Morgunblaðið - 24.04.2008, Blaðsíða 20
Ástæða þess að sumir veitaErnu svona mikla athyglier að hún er „brúnni enflestir“, á Íslandi vel að
merkja. Erna er líka ríkari en
margur því hún á tvö lönd og tvær
heimsálfur því enda þótt mamma
hennar sé íslensk, þá er pabbi
hennar frá Sambíu. Og þar finnst
engum hún óvenjulega dökk, eins
og hún útskýrir ágætlega sjálf:
„Mér finnst ég ekki skerast jafn-
mikið út úr í Sambíu og á Íslandi.“
Í kvöld verður svo stór stund hjá
Ernu Kanemu Mashinkila, eins og
hún heitir fullu nafni. Þá verður
nefnilega sýnd í ríkissjónvarpinu
heimildarmyndin Afríkan okkar
sem fjallar um ferð Ernu og fjöl-
skyldu hennar til Sambíu þar sem
föðurfólkið var heimsótt.
„Þetta er eiginlega sjálfstætt
framhald af mynd sem við gerðum
fyrir fimm árum,“ útskýrir
mamma hennar og kvikmynda-
gerðarkonan Anna Þóra Steinþórs-
dóttir. „Þegar hún var tæplega
fjögurra ára fórum við Harry mað-
urinn minn í fyrsta skiptið með
hana til Sambíu. Ég ákvað þá að
gera mynd um það þegar Erna
hitti föðurfjölskyldu sína í fyrsta
skiptið. Núna var þetta svolítið
öðruvísi því Erna var orðin miklu
stærri og búin að eignast litla syst-
ur, Auði Makayu. Eins kom amma
hennar á Íslandi og frændfólkið úr
móðurfjölskyldunni með til að hitta
föðurfólkið allt út í Sambíu. Mynd-
irnar eru líka ólíkar að því leyti að
núna er Erna sjálf sögumaður því
hún les inn á myndina og segir frá
því sem gerist.“
Í trjánum að borða ávexti
Erna man ekki mikið frá fyrstu
ferðinni, „nema því sem var í hinni
myndinni“ og fannst býsna margt
ólíkt með löndunum tveimur nú.
„Fólkið í Sambíu er miklu vina-
legra og fjörugra. Það dansaði líka
mikið og hafði danskeppnir. Svo
kynntist ég strax tvíburum sem
bjuggu í sömu götu og húsið var
sem við leigðum. Hér á Íslandi
myndi ég kannski ekki byrja á því
að fara að spyrja hvort einhver
vildi leika ef hann væri að flytja
nálægt en þessir krakkar komu
strax sama daginn og við komum
þangað.“
Leikirnir í Sambíu og á Íslandi
voru ekki þeir sömu en þó býsna
líkir. „Við fórum í feluleiki og í
svona löggu og bófa sem var samt
ekki alveg eins. Svo vorum við að
klifra í trjánum og borða ávext-
ina,“ segir Erna og það fer ekki á
milli mála að þetta hafi verið mikið
fjör.
Þrátt fyrir að fleiri tugir tungu-
mála séu talaðir af hinum ýmsu
þjóðflokkum í landinu voru engir
tungumálaörðugleikar á ferð því
Erna talaði einfaldlega ensku, sem
krakkarnir í Sambíu eru fullfærir í
enda opinbert mál landsins.
Fjölskyldan hafði bækistöðvar í
höfuðborginni, Lusaka, en ferðað-
ist víða, m.a. að Viktoríufossum
sem eru með stærstu fossum í
heimi. Eins heimsóttu þau þjóð-
garðinn við neðri hluta Zambesi-
árinnar og fóru til Ndola, næst-
stærstu borgar landsins þar sem
hluti föðursystkina Ernu býr. Þau
heimsóttu líka „þorpið hans afa“
og gröfina hans en Erna var svo
lánsöm að hitta hann og eiga með
honum góðar stundir í fyrri ferð-
inni. Föðuramma hennar lést hins
vegar áður en fyrri ferðin var far-
in. „Alls staðar þar sem við komum
fengum við höfðinglegar móttökur
og það var ótrúlega gaman að hafa
fjölskyldu mína með í för,“ segir
Anna Þóra sem kynnti þarna
tengdafólk sitt fyrir mömmu sinni
og bróður í fyrsta sinn.
Gulir menn og grænir
Ernu gafst gott tækifæri í ferð-
inni til að velta fyrir sér þeim ólíku
menningarheimum sem hún er
sprottin úr og sjálfsmynd sinni
sem svört, hvít eða brún stelpa.
Hún segir krakkana í Sambíu hafa
verið á því að hún væri nú „bara
blanda“ og þeir kipptu sér lítið upp
við húðlit hennar. „Það var svo
skrýtið þegar við vorum að lita.
Venjulega gerir maður mennina
oftast hvíta eða brúna en þau lit-
uðu mennina kannski gula eða
græna.“
Mamma hennar kinkar kolli.
„Við spáðum heilmikið í þessi mál í
tengslum við ferðina og það kemur
svolítið fram í myndinni.“
Lúin Á löngum og ströngum ferðalögum naut Auður litla þess að
kúra í fangi pabba síns, Harry, sem var „aðstoðar-allt“ við tökurnar.
Í kvöldsiglingu Á kvöldin þegar sólin var við það að setjast
komu dýrin að Zambesi-ánni til að fá sér að drekka.
Langt burt í litríku föðurlandi
Erna er ósköp venjuleg
tíu ára stelpa sem
gengur í Háteigsskóla,
spilar á þverflautu og
finnst gaman að dansa.
Stundum, t.d. þegar
hún dansar á sýningum
eða gerir eitthvað
hversdagslegra, finnur
hún þó að það er meira
starað á hana en aðra. Í
skólanum er það öðru-
vísi. „Þar þekkja mig
líka allir,“ segir hún.
Mæðgur „Núna er Erna sjálf sögumaður því hún les inn á myndina og segir frá því sem gerist,“ segir Anna Þóra.
Myndefnið skoðað Hér fylgjast Erna, nágrannakrakk-
arnir Grace og Zebron og Busi frænka með.
Árvakur/Eggert
Við fórum í feluleiki og í
svona löggu og bófa sem
var samt ekki alveg eins.
Svo vorum við að klifra í
trjánum og borða ávextina.
Myndin Afríkan okkar er á dagskrá
Ríkissjónvarpsins í dag kl. 17.30.
|fimmtudagur|24. 4. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Vefsíða um Þýskaland á íslensku
Opnaður hefur verið íslenskur vefur um
Þýskaland á vegum þýska ferðamálaráðsins.
Vefurinn, sem Arthúr Björgvin Bollason sér um
að ritstýra og uppfæra, er hugsaður sem gátt að
Þýskalandi fyrir íslenska ferðamenn, bæði þá
sem kjósa að sækja landið heim á eigin vegum
sem og alla aðra ferðamenn.
Á vefnum er að finna upplýsingar um lifandi
borgarlíf, fjölbreytt landslag, fjölmargar
uppskeruhátíðir, tónleika og svo þá fjölmörgu
markaði sem þar er að finna svo fátt eitt sé
nefnt.
Ferðalangur á heimaslóð
Fjölbreytt dagskrá verður í boði á sumardag-
inn fyrsta á vegum verkefnisins Ferðalangur á
heimaslóð. Dagskráin teygir anga sína vítt og
breitt um höfuðborgarsvæðið og út fyrir
borgarmörkin. Þannig hafa
t.d. rútufyrirtæki tekið hönd-
um saman og bjóða upp á
stuttar ferðir í jaðri höf-
uðborgarsvæðisins en meðal
áfangastaða í ár eru Heið-
mörk, Tröllafoss, Hellisheiða-
virkjun og Leiðarendahellir.
Einnig verður menning-
arlega viðburði að finna á dagskránni, sem og
útivistarferðir fyrir þá sem vilja virkilega taka á
því.
Myndasýning úr Grand
Canyon-ferð
Ferðalangar úr páskaferð ÍT
ferða í Grand Canyon eða
Miklagljúfur verða með
myndasýningu í húsakynnum
ÍT-ferða að Engjavegi 6
(Íþróttamiðstöðinni Laugardal)
sunnudaginn 27. apríl nk. kl. 17.
Sýningin er öllum opin og sýndar verða myndir
og sagt frá þessari skemmtilegu ferð.
www.tyskalandsferdir.travel
www.itferdir.iswww.ferdalangur.is
vítt og breitt