var samfelldur vandræða- gangur í málefnum fyrirtækisins og náði sá meirihluti t.d. ekki að skipa fyrirtækinu stjórn. Þremur vikum eftir að meirihluti sjálfstæðismanna og F-lista tók við, var hann tilbúinn með fulltrúa sína í stjórn REI og var minnihluta Samfylkingar og vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar boðið að tilnefna einn fulltrúa. Sátt var um að Samfylkingin tilnefndi fulltrúann. Eftir að tvær vikur voru liðnar án þess að Samfylkingin nýtti sér þetta boð varð ekki lengur undan því vikist að skipa fyrirtækinu stjórn og var það gert 28. febrúar sl. en án þátttöku minnihlutans. Það er svo fyrst á stjórnarfundi sl. föstudag sem Sam- fylkingin axlar loks ábyrgð í stjórn REI og tilkynnir að Sigrún Elsa taki þar sæti. Sigrún Elsa reynir að skýra þenn- an drátt með því að Samfylkingin hafi kosið ,,að stjórn REI yrði ekki póli- tískt skipuð, heldur skipuð fag- stjórnendum.“ Þetta er einkar ótrú- verðug skýring í ljósi þess að áður en 100 daga meirihlutinn hrökklaðist frá í janúar, hafði sú ákvörðun verið tek- in að ný stjórn REI yrði skipuð sama fólki og þá sat í stjórn Orkuveitunnar fyrir Framsóknarflokkinn, Samfylk- inguna og Vinstri græna. Þeir stjórn- armenn voru allir nátengdir valda- kjörnum þessara flokka og í þessum hópi var m.a. formaður fyrrv. Fram- sóknarflokksins og fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar. Engum dylst að þetta ágæta fólk hefur miklu fremur yfir sér pólitískt yfirbragð en ,,fag- legt“. Ekki skal þó dregið úr því að þetta tvennt getur vel farið saman. REI áfram í eigu Orkuveitunnar Óskar fullyrðir að Sjálfstæðisflokk- urinn vilji selja REI. Þetta er rangt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og F-listans hafa lagt til að unnin verði úttekt á REI og verðmat á verkefnum fyrirtækisins með það fyrir augum að það geti í framtíðinni einbeitt sér að ráðgjöf og þróun- arverkefnum en unnt verði að selja þau verkefni er hafa áhættu í för með sér. Ætlunin er að þekking Orkuveit- unnar verði áfram nýtt á vettvangi REI til ráðgjafarþjónustu í þágu fyr- irtækja á sviði jarðhitaverkefna og umhverfisvænna orkugjafa. Tillagan er framlag í þá stefnumótunarvinnu, sem nú á sér stað varðandi REI og í góðu samræmi við það hlutverk OR að tryggja Reykvíkingum og öðrum notendum á heimamarkaði góða þjónustu á sem bestu verði. Undarlegt er að því skuli vera haldið fram að umrædd tillaga rjúfi þá sátt sem náðist um REI með loka- skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni fyrirtækisins. Í þeirri skýrslu segir að REI skuli áfram rekið með það hlutverk að sinna þróunar og fjárfestingarverkefnum á erlendri grundu og það verði 100% í eigu OR. REI getur vel verið áfram í eigu Orkuveitunnar og sinnt slíkum verk- efnum með ýmsum hætti án þess að tefla milljörðum króna í tvísýnu á við- sjárverðum mörkuðum eins og 100 daga meirihlutinn vildi gera. Ótrúverðugt upphlaup minnihluta borgarstjórnar Kjartan Magnússon svarar Óskari Bergssyni, Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Svandísi Svavarsdóttur »REI getur vel verið áfram í eigu Orkuveitunnar og sinnt slíkum verkefnum með ýmsum hætti án þess að tefla milljörðum króna í tvísýnu. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi og stjórn- arformaður Reykjavík Energy Invest. EIN minnisstæðasta kvikmynd seinni ára ber heitið „My Left Foot“ og segir frá hinum írska Christy Brown sem var algjörlega lamaður nema á vinstra fæti. Með sínum skarpa heila og hreyf- anlega fæti vann Christy ýmis andleg og líkamleg afrek sem aðrir hefðu vart leikið eftir. Lengi vel var hann álitinn andlega vanheill enda átti hann eðlilega í erfiðleikum með að hreyfa sig og að tala. Viðbrögð af þessu tagi þekkja margir parkinsonssjúkir. Þeir eru iðulega taldir ýmist vangefnir eða ölvaðir, nema hvort tveggja sé, enda slaga sumir eða slást til vegna ofhreyfinga eða skorts á jafnvægi og tala óljóst eða drafandi. Sönn dæmi eru um að fólk með mikil parkinsons- einkenni hafi t.d. verið rekið út af öldurhúsum borgarinnar sökum ölv- unar – algjörlega að ósekju. Christy Brown braust úr fjötrum fötlunar sinnar, aðallega fyrir tilstilli óbilandi trúar móður sinnar og systkina. Hann las ætíð mikið, lærði að skrifa með vinstri fæti, samdi ævi- sögu sína og málaði myndir í smáhúsi í bakgarði heima á Írlandi. Þessi snjalli maður náði þannig heims- frægð með því „að bregða undir sig betri fætinum“, ef svo má segja. Fyrirsögn þessa pistils um Park- insonssamtökin er þannig hreint ekkert einkennileg, enda eru PSÍ jöfnum höndum skipuð parkinsons- veikum og aðstand- endum þeirra. Það er eitt af mörgu mjög merkilegu og góðu við þennan félagsskap. Skýringar liggja í aug- um uppi ef að er gáð. Vegna eðlis veikinnar, þ.e. hreyfi- og talhrörn- unar eða mismikillar hömlunar, getur sá veiki átt erfitt með eitt og annað sem frískum veitist auðvelt. Hugsunin er skýr en hreyfi- og talfærni getur leg- ið algerlega í láginni. Þá er gott að geta brugðið undir sig betri fætinum og fengið kærleiksríkan aðstandanda til liðs – raunar ómetanlegt. Núna eru nokkrir stjórnarmenn og formaður PSÍ t.d. fullfrískir að- standendur. Svona hefur þetta ætíð verið í PSÍ og sýnir framsýni þeirra sem lögðu línurnar við stofnun fé- lagsins, fyrir tuttugu og fimm árum í ár. Mér finnst þetta athyglisvert og til eftirbreytni. Þótt mér þyki þetta spennandi fyrirkomulag er engin dúndrandi eftirsókn eftir stjórn- arsetu eða formennsku í félaginu enda fylgir sá böggull skammrifi að nánast allt starf innan samtakanna er kauplaus sjálfboðavinna. Einnig til eftirbreytni, tel ég, enda á frjálst starf í þágu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu í grundvall- aratriðum að vera ábatalaust. Þar er á ferð siðferðileg skylda þeirra sem feta í fótspor miskunnsama Samverj- ans. Með baráttukveðjum. Að bregða undir sig betri fætinum Elín G. Ólafsdóttir skrifar í tilefni alþjóðadags samtaka parkinsonssjúkra » Parkinsonssjúkir eru oft taldir vangefnir eða ölvaðir, enda slaga sumir eða slást til af of- hreyfingum... Elín G. Ólafsdóttir Höfundur er félagi í Parkinsons- samtökum Íslands – PSÍ. ÉG las einhvers staðar um daginn að menn væru að gantast með nýtt nafn á ríkisstjórnina, sumsé útlaga- stjórn. Mér finnst þetta nokkuð fynd- ið því það er rétt að bæði ráðherrar og alþingismenn eru á faraldsfæti. Sannleikurinn er sá að stjórnsýslan og þingstarfið verður æ alþjóðlegra. Ekki bara fyrir stjórnarliða, heldur sömuleiðis fyrir stjórnarandstæðinga sem eru hluti af utanferðaliðinu sem þátttakendur í sendinefndum, fasta- nefndum og þingnefndum en Alþingi á aðild að alls níu al- þjóðaþingmanna- samtökum. Sem er líka eins gott, því þeir skila sínu jafnt og aðrir, ef menn á annað borð taka störf sín alvarlega. Og hægt er að taka þá sjálfa alvarlega. Í síðustu viku vorum við þrír alþingismenn, Birgir Ármannsson, Steingrímur J. Sigfús- son og undirritaður fulltrúar Alþingis á fundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg sem er sosum ekki í frá- sögur færandi, nema fyrir það að þar tókst Steingrími J. Sigfússyni að stela senunni sem við getum öll verið hreykin af. Á dagskrá voru fjöldamörg mál, sem að mestu snúast um virðingu fyrir mannréttindum, frelsi, rétt- arríkið og jafnrétti fyrir lögum í sam- ræmi við hlutverk Evrópuráðsþings- ins. Þingið ávörpuðu þau Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Jílía Tímósjenkó, forsætisráðherra Úkra- ínu og Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands. Þeim mæltist öllum vel. Hápunktur fimm daga fundahalda var þó afgreiðsla á ályktun um öruggan og löglegan að- gang að fóstureyðingum sem verið hefur í vinnslu frá árinu 2006. Svo merkilegt sem það kann að hljóma eiga konur ennþá langt í land, í fjöl- mörgum Evrópuríkjum, að öðlast rétt til fóstureyðinga. Þar valda eink- um tilfinningar og siðferðilegar og trúarlegar skoðanir sem eiga rétt á sér innan marka einkalífsins en ekki sem grundvöllur opinberrar stefnu- mótunar ríkisins. Þvert á móti á rík- isvaldið að sjá til þess að réttur kvenna til lífs sé virtur með því að veita þeim öruggan og löglegan að- gang að fóstureyðingum. Fóstureyð- ing er úrræði sem meirihluta kvenna grípur til í neyð. Ályktunin er ekki að ýta undir fóstureyðingar, þær eiga sér stað hvort sem þær eru löglegar eða ólöglegar. Ályktunin mælir hins vegar gegn löggjöf sem neyðir konur til að leggja líf sitt í hættu og gerir konur, sem fara í fóstureyðingu, að glæpamönnum. Okkar maður, Steingrímur J. Sigfús- son, var fyrr á árinu kosinn formaður jafn- réttisnefndar Evr- ópuráðsþingsins sem er sú nefnd sem vann að gerð ályktunar- innar. Það lenti sem sé á okkar manni að leiða málið síðasta spölinn. Og það var ekkert smáverk. Þegar til lokaafgreiðslu kom lágu fyrir rúmlega sjö- tíu breytingartillögur og þegar loka- umræðan hófst voru tæplega 50 manns á mælendaskrá. Slíkur fjöldi mála og ræðumanna er afar sjald- gæfur og segir sína sögu um hitann sem þetta mál veldur. Er skemmst frá því að segja að Steingrímur stýrði nefndinni til sam- komulags innan hennar og leiddi málið í gegnum umræðuna og at- kvæðagreiðsluna af myndugleik. Ályktun um frjálslynda stefnu, sem líkist að mestu okkar eigin löggjöf, var að lokum samþykkt (102 með, 69 á móti, 14 sátu hjá). Sigurinn var í höfn. Margir íslenskir fulltrúar Alþingis hafa lagt þessu máli lið á und- anförnum árum. Ég nefni sér- staklega til sögunnar Guðrúnu Ög- mundsdóttur, fyrrverandi þingmann. Fer ekki milli mála að hér var á ferð- inni baráttumál kvenna og skilningur Evrópuráðsþingsins á rétti þeirra til að ráða sjálfar yfir líkama sínum með þeim takmörkunum sem siðferði, tími og aðstæður greina/setja. Jú, jú, utanstefnur eru margar og ekki alltaf árangursríkar. En þessum skyldustörfum þarf að sinna sem öðru og þá er það einkar ánægjulegt ef og þegar fulltrúar okkar á erlend- um vettvangi, á alþjóðlegum sam- komum, láta til sín taka og stela sen- unni. Steingrímur stal senunni Ellert B. Schram segir frá fundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg Ellert B. Schram »Er skemmst frá því að segja að Steingrímur stýrði nefndinni til samkomu- lags og leiddi málið í gegnum umræðuna og atkvæðagreiðsluna af myndugleik. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.