Morgunblaðið - 06.05.2008, Page 18
daglegt líf
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Það er ekki tekið út meðsældinni að vera flótta-maður og lenda svo íókunnum framandi að-
stæðum án þess að hafa svo mikið
sem óskað eftir slíkum vistaskiptum
sjálfur,“ segir Zija Krrutaj, 21 árs
gamall flóttamaður frá Kósóvó.
Zija flúði ásamt fjölskyldu sinni
heimaland sitt Kósóvó vegna stríðs-
átaka árið 1998. Fjölskyldan fór til
Sarajevó í Bosníu þar sem hún bjó í
flóttamannabúðum í sjö ár eða þang-
að til henni bauðst fyrir tilstilli
Rauða krossins á Íslandi að flytjast
til Íslands sem flóttamenn.
Zija kom fyrst til Íslands í ágúst
árið 2005 ásamt foreldrum sínum og
fjórum systkinum. Íslandsdvölin
hefur því staðið í rúm tvö og hálft ár
en fjölskyldan býr í íbúð við Snorra-
braut. Foreldrarnir eru heimavinn-
andi og eru systkinin öll í skóla
nema það elsta, sem starfar á Land-
spítalanum. „Við hófum strax ís-
lenskunám við Fjölbrautaskólann í
Ármúla, en íslenskan hefur reynst
fjölskyldumeðlimum miserfið. For-
eldrar mínir gáfust til dæmis mjög
fljótlega upp á því að læra tungu-
málið, en við systkinin
skiljum málið orðið nokkuð vel.
Það er hins vegar ekki auðvelt,“ seg-
ir Zija og brosir.
Eftir eina námsönn í íslensku tók
við fullt almennt stúdentsnám við
FÁ sem lauk með því að Zija út-
skrifaðist sem stúdent. Síðastliðið
haust settist hann svo á skólabekk í
Háskóla Íslands þar sem hann er nú
að ljúka fyrsta ári í viðskiptafræði.
„Námið gengur held ég bara ágæt-
lega miðað við mína málakunnáttu.
Það má segja að ég hafi fengið
drauma mína uppfyllta sem fela í
sér að fá að ganga menntaveginn.
Ég stefni á að klára viðskiptafræð-
ina og svo sé ég bara til hvað tekur
við,“ segir Zija á góðri íslensku og
bætir við að nú sé hann í leit að
vinnu, sem geti komið sér að gagni
við námið.
Tillögur að bættum heimi
Zija var boðið af Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna
að taka þátt í ráðstefnu um ungt
flóttafólk í Evrópu sem auk Flótta-
mannastofnunarinnar var skipulögð
af Evrópuráðinu. Þessi fyrsta ráð-
stefna var haldin í Strassborg í des-
ember 2006 og var Zija eini fulltrúi
Íslands á ráðstefnunni. „Þarna hitt-
ist um þrjátíu manna hópur ungs
fólks á aldrinum 18 til 30 ára sem
átti misjafna reynslu að baki sem
flóttamenn auk einstaklinga sem
vinna með flóttafólk. Þegar við fór-
um að ræða saman kom í ljós að
vandamálin sem flóttafólk glímir við
eru keimlík, burtséð frá því hvar það
er niðurkomið. Við vorum því hvött
til að setja niður okkar markmið og
tillögur að betri heimi, ungu flótta-
fólki til hagsbóta sem við og gerðum
og lítum á sem vinnuplagg til kom-
andi ára. Okkur varð vel til vina
enda upplifðum við okkur sem eina
stóra fjölskyldu. Við kvöddumst síð-
an með það eitt að markmiði að hitt-
ast á ný til að freista þess að bæta líf
ungs flóttafólks.“
Boðað var svo til annarrar ráð-
stefnu í Búdapest í febrúar síðast-
liðnum þar sem hópurinn hittist á ný
og nú er stefnt að stofnun netsam-
félags og formlegra samtaka ungs
flóttafólks. Zija segir að þriðji fund-
urinn hafi enn ekki verið skipulagð-
ur, en gaman væri auðvitað að geta
haldið hann á Íslandi með góðra
manna hjálp.
Upplifunin er dálítið erfið
„Ég dreg enga dul á það að aðlög-
un að íslensku samfélagi er mjög
erfið. Við fluttum til lands þar sem
býr lítil þjóð og allir þekkjast. Og ef
manni tekst ekki nógu vel upp með
íslenskuna er lífið hér svolítið erf-
itt,“ segir Zija, sem á sér albönsku
sem móðurmál en talar auk þess
bosnísku og nú íslensku.
„Áður en okkur bauðst að fara til
Íslands höfðum við hafnað í tvígang
boðum um að flytjast til Bandaríkj-
anna og Kanada, en þorðum ekki að
hafna í þriðja sinn af ótta við hvað
um okkur yrði. Það var því aldrei
spurning um annað en að þiggja Ís-
landsboðið þegar það kom. Við viss-
um þá ekkert um Ísland annað en að
um væri að ræða eyju sem tilheyrði
Skandinavíu og að hér væri svolítið
kalt í veðri. Þekkingin er þó allt ann-
ars eðlis en sjálf upplifunin. Satt
best að segja áttum við von á því að
upplifun okkar hér á Íslandi yrði
auðveldari en reyndin hefur verið.“
Ísland gæti orðið fyrirmynd
Zija segir aðstæður til móttöku
flóttamanna misjafnar eftir löndum.
„Ég hika þó ekki við að fullyrða að
Ísland geti verið fyrirmynd hvað
varðar móttöku á flóttamönnum eft-
ir að hafa heyrt reynslusögur ann-
arra enda er hér allt gert til að
flóttamönnum geti liðið sem best.
Það er þó ekki þannig að allt sé full-
komið því margt má auðvitað bæta
líka. Íslendingar vita til dæmis
ósköp lítið um flóttamenn og sumir
vilja ekkert endilega auðvelda þeim
lífið. Flóttamenn eru hins vegar
ekkert hingað komnir vegna eigin
óska og þráhyggju þar um heldur
hafa þeir verið reknir áfram og inn í
aðstæður sem þeir báðu aldrei um
sjálfir. Það er því kannski svolítið
mikilvægt að skilgreina hlutverk
flóttamannsins upp á nýtt svo hann
geti fundið sér einhverjar rætur á
ný eftir miklar þjáningar.“
join@mbl.is
Að finna sér rætur á ný
Morgunblaðið/Ómar
Flóttamaður Zija Krrutaj flúði ásamt fjölskyldu sinni frá Kósovó árið 1998 og hafði búið í flóttamannabúðum í
Sarajevó í Bosníu í sjö ár þegar fjölskyldunni bauðst hæli á Íslandi sem hún vissi lítið sem ekkert um.
Skilaboð Á Íslandi er ekki stríð, en kannski fjölmörg önnur vandamál, sem
blasa við flóttamönnum, sem setjast að hér á landi.
„Draumur minn snýst
um að fá að ganga
menntaveginn,“ sagði
Zija Krrutaj í samtali
við Jóhönnu Ingvars-
dóttur. Zija er í við-
skiptafræði við HÍ og
var boðið af Flótta-
mannastofnun Samein-
uðu þjóðanna og Evr-
ópuráðinu í félags-
skapinn „Ungt
flóttafólk í Evrópu“.
Þegar við fórum að ræða
saman kom í ljós að
vandamálin sem flóttafólk
glímir við eru keimlík,
burtséð frá því hvar það er
niðurkomið.
Ílok venjulegs skóladags skráir NicoleDobbins sig inn á vefinn ParentConnect áheimaskrifstofu sinni í borginni Alpha-
retta í Georgíu í Bandaríkjunum og les nýjustu
skýrslur um börnin sín þrjú áður en hún rýkur
út til að taka á móti skólabílnum.
Hún er líka steinhætt að spyrja hefðbund-
inna spurninga um hvernig hafi verið í skól-
anum í dag, hún veit svarið nú þegar. Hvað hef-
urðu að segja um þessa einkunn?“ spyr hún
þess í stað og þegar elsti sonur hennar kemur
heim um kvöldmatarleytið kann vel að vera
tilbúið útprent af ParentConnect vefnum þar
sem lélegustu einkunnirnar hafa verið yfirstrik-
aðar með gulum merkipenna. „Hann veit að ég
skoða ParentConnect á hverjum degi og að við
munum taka á þeim málum sem upp koma,“
hefur New York Times eftir Dobbins.
Leiðarvísir eða njósnatæki?
Fjöldi vefsíðna er nú í boði í Bandaríkjunum
sem gera foreldrum kleift að fylgjast daglega
með námi barna sinna – hvort þau hafi mætt í
tíma, skilað verkefnum og hvernig þau standi
sig á prófum. Að sögn New York Times hafa
vefir á borð við Edline, ParentConnect, Pin-
nacle Internet Viewer og PowerSchool áhrif á
samskipti milli foreldra og barna, fjölskyldna
og kennara. Þó forrit á borð við þessi hafi í sum-
um tilfellum verið árum saman í boði hafa þau
ekki náð verulegum vinsældum fyrr en nýlega.
Rannsóknir sýna að það getur haft jákvæð áhrif
á námsárangur barna sýni foreldrarnir náminu
áhuga og kennarar hafa lofað þau áhrif sem for-
ritin geta haft á tengsl við foreldranna. Í bestu
tilfellum geta þau verið eins konar leiðarvísir
fyrir foreldrana um námsgreinar barnsins,
áminning fyrir gleymna krakka eða jafnvel við-
vörunarljós og lygamælir. Slíkir vefir eru hins
vegar ekki eingöngu af hinu góða því þeir geta
líka aukið streitu barna vegna daglegra ein-
kunna og aukið átök innan fjölskyldunnar.
„Það góða er mjög gott,“ segir Nancy Lar-
sen, skólastjóri við Fairfield Ludlow mennta-
skólann í Connecticut. „En það slæma er mjög
ljótt.“
Á táningsaldrinum þegar krakkar vilja í sí-
auknum mæli öðlast aukið frelsi frá fjölskyldum
sínum nota sumir foreldrar vefina til að herða
tökin. Samkeppnin um bestu háskólana er svo
hörð segja foreldrar, að þeim finnst nauðsyn-
legt að fylgjast reglulega með einkunnum
barnsins. Það er nefnilega hægt að fylgjast
mjög náið með börnunum – kanna hvaða verk-
efni séu framundan, hvaða verkefnum þau eigi
að vera að vinna að, hvort þau hafi skilað sér
seint í tíma, hlotið áminningu og hvaða einkunn-
ir þau hafi fengið fyrir heimaverkefni og próf.
Það er meira að segja hægt að fá viðvörun
senda í farsímann! Líkt og gefur að skilja eru
börnin ekki alltaf sátt við þann óhefta aðgang
sem foreldrarnir virðast hafa að skólaveru
þeirra og er ófáar kvartanir í þá veru að finna á
Facebook. „Ég geng inn í húsið og það er ekki
einu sinni: Halló, hvernig var dagurinn. Það er
öskrað á mig af því að ég féll á prófi,“ skrifar
einn dæmigerður táningur á Facebook. Og ann-
ar skrifar: „Þetta er eins og hafa foreldra sína
eða forráðamenn standandi yfir sér allan dag-
inn í skólanum að bíða eftir því að manni verði
á.“
Það er erfitt, að sögn New York Times, að
meta nákvæmlega áhrif vefsíðna á borð við Par-
entConnect á námsárangur og þó margir segi
árangurinn góðan hafa aðrir, eins og t.d. Denise
Pope fyrirlesari við Stanford, áhyggjur af að
þessar síður auki á kvíða nemenda. „Þegar
svona mikil áhersla er lögð á einkunnirnar er
verið að segja við krakkana: „Það er mikilvæg-
ara að ná einkunninni, með öllum tiltækum ráð-
um, heldur en að læra efnið.“ Og þar með fjölg-
ar þeim sem svindla,“ segir Pope.
Ég veit hvað þú gerðir í síðasta stærðfræðitíma
Reuters
Skólinn Það getur bætt árangur en líka aukið stress barna að foreldrar fylgist með náminu.