Morgunblaðið - 06.05.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 06.05.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 15 AKUREYRI EYFIRSKI safnadagurinn þótti takast afar vel, en hann var á laug- ardaginn. Fjöldi fólks sótti heim söfn víða um fjörðinn og voru gestir tölu- vert fleiri en í fyrra. „Það er annað fólk sem kemur til okkar á þessum degi en venjulega; þá grípa heimamenn tækifærið og fara jafnvel á mörg söfn sama dag- inn,“ sagði Kristín Sóley Björnsdótt- ir, kynningarfulltrúi Minjasafnsins á Akureyri, í samtali við Morgunblað- ið. Kristín Sóley segir algengt að heimamenn hugsi sem svo að söfnin séu öll í túnfætinum, þannig að þang- að sé hægt að fara hvenær sem er. En svo fari margir aldrei – nema þegar svona tækifæri gefst! Safnarútur fóru frá Akureyri; önnur fram í fjörð á Smámunasafnið og síðan á Safnasafnið á Svalbarðs- strönd og í Laufás. Hin fór út með firði austan megin, til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, en hluti hópsins fór reyndar ekki svo langt heldur sigldi út í Hrísey og fór þaðan til Dalvíkur. Rúturnar voru vinsælar og stefnt er að því að á næsta ári verði einnig hægt að taka sér far á stöðunum yst í firðinum og halda til Akureyrar. Kristín Sóley segir safnafólk hafa verið mjög ánægt í fyrra, á fyrsta safnadaginn, og allir verið sammála um að halda þessu áfram. Nú hafi að- sókn verið enn meiri og dagurinn hafi örugglega fest sig í sessi. „Ég er viss um að heimamenn eru bestu kynningarfulltrúar okkar og þess vegna viljum við sýna þeim söfnin, til þess að þeir geti vísað gestum sínum þangað í framtíðinni. Við viljum líka kynna fólki innra starf safnanna, að við leggjumst ekki í dvala 15. september þegar lokað er fyrir sumarstarfsemina! Hér í Minjasafninu á Akureyri eru sex starfsmenn og alltaf nóg við að vera; til dæmis við að taka á móti munum, skrá, flokka og forverja og ýmislegt fleira,“ sagði Kristín Sóley. Heimamenn eru bestu kynningarfulltrúarnir Safnafólk mjög ánægt með það hvernig til tókst Ljósmynd/Alma Skaptadóttir Spennandi Þessi ungi drengur skoðaði hús Hákarla-Jörundar í Hrísey. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÍSLENDINGAR voru ekki of- arlega á vinsældalista íbúa stóru sjávarútvegsstaðanna á austur- strönd Englands, þar á meðal Grimsby, á tímum þorskastríðanna og árunum eftir þau. En tímarnir breytast og mennirnir með; Ís- lendingar stunda mikil viðskipti á svæðinu og nú hillir undir að Grimsby og Akureyri taki upp formlegt vinabæjarsamband. Nokkrir fulltrúar í sveitarstjórn Grimsby og nágrennis í Norður- Lincolnskíri eru í heimsókn á Ak- ureyri. Undir þessi stjórnvöld heyrir 160.000 manna samfélag þar sem stærstu borgirnar eru Grimsby, Cleethorpes og Imm- ingham. Gestirnir funduðu í gær með forráðamönnum bæjarins og Háskólans á Akureyri, en í dag hitta þeir að máli fulltrúa við- skiptalífsins í bænum. Akureyrsk- ir viðskiptamenn hafa stefnt að því að setja á stofn nokkurs konar verslunarráð Akureyrar og ekki er talið ólíklegt að af því verði í tengslum við þessa heimsókn. Slíkur félagsskapur er fyrir hendi í Grimsby, formaður hans er með í för í höfuðstað Norðurlands, og eru vonir bundnar við að frekari viðskipti milli fyrirtækja á stöð- unum tveimur geti orðið að veru- leika. Grímsbæingar endurgjalda nú heimsókn Akureyringa frá því í fyrra. Þá var undirrituð vilja- yfirlýsing um vinabæjarsamstarf, en ætlunin er að leggja meg- ináherslu á samskipti atvinnulífs og mennta- og rannsóknarstofn- ana. Breski borgarstjórinn sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær að heimamenn í Grimsby ætl- uðu sér að koma á fót eigin há- skóla og stefnt væri að samstarfi við Háskólann á Akureyri á ákveðnum sviðum. Raunar munu skólamenn í Lincolnsskíri þegar þiggja ráð norðanmanna varðandi uppbyggingu þeirrar menntastofn- unar. „Mér finnst mjög ánægjulegt að hægt skuli að glæða aftur þá vin- áttu sem var fyrir hendi á milli fólks á þessum stöðum á árum áð- ur,“ sagði Stewart Swinburn, borgarstjóri svæðisins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði ástandið vitaskuld hafa breyst þegar deilur þjóðanna vegna fiskveiðilögsögunnar voru sem harðastar, en ekki þýddi að dvelja í fortíðinni. „Við verðum að grafa stríðsöxina og hugsa til framtíðar, og ég er mjög spenntur fyrir því að koma á vinabæjarsam- starfi. Við viljum samt ekki fara of geyst, heldur tökum eitt skref í einu en leggjum áherslu á að svæðin bindist traustum vin- áttuböndum. Við viljum koma á tengslum sem nýtast næstu kyn- slóðum.“ Swinburn lagði áherslu á að fólki á báðum stöðum yrði kynnt saga vinanna handan hafsins. „Grimsby var t.d. stærsta fiski- höfn á Bretlandi á sínum tíma og hér hefur fiskurinn líka alltaf skipt miklu máli.“ Sögulegt vináttusamband í augsýn Þorskastríðin bitnuðu mjög á Grimsby á Englandi sem verður líklega næsti vinabær Akureyrar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinátta Stewart Swinburn, borgarstjóri í Grimsby, og Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri í Nonnahúsi í gær. SÝNING á verkum Karls Guð- mundssonar var opnuð í Ketilhús- inu á laugardaginn og er hluti af List án landamæra. Karl er alvar- lega mál- og hreyfihamlaður ungur maður en hann býr yfir góðum skilningi, að sögn Rósu Kristínar Júlíusdóttur, myndlistarkonu og kennara, sem starfað hefur með honum lengi. „Þrátt fyrir fötlun sína tekst Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem býr innra með honum,“ segir hún. Rósa segir sjónræna hugsun Kalla strax á barnsaldri af þeirri gerð sem Ellen Winner (prófessor í sálfræði við Boston-háskóla) telur einkenna börn með afburða greind í myndsköpun. „Kalli kýs að fara fagurfræðilegu leiðina í myndlist sinni,“ segir Rósa. Þegar hann er spurður hvað hann vilji segja með myndunum sínum svarar hann iðu- lega: „Ég vil að fólki líði vel þegar það upplifir myndirnar mínar.“ – „Hann hefur sagt mér,“ segir Rósa, „að fyrir sér sé fagurfræði allt fal- legt sem hann sér.“ „Fagurfræðileg upplifun,“ segir Kalli, „er aftur á móti þegar ég sé eitthvað fallegt þá líður mér einkennilega vel. Það ert- ir eitthvað. Ég verð einkennilegur innan í mér, verð spenntur, en líður þó vel.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Ég verð einkenni- legur innan í mér“ Kalli og Rósa … Karl Guðmundsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir. TB W A\ RE YK JA VÍ K\ SÍ A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.